Morgunblaðið - 07.09.1993, Side 25

Morgunblaðið - 07.09.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 25 AF INNLENDUM VETTVANGI FRIÐRIKINDRIÐASON Olíufélögin gætu selt tugi millj. lítra til erlendra skipa J öfnunargj aldið er helsta hindr- unin en um 740 milljónir króna renna í jöfnunarsjóð árlega OLÍUFÉLÖGIN gætu selt tugi milljóna lítra af olíu árlega til erlendra fiskiskipa, sem stunda veiðar allt í kringum efnahags- lögsögu landsins, væru þau samkeppnisfær um verð. Það sem einkum stendur í vegi fyrir því að þessi markaður verði raunhæf- ur möguleiki er flutningsjöfnunargjald sem lagt er á olíu og bensín hérlendis. Sala olíufélaganna til erlendra fiskiskipa er nú þegar orðin töluverð eftir að þessi skip fengu leyfi til að landa í íslenskum höfnum og hefur salan numið yfir milljón lítr- um í einstökum mánuðum. íslensk útgerð myndi njóta góðs af niðurfellingu jöfnunar- gjaldsins því að um leið myndi hver lítri af gasolíu lækka um allt að einni krónu. Er hér um umtalsverðar upphæðir að ræða fyrir stærstu skipin í flotanum ■ sem lesta um 500-700.000 lítra í einu. Og fyrir flotann í heild er verið að ræða um upphæð sem nemur um 200 milljónum króna. Hægt væri að ná frekari lækkun til íslenskra útgerða með breyt- ingu á lögum frá 1985 sem kveða á um sama verð á öllu landinu. Tvö olíufélög, Skeljungur og Olís, hafa barist fyrir því að jöfn- unargjaldið verði fellt niður. Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs segir að það sé löngu tímabært að leggja þetta gjald niður. „Það hefur lengi verið bar- áttumál hjá okkur að leggja þetta gjald af og bera í staðinn flutn- ingskostnaðinn sjálfir enda yrð- um við samkeppnisfærari um verð á olíu til skipa,“ segir Krist- inn. Og hann nefnir einnig ýmsa agnúa á núverandi fyrirkomulagi þegar tekur til sölu á olíu til er- lendra skipa. „Það er með ólík- indum að þó við seljum nú olíu til erlendra fiskiskipa og þar með úr landinu er samt jöfnunargjald á þeirri olíu,“ segir hann. „Sem dæmi má taka að ef við vildum senda birgðaskip norður í Bar- entshaf þyrftum við að borga jöfnunargjald af þeirri olíu, væri skipið lestað hérlendis. Ef við hins vegar leigðum skipið í Nor- egi og lestuðum það þar og seld- um síðan úr því til íslenskra skipa í Barentshafi myndum við sleppa við þetta gjald.“ Geir Magnússon forstjóri Olíu- félagsins er ekki sammáía Kristni um að leggja beri jöfnunargjaldið af. „Með gjaldinu er verið að tryggja þá hagsmuni lands- byggðarinnar að búa við sama olíuverð og aðrir landsmenn," segir Geir. „Það liggur ljóst fyrir að ef jöfnunargjald væri ekki til staðar myndi lítri af olíu kosta um 12 królium meira á Ströndum en í Reykjavik." 