Morgunblaðið - 25.09.1993, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
9
25% afsiáttur
afbaðinnréttingum til mánaðamóta
Mávainnréttingar,
Kænuvogi 42, sími 688727. ( |jjjj :
Sérsmíðum eidhús-, bað- og fataskápa.
Opið til kl. 18 í dag.
TIL SÖLU
Toyota 4Runner árg.
'90. Upphækkaður 4“,
36“ dekk, Weld álfelgur,
ARB loftlæsing að aftan,
5:71 drif, 90 I. auka
bensíntankur, Koni
demparar og ýmislegt fl.
Er á 4x4 sýningu í Laug-
ardaishöll um helgina.
Uppl. í síma 671339.
Myndbandið Beauty and the Beast nýkomið ásamt
öðrum hágæða barna- og fjölskyldumyndum
á hagstæðu verði hjá 2001... Úrvalsefni til eignar um
aldur og æfi á sama verði og ein hefðbundin „þrjúbíó-
ferð“ fyrirfjölskylduna.
Opið laugardag og sunnudag frá kl. 10 til kl. 16.
Verslun, Pöntunarþjónusta og Myndbandavinnsla 2001,
Hverfisgata 61B, sími 612220, fax 626003.
Nómskeið
um stofnun og rekstur fyrirtækja haldið ó vegum
Heimdallar, félngs ungro sjólfstæðismonna i Reykjavík
Nómskeiðstími: 3 kvöld, tími í senn.
Dagar: 27. sept. - 29. sept 1993.
Staðsetning: Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Skráning í síma 626107 um helgina, s. 682900 á mánudag.
Efni námskeiðsins:
1. kvöld. 27. sept. kl. 21.31-23.11.
Lög um stofnun fyrirtækja, eyðublöð, leyfi o.þ.h.
Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur Verslunarráðs.
Opinberar skyldur atvinnurekenda.
Lára V. Júlíusdóttir, ASÍ, Guðni Aðalsteinsson, VSÍ.
2. kvild. 28. sept., kl. 21.31-23.88.
Markhópar, fyrirfram rekstraráætlanir, áhættuþættir o.þ.h.
Bjarni Armannsson, forstöðum. fjárvörslu- og markaðssviðs, Kaupþing hf.
Skýrt skipulag fyrirtækis og verkaskipting starfsmanna.
Rúnar Már Sverrisson, frkvstj., Gagnaeyðing hf.
3. kvild. 29. sept. kl. 29.38-23.88.
Endurskoðun. Hjalti Schiöth, lögg. endursk., Endurskoðendamiðstöðin
Coopers og Lybrand.
Markaðsráðgjöf. Þórarinn Stefánsson, ráðgjafi, AUK hf.
Hvaða fjármagn er í boði? Ólafur Helgi Ólafsson, ráðgjafi, Lýsing hf.
Námskeiðsgjald er 2.000,- fyrir Heimdellinga, 3.500,- fyrir aðra.
Nýkomið mikið úrval af
leður hvíldarstólum
m/skammelum
Opið til 16.00 í dag.
Hvíldarstóll m/skammeli
Verð frá kr. 25.000 stgr.
HÚSGAGNAVERSLUN
REYKJAVIKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100
Ofbeldi í Bandaríkjunum
Morð á evrópskum ferðamönnum í
Bandaríkjunum hafa vakið mikla um-
ræðu, jafnt í Bandaríkjunum, sem Evr-
ópu, um ofbeldi í bandarísku samfélagi.
í leiðara í þýska blaðinu Frankfurter All-
gemeine Zeitung er þetta mál rætt.
Morðin
á Flórida
Morðin á þýskum og
breskum ferðamönnum á
Flórida hafa hrætt
marga Bandaríkjamenn.
Tíu ferðamenn, flestir
þeirra frá Evrópu, hafa
verið skotnir til bana í
„Sólarríkinu" á undan-
fömum ellefu mánuðum.
Viðbrögð stjómvalda
sýna glögglega hversu
vamarlausir Bandaríkja-
menn em orðnir gagn-
vart ofbeldisglæpum.
Það em ekki leynilög-
reglumenn í glæsilega
sniðnum jákkafötum, líkt
og við þekkjum úr sjón-
varpsþáttunum „Miami
Vice“, sem halda uppi
lögum og reglu á Flórída.
Þvert á móti þurfa fá-
mennar og illa launaöar
lögreglusveitir að takast
á við samviskulausar og
æ árásargjamari klíkur.
Lawton Chiles ríkisstjóri
fordæmdi þessi „til-
gangslausu" morð á fólki
í fríi rétt eins og sum
morð þjónuðu einhveij-
um tilgangi. Hann til-
kynnti einnig um aðgerð-
ir til að vemda ferða-
menn: Okuleiðir verða
betur merktar, í öllum
bílaleigubílum verður að
finna upplýsingar nm
hvemig beri að haga sér
ef ráðist er á mann og
hvíldarstaða á hrað-
brautum verður betur
gætt
Ef litið er á bandaríska
glæpatölfræði em töl-
uma fyrir Flórída við
fyrstu sýn fremur sak-
lausar. í Oakland i Kali-
fomíu er morðdeUd lög-
reglunnar köUuð út að
meðaltali þrisvar í viku.
