Morgunblaðið - 25.09.1993, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
Umsækjandi um stöðu forsljóra Trygg-
ingastofnunar kvartar til umboðsmanns
Telur ráðningu í
andstöðu við lög
FORMLEG kvörtun Guðmundar Vésteinssonar, eins umsækjenda
um stöðu forstjóra Tryggingastofunar ríkisins, vegna málsmeð-
ferðar við ráðningu í stöðuna, barst umboðsmanni Alþingis í
gær. Guðmundur telur málsmeðferð tryggingaráðs og raunar
málsmeðferðina alla ekki aðeins í andstöðu við lög heldur einnig
í andstöðu við viðtekna venju og góða stjórnsýsluhætti. Hann
óskar eftir að afgreiðslu erindisins verði hraðað eins og kostur
se.
Guðmundur segist hafa bent
Guðmundi Árna Stefánssyni, heil-'
brigðisráðherra, á að ekki ætti að
ráða í stöðuna að fenginni umsögn
tryggingaráðs eins og hefði verið
gert heldur að tillögu ráðsins eins
og lög um almannatryggingar
kvæðu á um. „Ég skrifaði bréf til
ráðherra og benti á að málið þyrfti
nýja meðferð í tryggingaráði til
þess að ekki kæmi til vefengingar
á skipun í stöðuna. Þegar ég sendi
bréfið lá ekkert fyrir hvað yrði
gert en síðar sama morgun var
skipað í starfið," sagði Guðmund-
ur.
Hann segir að ráðið hafí skipt
þeim sem sótt hafi um starfið í
Frumvarp um hert skilyrði fyrir áfrýjun og níunda dómarann til Hæstaréttar
Biðtími einkamála stytt-
ist úr 2 '/■’ ári í 6 mánuði
hæfa og óhæfa umsækjendur.
„Meirihlutinn segir að notast megi
við 5 umsækjendur. Hinir ná ekki
þeirri einkunn. Þannig að það fer
ekkert á milli mála hvað um er að
ræða með það. En ég held að það
liggi fyrir, og ég hef heimildir fyr-
ir því, að þessi meðhöndlun eigi
sér ekkert fordæmi hjá trygginga-
ráði sem þarf að gera tillögur,
ekki aðeins þegar ráðinn er for-
stjóri, heldur í allnokkrar stöður
innan stofnunarinnar sem ráðherra
veitir,“ sagði Guðmundur.
Ráðningin til
annarrar meðferðar
í texta kvörtunarinnar segir að
teljist umfjöllun, meðferð og af-
greiðsla tryggingaráðs ólögmæt
og/eða röng að einhveiju leyti ósk-
ist gefið álit um hvort ákvörðun
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, sem byggi á slíkri af-
greiðslu tryggingaráðs, teljist lög-
mæt stjórnvaldsákvörðun og hvort
tryggingaráði sé við þess háttar
aðstæður skylt að taka umsóknir
um stöðuna til réttrar meðferðar
og afgreiðslu á ný. Guðmundur
Vésteinsson er deildarstjóri við
umboð sjúkratrygginga á Akra-
nesi.
Helmut
Schmidt
til íslands
Helmut Schmidt,
fyrrum kanslari
Vestur-Þýskalands,
kom til landsins í
gærkvöldi. Hann
kemur á vegum
Samtaka um vest-
ræna samvinnu
(SVS), Varðbergs
og Germaníu og tók
Jón Hákon Magnús-
son, formaður SVS,
á móti honum. Þetta
er í annað sinn sem
Schmidt kemur
hingað til lands.
Hann stýrir nú út-
gáfu vikuritsins Die
Zeit en ferðast auk
þess mikið vegna
fyrirlestrahalds.
Schmidt mun ræða
um efnahags- og
stjórnmálaástand
Evrópu á hádegis-
verðarfundi Sam-
taka um vestræna
samvinnu í Súlnasal
Hótels Sögu í dag
kl. 12.
Morgunblaðið/Þorkell
ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra kynnti í gær í ríkis-
stjórn lagafrumvarp sem lagt verður fyrir Alþingi í haust þar
sem gert er ráð fyrir því að skilyrði fyrir áfrýjun héraðsdóma
bæði um einkamál og sakamál til Hæstaréttar verði hert, auk
annarra ákvæða sem ætlað er að hraða málsmeðferð fyrir
Hæstarétti þar sem 275 einkamál bíða nú dóms og biðtími frá
áfrýjun einkamáls að dómi er um 2'/z ár. Með frumvarpinu er
stefnt að því, að sögn Ara Edwalds, aðstoðarmanns dómsmála-
ráðherra, að biðtíminn verði orðinn 6 mánuðir innan þriggja
ára. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er einnig í frum-
varpinu ákvæði sem gerir kleift að fjölga dómurum Hæstarétt-
ar um einn, þannig að þeir verði níu.
Samkvæmt núgildandi lögum
verður kröfufjárhæð í einkamáli
þar sem um fjárhagslega hags-
muni er að ræða að vera a.m.k.
150 þúsund krónur til þess að dómi
héraðsdóms fáist áfrýjað án sér-
staks leyfis en að sögn Ara Edw-
alds gerir frumvarpið ráð fyrir að
þau mörk verði hækkuð nokkuð.
Ekki fékkst upplýst hver er lág-
marks kröfufjárhæð samkvæmt
frumvarpinu.
