Morgunblaðið - 07.09.1993, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.09.1993, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 27 Reuter Grafhýsi fyrir Marcos IMELDA Marcos, fyrrverandi forsetafrú á Filippseyjum, er hér að kanna grafhýsi, sem á geyma jarðneskar leifar eiginmanns hennar, Ferdinands Marcosar. Verða þær fluttar þangað í næstu viku en grafhvelfingin er í heimabæ þeirra hjóna, Batac, á norðurhluta eyjanna. Frakkar teknir að ókyrrast út af GATT-samningum Með hótanir um að beita neitunarvaldi París. Reuter. Stríðsglæparétt- arhöld imdirbúin Chicago. The Daily Telegraph. HÓPUR bandarískra lögfræðinga hefur tekið að sér að safna sönnunargögnum sem þeir vona að verði til þess að réttað verði yfir stríðsglæpamönnum í fyrrverandi Júgóslavíu. Það yrði í fyrsta skipti sem réttarhöld yfir stríðsglæpamönnum væru haldin frá lokum síðari heimsstyijaldar. Hópurinn fer nú í gegnum gríð- arlega skjalabunka þar sem raktir eru stríðsglæpir en þrátt fyr- ir að sögurnar séu hverri annarri hryllilegri, gera lögfræðingarn- ir sér fyllilega grein fyrir að ekki er víst að þeir sem bera ábyrgð á glæpunum verði nokkurn tíma dæmdir fyrir þá. Hópurinn hefur nú til meðferð- ar um 3.500 mál, sem teljast brot á alþjóðalögum um stríðsrekstur og mannréttindi. Skjalfest dæmi eru um að í einum fangabúðunum voru feður og synir látnir eiga kynmök áður en þeir voru skotn- ir. í öðrum búðum voru feður neyddir til að horfa á þegar dætr- um þeirra var nauðgað og synir þeirra barðir til dauða. Þá eru frásagnir af því að karlar hafi verið látnir gelda hver annan með því að bíta í kynfærin. „Gæti þetta gerst hér?“ Stíðsglæpirnir virðast skiptast í tvennt. Annars vegar eru það dráp manna á nágrönnum sínum en þá eru nöfn geranda í flestum tilfellum þekkt. Hins vegar eru það fangabúðirnar, en fangar vita í mörgum tilfellum nöfn þeirra fangavarða sem sekir eru um mesta grimmd. „Hvers vegna geta þeir ekki bara drepið hver annan, hvers vegna þessar limlestingar? Ég er orðin svo þreytt á því að lesa um hvernig augun eru stungin úr fólki, nefin skorin af og menn gerðir höfðinu styttri," segir Mary Martin, ein þeirra sem rannsakað hefur stríðsglæpina. „Ég spyr sjálfa mig á hveijum degi, hvers konar fólk þetta sé? Gæti þetta gerst hér?“ Mary Martin starfar í 25 manna hópi lögfræðinga og sjálfboðaliða sem vinna fimmtán tíma á dag, alla daga vikunnar við DePaul háskólann í Chicago. Fólkið hefur aldrei áður kynnst öðrum eins hryllingi og það leitast nú við sanna enda hafa margir fundið til vanlíðunar við lestur sönnunar- gagnanna. Lagaprófessorinn Che- rif Bassiouni stýrir hópnum en hann hefur fengið háskólastyrki sem nema tæpum 30 milljónum íslenskra króna. Ætlunin er að réttarhöldin fari fram í Hollandi undir forystu saksóknara Samein- uðu þjóðanna. Ýmislegt bendir hins vegar til þess að hinir seku verði aldrei dregnir fyrir rétt. Talið er nær fullvíst að leiðtogar Serba, Króata og Múslima muni allir krefjast friðhelgi áður en þeir skrifi