Morgunblaðið - 25.09.1993, Page 10

Morgunblaðið - 25.09.1993, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Til sölu Hef til sölu tveggja herbergja íbúð með stæði í bíla- húsi við Hverafold, til afhendingar í janúar. íbúðin er á jarðhæð. Upplýsingar í símum 35070 og 671867. Til sölu Hef til söiu nýja fullgerða þriggja herbergja íbúð á 1. hæð við Hrísrima í Grafarvogi. Til afhendingar strax. Upplýsingar í símum 35070 og 671867. Einb./tvíb. - hagstætt verð Af sérstökum ástæðum vorum við að fá í sölu ca 300 fm vel staðsett hús á hornlóð. Mikið útsýni. Arinn í stofu. Parket. Séríb. á neðri hæð. Stór suðurverönd. Eignaskipti koma til greina, svo og að lána hluta sölu- verðs til lengri tíma. Verð 15,9 millj. ef samið er f Ijótlega. Lyngvík - fasteignamiðlun, Síðumúla 33 - símar 679490 og 679499, Simati'mi i' dag, laugardag, frá kl. 13.00-15.00. HVALEYRARHOLT einstök húseign Vorum að fó í sölu nýtt fullbúið einbýlishús á tveimur hæðum, samtals 283 fm. Húsið er teiknað af Guðmundi Kr. Guðmunds- syni og hannað að innan af Finni Fróðasyni. Einstaklega vandað- ar innréttingar. Glæsilegt útsýni yfir golfvöllinn og Hafnarfjörð. Húsið skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhhús, 3 svefnher- bergi, sjónvarpsherbergi, þvottahús o.fl. Fullkomin séribúð á neðri hæð. Innbyggður bílskúr. Arinn í stofu. Strandgötu 33 SÍMI 652790 011 Q7fl ims Þ’ VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJORI . L I IvVklO/U KRISTINN SIGURJONSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu - eignir sem vekja athygli: í gamla, góða vesturbænum skammt frá Landakoti endurn. parhús m. 5-6 herb. íb. á tveimur hæðum. Eins herb. séríb. í kj. m.m. Glæsil. blóma- og trjágarður. Skipti æskíl. á 4ra herb. íb. á 1. eða 2. hæð m. bílskúr. Parhús - bílskúr - glæsileg lóð Parhús v. Hringbraut m. 3ja herb. íb. á 1. og 2. hæð. 2 herb., snyrting o.fl. í kj. Sólskáli. Góður bílsk. m. sér bílastæði. Glæsil. trjágarður. Skammt frá Hagaskóla Góð, endurn. 3ja herb. íb. á 1. hæð 83,5 fm. Sameign nýendurbætt. Húsbr. kr. 2,0 millj. Vinsæll staður. Hraunbær - rúmgóð íbúð - gott lán Góð 2ja herb. íb. á 1. hæð. Harðviður, nýl. gólfefni. Nýendurbætt sameign. 40 ára húsnlán kr. 3,1 millj. Suðuríbúð bílskúr - langtlán Sólrik 2ja herb. íb. á 2. hæð v. Stelkshóla. Stórar suðursv. Góður bílsk. Langtlán kr. 2,4 millj. Gott verð. Fyrir smið eða laghentan vel skipul. 3ja herb. íb. á 4. hæð v. Kaplaskjólsveg. Sólsvalir. Sameign í endurn. Risið yfir íb. fylgir. Langtlán kr. 4,6 millj. Gott verð. Hveragerði - Rvík - eignaskipti mögul. Gott timburh. v. Borgarheiði. 4 góð svefnherb. Bílsk. m. geymslu um 30 fm. Skipti á lítilli íb. á höfuðbsvæðinu mögul. • • • Opið í dag kl. 10.00-15.00. Fjársterkir kaupendur. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEI6HASAUH Metsölublaó á hverjum degi! Vetrarstarf Félags eldri borgara er að hefjast VETRARSTARFIÐ hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík er um þess- ar mundir að fara í fullan gang eftir hlé í sumar. Félagið er með starfsemi í Risinu á Hverfisgötu 105. Þar er aðstaða til hverskonar félagsstarfs mjög góð í tveimur sölum. í stórum dráttum verður starf- semin með líku sniði og undanfarna vetur. Mest er um dans og spil og ýmis námskeið. Einnig eru göngu- ferðir, leikstarfsemi og kóræfingar á dagskránni. í meginatriðum verður vikudag- skráin svofelld: Hinn 23. október verður vetri konungi heilsað með samkomu í Risinu kl. 20.00. Fyrst verður um klukkutíma dagskrá með fjöl- breyttu efni og síðan dansað til miðnættis. Mánudaginn 8. nóvember verður almennur félagsfundur í Risinu kl. 17.00 þar