Morgunblaðið - 07.09.1993, Page 52

Morgunblaðið - 07.09.1993, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 Með morgunkaffinu Við gáfum Hinrik hann í afmælisgjöf, en hann varð fljótt Ieiður á honum. * Ast er... /0-/6 gullhjarta TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate BREF TTL BLAÐSINS Rringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hulduher Hafnfirðinga Frá Snorra Óskarssyni: NÚ BERAST þær fréttir úr Hafnar- firði að þar hafi menn á að skipa þvílíkum „hulduher" að aðrar eins „legíónur" hafa vart sést. Meira að segja er búið að kortleggja herbúðir huldufólksins í hrauni, hömrum og Hellisgerði að ég held að Albert með sínum „her“ verði að láta sér lynda forna frægð. Hvers konar her er þessi „huldu- her“? Þar eru álfar, dvergar, jarðdverg- ar og fleiri verur sem eru órjúfan- lega tengdar íslenskri menningu. Forneskjumenningin íslenska segir um þennan her í Gylfaginningu (Snorra-Eddu). Þar er sagt frá álf- um og þeim skipt í ljósálfa sem búa í Álfheimum sem er hinn þriðji him- inn, „en dökkálfar búa niðri í jörðu, og eru þeir ólíkir sýnum og miklu ólíkari reyndum. Ljósálfar eru fegri en sól sýnum, en dökkálfar svartari biki“. (17. kafli bls. 35, Snorra- Edda.) Ljósálfarnir eru því ekki á jörð- inni skv. íslensku menningunni. En þar sem „vættatrú“_ Islendinga breytist í álfatrú (skv. ísl. söguatlas bls. 62) þá hættir nútímamanninum að skilja heiðna arfinn, „íslensku fornmenninguna“, skv. nútímaskiln- ingi en ekki fornum. Vættur, tröll, álfur og jólasveinn eru mismunandi nöfn yfir eitt og hið sama og kallast því oft óvættur. Þessar verur voru fjandsamlegar mannheimi og birtust illu heilli. En þegar sagan berst að landvættunum sem eru í íslenska skjaldarmerkinu þá koma þar fram kristin áhrif enda myndin tekin úr Opinberunarbók Jóhannesar, 4. kafla og 7 versi. Þar standa kerúbar (verndarenglar) í kringum hásæti Guðs á himnum, ljón, örn, griðungur og risi. Dvergar koma fram í 14. kafla Gylfaginningar á þennan hátt: „Þar næst settust guðin upp í sæti sín og réttu dóma sína og minntust, hvaðan dvergar höfðu kviknað í moldinni og niðri í jörðinni svo sem maðkar í holdi. Dvergarnir höfðu skipast fyrst og tekið kviknan í holdi Ýmis og voru þá maðkar.“ Englar aftur á móti komu ekki til sögunnar sem „íslensk menning" heldur gyðingleg-kristin trúarsýn. Engill þýðir sendiboði og þeir birtust sem boðberar og hjálp mannanna í hinum ólíklegustu kringumstæðum. Oft sáu menn ekki fyrr en eftirá að engill hafði gengið með þeim, sem dæmi, þegar engillinn leiddi Pétur útúr fangelsinu. Enda eru fegurstu og glæsilegustu hugmyndir mann- sandans tengdar Guðs kristni en ekki heiðninni. Þar af leiðandi er mjög villandi að taka engil og koma honum í hulduher orma (dverga) og dökkálfa og segja að það sé eitt og hið sama. Svo margar kirkjur eru í Hafnarfirði að enginn þar þyrfti að ruglast á „hulduhernum" og englum sem koma frá Guði almáttugum mönnunum til hjálpar og leiðrétting- ar. Út frá kristinni trú og fornmenn- ingu íslendinga er hulduherinn í Hafnarfirði þess vegna í ætt við orminn sem laug að Adam og Evu og tilheyrir því hópi illra afla og púka, öllum mönnum til ógagns. I mannheimi hafa svona árar spillandi áhrif á hugarfar og siðferði. Gjarnan reyndust því heiðnu blótin hinar sið- lausustu hátíðir og lágkúran dýrkuð með svalli og stóðlífi. Enda sam- þykktu heiðnir menn að taka upp dýrkun á Kristi og afleggja blótin sem opinberar samkomur (en menn máttu blóta á laun). Það liggur því í hlutarins eðli að þessi illi her nær áhrifum sínum í gegnum klámkónga og forvígismenn hulduheima sem ná andlegu sambandi við dökkálfa og ormaþý. Þeir spúa þessari Satans eimyiju í mannshjartað með klámi og kukli. Nær væri að klerkar Hafn- arfjarðar tækju sér Guðmund góða fyrir fyrirmyndar og lokuðum klett- um og dröngum með brandi Guðs- Orðs og rækju þennan hulduher af höndum Hafnfirðinga í Jesú nafni. Ó, þú hýri Hafnarfjörður, hokra þeir hjá þér, Júdas og Mörður? Megi þetta ormager vera rekið af höndum þér. Því að þessi fomi fjandi hörfar undan sannleiks brandi! Hafnfirðingar hafa aflað sér svo mikilla vinsælda að þeir fá liðsinni allra góðra manna og engla í hreins- unarátakinu. Frá „vini Hafnarfjarðar" í Vest- mannaeyjum, SNORRI