Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 Enda þótt límtré eigi sér ekki langa sögu sem byggingarefni hér á landi, á það sér samt langa sögu annars staðar. — Elztu heim- ildir um Iímtré eru frá tímum pýr- amídanna, segir Guðmundur Os- valdsson, fram- kvæmdastjóri Límtrés hf. — í þeim merku mannvirkjum hef- ur fundizt límtré, en það var límt saman með kálfs- blóði. Límtrésframleiðsla með þeim hætti, sem nú þekkist, hófst hins vegar ekki fyrir alvöru fyrr en á sjöunda áratugnum, eftir að tiltölu- lega ódýr og örugg lím komu á markaðinn. Vaxandi notkun límtrés í Evrópu Að sögn Guðmundar hefur notk- un límtrés farið ört vaxandi í Evr- ópu og er heildarframleiðslan þar nú orðin um 700 þús. rúmmetrar, mest í Þýzkalandi. Norðurlöndin hafa samt haft forystu, hvað varðar gæði límtrés. — Þar ræður senni- lega mestu gæði hins skandinavíska grenis og samnorrænt gæðaeftirlit, segir Guðmundur. Hertar umhverfiskröfur hafa leitt til mikillar aukningar á notkun lím- trés. — Á síðustu árum hafa komið fram ýmsar staðreyndir varðandi umhverfisvænleika timburs, sem fæstir gerðu sér grein fyrir áður, heldur Guðmundur áfram. — Við bruna gefur timbur frá sér jafn mikinn koltvísýring og það hefur tekið upp á sínu vaxtarskeiði. Það er því eitt af fáum byggingarefnum, sem er hlutlaust að þessu leyti. Ung tré taka hins vegar upp margfalt meiri koltvísýring en þau gömlu. Það er því bezti kosturinn umhverf- isins vegna, að fella gömlu trén og planta nýjum. Það er raunar mjög útbreiddur misskilningur, að skógarnir í Evr- ópu séu að hverfa. Þvert á móti hefur aldrei verið til eins mikill skógur í Evrópu og einmitt nú. Fyrir margar þjóðir eru skógarnir jafn mikilvægir og fiskimiðin fyrir okkur íslendinga og skógar því ræktaðir með sömu nærgætni og kom á akri. Þegar tré er fellt, er þess gætt að gróðursetja að minnsta kosti eitt í staðinn. Á Norð- urlöndum er t. d. ræktaður upp miklu meiri skógur á hverju ári en sá, sem felldur er. Stundum eru notaðar rangar full- yrðingar í auglýsingaskyni til fólks um að nota önnur efni eins og plast eða ál undir því yfirskyni að bjarga skógunum. Framleiðsla slíkra efna er samt ótrúlega orkufrek og meng- andi. Við framleiðslu á límtré eru timb- urborðin þurrkuð og síðan fingur- skeytt eins og kallað er, það er í þau er skorið snið og þau skeytt saman. Síðan eru borðin hefluð og límd saman með veður- og suðu- heldu lími. Þaðan kemur nafnið lím- tré. Með þessu eru ýmsir eiginleikar timburs béettir og notagildið þannig aukið verulega. Límtré er t. d. mun sterkar en venjulegt timbur. Það vindur sig síður við rakabreytingar og það er hægt að nota stærri þver- snið og lengri bita. Límtré hefur ennfremur mikið eldþol. — Hjá Límtré er notað styrk- leikaflokkað greni, sem flutt er inn frá Noregi, segir Guðmundur. — Helztu kostir grenis fram yfir furu, eru þeir, að grenið heldur lengur ljósum lit sínum og er ekki eins viðkvæmt fyrir rakabreytingum. Gott hráefni er grundvöllur góðrar framleiðslu, en á þessu ári var verk- smiðja okkar önnur af tveimur verk- smiðjum á Norðurlöndum, sem stóðst fyllilega gæðakröfur Nor- rænu límtrésnefndarinnar. Límtré hefur reynzt mjög heppi- legt sem burðargrind í húsum. Þeg- ar sökkullinn hefur verið steyptur, er límtrésgrindin sett upp en að því búnu er húsið klætt að utan. Allar klæðingar koma þar til greina. Notkun svokallaðra yfírbita á veggi hefur líka færzt í vöxt hér á landi. Þá eru veggir steyptir eða hlaðnir upp að efri brún glugga eða veggopa og límtrésbitar síðan festir ofan á. Á þennan hátt eru ýmsar útfærslur. ofan glugga og þá sér- staklega við þak, leystar á einfaldan og hagkvæman hátt. Límtréð er framleitt í mismun- andi þykktum og lengdum, allt eft- ir pöntunum hvetju sinni. Fram- leiðslan er allt frá litlum bitum upp í grindur í heil hús. Auk þess framleiðir fyrirtækið fingurskeytt sperruefni í hvaða lengdum sem er. Styrkur samsetn- ingarinnar er sá sami og heiltrés. Lengdir eru ótakmarkaðar. Það eina sem takmarkar þær eru fiutn- ingsmöguleikar. Öflugt gæðaeftirlit — Við leggjum mikla áherzlu á öflugt gæðaeftirlit og höfum í þeim tilgangi komið upp fullkomnum búnaði til þess að álagsprófa allar samsetningar áður en þær eru af- hentar, segir Guðmundur. — Á sl. ári tókum við í notkun nýja aðferð við samsetningar á límtrésbitum. Aðferðin byggist á því að gera rauf- ar í þá bita, sem setja á saman og líma í þær stálplötur. Notað er sér- stakt lím, sem