Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 15
B 15 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 Tveggja hæða einbýlishús í Borgarfirði. Burðargrindin sést á innfelldu myndinni, en hún er úr límtré og var reist á einum degi. Burðarrammar úr límtré hafa reynzt ódýr kostur, þar sem allar tengingar eru einfaldari auk þess sem reisningartiminn styttist verulega. Húsin eru mun sterkari en hefðbundin timbur- hús og henta vel í íslenzku veður- fari. Iðnaðar- og verzlunarhús Barnasmiðjunnar við Gylfaflöt i Grafarvogi. Burðarvirkið er úr límtré, en húsið er um 700 fermetrar að grunnfleti og að hluta til á tveimur hæðum. Hönnuður er Erlingur Ped- ersen arkitekt. lega. — í fyrra fengum við þó að kenna á samdrættinum eins og aðr- ir, segir Guðmundur. — Afkoman var samt viðunandi miðað við ástandið í byggingariðnaðinum. Límtré hf. hefur líka tekið þátt í frekari atvinnuuppbyggingu í upp- sveitum Árnessýslu í samvinnu við sveitarfélögin þar en fyrir atbeina Límtrés hf. var fyrirtækið Yleining stofnað. Yleining framleiðir þak- og veggeiningar auk frysti og kæli- klefa og innveggi í matvælavinnsl- ur. Verksmiðja Yleiningar er í Reykholti í Biskupstungum, en tæknideildin hefur aðsetur á sama stað og sölu-og tæknideild Límtrés hf. í Reykjavík. Hagkvæmur kostur Hjá Límtré starfa nú 15 manns, þar af 12 í verksmiðjunni að Flúðum en 3 í tækni og söludeildinni að Ármúla 11 i Reykjavík. — Eftir- spurn eftir límtré er alltaf töluverð, segir Guðmundur. — Límtréð er hagkvæmt byggingarefni og ég tel, að hús úr límtré séu ódýrari en mörg önnur, þegar tekið er tillit til allra atriða. Við stærri byggingar, þar sem kröfur um brunavarnir og ráðstafnir gagnvart jarðskjálfta- hættu eru miklar, er límtréð afar heppilegur kostur. Þá er ódýrara að reisa bygginguna, vegna þess hve límtréð er létt og meðfærilegt og hægt að vinna við það í nánast öllum veðrum. Límtré hefur einnig reynst mjög hentugt fyrir gripahús, vegna þess hve vel það þolir tær- andi lofttegundir. í fasteignamati eru límtréshús metin hærra en almennt gerist, enda eru þetta vandaðar bygging- ar, sem halda sér í langan tíma og eru því góðar í endursölu. Límtréð tærist ekki og er því hentugt t. d. í fiskvinnsluhúsum, þar sem raka- stig er hátt. Enn má nefna, að flest íþróttahús, sem hér hafa verið reist á síðustu árum, eru úr límtré. Þar eru stórar spannvíddir og þá er lím- tréð afar hagstæður kostur, auk þess sem þar eru gerðar miklar kröfur um brunavarnir. Einnig hafa verið notaðir burðar- rammar úr límtré í tveggja hæða einbýlishús. Það hefur reynzt ódýr kostur, þar sem allar tengingar eru einfaldari auk þess sem reisningar- tíminn styttist verulega. Það sem mestu máli skiptir er, að húsin eru mun sterkari og ódýrari en hefð- bundin timburhús og henta vel í íslenzku veðurfari. Guðmundur Ósvaldsson var að lokum spurður að því, hvort límtré frá verskmiðjunni á Flúðum væri samkeppnisfært við innflutt límtré Húsnæó- isbætnr til leigjenda SAMTÖKIN Þak yfir höfuðið lýsa yfir eindregnum stuðningi við baráttu félagsmálaráðherra fyrir því, að komið verði á húsnæðisbót- um til leigjenda og frumvarp þar um