Morgunblaðið - 07.09.1993, Side 35

Morgunblaðið - 07.09.1993, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 7. SEPTEMBER 1993 35 Rúna frá Egg þótti bera af þeim kynbótahrossum sem fram komu á mótinu, djásn segir Víkingur Gunnarsson og er vel hægt að taka undir þau orð, knapi er eigandi hryssunnar Thomas Haag frá Schloss Neubronn. Hrefna frá Gerðum stóð fyrir sínu í dómnum en dalaði heldur á þeim tveimur sýningum sem hún kom fram í, knapi er Hinrik Braga- son. því í Svíþjóð 1991 kom fram fyrir Islands hönd Örn frá Akureyri sem er undan honum. Bæði Léttir og Kolskeggur höfðu hlotið í dóm í Þýskalandi þar sem íslensk dóm- nefnd dæmdi samkvæmt F.E.I.F. skalanum sem er að nokkru frá- brugðinn hinum íslenska. Sömuleið- is hafði Hrefna frá Gerðum sem var fulltrúi okkar í eldri flokki hryssna verið dæmd ytra. Yngri hryssan Eva frá Þverá var hinsveg- ar valin eftir dóm hér heima en áður hafði hún komið fram á fjórðungs- mótinu á Vindheimamelum fyrr í sumar og hlaut þar í aðaleinkunn 8,0. Rúna og Kári í sérflokki Tvær dómnefndir voru starfandi á mótinu sem skipuð var fulltrúum nokkurra aðildarþjóða F.E.I.F. Tveir dómarar dæmdu fyrir hönd íslands þeir Kristinn Hugason og Víkingur Gunnarsson og voru þeir í sitthvorri dómnefndinni. Dóm- nefnd Kristins dæmdi eldri hryss- urnar og yngri stóðhestana en dóm- nefnd Víkings eldri stóðhestana og yngri hryssurnar. Fjórir dómarar skipuðu hvora dómnefnd og var einn í hvorum flokki svokallaður reiðdómari þ.e. þeir fóru á bak öll- um hrossunum og riðu þeim á öllum gangtegundum. Þeir Kristinn og Víkingur voru sammála um að þarna hefðu komið fram ágætir toppar kynbótahrossa en einnig mjög slök hross sem vart hefðu komist á yfirlitssýningu á héraðs- sýningu hér heima. Það voru eink- um tvö hross sem vöktu athygli og áttu þau það sameiginlegt að fá góðar einkunnir bæði fyrir bygg- ingu og hæfileika. Er þar fyrst að nefna hryssuna Rúnu frá Egg í Sviss sem hlaut fyrir byggingu 8,17 og 8,28 fyrir hæfileika, samtals 8,23. Rúna er undan Hrafn-Krabba frá Sporz í Sviss sem var undan Stíganda frá Kolkuósi og Stjömu frá Hafsteinsstöðum og móðirin er Hrönn frá Sporz sem er undan Blika og Hörku frá Kirkjubæ. Sagði Vík- ingur hér um að ræða djásn í röðum kynbótahrossa og taldi víst að þessi hryssa hefði staðið hátt á sýningu hér heima ef hún hefði komið þar fram. Það er rétt að taka fram að ekki er rökrétt að bera beint saman meðaleinkunnir úr þessum dómum við einkunnir samkvæmt íslenska dómskalanum þar sem vægi eru mismunandi og svo bætist fetið við í F.E.I.F. skalanum. Hinsvegar ætti að vera raunhæft að berna saman einkunnir fyrir einstök dómsatriði. Rúna fær hæst fyrir háls og herðar 9, 8,5 fyrir höfuð, samræmi, fet, skeið, stökk, vilja og fegurð í reið. Fætur eru um meðallag. Rúna er fædd Christinu Fontana en núver- andi eigandi er Thomas Haag sem jafnframt sýndi hryssuna. Thomas þessi er tengdasonur Heidi Schwör- er sem er mörgum að góðu kunn hér á landi, þannig að gera má ráð fyrir að Rúna verði notuð í ræktun- inni í Schloss-Neubronn í Þýska- landi. Hitt hrossið er stóðhesturinn Kári frá Aldenghoor sem er í eigu stáldrottningarinnar Viola Hall- mann afsprengi hrossaræktar hennar í Aldenghoor. Kári hlaut í einkunn 8,22 fyrir byggingu og 8,18 fyrir hæfileika. Hann fær best fyrir 8,5 fyrir höfuð og stökk. Þá fær hann 8,63 fyrir samræmi og vilja en 9,0 fyrir skeið sem er mjög gott. Hinsvegar fær hann aðeins 7,5 og lítið meira fyrir brokk sem er rýrir tvímælalaust gildi hans sem kynbótahests. Öll atriði byggingar eru 8,0 eða þar yfir. Faðir Kára er Vinur frá Víðidal sem er undan Hrafni 802 og Toppu frá Víðidal. Móðir Kára er Kempa