Morgunblaðið - 07.09.1993, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.09.1993, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 45 Aðalbjörg Stefánsdóttir íKristnesi — Minning e lonfi Kom þar sennilega tiFað Fædd 8. febrúar 1906 Dáin 25. ágúst 1993 Eyjafjörður er fjarða fallegastur. Þegar hann opnast í blárri heiðríkju sumardagsins eða hvítri og kaldri tign vetrarins, geta jafnvel sunnan- menn, sem þarfnast víðáttu hafsins og þess að komast burt, gleymt sér og týnst inn í fjöll hans. í skjóli þeirra fjalla í innanverð- um firði, þar sem Eyjafjarðaráin rennur þreið og lygn milli gróður- sælla hlíða, fæddist Aðalbjörg Stef- ánsdóttir í Kristnesi og þar ól hún mestan sinn aldur, líkt og formæður hennar og feður. Móðir hennar var Rósa Helgadóttir Eiríkssonar frá Botni og Sigurlaugar Jónasdóttur. Faðir hennar var Stefán Jónsson Helgasonar og Þorgerðar Ólafsdótt- ur í Kristnesi. Ég man að þegar ég kynntist henni fyrst fyrir tuttugu árum, þá fannst mér hún um margt líkjast umhverfi sínu. Þó hún væri komin hátt á sjötugsaldur var hún glæsileg kona, mikið hárið, sem áður hafði verið rautt, var sem silfur og húðin mjólkurhvít eins og lesa má um í ævintýrum. Stór var hún líka í snið- um, óvenju vel gefin, stálminnug og flest lék í höndum hennar. Fá- brotið og snyrtilegt heimilið endur- speglaði afstöðu hennar til lífsins, þar var auðurinn: góður bókakostur og orgel sem bæði hjónin léku á. Það varð lífsstarf Aðalbjargar að stjórna stóru sveitaheimili og ala upp börn. Hún eignaðist fimm börn, með eiginmanni sínum Aðalsteini Jónssyni frá Halldórsstöðum í Reykjadal. En varð fyrir þeim harmi að missa fyrsta barn sitt á öðru ári. Börn hennar sem komust á legg voru Jón, læknir á Húsavík, Stefán, kennari á Akureyri, Þór, bóndi í Kristnesi, og Rósa, meinatæknir í Reykhúsum. Af litlum efnum komu þau hjónin börnunum til mennta og umhyggja Aðalbjargar og rækt- arsemi við þau og afkomendur þeirra entist fram til síðasta dag. Eins og allar konur var Aðalbjörg margar konur. Hún var stórlynd, rausnarleg, stjórnsöm og nákvæm. Fálát gat hún verið sog stundum hvöss í hreinskiptni sinni. En einnig barnsleg, glettin og hlý. Þótti mér oft, að hún hefði átt að fara fyrir löndum og þjóðum, þannig hefðu hæfileikar hennar nýst best. Slíkt var henni hins vegar víðsfjarri. Hún fylgdist að vísu ætíð vel með lands- málum og tók afstöðu til þeirra. Mótaðist sú afstaða af réttlætis- kennd og sjálfsvirðingu. Kvenrétt- indakona var hún hins vegar lítil og að mörgu leyti fáskiptin um þann heim, er lá utan hennar nán- asta umhverfis. Þótti jafnvel flest ferðalög óþörf, ef ekki hættuleg. þar sennilega tiI7”að kornung missti hún móður sína og síðar eins og áður segir sitt fyrsta barn. Vildi því helst að allt sem henni var kærast væri samankomið og um kyrrt á þeim stað sem hún vissi bestan og öruggastan, Eyjafirðin- um. Þegar ég kveð Aðalbjörgu, tengdamóður mína, og horfi til baka yfir þann tíma, sem við áttum sam- an, veit ég þó að sú kona sem lengst mun vaka í vitund minni er hin glaða kona. Konan sem gladdist yfir því á vorin, að hvítir svanir gerðu sér hreiður á tjörninni fyrir framan bæinn hennar. Gladdist yfír fögru tónverki, eða yfir söng barna sinna upp úr ærbókinni og hún sjálf lék undir. Gladdist yfir einhverju smáu, skondnu eða fallegu í fari annarra og í umhverfinu. Gleði þessi var engu öðru lík, hávaða- laus, fíngerð og einlæg. Frammi fyrir þeirri gleði var ég ætíð gripin svipuðum tilfinningum og frammi fyrir firðinum hennar á bláum degi. María Kristjánsdóttir. Röngmynd birtist Vegna misskilnings birtist röng mynd með minningargreinum um Höskuld Ottó Guðmundsson í Morg- unblaðinu síðastliðinn laugardag, en hér kemur rétta myndin. Hlutað- eigendur eru innilega beðnir að af- saka þessi leiðu mistök. t Eiginmaður minn og faðir okkar, KR. