Morgunblaðið - 07.09.1993, Page 43

Morgunblaðið - 07.09.1993, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 43 maður sem hvað mest áhrif hafði á íslenska vátryggingastarfsemi all- an sinn starfstíma í tæp fjörutíu ár og enn er starfsemin á ýmsum sviðum í þeim farvegi sem Guð- mundur mótaði hana. Guðmundur var einn af hvata- og baráttumönnum fyrir stofnun Samsteypu íslenskra fiskiskipa- trygginga árið 1968 og vann þar mikið brautryðjendastarf til þess að færa framkvæmd og ákvörðun- artöku um kjör á tryggingum ís- lenskra fískiskipa inn í landið, en allt til þess tíma höfðu iðgjöld fiski- skipatrygginga verið ákveðin í London. Vegna einbeitni Guðmund- ar og trausts sem hann naut á er- lendum endurtryggingamörkuðum tókst þetta og hafði starf Guðmund- ar á þessu sviði ómældan sparnað í för með sér fyrir íslenska útgerðar- menn og þar með þjóðarbúið. Fram að þessu voru íslensk fiski- skip yfir 100 rúmlestir tryggð með enskum skilmálum á sérhæfðu og tyrfðu máli. Guðmundur beitti sér fyrir gerð íslenskra skilmála, sem enn í dag eru notaðir lítt breyttir frá fyrstu gerð. Guðmundur var fyrsti formaður iðgjalda- og skilmálanefndar Sam- steypunnar og gegndi formennsku allt þar til hann lét af starfi í árs- lok 1978. Vegna starfa sinna að sjótrygg- ingum sá Guðmundur fljótt nauðsyn þess að hér væri til staðar sérhæft björgunarskip til að fylgja fiski- skipaflotanum og þannig auka ör- yggi íslenskra skipa og draga úr tjónum þeirra. Guðmundur beitti sér fyrir því ásamt öðrum að Björgun- arfélagið hf. var stofnað árið 1964 og var einn af hluthöfum þess. Guðmundur studdi félagið með ráð og dáð alla tíð. Fyrir hönd Björgunarfélagsins og Samsteypu íslenskra fiskiskipa- trygginga vil ég þakka Guðmundi öll hans ómetanlegu störf í þágu þeirra. Guðmundur var óumdeildur fyrir mannkosti sína og þekkingu. Þannig menn hafa mikil áhrif á samtíð sína og um langa framtíð. Ég vil votta frú Arndísi og fjöl- skyldu samúð. Blessuð sé minning Kr. Guð- mundar Guðmundssonar. Gunnar Felixson. Haustið 1941 var hafin kennsla í viðskiptafræðum við Háskóla ís- lands. Éin þeirra greina, sem við, er stóðum að stofnun deildarinnar, töldum að sjálfsögðu nauðsynlegt að kenna, var sú grein, sem á er- lendum málum er nefnd statistik. Fáir íslendingar höfðu lagt sérstaka stund á þá grein, þótt nokkur menntun á því sviði væri auðvitað liður í almennu hagfræðinámi, sem ýmsir höfðu stundað erlendis. Stat- istik var hins vegar mun meiri þátt- ur náms í tryggingafræði, en fáir höfðu lagt stundá þá grein. Þegar að því kom að semja reglu- gerð um námið í viðskiptafræðum, var úr þeim vanda að ráða, að ekk- ert orð hafði almennt verið notað um fræðigreinina statistik. Niður- staðan varð sú, að nefna hana töl- fræði, og hefur svo verið gert síð- an. Til kennslunnar valdist Kr. Guðmundur Guðmundsson, sem tveim árum áður hafði lokið prófi í tryggingafræði við Kaupmanna- hafnarháskóla. Reyndist það hinni nýju deild mikið happ. Hann reynd- ist frábær kennari og lagði grund- völl að fræðilegum tökum á mikil- vægri kennslugrein í viðskipta- og hagfræðideild sem óx ört og dafn- aði og hefur orðið að einni af fjöl- mennustu deildum Háskólans. Kr. Guðmundur Guðmundsson hefði auðvitað í kennslu sinni getað stuðzt við erlenda byijendabók í tölfræði, en af þeim var og er til mikill fjöldi. En hann tók annan kost. Hann samdi stutta kennslubók handa nemendum sínum og endur- bætti hana smám saman, er reynsla hans sem kennara jókst og náms- kröfur voru auknar. Þessi fjölrituðu kennsluhefti Guðmundar tóku að mínu viti fram þeim erlendu bókum, sem til greina hefði komið að nota. Svo mikils var kennsla Guðmundar og ritstörf hans metin, að hann var skipaður dósent við deildina haustið 1959, þótt kennslugreinin væri ekki umfangsmikil. En Guðmundur var kennari í tölfræði við deildina frá upphafi til 1979, er hann náði sjö- tugsaldri. Hann annaðist einnig kennslu í viðskiptareikningi frá ár- inu 1947 og þangað til