Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 46

Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPEEMBER 1993 fólk í fréttum Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Fyrst var sú frísneska látin leggjast og sá hollenski kallaði í Forr- est-merina sem lét nú bíða eftir sér drykklanga stund meðan hún fékk sér smátuggu. HROSS Hestakúnst- ir á heims- meistaramóti Engin takmörk virðast fyrir því hvað hægt er ganga langt í tamningu hrossa. Það fengu móts- gestir á nýafstöðnu heimsmeistara- móti í Hollandi að sjá og reyna. Á bak við eina af áhorfendastúkunum var maður á miðjum aldri með tvær hryssur, aðra af New Forrest kyni og hina frísneska sem hann lét framkvæma hinar ótrúlegustu kúnstir. Frekar lítið fór fyrir þess- um sýningum og víst að margir mótsgesta höfðu ekki hugmynd um hvað þama fór fram. Höfðu hryss- umar greinilega lært sitt af hveiju af húsbónda sínum en myndirnar tala sínu máli. Bo Derek gaf félögum sínum í Planet Hollywood bikinið. GJAFIR Enn bætist í í safnið Heilmikið safn ýmissa hluta sem tengjast kvikmynd- um er uppi um alla veggi í veit- ingahúsakeðjunni Planet Holly- wood, sem er m.a. í eigu leikar- anna Sylvester Stallones, Bmce Willis og Arnolds Schwarzen- eggers. Þarna er að finna dansskóna sem Patrick Swayze notaði i kvikmyndinni „Dirty Dancing", eyrnalokka sem Ma- donna notaði í myndinni „Dick Tracy“ og jakki Johns Waynes úr kvikmyndinni „The Cow- boys“. Nú hefur leikkonan Bo Derek bætt um betur, því ný- lega afhenti hún þeim félögum bikinið sem hún notaði í kvik- myndinni „10“, en fyrir leik sinn í þeirri mynd — eða kannski ætti frekar að segja líkama sinn — varð hún fræg á svipstundu. : ý „Svona Slappaðu af maður ég er að koma, hugsar sú stutta og slítur sig frá grasinu. Er það hér sem ég á að standa? gæti Forrest-hryssan spurt og af svip húsbóndans má ráða að þetta sé einmitt það sem hann ætlaðist til. Gjörðu svo vel að fá þér sæti góða, segir húsbóndinn og réttir þeirri frísnesku mola að launum. Að síðustu var Forrest-hryssan látin taka stöng í kjaftinn og bera þannig einn hring ... - __og endaði með því að færa húsbóndanum stöngina eftir skipun hans. Svo kalla sumir þetta skynlausar skepnur!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.