frá Hólum sem var undan Reyni frá Hólum og Brúnku frá Miklaholti. Umsögn dómnefndar um Kára er: Mjög fall- egur stóðhestur með sérstaklega góðu skeiði. Þess má geta að af- kvæmi Vinar frá Víðidal voru sýnd í sérstökum dagskrárlið ásamt af- kvæmi Trausta frá Hall sem hefur getið hefur sér frægð fyrir mikla skeiðgetu og unnið marga góða sigra á skeiðmeistaramótum undan- farinna ára. En afkvæmi Vinar komu vel fyrir og líklegt að hann eigi eftir að marka djúp spor í hrossaræktina í Hollandi sem fram til þessa hefur ekki verið á háu plani. Breytileg útkoma eftir dómskölum Þá er að geta frammistöðu „ís- lensku" hrossanna. Léttir stóð að venju vel fyrir sínu kom út með svipaða heildareinkunn og áður, en er nú kominn með 8,75 fyrir tölt sem hann virðist standa vel undir. Þess er þó að geta að heimilt er að nota 10 millimetra skeifur á þessum vettvangi en þá verða þær að vera bæði á fram- og afturfót- um. Léttir var með 8,22 fyrir hæfi- leika og fær hann 8,5 fyrir bæði vilja og geðslag. Hæst fær hann 8,25 fyrir bak og lend en meðalein- kunn fyrir byggingu er 7,88. Um- sögn dómnefndar er svohljóðandi: Samræmisgóður, sterkur stóðhest- ur með góða yfirlínu. Gæðingur. Léttir stóð efstur í flokki 5 og 6 vetra stóðhesta. Kolskeggur frá Ásmundarstöðum var ekki í eins góðu stuði og Léttir. Lækkaði hann heldur í einkunn frá því í vor er hann var valinn til þátttöku á mót- inu. Hlaut hann nú slétta 8 í aðal- einkunn. Hækkar þó heldur fyrir byggingu, en snarlækkar fyrir hæfileika og munar þar mestu að einkunn fyrir skeið og vilja lækkar. Hafði hann hlotið 9,5 fyrir skeið en hlaut nú 8,63 og 9,0 fyrir vilja en var nú með 8,0. Ástæðan fyrir þessu falli var að sögn að hesturinn hafði verið í hryssum og lítið þjálf- aður frá forskoðun fram að móti. En umsögn dómara var á þessa leið: Vel byggður stóðhestur með veika fótagerð, gangtegundir góðar sérstaklega skeiðið. Hrefna frá Gerðum stóð efst í eldri flokki hryssna með 8,04 í aðal- einkunn. Hún lækkar all nokkuð fyrir byggingu frá því hún var sýnd á fjórðungsmótinu ’91, hlýtur nú 7,64 í stað 7,85 þá. Hæfileikaeink- unnir héldu sér nokkuð en hinsveg- ar kom hryssan ekki sérlega vel fyrir á laugardags- og sunnudags- sýningunum og virtist hún alveg heillum horfin nema þá á skeiðinu. Eva frá Þverá hafnaði í fjórða sæti í flokki hryssna 5 og 6 vetra með 7,89 í einkunn sem er nokkru lægra en hún hafði hlotið fyrrú sumar. Enn skal á það minnt að ekki er um raunhæfan samanburð á meðal- einkunnum að ræða en hinsvegar er samanburður á einkunnum fyrir einstök dómsatriði fyllilega raun- hæfur. Eva kemur illa út úr F.E.I.F. skalanum, í fyrsta lagi fær hún lé- lega feteinkunn sem ekki er með í íslenska skalanum. Hún hækkar hinsvegar fyrir fjögur atriði fékk 8,63 fyrir tölt, var áður með 8,5, fékk 8,5 fyrir brokk hafði áður fengið 8,0, fékk 7,63 fyrir stökk var áður með 7,5, fékk 8,5 fyrir geðslag, var áður með 8,0. Hún lækkar úr 8,0 í 7,5 fyrir vilja en fær sömu einkunn 8,0 fyrir skeið og 8,5 fyrir fegurð í reið. Á mótinu fékk hún 8,08 fyrir hæfíleika en hafði hlotið 8,16 hér heima. Ef ein- kunnirnar að utan eru settar upp samkvæmt íslenska skalanum fær Eva 8,22 í einkunn fyrir hæfileika þannig að þótt Eva hafi lækkað í aðaleinkunn miðað við útkomuna frá fjórðungsmótinu hefur hún bætt sig að getu því ef byggingin er yfir- færð á sama hátt yfir á íslenska skalann fær hún talsvert lakari ein- kunn sem dregur aðaleinkunnina niður. En þetta dæmi sýnir glöggt hvemig þessir tveir dómskalar skila mismunandi niðurstöðu. Háfleygar einkunnir Þjóðverja Fyrir kynbótadómana var haldin ráðstefna um kynbótadóma þar sem meðal annars var kynntur íslenski