ÓSKARSSON Faxastíg 2b, Vestmannaeyjum Sértrúar- söfnuður eða ekki? Frá Magnúsi Guðmundssyni: í MORGUNÞÆTTI í útvarpinu 27. ágúst byggði forstöðumaður hvíta- sunnumanna í Salem á ísafirði þá skoðun sína að hvítasunnumenn væri ekki sértrúarsöfnuður á því að þeir tilheyrðu heimshreyfingu kirkna sem í væru 330 milljónir manna svo að í samanburði við það væri lútherska kirkjana fámenn með aðeins 45 milljónir meðlima. „Vörður“ í hvítasunnukirkjunni á Akureyri var sýnu stórtækari í út- varpsviðtali fyrr á árinu þegar hann talaði um 500 milljónir í þessu sam- bandi. Hér mun vera um algerar ágiskunartölur að ræða enda líkleg- ast að hvítasunnukirkjan í heimin- um hafi ekki skrár yfir meðlimi sína og því auðvelt að koma með alls konar ágiskanir í þessu sambandi. Með öllu er óviðeigandi að tala um að lútherska kirkjan sé lítil í þessum samanburði, enda mun hún enn stærri en tölur um kirkjur í Lútherska heimssambandinu gefa til kynna því að lútherskir menn sem eru utan heimssambandsins munu skipta milljónum. Magnús Guðmundsson Grandavegi 47, Reykjavík Víkverji skrifar Víkveiji hefur verið að hugleiða um helgina málflutning og röksemdafærslu ýmissa þeirra manna, sem njóta þess trúnaðar þjóðarinnar að hafa verið kjörnir á Alþingi íslendinga, stofnun, sem á sér meira en þúsund ára sögu. Til- efnið var grein eftir einn af þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins, Árna Johnsen, sem birtist hér í blaðinu sl. laugardag. Hér á eftir eru birtar nokkrar tilvitnanir í grein þing- mannsins, sem í þessu tilviki er að rökræða við Þorvald Gylfason, pró- fessor um landbúnaðarmál. „...vill samkvæmt grein í Morg- unblaðinu 31. ágúst sl. hreinsa burtu bændastéttina í landinu, eins og skít undan snyrtum nöglum fínni rnanna." „í hvaða útungunarvél er pró- fessor Þorvaldur að velkjast og við hvaða hitastig?" „Skyldu bændur eiga sumarhús vítt um veröld eins og þeir, sem eiga vannýtta húsnæðið í landinu? Það væri fróðlegt, ef prófessor Þor- valdur færi í kafarabúninginn á þeim vettvangi." „Ætli það sé ekki einnig offjár- festing að eiga svo marga mennt- aða viðskipta- og hagfræðinga, að þeir geta þakkað fyrir að fá vinnu, sem benzínafgreiðslumenn." „Ef til vill stendur það þó hag- fræðiprófessornum næst að reikna út hvað það kostar íslenzku þjóðina að hafa um áratuga skeið miðað alla grunnmenntun við beina dæl- ingu allra námsmanna upp í há- skóla í stað þess að leggja höfuð- áherzlu á verkmenntun að loknum grunnskóla með traustum mögu- leikum jafnframt til æðstu mennt- unar í háskóla." „...og þannig fjallað um grund- völl bændastéttarinnar að hyggileg- ast sé að leiða hana í hagfræðilegt sláturhús við fyrsta tækifæri." „...alvarlegasti umhverfisvand- inn er andlegs eðlis hjá mönnum, sem hanga í kennisetningum fíla- beinsturna og eru eins og vegprest- arnir í óbyggðum, sem vísa þann veg, sem þeir fara ekki sjálfir." „Hvað segir það um sóðaskap að varla er hægt að fara í bíó í Reykjavík fyrir drasli, sem bíógest- ir henda frá sér í bíósölum? Ætli það sé ekki eitthvað fleira að?“ „í sveitum landsins er dugmikið og traust fólk, sem hefur lagt allt sitt undir og ekki býður íslenzkur landbúnaður upp á hormónabúnt í steikur eða rnjólk." „Hættu að argast út í bændur, prófessor góður, horfðu yfir sviðið allt og hlustaðu á þína eigin ætt- jörð.“ xxx ýzka ríkisstjórnin kynnti at- hyglisverða skýrslu um end- urskipulagningu og þróun þýzks samfélags á blaðamannafundi sl. föstudag. Þar er því m.a. haldið fram, að ef Þjóðveijir ætli að verða samkeppnisfærir við aðrar þjóðir, verði þeir að breyta hugsunarhætti sínum og endurmeta lífsviðhorf. Þeir verði að vinna meira, náms- tíminn sé of langur og eftirlauna- aldur of lágur. Þetta eru athyglisverðar ábend- ingar. Þær eiga víðar við. M.a. hér á Islandi. Fáar þjóðir í heimi taka sér jafn löng frí og við íslendingar og eru öll hugsanleg tilefni notuð. Sumarfrí eru orðin með því lengsta sem gerist á Vesturlöndum og eru orðin alltof löng og dýr fyrir þjóðfé- lagið. Að auki tökum við okkur eins marga frídaga í tengslum við stór- hátíðir og nokkur er kostur. Við skulum taka ábendingar þýzku rík- isstjórnarinnar til okkar og vinda ofan af þessari vitleysu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.