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, tryggingastærðfræðingur, Bjarmalandi 24, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 7. sept- ember, kl. 13.30. Arndís Bjarnadóttir, Guðmundur Guðmundsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Hólmgeir Guðmundsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, AÐALSTEINS GUÐMUNDSSONAR, frá Stakkadal í Aðalvík, síðasttil heimilis á Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58, Reykjavík. Sigríður Aðalsteinsdóttir, Ragnar Aðalsteinsson, Stefán Aðalsteinsson, Bjarnþór Aðalsteinsson, Anna Lóa Aðalsteinsdóttir, Kristján Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Ólöf Haraldsdóttir, Ingibjörg Bernhöft, Ólafur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hlýju og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR, Skúlagötu 72, I Reykjavík. Hafdis Hafsteinsdóttir, Unnur Hafsteinsdóttir, Sigurveig Hjördís Gestsdóttir, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, LEIFUR ÞORBERGSSON, skipstjóri, Fjarðargötu 10, Þingeyri, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju fimmtudaginn 9. septem- ber kl. 14.00. Áslaug Árnadóttir, Ásrún S. Leifsdóttir, Einar G. Gunnarsson, Þorbergur S. Leifsson, Auðbjörg N. Ingvarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS MAGNÚSSONAR, Efstasundi 6. Guð blessi ykkur öll. Haildóra Einarsdóttir og fjölskylda. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og velvild við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR MARKÚSDÓTTUR. Karl Guðjónsson, Sjöfn Guðjónsdóttir, Þórarinn Guðjónsson, Rúnar Guðjónsson, Eygló Guðjónsdóttir, Hrefna Guöjónsdóttir, Sigri'ður Guðjónsdóttir, Jón Lárusson, Garðar Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Siv Guðjónsson, Steinar Magnússon, Erla Jónasdóttir, Hildur Ágústsdóttir, Smári Steingrímsson, + Af öllu hjarta þökkum við samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för vinar, sonar, stjúpsonar og bróður okkar, FINNBOGA GUÐBJÖRNS STEINGRÍMSSONAR, Kópnesbraut 12, Hólmavik. Guð blessi ykkur öll. Helga Guttormsdóttir, Ásta Bjarnadóttir, Margeir Steinþórsson og systkini. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengda- föður og afa, SVEINS BJÖRNSSONAR, frá Fossi á Síðu. Laufey Pálsdóttir, Þórdís Sveinsdóttir, Hörður Hákonarson, Björgvin Sveinsson, Þórunn Þórarinsdóttir, Elsa Sveinsdóttir, John Phillips, Gerður Sveinsdóttir, Pálmi R. Sveinsson, Ástriður Einarsdóttir, Vigdfs B. Sveinsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA TÓMASSONAR, Breiðumörk 5, Hveragerði. Guðrún Guðmundsdóttir, Tómas Bjarnason, Guðmundur Bjarnason, Kristín Bjarnadóttir, Steinunn Bjarnadóttir, Hafsteinn Bjarnason, Birgir Bjarnason, Hildur Bjarnadóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Kolbrún Bjarnadóttir, Björk Bjarnadóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofur félagsins verða lokaðar eftir hádegi í dag, 7. september, vegna jarðarfarar KR. GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi forstjóra félagsins. íslensk endurtrygging hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.