verði lögfest fyrir næstu ára- mót. Jafnframt mótmæla samtökin harðlega þeim áformum innan ríkis- stjórnarinnar, að fjármagna húsa- leigubætur með fé sem færi annars í byggingu félagslegra íbúða. Fagnað er sérstaklega stuðningi samtaka launafólks við þennan mál- stað og nú er mjög brýnt að allir aðilar, sem þessi mál varða, snúi bökum saman. og svaraði hann þá. — Við höfum verið fyllilega samkeppnishæfir gagnvart erlendum framleiðendum, hvort sem litið er á verð, gæði eða þjónustu við viðskiptamennina. Því miður er oft verið að bera saman ólíka hluti. Við bjóðum lím- tréð oft tilsniðið og jafnvel saman- sett með stálfestingum en erlendir aðilar ekki. Við höfum líka þurft að aðstoða við sneiðingar á límtré, sem flutt hefur verið inn. Raunar hefur sáralítið verið flutt inn af lím- tré, frá því að verksmiðjan á Flúðum tók til starfa, enda hafa fæstir séð sér hag í því, sem hugsað hafa dæmið til enda. Þá má ekki gleyma því, að gjaldeyrissparnaður af starfsemi límtrésverksmiðjunnar að Flúðum er mikilsverður og fyrir- tækið því þjóðhagslega hagkvæmt. Áframhaldandi uppbygging fé- lagslega húsnæðiskerfisins er afar brýn eins og ástatt er í þjóðfélaginu, ekki síst bygging leiguíbúða. Alls staðar í nágrannalöndum okk- ar hefur verið komið á kerfi húsa- leigubóta fyrir löngu og víða um heim er verið að efla og koma á slíku kerfí. Samtökin Þak yfir höfuðið leggja áherslu á að komið verði á í reynd heildstæðu húsnæðiskerfi, þar sem eigendur, leigjendur og búseturétt- areigendur sitji við sama borð m.a. með samræmdum húsnæðisbótum. Öryrkjabandalag íslands, Sjálfsbjörg — Landssamband fatlaðra, Landssamtökin þroskahjálp, Samtök aldraðra, Stúdentaráð Háskóla Islands, Félagsstofnun stúdenta, Bandalag ísl. sérskólanema, Leigjendasamtökin, Búseti — Landssamband. Ð) FAST6IGNASALA VITASTÍG 13 Opið laugardag kl. 11.00-15.00 2ja herb. Þingholtsstræti. Ein- staklíb. á 2. hæð 35 fm. Fallega innr. Parket. Áhv. húsbr. 1,6 millj. Hraunbær. 2ja herb. falleg íb. á 3. hæð, 51 fm. Sérþvherb. Góðar innr. Verð 5,1 millj. Krummahólar. 2ja herb. góð íb. 45 fm á 2. hæð í lyftuh. ásamt stæði í bílsk. Góð lán áhv. Verö 4,5 millj. Gaukshólar. 2ja herb. íb. á 1. hæð 56 fm. Suðursv. Góð lán áhv. Falleg sameign. V. 4,9 m. Hraunbær. 2ja herb. íb. ca 55 fm á 3. hæð. Áhv. húsnl. 3,5 millj. Suðursv. Verð 5,6 millj. Selás. 2ja herb. falleg íb. 53 fm á 3. hæð. Suðursv. Áhv. 3,6 millj. Byggsj. Laus. Næfurés — útsýni. 2ja-3ja herb. íb. 108 fm á jarð- hæð sem skiptist í stofu, hjóna- herb., eldhús, bað og stórt tómstherb. Sérlóð. Útsýni yfir Rauöavatn. Laus strax. Verð 7 millj. Falleg sameign. Trönuhjalli. 2ja herb. fal- leg íb. á 1. hæð 56 fm. Sérgarð- ur. Góð lán áhv. Verð 5,9 millj. Skúlagata — þjón- ustuíb. 2ja herb. falleg íb. á 10. hæö „penthouse" ca 70 fm. Stæði í bílskýli. Glæsil. útsýni. Þrennar svalir á hæðinni en vest- ursv. á íb. Góð lán áhv. Laus. Verð 8,9 millj. 3ja herb. Auðarstræti. 3ja herb. góð íb. 88 fm í þríb. Sérinng. Parket. Áhv. húsnlán 4,1 millj. Stórageröi. Falleg 3ja herb. íb. 83 fm á 3. hæð. Suður- svalir. Fallegt útsýni. Hlíðarhjalli. 