Morgunblaðið - 07.09.1993, Side 34

Morgunblaðið - 07.09.1993, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 Kynningarfundur DALE CARNEGIE Þjálfun Fimmtudagskvöld kl. 20.30 að Sogavegi 69 Námskeiðið 41 Eykur hæfni og árangur einstaklingsins Hi Byggir upp leiðtogahæfnina 41 Bætir minni þitt og einbeitingarkraftinn 41 Skapar sjálfstraust og þor ■ Árangursríkari tjáning -■ Beislarstreitu og óþarfa áhyggjur 41 Eykur eldmóðinn og gerir þig hæfari í daglegu lífi Fjárfesting í menntun skilar þér aröi ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 812411 ZSb [ HL) STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson. Einkaumboó fyrir Dale Carnegie® námskeióin. 4 Það er leikur einn að íöndra með Tesa límum. Þau eru sterk og auðvelt er að bera þau á límílötinn. Límin eru án uppleysieína oghægt er að þvo þau úr íötum með köldu vatni. Tesa íöndurlímin eru þægileg lím á góðu verði íyrir skólafólk og aðra þá sem fást við föndurvinnu. í J. S. Helgason hí Draghálsi 4. Sími: 91- 68 51 52 fX/ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Tvær fjögra manna dómnefndir störfuðu á mótinu en þær skipuðu frá vinstri talið Bo Hansen Dan- mörku, Per Kolnes Noregi, Bruno Podlech Þýskalandi, Marsell Joenser Sviss, Erik Christiansen Dan- mörku, Víkingur Gunnarsson íslandi, Anne Marie Quarles Hollandi en hún hafði yfirumsjón með kyn- bótadómunum af hálfu mótsstjórnar, Kristinn Hugason íslandi og Marianne Timmermann Hollandi Kynbótahross á HM í Hollandi Frá úrvalshrossum til slakra miðlunga Eva frá Þverá lækkaði í einkunn en hækkaði eigi að síður, knapi er Ólafur Ásgeirsson. Mörg hross úr ræktun Violu Hallmann komu fram á mótinu og sýndi hún meðal annars stóðhestinn Blett frá Aldenghoor sem er undan Skarða frá Skörðugili og Báru frá Hrepphólum. _________Hestar____________ Valdimar Kristinsson NÚ í fimmta sinn voru kynbóta- hross sýnd og metin á heims- meistaramóti. Islendingar létu sér margir hverjir fátt um finnast þegar bryddað var upp á þessu fyrst, töldu sem svo að þarna vildu keppinautar okkar í hrossaræktinni og félagar innan F.E.I.F. nota HM-mótin til að auglýsa ræktun sína. Sýnt þótti að þessi vettvangur myndi ekki henta okkur þar sem ljóst var að eigendur kynbótahrossa hér- lendis myndu ekki offra bestu kynbótahrossunum til einnar sýningar og fá ekki að koma með þau heim aftur. í fyrstu skipti ekki máli í hvaða landi hrossin voru fædd en síðar var því breytt á þann veg að þjóðum var ein- ungis heimilt að tefla fram hross- um fæddum í viðkomandi landi og þannig er þetta í dag. Með þessum hætti leit þetta snöggtum betur út fyrir okkur íslendinga enda hafði raunin ver- ið sú að lang flest hrossin sem komu fram á fyrstu sýningunni í Svíþjóð 1985 voru fædd á ís- landi. Eðlilegt þótti að á þessum vettvangi kæmi fram hverju við- komandi þjóð hefði skilað í rækt- un en ekki hvað hefði verið keypt á íslandi til að byggja ræktunina á. Útkoma íslendinga úr þessum þætti heimsmeistaramótanna hefur yfirleitt verið all góð og ekki síður ef tillit er til þess tek- ið að þarna hafa ekki komið fram hæst dæmdu kynbótahross lands- ins hverju sinni. Má segja að við höfum alltaf eða oftast sent B eða C lið kynbótahrossa á mótin. Enn og aftur Hraunarssonur Hverju Iandi er heimilt að senda eitt hross í hvern flokk en það eru tveir flokkar stóðhesta fimm og sex vetra og svo sjö vetra og eldri og sama aldursskipting í hryssuflokk- unum. Að þessu sinni var mætt með tvo stóðhesta sem seldir höfðu verið utan, þá Létti frá Grundar- firði sem er undan Viðari frá Við- vík og Sunnu frá Fáskrúðarbakka. Léttir var uppalinn á stóðhestastöð- inni og verið dæmdur þar en einnig hlotið dóm á fjórðungsmóti á Kald- ármelum. Hafði hann hlotið hér heima 8,19 fyrir hæfileika og 7,98 fyrir byggingu eða 8,08 í aðaleink- unn. Léttir þótti drjúg góður hestur en svo virtist sem hlutskipti hans hér á landi yrði að falla alltaf í skuggann fyrir öðrum hestum og líklegt að vinsældir hans yrðu tak- markaðar. Eldri hesturinn var Kol- skeggur frá Ásmundarstöðum und- an Hraunari frá Sauðárkróki og Stjörnu frá Kjarnholtum. Það er skemmtileg tilviljun að þetta mun í annað skipti sem Islendingar senda hest undan Hraunari á HM,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.