sem málefni félagsins verða rædd vítt og breitt. Föstudaginn 17. desember kl. 17.00 verður jólavaka í Risinu með fjölbreyttri dagskrá. Starfsemin í húsnæði félagsins á Hverfisgötu 105 verður að öðru leyti í stórum dráttum sem hér seg- ir: Mánudagur: kl. 13.00-17.00. Opið hús í austursal. Tafl, brids og lomber. Þriðjudagur: kl. 17.00-18.30. Sturlunguhópur í austursal. Kl. 20.00-22.30 Þriðjudagshópur- inn dansar í vestursal. Miðvikudagur: kl. 17.00-19.00. Söngfélag FEB í austursal. Fimmtudagur: kl. 13.00-17.00. Brids í austursal. Kl. 15.00- 19.00 Snúður og Snælda með tvö námskeið í framsögn í vest- ursal, 10 vikur. Kl. 20.00-23.30 dansað í vestursal. Föstudagur: kl. 14.00-17.00 félgs- vist í austursal. Laugardagur: kl. 10.00-12.00 Göngu-Hrólfur hefur austursal. Kl. 13.00-14.30 danskennsla fyrir bytje’ndur í vestursal. Kl. 14.30-16.00 Danskennsla fyrir lengra komna í vestursal. Sunnudagur: kl. 13.00-17.00 brids í austursal. Kl. 14.00-17.00 fé- lagsvist í vestursal. Kl. 20.00- 23.30 dans í Goðheimum, Sig- túni 3. Lögfræðiþjónusta Félag eldri borgara býður sem fyrr upp á lögfræðilegar leiðbein- ingar fyrir félagsmenn. Pétur Þor- steinsson fyrrv. sýslumaður er til viðtals á þriðjudögum kl. 13.00- 16.00, panta þarf tíma. Söngvaka í undirbúningi er að halda söng- vöku tvisvarí mánuði. Dagskrá hennar verður eins og nafnið gefur til kynna að lang mestu leyti söng- ur og er þá átt við að gestir syngi saman ásamt undirleik. Sungin verða létt alþýðulög. Einnig verður kvæði kvöldsins og stutt erindi, fróðleikur eða gamanmál. Ráðgert er að fyrsta söngvakan verði mánu- daginn 4. október kl. 20.300 til 22.30. Silfurlínan, sjálfboða- og viðvikaþjónusta FEB 28. og 29. september nk. kl. 17.00 báða dagana verður nám- skeið á vegum FEB um málefni Silfurlínunnar. Á dagskrá verður m.a. kynning á þjónustu Silfurlínunnar, hlutverk sjálfboðaliða, hlutverk þeirra sem starfa að viðvikaþjónustu, heima- aðhlynning, símaþjónusta. Aðgang- ur að námskeiðinu er ókeypis. Þeir sem hafa áhuga láti skrá sig hjá skrifstofu FEB fyrir 25. september nk. sími 28812. Sturlunga Ef áhugi verður nægur er ætlun- in að stofna leshóp um Sturlungu. Sagan verður lesin og skýrð. Aðal leiðbeinandi verður Magnús Jóns- son. Gert er ráð fyrir að gestir komi í heimsókn af og til og ræði um einstaka atburði. Þessar samkomur verða í austursalnum í Risinu á þriðjudögum kl. 17-18.30. Gert er ráð fyrir að lestur sög- unnar ásamt spjalli og umræðum taki alla þriðjudaga til jóla. Þátttökufjölda verður að tak- marka við 50 manns. Gert er ráð fyrir að byija þriðjudaginn 5. októ- ber. Umsjóriarmaður Gísli Jónsson 711. þáttur Jón Hilmar Magnússon á Akureyri er einn af vökumönn- um íslenskrar tungu, enda í besta lagi málhagur sjálfur. Hann hefur gefíð mér syrpu með ýmiss konar dæmum um málfar, svo að það megi betur fara, og leyft mér að ausa af þessari lind. Ég er honum mjög þakklátur og mun nota mér þetta leyfí án þess að geta hans hveiju sinni sem ég nýti mér syrpu hans. Ég hef nú þær nytjar með eftir- farandi tíningi: 1) Klukkuna vantar þriðj- ung í sjö. Hvernig líst ykkur á þetta tal? Ég hef þetta eftir henni ömmu minni og þykir það stórum betra en það sem kom upp úr syrpu J.H.M., „klukkan er orðin 20 mínútur í sjö“. Hið síðara þykir mér ekki gott frem- ur en Jóni. 2) Mjög margir menn komu hingað. Þetta þykir mér betra en: „Það er fullt af einstakling- um sem koma hér.“ Síðari máls- greinin er frá upphafi til enda ótrúlega álappaleg og ekki furða, þótt málvöndum mönnum ofbjóði. 