Ari sagði að takmörk þau sem
sett yrðu um áfrýjun refsimála
tækju að talið væri til um 15%
héraðsdóma í opinberum málum
en ekki voru tiltækar upplýsingar
um við hve þunga dóma miðað
væri í frumvarpinu. Til þessa hafa
ekki verið takmörk af þessu tagi
fyrir áfrýjun refsidóma.
Ari Edwald sagði að jafnframt
væri í frumvarpinu gert ráð fyrir
því að mál sem sækja þyrfti um
leyfí til áfrýjunar á fengju mjög
vandaða málsmeðferð og fengi
Hæstiréttur sjálfur veruleg áhrif á
það ferli.
Fjöldi mála sem bárust Hæsta-
rétti óx úr 259 árið 1985 í 433
árið 1992. Á tímabilinu fjölgaði
einkamálum úr 132 í 240, opinber-
um málum, refsimálum, fjölgaði
úr 73 í 81, kærum vegna meðferð-
ar einkamála úr 23 í 75 og kærum
vegna meðferðar opinberra mála
úr 30 í 37. í dag bíða að sögn Ara
Edwald 275 einkamál flutnings
fyrir Hæstarétti og er biðtími frá
því að einkamál er tilbúið til flutn-
ings fyrir Hæstarétti þar til dómur
gengur um 2‘/z ár að meðaltali.
Fleiri dómarar
Opinber mál og kærur hafa hins
vegar verið dæmdar jafnóðum og
þau berast. Ari sagði að til að tak-
ast megi að stytta biðtíma einka-
mála hefði verið nauðsynlegt að
beita sér fyrir hertum skilyrðum
til afrýjunar en markmiðið væri
að innan 2-3 ára tækist að vinna
úr þeim málum sem biðu flutnings
þannig að ekki liði þá lengri tími
en 6 mánuðir frá áfrýjun til dóms.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er einnig að fínna í
frumvarpinu ákvæði um fjölgun
dómara við Hæstarétt úr 8 í 9, í
því skyni að greiða fyrir skipulags-
breytingum í Hæstarétti og auka
skilvirkni.
Morgunblaðið/Sverrir
Alþjóðlegt rannsóknarskip í höfn
ALÞJÓÐLEGA rannsóknarskipið Joides Resolution lagðist að bryggju
í Sundahöfn í gær. Skipið kemur að sögn dr. Gunnars Ólafssonar,
steingervingafræðing^, úr 2 mánaða borleiðangri um Norður-Atlants-
haf og var í leiðangrinum lögð áhersla á fornhaffræði, fornveðurfræði
og breytingu sjávarstrauma. Skipt verður um áhöfn skipsins hér á
landi en gert er ráð fyrir að halda úr höfn til Austur-Grænlands á
mánudag. Sá leiðangur tekur líka 2 mánuði og verður áhersla lögð á
að kanna fast berg í hafsbotni.
/ dag
Fjármál
Eyðslu- og skuldafíklar koma sam-
an 4
Kjaramál
Tillaga um að segja upp samning-
um hefur komið fram á þingi AI-
þýðusambands Norðuriands 17
Spilling
Imelda Marcos, fyrrum forsetafrú
á Filippseyjum, hefur verið dæmd
í 18 ára fangelsi hið minnsta fyrir
spillingu 19
Leiðari
Fjármál stjómmálaflokka 20
Lesbók
► Myndir Skagamálara frá síð-
ustu öld í Norræna húsinu -
bandaríska ljóðskáldið John
Berryman - Goðgá, af kviðlingi
Hjalta Skeggjasonar
Menning/listir
► Eklinborgarhátíð - Brynhild-
ur Þorgeirsdóttir - Jónas Bragi
Jónasson - Finnsk (jóðskáld -
Sigurður frá Arnarholti - Þrett-
ánda krossferðin - Osmo
Gk)ði selur ófrosið
kjöt til Danmerkur
GOÐI hf. hefur náð samningum um sölu á nýju lambakjöti í heilum
skrokkum til Danmerkur og fór fyrsti kjötfarmurinn, alls 2 tonn, með
flugi sl. miðvikudag til sölu í Irma-verslunarkeðjunni á Sjálandi og í
Kaupmannahöfn. Var kjötið komið til sölu í verslunum i gær.
Að sögn Jóhanns B. Steinssonar,
aðstoðarframkvæmdastjóra hjá
Goða, fæst hærra verð fyrir lamba-
kjötið þegar það er selt ófrosið með
þessum hætti og sagðist hann gera
ráð fyrir að sendir yrðu út tveggja
tonna farmar í hverri viku á meðan
á sláturtíðinni stæði.
Skilaverð 240 kr. á kílóið
Kjötið kemur frá sláturhúsinu á
Hvammstanga, sem er annað tveggja
sláturhúsa á landinu sem hefur feng-
ið viðurkenningu Evrópubandalags-
ins. Sagði Jóhann að skilaverð til
sláturleyfíshafa væri 240 kr. fyrir
kílóið.
Sagði hann að Goði hefði einnig
þreifað fyrir sér um sambærilega
sölu á kældu lambakjöti í heilum
skrokkum til Lúxemborgar og
Frakklands. Góðir möguleikar væru
á sölu á fersku lambakjöti með flugi
í verslanir í nágrannalöndunum því
þjónustan hefði batnað og áætlun-
arferðir væru tíðari en áður.