Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 23 Heimili opnað fyrir vegalaus börn að Geldingalæk á Rangárvöllum á laugardag Frumvarp um um- boðsmann barna Hellu. HEIMILI fyrir vegalaus börn var formlega tekið í notkun sl. laugar á Geldingalæk á Rangárvöllum. Við það tækifæri tók Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra formlega við heimilinu fyrir hönd ríkis- ins en samtökin Barnaheill stóðu fyrir byggingu þess fyrir gjafafé er safnaðist við landssöfnun Barnaheilla 20. mars 1992. í máli Jó- hönnu kom fram að hún hyggst leggja fram á komandi þingi frum- varp til laga um umboðsmann barna. Að sögn Arthurs Morthens, for- manns Barnaheilla, var mikil þörf á að taka heimilið í notkun nú í haust þrátt fyrir að endurbótum á gamla húsinu að Geldingalæk sé ekki að fullu lokið. Þá mætti reikna með að viðbygging við húsið yrði tilbúin um næstu áramót og yrði þá heimilið alls um 570 fm að stærð. Af þessum sökum væri að- eins unnt að taka tvö börn inn nú i haust, önnur tvö um áramót og tvö í vor, en heimilið væri byggt fyrir sex börn og tvær fjölskyldur sem starfa við heimilið. Þegar hefðu verið ráðin tvenn hjón til starfa, þar af er einn sérkennari, einn félagsráðgjafi með kennara- menntun, fóstra og smiður. Auk þess væri síðar gert ráð fyrir sál- fræðingi í hlutastarfi. Á heimilinu munu dvelja 6-12 ára börn sem koma til með að fá kennslu á staðn- um fyrst um sinn. Séra Sigurður Jónsson sóknar- prestur fór með bænarorð og bless- aði húsið. Þá tók Arthur Morthens við nýrri Volkswagen Golf bifreið sem Hekla hf. gaf til heimilisins. Að því loknu þáðu gestir veitingar í boði Kvenfélagsins Unnar á Rang- árvöllum. Hönnuður hússins er Kristinn Ragnarsson arkitekt, burðarvirki og lagnir hannaði Bjarni Árnason byggingatæknifræðingur, en raf- lagnir Sigurður H. Oddsson raf- magnstæknifræðingur. Aðalverk- taki við byggingu hússins er tré- smiðjan Rangá hf. á Hellu. - A.H. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Starfsfólkið Þegar hafa verið ráðin tvenn hjón til að starfa á heimili vega- lausra barna á Geldingalæk. F.h. hjónin Yngvi Hagalínsson og Sólveig Viktorsdóttir. Fyrir miðju Ingibjörg Jónasdóttir með foreldrum sínum Jónasi Jónassyni og Sigríði Hermanns- dóttur. Lengst t.v. er Arthur Morthens, formaður Barna- heilla. Vistarverurnar Vistleg herbergi bíða barna sem dvelja munu á Geldinga- læk. Heinekenflöskur með flísum í umferð hér? 26 KASSAR með bjórfjöskum sem huganlega innihéldu gleragnir hafa verið seldir hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í sumar. Heinekenfyrirtækið hefur innkallað Heineken export bjór í grænum 33 cl flöskum með tilteknu númeri. Ekki er ljóst hversu skaðleg glerbrotin geta verið heilsu fólks. Að sögn Höskuldar Jónssonar, for- stjóra Afengis- og tóbaksverslunar ríksins, er ljóst að 26 bjórkassar með flöskum, sem hugsanlegt er að gleragnir hafi leynst í, fóru í dreifíngu hér á landi í sumar. Hann taldi hins vegar engar líkur á að þessir kassar væru í verslun ÁTVR núna því þeir væru löngu seldir. Hann sagði að sjálfsagt væri Heinekenfyrirtækið að auglýsa innköllun vegna þess að ótt- ast væri um eftirköst af neyslunni. Flöskurnar innkallaðar Gleragnir fundust í nokkrum flösk- um úr tiltekinni framleiðsluhrinu hjá Heineken í sumar en hún var þegar farin í dreifingu þegar gleragnirnar fundust. Er framleiðsluhrinan auð- kennd með fjögurra stafa númeri í vinstra horni á miða aftan á flösk- unni og er númerið 3202. Sé þetta númer á flöskunni ber ekki að opna hana og ekki skal drekka bjórinn, heldur skila flöskunni gegn endur- greiðslu. Þetta kemur fram í auglýs- ingu frá fyrirtækinu sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag. Hösk- uldur sagðist ekki vita hversu skað- legar gleragnirnar væru eða hvort þær hafí leitt til heilsutjóns. Hann sagði tiltölulega litlar líkur á að gleragnir hafí verið í þeim flöskum sem hér voru seldar. -----♦-------- Skákmót í Grikklandi Islendingar í 11.-24. sæti HANNES Hlífar Stefánsson, Jón L. Árnason og Margeir Péturs- son urðu í 11.-24. sæti á opnu skákmóti í Grikklandi. Mótið var það síðara í grísku bikarkeppn- inni og varð Margeir í 4.-8. sæti samanlagt en hann vann fyrra mótið. Islendingarnir þrír fengu 6‘/2 vinning af 9 mögulegum en Þröstur Þórhallsson hlaut 6 vinninga. Sigur- vegari varð Hertneck frá Þýska- landi með 8 vinninga en 9 skák- menn fengu 7 vinninga. , ,Réttu dælurnar SJAVARUTVEGUR FISKIMJÖLSIÐNAÐUR slógdælur - þvottadælur - þrýstiaukadælur FRAVEITUR I hverju dæluverkefni er mikilvægast að nota réttu dæluna. Við bjóðum fjölbreytt úrval afdælum, faglega ráðgjöf og varahlutaþjónustu. Leggðu óskir þínar og þarfirfyrir sölumenn okkar og þeir leysa dælumál þín á hagkvæman hátt. EFNAIÐNAÐUR | málningardælur - olíudælur o.fl. BYGGINGARIÐNAÐUR brunndælur - jarðvatnsdælur = HÉÐINN = V E R S L U N SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 Skólaostur R U M L E G A 15% LÆKKUN! VERÐ NU: 599 kr. kílóið. VERÐ ÁÐUR: ^GS^ KX. kílóið. 110 kr ÞU SPARAR: á hvert kíló. OSTA OG SMIÖRSALAN SF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.