undir friðartillögur og að þeir muni ekki samþykkja framsal á mönnum sínum. Þá bendir margt til þess að Bassiouni muni eiga í erfiðleik- um með suma fulltrúa í Öryggis- ráðinu, sér í lagi Breta og Frakka sem telja starf Bassiouni til lítils. FRANSKA stjórnin kynti undir deilunum um væntanlegan GATT- samning í gær með því að hóta að beita neitunarvaldi gegn honum verði honum ekki breytt til hagsbóta fyrir franska bændur. Er litið svo á, að með hótuninni séu Frakkar að reyna að fá Þjóðveija til liðs við sig í andstöðunni við lækkun útflutningsuppbóta á landbúnað- arvörur. „Við erum ekkert á þeim buxun- um að gefast upp. Verði engin breyting gerð á iýrirliggjandi samn- ingi munum við beita neitunarvald- inu,“ sagði embættismaður í franska forsætisráðuneytinu í gær og Richard Duque, talsmaður utan- ríkisráðuneytisins, hnykkti á því og sagði, að þótt Frakkar kærðu sig ekkert um deilur innan Evrópu- bandalagsins, EB, myndu þeir ekki láta óttann við þær beygja sig. Að allra mati eru það landbúnað- armálin ein, sem standa í vegi fyrir nýjum GATT-samningi, en EB og Bandaríkjastjórn komust þó að bráðabirgðasamkomulagi um þau í nóvember sl. Frakkar, sem eni næststærstir á eftir Bandaríkja- mönnum í útflutningi landbúnaðar- afurða, hafa þó ekki viljað fallast á það en stjórnin í Washington seg- ir, ,að verði hróflað við því, séu GATT-samningarnir þar með úr sögunni.' Peter Sutherland, framkvæmda- stjóri GATT, hefur ákveðið eindag- ann fyrir nýjan samning 15. desem- ber nk. en 20. þessa mánaðar munu utanríkis- og landbúnaðarráðherrar EB-ríkjanna koma saman til fundar um þessi mál. STEINAR WAAGE ÞRIÐJU DACSTILBOÐ Verð: 2«495j" áður: 4.995,- V^VJIVirMIV T ol íitorn'u"*' / Stærð: 40— Litur: Svart Ath. Grófur göngusóli P0rTSENDuM SAMOÆGURS Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, I sími 689212 J Ásdís María Franktin, 15 óra Mílanó. Tókió Hrund Teltsdóttlr 16 óra Mítanó, New York Haustið [92 fóru bessa&iórár^stúlkur ó f flnámsfcW^BLÍ t-.; i W0mírK % yhja Möde||rt|fepJ|ft mnmm P'jifc: P v od^my ná w 'f§W.tuk4^p|le^:prk Suji'ariðl9|i Starfandi fyrilsœíur íjMílanö! Ert þu-nœst? Etva Elriksdóttlr 15 ára Milanó. New York Hrönn iohansen 18 ára Mílanó. New York Kennsluefni! ■ Sjálfsvörn m/Gallerý Sport ■ Dans ■ Líkamsæfingar eftir kerfi Cindy Crawford ■ Ganga ■ Posur fyrir myndatökur ■ Bætt sjálfstraust ■ Feimni ■ Myndataka í timum Ðörn! 4-6 ára, 7-9 ára, 10-12 ára Hreyfing, dans, feimni, tískusýning, leikræn tjáning, skemmtileg námskeið sem þú býrð að! Gestakennari frá Milanó og bókari Ricciarda De Marzi. Kennslutœfcni! MARTIN SNARIC sem er einn af færustu kennurum í Modeltng og Posum f U.SA I dag! Kennslustaðir! Reykjavík Keflavík Grindavík Mosfellsbær Hveragerði Akranes Innritun er hafin sími677799, 677070 kl. 10-12, 13-17 Kvöldsími 687573. Afhending skírteína laugardag 18. sept. kl. 14.00-18.00. Verið velkomin Model mynd er félagi í M.A.A.I. Suðurlartdsbraut 50

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.