stigunarkvarðinn og notkun hans. Þeir félagar Kristinn og Víkingur sátu þessa ráðstefnu og sögðu þeir að mikill tími hafi farið í rökræður við Þjóðveija sem taldir eru gefa hærri einkunnir en önnur aðildar- lönd F.E.I.F. Snerist umræðan einnig nokkuð um grundvallaratriði eins og hvort dæma eigi hvernig hrossið kemur fyrir á dómsdegi eða hvort gefa eigi einkunn eins og- dómarar halda að það muni geta orðið með tíð ög tíma. Sagði Krist- inn í samtali við umsjónarmann Hesta að ekki væri laust við að Þjóðveijar væru að einangrast í þessum efnum því megin þorri kyn- bótadómara innan F.E.I.F. vildi taka tillit til íslenska kvarðans. Taldi hann að Þjóðveija skorti fag- legan styrk til að ná sér niður í einkunnagjöfum og líklegt að hags- munaöflin hafi ráðið of miklu í þró- un mála. Sagði Kristinn ennfremur að í ljós hefði komið að hross hafi verið of hátt dæmd þar í landi og' nefndi hann í því sambandi stóð- hestinn Einar frá Roetgen í Þýska- landi. Taldi Kristinn að ráðstefna þessi hafi verið gott framhald af ráðstefnu sem haldin var í Dan- mörku sl. haust en þar mættu Þjóð- veijar ekki og því kannski eðlilegt að svo mikill tími hafi farið í rök- ræður við Þjóðveijana að þessu sinni. Víkingur sagði að komið hefði skemmtilega á óvart hversu margir góðir dómarar væru til ytra og greinilegt að búið væri að ná nokk- uð góðu samræmi milli flestra þeirra. Sagði hann að ef eitthvað mætti að finna væri það helst að þá skorti á stundum kjark til að taka á alvarlegum göllum og fara niður skalann. 7 BEKKJA ÆFINGAKERFIÐ Hentar öllunt Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma. Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk, sem ekki stundar almenna leikfimi vegna stífra vöðva o.fl. 7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóð- streymi til vöðva, þannig að ummál þeirra minnk- ar. Einnig gefur það gott nudd og slökun. Þuríður Sigurðardóttir: Ég hef þjáðst af bakverkjum í mörg ár, en síðan ég fór að stunda æfingabekkina held ég mér alveg góðri og þol mitt hefur aukist og finn ég þar mikinn mun. Vilhelmína Biering: Ég er eldir borgari og hef verið hjá Sigrúnu í æfingabekkjum í 3 ár og hlakka til í hvert sinn. Mér finnst þetta ómetanleg hreyfing fyrir alla vöðva og finnst mér ég ekki mega missa úr einn tíma, enda finnst mér að eldri borgarar eigi að njóta þess að vera í æfingum til þess að halda góðri heilsu og njóta þess um leið að hafa eigin tíma. aldurshópum Getur eldra fólk notið góðs af þessum bekkjum? Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun. Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. Sólrún Bjarnadóttir: Ég hef stundað æfingabekkina í 10 mánuði og sé ég stórkost- legan mun á vextinum um leið og þolið hefur aukist til muna og ekki hvað síst hafa bakverk- ir algjörlega horfið. Þetta er það besta sem ég hef reynt. Helga Einarsdóttir: Ég hef í mörg ár þjáðst af verkjum í mjöðmum og fótum, en síðan ég fór að stunda æfinga- bekkina hef ég ekki fundið fyrir því svo að ég mæli eindregið með þessum æfingum. Erum með þrekstiga og þrekhjól ★ ★ ★ ★ Ert þú með lærapoka? ★ Ert þú búin að reyna allt, án árangurs? Hjá okkur nærðu árangri. ★ Prófaðu og þú kemst að því að sentimetrun- ★ um fækkar ótrúlega fljótt. ★ Eru vöðvabólgur að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum? Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? Vantar þig aukið blóðstreymi, þol og slökun? Þá hentar æfingakerfið okkar vel. ÆFINGABEKKIR HREYFINGAR Leiðbeinendur: Sigrún Jónatansdóttir Dagmar Maríusdóttir Opió fró kl. 9-12 og 15-20. Frír kynningartími. Ármúla 24 - sími 680677

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.