Morgunblaðið - 07.09.1993, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 07.09.1993, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 39'*' Heimsókn Peresar eftir Snorra G. Bergsson Fátt var meira umtalað um miðjan ágústmánuð en heimsókn Shimonar Peres og sitt sýndist hveijum. Félagið fsland-Palestína, launþegasamtök og stjórnarand- staðan mótmæltu harðlega og stöðugur áróður þeirra í fjölmiðl- um gerði það að verkum að ís- lenskur almenningur fékk þá hug- mynd að þessi maðurværi þess óverðugur að fá að stíga fæti á heilaga íslenska jörð, enda hryðju- verkamaður. Sannanir fyrir slíku hafa ekki fundist, frekar en sann- anir fyrir meintum stríðsglæpum Eðvalds Hinrikssonar. Að mínum dómi teljast þeir því báðir saklaus- ir, því sekt hvorugs þeirra hefur verið nægjanlega sönnuð. Eigi að síður ijúka ísléndingar upp til handa og fóta og veija sakleysi Eðvalds, á meðan Peres er dæmd- ur sekur fyrir orð hlutdrægra meðlima Félagsins Ísland-Palest- ína. Það sem helst vekur athygli er framganga Félagsins ísland- Palestína, sérstaklega forystu- manna þeirra, Elíasar Davíðssonar og Sveins R. Haukssonar, sem báðir vændu Peres um hryðjuverk, án þess þó að koma fram með haldbærar sannanir. Gekk þó Elías sýnu lengra og í dagblaðinu Tím- anum bauð hann 250.000 krónur þeim sem gæti „haft hendur í hári hans“, eins og Tíminn orðaði það, sem ég er viss um að ísraelsk- ir hárskerar myndu fegnir með- taka. Kjarni málsins er að þeta gijótkast þeirra félaga kemur úr glerhúsi. í fréttablaði félagsskapar þeirra frá síðasta ári var verið að velta sér upp úr hugsanlegri komu Yasser Arafats til íslands, sem vonað var að af gæti orðið. Þá spyr ég: Er Arafat ekki hryðju- verkamaður? Hið sanna er að í samanburði við Arafat ser Peres eins og messudrengur, en augljós- lega er ekki sama hver er, Jón eða séra Jón. Þeir hefðu því brosað framan í þessa arabískklæddu eft- irlíkingu af Ringo Starr, tekið í hönd hans og boðið hann velkom- inn til íslands, væntanlega í sam- fylgd með Steingrími Hermanns- syni, sem vekur upp aðrar spurn- ingar. Steingrímur Hermannsson neit- aði, sem og aðrir leiðtogar stjórn- arandstöðunnar, að svo mikið sem sitja til borðs með Peres, á meðan hann var til í að gera slíkt með Arafat, til þess eins að láta Arafat gera sig af fífli fyrir alþjóð með peningnum margfræga. Afstaða Steingríms er í besta falli hræsni, í versta falli ókurteisi af grófustu gerð og léleg pólitík. Sömu sögu má segja um Olaf Ragnar Gríms- son, en hann hafði á flökkuárum sínum í pólitík setið til borðs með stjórnendum ríkja sem ekki hafa verið þekktir fyrir að virða mann- réttindi og í raun kúga þjóðir sín- ar og þjóðarbrot af mikilli hörku. Annað dæmi um hræsni, eða kannski „skítlegt eðli“, svo hans eigin orð séu notuð. Afstaða Kvennalistans byggðist hins vegar að mestu leyti á þeirri skoðun þeirra að ísraelar væru hinir örg- ustu morðingjar smábama og al- Snorri G. Bergsson „Á arabískum landa- kortum, nema egypsk- um, er Israelsríki ekki til, aðeins Palestína. Það er einnig framtíð- arsýn þeirra, það sál- sjúka hatur sem músl- imar bera gagnvart ísrael hefur einnig bor- ist til íslands og smitað marga.