740 milljónir í sjóðinn Á síðasta ári námu heildar- greiðslur frá olíufélögunum vegna jöfnunargjaldsins um 740 milljónum króna en þær runnu í jöfnunarsjóð. Þaðan er þeim svo útdeilt aftur eftir ákveðnum regl- um til félaganna en markmiðið er að jafna út kostnað af dreif- ingu á olíuvörum. Jöfnunarsjóður er opinber stofnun sem komið var á fót fyrir um 40 árum. Þriggja manna stjórn skipar sjóðinn og er einn frá Samkeppnisráði, einn frá viðskiptaráðuneyti og olíufé- lögin skipta með sér einum manni. Árni Olafur Lárusson er fulltrúi olíufélaganna í stjórn sjóðsins. Hann segir að reikna megi með að velta sjóðsins á þessu ári verði ívið hærri en í fyrra eða á bilinu 760-800 millj- ónir króna. Miðað við að ársnotk- un íslenska fiskiskipaflotans sé um 210 milljónir lítra er ljóst að hlutur af gasolíusölu til skipanna nemur ríflega fjórðungi þessarar upphæðar eða um 200 milljónum króna. I máli Áma kemur fram að um síðustu áramót hafi verið 55 milljóna króna inneign í sjóðnum og að sú inneign hafi síðan farið vaxandi frameftir árinu upp í um 90 milljónir kr. Sökum þessa var flutningsgjaldið á gasolíu lækkað úr 1,20 kr. niður í 95 aura 1. apríl sl. Sala á olíu til erlendra fiskiskipa skýrir að hluta inn- eignina þar sem sú sala hefur ekki í för með sér dreifingar- kostnað innanlands. Sem dæmi um hve niðurfelling jöfnunargjaldsins myndi breyta samkeppnisstöðu olíufélaganna við olíusölu til erlendra fiskiskipa í höfnum hérlendis segir Kristinn að líta megi á algengt skipagasol- íuverð hér heima og i Noregi. Hér er það nú 15,14 krónur fyr- ir lítrann en 11,50 krónur í Nor- egi. Niðurfelling jöfnunargjalds- ins myndi lækka verðið strax um allt að einni krónu. „Síðan mætti ná enn hagstæðara verði til ís- lenskra útgerða ef felld yrðu úr gildi lög frá 1985 um að sama verð skuli vera á öllu landinu. Nú þurfum við að selja olíu á sama verði hvort sem hún fer hundrað metra frá tönkunum í Örfirisey til Granda eða nokkur hundruð kílómetra leið norður á Melrakkasléttu," segir Kristinn. Markaðurinn þegar til staðar Markaður fyrir olíusölu til er- lendra fiskiskipa er þegar til stað- ar í vaxandi mæli hérlendis eftir að opnað var fyrir landanir skip- anna í íslenskum höfnum. Má þar nefna sem dæmi að grænlenskir rækjutogarar hafa lestað hér olíu, einnig þýsku togararnir sem UA á hlut í og þeir rússnesku togarar sem landað hafa hér afla úr Barentshafi. Reikna má með að fjöldi er- lendra fiskiskipa í grennd við efnahagslögsögu íslands skipti tugum að jafnaði en sveiflur eru í þessum fjölda eftir árstíðum og fiskigöngum. Að sögn Landhelg- isgæslunnar er ætíð slangur af skipum við miðlinurnar milli ís- lands og Grænlands og milli ís- lands og Færeyja en síðan má nefna skipin sem stunda úthafs- karfaveiðar suður á Reykjanes- hrygg og árstíðabundna flota eins og rækju- og loðnuskip Norðmanna suður af Jan Mayen. Það eru ekki bara olíufélögin sem hefðu hag af því ef þessi skip lestuðu olíu í höfnum hér- lendis því reikna má með ýmsum öðrum viðskiptum í kjölfarið eins og kaupum á kosti og viðhalds- verkefnum. Aðrir möguleikar í stöðunni eru ef íslensk skip fara að stunda reglulega veiðar í Barentshafi. Kristinn Björnsson segir að fari svo væri kominn möguleiki á að halda úti birgðaskipi á því haf- svæði, annaðhvort þannig að eitt- hvert olíufélagið gerði slíkt á eig- in spýtur eða þau öll þijú myndu sameinast um eitt skip. Geir Magnússon telur fulla ástæðu til að taka birgðaskipshugmyndina