kennsla í þeirri grein var lögð niður. Til notk- unar við þá kennslu samdi hann einnig sérstök kennsluhefti. Fyrir endurskoðendur samdi hann einnig kennslubók í tölfræði og viðskipta- reikningi. Kennsla hans og það, sem hann skrifaði, bar vitni miklum gáfumanni, sem hafði fullt vald á fræðigrein sinni. Kr. Guðmundur Guðmundsson vann mikilvægt brautryðjendastarf í þágu viðskipta- ög hagfræðideild- ar Háskólans. Það verður ávallt mikils metið. í kjölfarið hafa siglt ungir ágætir fræðimenn, sem halda uppi merki mikilsverðrar fræði- greinar, sem gegnir stóru hlutverki í þágu hagfræði og hagfræðirann- sókna. En það var mikils virði, hversu traustur sá hornsteinn var, sem Kr. Guðmundur Guðmundsson lagði við stofnun viðskipta- og hag- fræðideildarinnar fyrir rúmlega hálfri öld. Gylfi Þ. Gíslason. Kr. Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri íslenzkrar end- urtryggingar og heiðursfélagi Sam- bands íslenskra tryggingafélaga, er látinn 85 ára að aldri. Með hon- um er genginn maður, sem lagt hefur af mörkum ómetanlegt upp- byggingar- og þróunarstarf á sviði vátrygginga og vátryggingarstarf- semi hér á landi. Standa íslenskir vátryggingarmenn í mikilli þakkar- skuld við Kr. Guðmund Guðmunds- son. Þótt Guðmundur kæmi víða við á langri starfsævi og hefði m.a. með höndum viðamikil kennslu- og fræðastörf við Háskóla íslands, urðu vátryggingar sá starfsvett- vangur, sem hann mest helgaði starfskrafta sína. Að loknu prófi frá Kaupmanna- hafnarháskóla í tryggingastærð- fræði og tölfræði árið 1939 hóf hann störf hjá Sjóvátryggingafélagi íslands hf. og Tryggingastofnun ríkisins. Um þetta leyti mun hann og hafa hafið undirbúning að lög- gjöf um Stríðstryggingafélag ís- lenskra skipshafna og varð hann árið 1941 forstjóri þessfélags. Fékk það síðar heitið íslenzk endurtrygg- ing. Því starfi gegndi Guðmundur til loka ársins 1978, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sem forstjóri íslenskrar endur- tryggingar hafði Guðmundur ómæld áhrif á þróun innlendrar vátryggingarstarfsemi. Var hann m.a. hvatamaður þess, að innlend vátryggingarfélög mynduðu svo- nefndar vátryggingarsamsteypur til þess að endurtryggja einstakar áhættur hvert hjá öðru, í stað þess að endurtryggja þær að stærstum hluta hjá erlendum félögum eins og lengi hafði tíðkast. Varð þetta til að efla íslensk vátryggingarfé- lög, og styrkja stöðu þeirra í sam- skiptum við erlenda endurtryggj- endur. Gegndi Guðmundur lengi formennsku í samsteypum, sem komið var á fót í þessu skyni. Guðmundur var einn helsti hvatamaður að stofnun Sambands íslenskra tryggingafélaga á árinu 1960 sog átti sæti í nefnd þriggja manna, er vann að undirbúningi stofnunar þess. Þá sat hann einnig í undirbúningsnefnd að stofnun Tryggingaskóla SÍT. Skólinn var settur á laggirnar árið 1962, og kenndi Guðmundur nokkuð við skól- ann. Fyrir utan öll þessi „formlegu" störf, sem hér hafa verið nefnd og Guðmundur sinnti af alúð, var hann ætíð boðinn og búinn að gefa starfs- mönnum vátryggingarfélaganna góð ráð við úrlausn álitaefna, sem iðulega koma upp í starfsgreininni í dagsins önn. Notuðu vátrygging- armenn sér þetta óspart, enda eng- inn betur til þess fallinn að leið- beina mönnum um einstigi og öng- stræti vátryggingarstarfseminnar, slík var yfirburðarþekking hans og færni. Hafði hann jafnan ákveðnar skoðanir á vátryggingarmálum, sem hann lá ekki á, og rökstuddi af festu þá tilhögun og afgreiðslu, sem hann taldi við hæfi í hveiju tilviki. Fyrir mikil og farsæl störf í þágu íslenskrar vátryggingarstarfsemi var Guðmundur árið 1979 kjörinn heiðursfélagi Sambands íslenskra tryggingafélaga. Er hann annar af aðeins tveimur, sem þá viðurkenn- ingu hafa hlotið. Eftir að Guðmundur lét af störf- um hjá íslenzkri endurtryggingu fylgdist hann afar vel með því, sem var að gerast í vátryggingar- rekstri. Jafnframt leitaðist hann við ásamt ágætri konu sinni, frú Arnd- ísi Bjarnadóttur, að viðhalda góðum tengslum við