“ gjörir fantar í heild sinni, og stríði því gegn hinni mjúku stefnu þeirra. Um þetta mál er mér ljúft að ræða. Það unga fólk sem lætur lífið á Vesturbakkanum gerir það að afloknum óeirðum og lögbrot- um. Það er sent fram á vígvöllinn til að mæta vopnuðum hermönn- um, ekki til að ná árangri, heldur til að espa hermenn til átaka sem aðeins geta endað á einn veg. Börnum er því fórnað í áróðurs- stríðinu gegn ísrael, sem ekki er í samræmi við stefnu Kvennalist- ans. Það sem fæstir íslendingar vita, er að börn og unglingar sem neitað hafa að taka þátt í þessum mótmælum, hafa verið myrt í stór- um stíl af erindrekum PLO eða Hamas, eða í besta falli rekin úr skóla. Til að fá aðgang að æðri menntun, t.d. að menntaskólum, þurfa arabískir unglingar að vera þátttakendur í skæruliðahreyfingu eða í shabiba, skráningu og þjálfun unglinga til þátttöku í óeirðum. Slík mannréttindabrot samrýmast ekki stefnu Kvennalistans, né ann- arra íslenskra andófsmanna. Síðan Intifada hófst hafa rúm- lega 1.900 Palestínuarabar látið lífíð, þar af meira en helmingur fallið fyrir hendi annarra Palest- ínuaraba. Hvers vegna? Jú, vegna hófsamra skoðana, friðarvilja, fyr- ir að neita að taka þátt í mótmæl- um, fyrir að vera kristnir, fyrir að tilheyra óvinveittri fjölskyldu og vegna gruns um að vinna með ísrael. Sú viðleitni að gera Palestínu- araba að englum er fáránleg, þeir hafa ekkert breyst frá því á síð- asta áratug. Þessa dagana stendur yfír þjóðernishreinsun í Súdan, þar sem múslimskar hersveitir hafa rekið á aðra milljón kristinna manna á flótta og drepið þá sem náðst hefur í, t.d. með því að kross- festa þá yfir hægum eldi. Þessar hersveitir voru þjálfaðar af PLO; mönnum Arafats, borðfélaga og persónulegs vinar Steingríms. Einnig hafa komið í umræðuna samþykktir Sameinuðu þjóðanna og ísrael ásakað um að vilja aldr- ei hlíta slíkum. Skoðum það nán- ar. Vandamál Palestínuaraba or- sakaðist af því að þeir neituðu að hlíta samþykktum SÞ nr. 181 frá 1947 um skiptingu Palestínu. Á árunum 1951-1956 ályktuðu Sameinuðu þjóðirnar ítrekað um viðkomandi deilumál, sem arabar hundsuðu í hvert skipti. Árið 1956 ályktuðu SÞ um brotthvarf heija ísraela, Breta og Frakka frá Sínaí. Henni var hlýtt, en þáttur Egypta var hundsaður af Nasser, eins og 1967. Samþykkt 242, frá_ árinu 1967, var um brotthvarf ísraels frá hernumdu svæðunum, viður- kenningu araba á tilverurétti ísra- els, tryggingu landamæra og stöðvun stríðsátaka. ísraelsstjórn var fús að samþykkja slíkt, með því skilyrði að arabar myndu sam- þykkja sinn hluta, sem þeir neit- uðu (no negotiations, no recogniti- on, no peace) og ekki í síðasta sinn, eins og sagan sýnir. Þá er komið að Benedikts þætti Davíðssonar, þess manns sem hef: ur á skömmum tíma breytt ASÍ úr launþegasamtökum í pólitískan þrýstihóp. Hann vildi að ísraelar myndu ekki gera öðrum það sem þeir vildu ekki að aðrir gerðu þeim. I aldirnar hafa gyðingar snúið hinni kinninni að ofsækjendum sínum, en án árangurs, sem einnig hefur átt við í Landinu helga. Ég er undrandi á að Benedikt tekur ekki með í reikninginn að múslim- ar hafa myrt gyðinga í Palestínu í hundruðir ára, sem hámarki náði á okkar öld. Leiðtogi Palestínu- araba frá 1920-1964, Amin el- Husseini, frændi Arafats, starfaði með Hitler í framkvæmd Loka: lausnar gyðingavandamálsins. í gegnum persónulegan vinskap við Adolf