1 Washington og New
York er framið að meðal-
tali eitt morð á dag. Þrátt
fyrir það em ofbeldis-
glæpir, samkvæmt tölum
Alríkislögreglunnar,
FBI, hvergi jafn algengir
og á Flórida.
Flestir ofbeldisglæpir í
bandarískum borgum
vekja litla athygli. Dag-
blöð, útvarp og sjónvarp
greina einungis frá allra
hróttalegustu níðings-
verkunum eða þá þeim
sem böm hafa framið. Sá,
sem fylgist með þessu,
fær það á tilfinninguna
að það sé hluti af hinu
daglega lífi í Bandaríkj-
tmum, að einhver sé skot-
inn til bana. Morðin á
Flórida hafa hins vegar
vakið mikla athygU.
Skýringin á því er ann-
ars vegar einlæg samúð
með fómarlömbunum
sem höfðu ekkert annað
tíl saka unnið en að vilja
eiga ánægjulegt fri á
Flórída. Hins vegar óttast
menn að morðin kunni
að hafa slæm áhrif á
ferðamannaiðnaðinn,
mikUvægustu _ atvinnu-
grein Flórída. Á síðasta
ári komu um 42 miiyónir
ferðamanna til ríkisins,
sjötti hver þeirra var frá
útlöndum, fyrst og fremst
Bretlandi og Þýskalandi."
Glötuð kynslóð
Blaðið segir umræðuna
hafa orðið til þess að í
fyrsta skipti séu stjóm-
málamenn á ríkisþingi
Flórida reiðubúnir að
ræða einhveijar hömlur á
byssukaupum. Það, að
nánast hver sem er geti
orðið sér úti um skotvopn
á löglegan hátt, sé þó ein-
ungis hluti vandans. Mun
mikilvægari ástæða sé að
fjölmargir Bandarikja-
menn setji það ekki fyrir
sig að skjóta aðra mann-
eskju. Þetta hafi ekkert
með þann „grundvallar-
rétt“ að mega eiga byssu
að gera heldur eigi fyrst
og fremst rætur í þvi von-
leysi, sem þjái fjölmarga
bandariska unglinga.
„Það er varla hægt að
vænta þess af þeim, sem
ekki hafa alist upp i faðmi
fjölskyldu, sem ekki hafa
lært neitt annað að ráði
í skóla en að neyta eitur-
lyfja og sem að loknu
námi eygja hvorki mögu-
leika á framhaldsnámi né
starfí, að þeir beri mikla
virðingu fyrir sjálfum
sér. Þetta er eimnitt raun-
in varðandi fjölmarga fá-
tæka unglinga í Banda-
ríkjunum.
Heil kynslóð, aðallega
blökkumanna og
spænskumælandi, er að
alast upp i þeirri trú að
hún sé einskis virði. Það
er ein ástæðan þess
hversu oft eiturlyfjaklík-
umar í stórborgum
Bandaríkjanna gripa til
skotvopna. Grundvallar-
viðhorfið er: Fyrst að
mitt líf er einskis virði er
þitt það ekki heldur.
Við þetta bætist að
þessir unglingar hafa ein-
ungis lært að setja niður
deilur og ágreining á einn
hátt, nefnilega með
vopnavaldi."
Hvar er hættu-
legt að vera?
Leiðaraliöfundur FAZ
segir fiesta venjulega
Biindaríkjamenn gera sér
grein fyrir þessu og gera
viðeigandi ráðstafanir, til
dæmis með því að halda
sig í ömggri fjarlægð frá
ákveðnum hverfum.
Hvemig eigi aftur á móti
ferðamenn, sem koma frá
hinni tiltölulega öraggu
Evrópu, að átta sig á því
hvar sé hættulegt að vera
og hvar sé ekki hættulegt
að vera í Bandaríkjunum?
„Auðvitað em það ein-
ungis allra bamalegustu
ferðamennirnir sem gera
ráð fyrir þvi að ekkert
geti komið fyrir þá í frí-
inu. Rán og þjófnaður em
alls ekki óþekkt fyrirbæri
á fjölmörguin evrópskum
ferðamannastöðum. Þar
getur maður hins vegar
gert ráð fyrir, án þess að
teljast bamalegur, að
sleppa með gióðarauga
en að minnsta kosti lif-
andi. Á sumum stöðum í
Bandaríkjunum, þar á
meðal nokkrum hverfum
Miami, verður maður hins
vegar að reikna með að
stara inn í hlaðið byssu-
hlaup í höndum einhvers,
sem hikar ekki við að
taka í gikkinn."
T K O
ÍSLAND h.f.
visa
Sölustaðir:
VISA ISLAND
SÉRTILBOÐ NUNA:
FULL0R5«I«l'
KYNNA
O 1993 HARLEM GLOBETROTTERS
GEGN
WASHINGTON GENERALS
LAUGARDALSHOLLIN
14. OKT. 1993 KL. 20:30
ÍÞRÓTTAHÖLLIN AKUREYRI
13. OKT. 1993 KL. 20:30
ÍÞRÓTTAHÚSIÐ KAPLAKRIKA
12. OKT. 1993 KL. 20:30
STEINAR MYNDBANDALEIGA HAFNARFIRÐI
STEINAR AUSTURSTRÆTI
SKÍFAN KRINGLUNNI
SPORTHÚSIÐ AKUREYRI
UPPL. OG SALA MEÐ KREDITKORTUM: I SIMA 99 66 33