til athugunar ef af áframhald- andi veiðum íslendinga verður í Barentshafi. „Þá væri einfaldlega um það að ræða að við værum að þjóna viðskiptavinum okkar,“ segir Geir. Skutu úr loftbyssu á hús og bíla FJÓRIR 17-19 ára piltar óku um Árbæjar- og Seláshverfi á föstu- dagskvöld og skutu úr loftbyssu á hús, bíla og tvo strætisvagna, ann- an fullan af farþegum. Engin meiðsli hlutust af en þegar pilt- arnir voru handteknir voru þeir búnir að skjóta gat á framrúðu og mælaborð bilsins sem þeir óku á og einn þeirra átti. Fyrst var kvartað undan loftbyssu- skothríð í hverfinu klukkan rúmlega hálfsex á föstudag en þá hafði stræt- isvagnastjóri heyrt hvell og séð eina rúðu í bíl sínum springa þegar hann beið á rauðu ljósi á mótum Höfða- bakka og Bæjarháls. Á tíunda tíman- um um kvöldið var rauðum Skoda- bíl ekið inn í Lækjarás í Selashverfi og snúið við í enda götunnar og ekið á brott um leið og skotið var á rúðu í húsi við götuna. Ytra byrði rúðunn- ar brotnaði. Um svipað leyti bárust tilkynningar um að skotið hefði verið á strætisvagn við Rofabæ, fullan af farþegum. Rúða hafði splundrast aftast í vagninum þar sem enginn sat. Skömu eftir að lýsing var fengin á ökutæki byssumannanna fundust þeir í Árbæjarhverfi og kom þá í Ijos að þeirra eigin bíll var skemmdur eftir loftbyssuskot. Að auki er talið að þeir hafi brotið rúður í þremur öðrum bílum í hverfinu. Piltarnir eru 17-19 ára og hafa nokkrir þeirra áður komið við sögu lögreglu, sem lagði hald á byssuna og færði þá tii yfirheyrslu. Músíkleikfimi Kennarar: Elísabet Guðmundsdóttir og Hafdís Árnadóttir. Leikfimi fyrir bakveika Kennari: Harpa Helgadóttir, sjúkraþjátfari. Tai-chi Kennari: Guðný Helgadóttir. Kripalujóga Kennarar: Jenný Guðmundsdóttir og Kristín Norland. Afró Kennari: Orville Pennant, dansari frá Jamaica. Kalypso Kennari: Orville Pennant. Argentínskur tangó Kennari: Hany Hadaya, dansari. Dans - leikir - spuni. 4-7 ára Kennarar: Vigdís Gunnarsdóttir, leikari, og Lilja ÍVarsdóttir, dansari. Tónlist - spuni. 4-7 ára. Kennarar: Soffía Vagnsdóttir og Elfa Lilja Gísladóttir, tónmenntakennarar. Leiklist. 7-9 ára, 10-12 ára og 13-15 ára. Kennarar: Þórey Sigþórsdóttir, Harpa Arnardóttir og Gunnar Gunnsteinsson, leikarar. Myndlist - leiklist. 7-9 ára. Kennari: ArnaValsdóttir, myndlistarmaður. Djass. 7-9 ára. Kennari: Katrín Káradöttir, danskennari. Hip-hopfyrir 10-12 áraog 12-15 ára Kennari: Orville Pennant, dansari. Sími 15103 og 17860 Leiksmiðja - öðruvísi leikhús Spuni - rödd - líkamsbeiting - áræði Kennarar: Árni Pétur og Anna Borg, leikarar, og fleiri. „Leyndir draumar“ Leiklistarnámskeið fyrir 25 ára og eldri. Persónusköpún, textameðferð og spuni út frá leikbókmenntum. Kennarar: Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri, og Anna Borg, leikari. Danssmiðja Fyrir þá, serti vilja kanna nýjar leiðir í dansi. Kennari: Ólöf Ingólfsdóttir, nýkomin frá dansnámi í Hollandi. Söngsmiðja Raddbeiting - söngur - nótnalestur - spuni. Kennari: Jóhanna Þórhallsdóttir, söngkona.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.