vátryggingarmenn og samtök þeirra. Hélt Guðmundur ótrúlegum styrk til líkama og sálar allt fram á dánardægur, og hafði jáfnan gnótt viðfangsefna á áhuga- og fræðasviðum sínum. Kom andlát hans því okkur vátryggingarmönn- um í opna skjöldu. Kr. Guðmundur Guðmundsson var vátryggingarmaður í besta skilningi þess hugtaks. Hann réð yfir fræðilegri þekkingu ásamt hæfni til að takast á við og leysa vandamál hversdagsins á affara- sælan hátt. F.h. Sambands ís- lenskra tryggingafélaga þakkar undirritaður Kr. Guðmundi Guð- mundssyni giftudijúg störf að vá- tryggingarmálefnum og vináttu hans og ræktarsemi við okkur vá- tryggingarmenn. Innilegar samúð- arkveðjur færi ég frú Arndísi, börn- um og fjölskyldum þeirra. Ólafur B. Thors, formaður Sambands íslenskra tryggingafélaga. Kveðja frá Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga Heiðursfélagi Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga, Kr. Guð- mundur Guðmundsson, er látinn, 85 ára að aldri. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1931 og stundaði síðan nám við Kaupmannahafnarháskóla í tryggingastærðfræði og tölfræði pg lauk prófi 1939. Hann var þriðji íslendingurinn sem lauk því prófi, en hinn fyrsti var Brynjólfur Stef- ánsson og annar Árni Björnsson. Að námi loknu lá leiðin heim til íslands og þar hóf hann störf hjá Sjóvátryggingarfélagi íslands hf. og Tryggingastofnun ríkisins. Sjóvá var á þessum tíma eina innlenda vátryggingarfélagið sem stundaði almenna vátryggingarstarfsemi og eigi verður annað sagt en að það hafi haft hæfum tryggingastærð- fræðingum á að skipa, en bæði Brynjólfur og Árni störfuðu þar og einnig mun dr. Ólafur Dan Daníels- son hafa unnið þar með kennslu. Um haustið 1939 var Stríðsslysa- tryggingafélag íslenskra skips- hafna stofnað, en nafni félagsins var síðar breytt í Islenzk endur- trygging. Réðst Guðmundur til þess félags í hlutastarf í byijun en 1941 var hann ráðinn forstjóri þess og gegndi hann því starfi til ársloka 1978. í starfi sínu hjá fyrirtækinu beitti Guðmundur mjög trygginga- stærðfræði og tölfræði við ákvarð- anatöku í vátryggingarstarfsemi. Það gerði hann einnig á öðrum svið- um en hann vann t.d. mikið að skaðabótaútreikningum vegna lík- amstjóna á árum áður svo og var hann tryggingastærðfræðilegur ráð- gjafi margra lífeyrissjóða en sem slík- ur starfaði hann fram á síðustu ár. Guðmundur var kjörinn fyrsti formaður Félags íslenskra trygg- ingastærðfræðinga er það var stofnað í ársbyijun 1968. Þá var hann tengiliður félagsins við al- þjóðasamtök tryggingaastærðfræð- inga um tveggja áratuga skeið og átti sæti í stjórn þeirra 1972-1975. Margir hinna yngri félagsmanna leituðu oft í smiðju til Guðmundar og var honum ávallt ljúft að leið- beina þeim og gefa góð ráð. Á ár- inu 1983 var Guðmundur kjörinn heiðursfélagi félagsins. Félagsmenn Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga kveðja fyrsta formann sinn og heiðursfé- laga með þakklæti fyrir störf hans í þágu félagsins og starfsgreinar- innar og votta eiginkonu hans, Arndísi Bjarnadóttur og fjölskyldu þeirra samúð. ÚTSALA 30-50% AFSLÁTTUR af velúrgöllum, sloppum, nærfatnaði, bolum o.fl. 10% staðgreiðsluafsláttur af öðrum vörum út þessa viku. Gullbrá, Nóatúni 17, sími 624217. Krossaðu við rétt svör við spurningunum hér fyrir neðan og sendu svörin til Morgunblaðsins. Nöfn 75 vinningshafa verða dregin úr innsendum lausnum og fá þeir allir bíómiða fyrir tvo. 1. Hvað heitir stelpan sem ieikur aðalhlutverkið í Áreitni ? □ Julia Roberts □ Sharon Stone □ Alicia Silverstone 2. Á hvaða dögum birtist Unglingasíða Moggans? □ á sunnudögum □ á miðvikudögum □ á föstudögum NAFN______________________________ HEIMILI______________________ KENNITALA_____________=__________ Utanáskriftin er: Morgunblaðið - Leikur Kringlunni 1 103 Reykjavík Skilafrestur 13. september Leikurinn birtist aftur þar sem það I vantaði skilafrestinn síðastliðinn l sunnudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.