3) „Þetta verður ekki hækkað upp á við,“ sagði maðurinn. En kannski niður á við? Umsjónar- mann minnir að einu sinni væri reyndar á hinn bóginn talað um „gengissig í einu stökki“ af því að gengisfelling var þá bann- orð. 4) ísland heitir ís-land með löngu í-i og einu s-i, af því að menn sáu fjörð fullan af ís(i). Nú segja ýmsir, og jafnvel þeir sem síst skyldi, „íssland", en það breytist fljótt af eðlilegum lög- málum tungunnar í „Issland“ = Iss! Land! 5) Ég óska ykkur gleðilegrar helgar, gæti ég sagt í laugar- dagspistli, ef ég vildi vera hátíð- legur. En mér væri um megn að segja: „Ég býð ykkur gleði- legrar helgi.“ Orðið helgi í merkingunni helgidagar beygist eins og heiði (kvk.), en helgi = heilagleiki beygist eins og elli. Og bjóða stýrir ekki ef. ★ Jóhannes Björnsson gerir að réttu lagi ráð fyrir að mér og ýmsum öðrum líði ekki vel, ef við heyrum eða sjáum illa með móðurmálið farið í fjölmiðlum. En líkt og Jóhannes vil ég vera sanngjarn og „oft geta góðs“, eins og okkur er kennt í Háva- málum. Kannski hættir mér til þess að sjá ekki skóginn fyrir tijánum. Kannski ætti ég að muna betur og minnast oftar á alla þá fjölmiðlamenn sem mál- hagir eru eða vandvirkir, en elt- ast ekki eins mikið við það sem aflaga fer. Slíkt mun heita nöld- ur. Þá vil ég taka það skýrt fram, að ég tel margt gott hafa leitt af starfi málfarsráðunauta ríkis- útvarpsins og ég heyri þess dæmi oft um þessar mundir, sbr. orð eins og hentifáni og að mestu er hætt að tala um „fyrrum" lýðveldi Júgóslavíu eða Ráðstjómarríkjanna. Verulega fínnst mér hafa dregið af því fyrirbæri sem ég hef látið ganga undir nafninu Fróðárselur hér í pistlunum. Það er stagl af sér- stöku tagi. Dæmi: „Sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis" eða verra og tilbúið dæmi: *kartöfluskortur á kart- öflum. Þess_ get ég, að ég heyrði Kristin R. Ólafsson, sem líklega á heiðurinn af orðinu leiktíð (sjá hér á eftir) segja frá mönn- um sem gerst höfðu sekir um „skot undan skatti“. Þama hygg ég að Fróðárselur hefði glapið margan, svo að talað hefði verið um *undanskot undan skatti. En því fékk þetta fyrirbæri á sínum tíma nafnið Fróðárselur, að mér fannst fyrir nokkrum árum að þetta, eins og selurinn á Fróðá, hæfíst því meira upp sem það var rækilegar barið nið- ur (eða reynt að gera það). Um gömlu konurnar, sem kenndu okkur málið, hef ég áður skrifað af þakklæti og virðingu. Ég vitna þá líka til orða bréfrit- ara, Jóhannesar Björnssonar, og frægra kafla úr lesmáli Halldórs Laxness, þar sem hann segir beint og óbeint frá ömmu sinni, Guðnýju Klængsdóttur. Mér rennur eins og Jóhannesi stundum til rifja orðafæð, eða málfátækt, manna. Mikið hefur verið stagast á sömu orðunum, eins og vertíð um alla skapaða hluti. En nú er hér orðin nokkur breyting með tilkomu orðsins Ieiktíð. Jóhannes tók aftur dæmi um að urða alla skapaða hluti, þótt engin urð sé nálægt. Þá erum við sammála um snilld fornbókmennta okkar og þar með þá niðurstöðu að góðar bókmenntir séu lífakkeri málsins og málið (og stuðlanna þrískipta grein) lífakkeri þjóðemisins. Lestur góðra bóka og viðræð- ur ungra og aldinna munu eiga sinn ríka þátt í að bjarga tung- unni, og er þá ekki lítið gert úr skipulegri kennslu og skólahaldi. ★ Sigvarður sagan kvað: Er ekki lífið leikir? Leikum vér þar ekki keikir? Eða skulum vér í þeim vanda, að viti ei öglis landa eik hví vér erum bleikir? Auk þess legg ég til að notað verði, sem var, orðið lýðveldis- stofnun, en ekki „lýðveldis- taka“, sbr. t.d. tanntaka. P.s. Býr ekki hugarleti á bak við orðalepp svo sem að „knatt- spyrna í Hafnarfirði sé komin til að vera“? Þetta á að vera um tímabundna velgengni FH í téðri grein.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.