Eichmann lét hann senda á fimmta hundrað þúsund gyðinga til gasklefa Póllands, sem Eic- hmann sagði að gert hefði verið vegna eindreginna óska Husseinis. Allt sem þér viljið ekki gildir víst aðeins um gyðinga. Kjarni málsins er að Palestínu- arabar hafa hingað til ekki viljað semja frið við ísrael og enn stend- ur skýrum stöfum í stofnskrá PLO krafan um eyðingu ísraels. Á arabískum landakortum, nema egypskum, er ísraelsríki ekki til, aðeins Palestína. Það er einnig framtíðarsýn þeirra, það sálsjúka hatur sem múslimar bera gagn- vart ísrael hefur einnig borist til íslands og smitað marga. Kominn er tími til að sumir Islendingar afleggi þetta blinda hatur og gefi friði fyrir botni Miðjarðarhafs tækifæri. Sú ókurteisi og hræsni sem einkenndi viðbrögð margra Islendinga við komu Peresar eru ekki skref í þá átt. Höfundur er sagnfræðinemi. VANTAR ÞIG KÆLISKÁP? BLOMBERG hefur réttu lausnina! BLOMBERG skáparnir eru búnir Við bjóðum 20 gerðir af kæli- glæsilegum innréttingum með og frystiskápum frá Blomberg, færanlegum hillum í hurð og skáp. 55 eða 60 cm breiða. Einn þeirra hentar þér örugglega! Kæli/frystiskápur KFS 270 Kælir: 190 lítrar nettó, alsjálfvirk af- hríming, 3 hillur, 2 grænmetisskúffur, innbyggt Ijós. Frystir: 52 lítrar nettó, 3 frysti- skúffur með kuldahlif.Orku- notkun á sólar- hring: 1.6 kWh. Mál: H144xB60xD60 cm. Verð kr. 69.900 eða kr. 66.400 stgr. Kæli/frystiskápur KFS 350 Kælir: 222 lítrar nettó, alsjálfvirk afhriming, 4 hillur, 3 færanlegar og ein með flöskugati, 2 grænmetisskúffur, færanlegar hillur í hurð, innbyggt Ijós. Frystir: 86 lítrar nettó, 2 frystiskúffur og 1 hilla með kuldahlíf. Mál: H184xB60xD60 cm. Verð kr. 95.900 eða kr. 89.187 stgr. Kæli/frystiskápur KFS345 Kælir: 190 lítrar nettó, alsjálfvirk af- hríming, 3 hillur, 2 grænmetisskúffur, innbyggt Ijós. Frystir: 42 lítrar nettó, 2 frystiskúffur með kuldahlíf. Orkunotkun á sólar- hringUkWh. Mál: H184xB60x 060 cm. Verð kr. 94.900 eða kr. 88.257 stgr. Kæli/ frystiskápur KFS 230 Kælir: 166 lítrar nettó, alsjálfvirk afhríming, 3 hillur, græn- metisskúffur, innbyggt Ijós. Frystir: 42 lítrar nettó, 2 frysti- skúffur með kuldahlif. Orkunotkun ásólarhring. 1.3 Kwh. Mál: H139.5xB55xD58 cm. Verð kr. 62.900 eða kr. 59.755 stgr. Kæli/frystiskápur KFS310 Kælir: 208 litrar nettó, 4 hillur, 2 grænmetiskúffur, innbyggð lýsing. Frystir: 67 litrar nettó, 2 frysti- skúffur og 1 hilla með kuldahlff. Orkunotkun á sólarhring 1.6 kWh. Mál: H178xB55 xD58. Verðkr. 78.900 eða kr. 73.377 stgr. Kynntu þér nýju, mjúku línuna frá Blombera Kæli/ frystiskápur KFS 282 Kælir: 217 lítrar nettó, alsjálf- virk afhríming, 5 hillur, 2 graen- metisskúffur, innbyggt Ijós. Frystir: 53 lítrar netó, 1 hilla. Orkunotkun á sólarhring 1.65 kWh. Mál: H153.5xB55xD58. Verð kr. 62.900 eða kr. 59.755 stgr. KFS243 Samskonar skápur Kælir: 190 lítrar nettó. Frystir: 50 lítrar nettó. Mál: H144xB54xD60. Verð kr. 59.900 eða kr. 56.900 stgr. MSMS Einar MSM Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 ® 622901 og 622900 ÚTSALA 20-60% AFSLÁTTUR Síöustu dagar ^hummel^ SPORTBÚÐIN iþróttashór, ibróttagallar, bolir, sundfatnaður, dúnúlpur, regnlatnaður o.tl. Ármúla 40 ■ Simi 813555 og 813655

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.