3ja herb. fal- leg íb. á 3. hæð 97 fm. Stórar svalir. Parket. Fallegar innr. Áhv. húsnlán 4,9 millj. Álfhólsvegur. 3ja herb. íb. á 1. hæð ca 68 fm. Góð sam- eign. Áhv. húsnlán 3,1 millj. Verð 6,4 millj. Kringlan. 3ja herb. glæsil. íb. á 2. hæð í lágu fjölbhúsi. Mögul. á 10 fm garðstofu. 26 fm bílskýli. Stórar suðursv. Parket. Sérinng. Hraunbær. 3ja herb. falleg íb. 87 fm á 2. hæð. Fallegt park- et. Suðursv. Verð 6,7 millj. Laugarnesvegur. 3ja herb. rúmg. íb. 91 fm. Suðursv. Fallegt útsýni. Falleg sameign. Verð 7,5 millj. Laus fljótl. Hrísrimi. 3ja herb. falleg íb. 96 fm í nýbygg. Fallegar innr. Góð sameign. Verð 8,2 millj. Breiðvangur. 3ja herb. góð íb. á 1. hæð 115 fm auk 25 fm bílsk. Áhv. húsbr. 4,5 millj. Verð 7,5 millj. Lyngmóar — Gbæ. 3ja-4ra herb. falleg íb. ca 92 fm auk bílsk. Parket. Fallegt útsýni. Áhv. húsbr. 4,9 millj. Ákv. sala. Verð 8-8,1 millj. Seilugrandi. 3ja herb. íb. á tveimur hæðum, 87 fm auk bílskýlis. Stórar svalir. Áhv. 3,8 miilj. Byggsj. Falleg sameign. Austurberg. 3ja herb. fal- leg íb. 78 fm auk bílsk. Suðursv. Góð lán áhv. Verð 6,9 millj. Vesturberg. 3ja herb. íb. á 1. hæð 74 fm. Góð lán áhv. Verð 6 millj. Kríuhólar. 3ja herb. góð íb. á 3. "hæð, 105 fm. Góðar svalir. Laus. 4ra herb. 09 stærri Blöndubakki. 4ra herb. íb. á 3. hæð 116 fm auk herb. í kj. Glæsil. útsýni. Góð sameign. Fellsmúli. 4ra herb. íb. ca 100 fm. Parket. Falleg sameign. Góð lán áhv. Fífusel. 4ra herb. íb. á 2. hæð 97 fm. Stórar svalir. Stæði í bflskýli 28 fm. Verð 7,5 millj. Boðagrandi. 4ra herb. fal- leg íb. 92 fm auk bflskýlis. Lyfta. Húsvörður. Gervihnsjónvarp. Fráb. útsýni. Gufubað í sameign. Áhv. húsbréf 4,7 millj. Sörlaskjól. 4ra herb. góð íb. á 1. hæö 103 fm auk 30 fm bílsk. Fallegur garður. Suðursvalir. Verð 9 millj. Hraunbær. 5 herb. falleg endaíb. á 3. hæð 138 fm. Góð lán áhv. Áhv. húsbr. 3,9 millj. Góð sameign. Frostafold. 6 herb. íb. á 3. hæð, 138 fm í lyftuhúsi. Tvenn- ar svalir. Bílskýli. Góð lán áhv. Verð 11,5 millj. Makask. mögul. á sérbýli í sama hverfi. Ljósheimar. Góð 115 fm endaíb. á efstu hæð. Stór stofa. Sér forstherb. með snyrtingu. 35 fm þaksvalir. Glæsilegt útsýni. Verð 7,7 millj. Selvogsgrunn. Sórhæðá 1. hæð 110 fm auk bílsk. Suð- ursv. Sórinng. Góð lán. Krummahólar. 6-7 herb. falleg íb. 165 fm auk bflskýlis. Stór- ar svalir. Glæsil. útsýni yfir borg- ina. Góð lán áhv. Laugarásvegur. Glæsil. efri sérh. 126 fm auk 35 fm bílsk. Vinkilsvalir. Góð lán áhv. Fallegt útsýni. Kleppsvegur. 4ra herb. íb. á 1. hæð 94 fm. Góðar suð- ursv. Verð 7,8 millj. Efstasund. Efri hæð og ris 165 fm auk 45 fm bflsk. Góðar svalir. Góð lán áhv. Otrateigur. Endaraðhús 168 fm meö 25 fm bflsk. Mögul. á sóríb. í kj. með sérinng. Nýtt gler og gluggar. Suðurgarður. Mögul. makask. á minni eign. Nökkvavogur. Falleg 127 fm íb. á tveimur hæðum í tvíb. Suður- og vestursv. Falleg lóð. Bflskúrsplata. Eign í góðu ástandi. Stuðlasel. Glæsil. einbhús á einni hæð, 195 fm m. innb. bílsk. Falleg- ar innr. Fallega ræktaður garður. Makaskipti mögul. á sérh. Kvistaland. Fallegt einbhús á einni hæð auk kj. 385 fm. Rúmg. bílsk. Garður í suður. FÉLAG llFASTEIGNASALA Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.