nær fullkominni bindingu við hvort tveggja, stál og timbur. Þetta var þýðingarmikill áfangi, sem náðist með samstarfi nokkurra límtrésframleiðenda og tæknistofnanna á Norðurlöndum. Slíkir bitar með límdum hornum geta komið í stað bogadreginna ramma í flestar byggingar. í stærri byggingum verða bogamir eftir sem áður notaðir, enda eru þeir mjög hagskvæmt burðarform. Með límdu hornunum hafa opnazt mögu- leikar á að framleiða flytjanleg ein- býlishús, sem þýðir, að fólk getur flutt húsin milli landshluta, ef að- stæður þess breytast. Helztu kostir límdu homanna em þeir, að í þeim næst mjög góð spennunýting, brunaþol er mikið, því að timbrið einangrar stálplötuna og samsetn- ingin er einfaldari og hagkvæmari en flóknar boltasamsetningar. Síð- ast en ekki sízt er áferðin fallegri, því að engar stálfestingar eru sýni- legar. Límtré hf. tók til starfa á árinu 1983 og er því tíu ára um þessar mundir. Eigendur fyrirtækisins em um 230, bæði einstaklingar, fyrir- tæki og sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu. Límtréð hlaut strax góðar móttökur hjá arkitektum og öðmm hönnuðum og burðarvirki úr límtré má finna í fjölda bygg- inga. Af þekktum byggingum má nefna Kringluna, Borgarleikhúsið, Ráðhúsið, Flugstöðina, hús Ingvars Helgasonar hf., Húsasmiðjuna. Sorpu og Eiðistorg. Reksturinn hefur gengið bæri- Aflagrandi - endaraðhús Hús á tveimur hæðum um 190 fm ásamt innbyggðum bílsk. Húsið afh. tilb. að utan og tilb. u. trév. að innan. Teikningar á skrifst. Verð 12,9 millj. 2523. Opið virka daga f rá kl. 9-12 og 13-18. Opið laugardaga kl. 11-14. |P S: 685009-685988 ÁRMÚLA21 i/^\rck|/^n I OAN v.s. wiium, lögfræðingur, 11 ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJ. —-----—---1 ARINBJÖRN SIGURGEIRSSON, SÖLUM. liímlreO liefur sannaó gildi silt hér á IíiimIí — segir Guómundur Ósvaldsson, framkvæmdastjóri Límtrés hf. LÍMTRÉ hefur verið að vinna sér sess sem burðarvirki í hús- um hér á landi á undanförnum árum. Þetta má að verulegu leyti þakka fyrirtækinu Límtré hf., sem rekur límtrésverk- smiðjuna að Flúðum í Árnessýslu en söluskrifstofu að Ármúla 11 í Reykjavík. Nú eru í smíðum þrjú myndarleg hús úr lím- tré frá þessu fyrh*tæki á höfuðborgarsvæðinu. Eitt þeirra stendur við Malarhöfða í Elliðavogi, en þar er að verki lagna- fyrirtækið Blikksmiðurinn. Við Grafarvog er leikfangaverk- smiðjan Barnasmiðjan að reisa hús úr límtré og fyrir ofan Rauðhólaer Skógaræktarfélag Reykjavíkur með límtréshús i smíðum. En Límtré hf. hefur komið víðar við á þessu sumri. Á Þingeyri og Súðavík er verið að Ijúka smíði íþróttahúsa, þar sem burðarvirkið er úr límtré og í Varmahlíð í Skaga- firði og á Raufarhöfn er verið að byrja á smíði íþróttahúsa úr límtré. FASTGIGNASALA VITASTÍG 13 aeoao-^eoss Lindarberg - Hafnarf. Til sölu þessi glæsilegu parhús á tveimur hæðum, 214 fm sem skiptast þannig: Á jarðhæð er rúmg. bílskúr með góðri lofthæð, forstofa, 3 rúmg. barnaherb., bað- herb., rúmg. hol. Á efri hæð: Stofa, borðstofa, hjona- herb., barnaherb., eldhús og baðherb. Garðstofa. Glæs- il. útsýni yfir Hafnarfjörð. Tvennar svalir. Húsin seljast fullb. utan, fokh. innan eða lengra komin. Teikn. á skrifst. Viðarrimi - Grafarvogi □ □ Höfum til sölu þessi glæsilegu raðhús á einni hæð, ca 145 fm að stærð, auk 29 fm bílsk. Húsin skiptast í stofu, borðstofu, 2 barnaherb., hjónaherb., þvotta- herb., vinnuherb., baðherb. auk bílskúrs. Fallegt út- sýni. Vel staðsett. Húsin seljast fullb. að utan, fokh. að innan. Verð 8,5-8,7 millj. Traustur byggingaraðili. Teikn. á skrifst. Gunnar Gunnarsson, FASTEIGNASALA |5gfl fasteignasali, hs. 77410. Blikksmiðurinn hf. er að byggja 800 ferm límtréshús við Malar- höfða. Þessi mynd er tekin inni í húsinu og sýnir bæði hefðbundna límtrésboga og nýja samsetningu af límdum hornum. Húsið er hann- að af teiknistofunni Röðli. Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Ósvaldsson, framkvæmdastjóri Límtrés hf. í baksýn er límtréshús, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur er að byggja við Ell- iðavatn. Það er á einni hæð og um 300 fermetrar. Húsið er hannað hjá teiknstofunni Arkþing. Á sl. ári tók Límtré hf. í notkun nýja aðferð við samsetningar á Iímtrésbitum, sem byggist á því að gera raufar í þá bita, sem setja á saman og líma í þær stálplötur. Slíkir bitar geta komið í stað bogadreginna ramma í flestar byggingar. eftir Magnús Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.