Morgunblaðið - 25.09.1993, Side 18

Morgunblaðið - 25.09.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Harðlínumenn grípa til vopna í Moskvu í fyrrakvöld Tíu handteknir eftir misheppnaða aðgerð Moskvu. Reuter. LÖGREGLA handtók herskáan foringja og níu menn til viðbót- ar í gær í kjölfar árásar vopnaðra harðlínumanna á tveimur stöðum í Moskvu í fyrradag. Lögreglumaður og óbreyttur borgari létust í þessum aðgerðum harðlínumanna en af hálfu embættis Borís Jeltsíns forseta voru andstæðingar forsetans á þingi sagðir bera ábyrgð á árásunum. Átta menn í herklæðum réðust á höfuðstöðvar herstjórnar Sam- veldis sjálfstæðra ríkja við Len- íngradskíj Prospekt í Moskvu klukkan níu að staðartíma í fyrra- kvöld. Voru þeir vopnaðir sjálfvirk- um vopnum. Er þeir óku upp að framhlið hússins gengu tveir lög- reglumenn í átt að bifreiðinni til að kanna hveijir þar voru'á ferð- inni. Skutu mennirnir á lögreglu- mennina og beið annar strax bana en hinn særðist. Ruddust harðlínu- mennirnir síðan inn í bygginguna og neyddu tvo hermenn til að leggja niður vopn en flýðu inn í nærliggjandi verksmiðjuhús þegar viðvörunarbjöllur fóru í gang í byggingunni og útlit fyrir að þeim yrði veitt meiri mótspyma. Um- kringdi lögregla verksmiðjuna og handtók mennina sem eru félagar í svonefndu Foringjasambandi, samtökum fyrrverandi foringja í sovéska hernum. Júrí Luzhkov borgarstjóri Moskvu sagði að einungis þrír árásarmannanna væru frá Moskvu. Hann sagði að þeir hefðu sagt við yfirheyrslur að Foringja- sambandið hefði gefið fyrirmæli um árásina. í gær var foringi þess, Staníslav Terekhov, handtekinn. Ekki kom fram hvort hann hefði sjálfur tekið þátt í aðgerðunum. Terekhov hefur margsinnis lýst því opinberlega yfir að reyndi Jelts- ín að leysa upp þingið myndi For- ingjasambandið reyna að koma honum á kné með „öllum tiltækum ráðum.“ Háttsettur embættismaður í Vilja fá að lifa hóflegn nautnalífi Brussel. Reuter. STARFSMENN heilbrigðis- stétta sem reyna hafa vit fyrir fólki og vilja stjórna því hvort fólk reykir, neytir áfengis eða drekkur kaffi eru að reyna að eyðileggja lystisemdir lífsins, að því er segir í yfirlýsingu sam- taka vísindamanna sem hafa það fyrir stafni að kanna gleðigjafa fólks. í yfirlýsingu frá ráðstefnu samtakanna segir að sam- kvæmt könnun í fímm Evrópu- ríkjum hafí komið í ljós þegar fólk var spurt hvaða efna það neytti til þess að slaka á hafí kaffí, te, áfengi, sígarettur og súkkulaði oftast verið nefnt. „Við erum þeirrar skoðunar að það sé réttur hvers og eins að njóta þeirra lystisemda sem hann sjálfur kýs og höfum þungar áhyggjur af áróðri boð- bera meinlætalífs," sagði David Warburton, prófessor í lyfja- fræði við Reading-háskóla í Englandi. „Það ætti að leyfa fólki að lifa hófsömu nautna- lífí,“ sagði hann. Samtökin, ARISE, vísa sérstaklega til Evrópubandalagsins (EB) í samþykkt sinni og segja hvergi meiri siðvendni stundaða, stefna bandalagsins í heilbrigð- ismálum sé gegnsýrð af „púrit- anisma". rússneska varnarmálaráðuneytinu, Jevgeníj Sevastjanov, sagði í gær að skömmu eftir árásina á höfuð- stöðvar samveldisheijanna hefði verið gerð árás á stöðvar leyniþjón- ustu hersins, GRU. Varðist hann að öðru leyti fregna af atvikinu. Segjast njóta stuðnings meira en 7.000 liðsforingja Konstantín Kobets, aðstoðar- vamarmálaráðherra, sagði í sjón- varpsviðtali í gær að hersveitir hefðu fengið fyrirmæli um að beita vopnum ef aðgerðir af þessu tagi endurtækju sig. Víktor Baranníkov, sem full- trúaþingsins útnefndi vamarmála- ráðherra eftir að Jeltsín leysti það upp, hélt því fram á fundi í þinginu í gær að rúmlega 7.000 liðsforingj- ar í rússneska heraflanum væm tilbúnir að beita valdi til stuðnings þinginu. „Ég hef ásamt félögum mínum fengið rúmlega 7.000 for- ingja til liðs við okkur og þeir em við skyldustörf í Hvíta húsinu eða umhverfis það,“ sagði hann að 638 þingmönnum viðstöddum. Hins vegar sáust engin merki um þenn- an liðssafnað. Krepptur hnefi Reuter RÚSSNESK kona og andstæðingur Jeltsíns kreppir hnefann ógnandi á mótmælafundi við þinghúsið í Moskvu í gær. Hermenn hafa nú girt húsið af og Jeltsín hefur skipað innanríkisráðuneytinu að afvopna þá, sem þar em fýrir innan. Viðtal við Alexander Yladímírovítsj Rútskoj í Hvíta húsinu „Við höfum orðið okkur til skammar enn einu sinni“ Moskvu. The Daily Telegjaph. HERBERGI 3-110, úti í horni á þriðju hæð Hvíta hússins í Moskvu, er varla boðlegt sem aðsetur forseta eins mesta stór- veldis í heimi. Alexander Rútskoj og félagar hans reyna samt að bera sig karlmannlega enda lét vinur hans og bandamað- ur, Rúslan Khasbúlatov, hann fá besta herbergið, sem völ var á (fyrir utan sitt eigið, auðvitað). Á veggnum við dyrnar er skjöldur með þessari áletrun: „Alexander Vladímírovítsj Rútskoj, forseti Rússneska sambandslýðveldisins.“ Rueter „Hinn forsetinn“ RÚTSKOJ, forseti Rússlands samkvæmt samþykkt þingsins, á tali við aðra þingmenn í gær. Hann hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram gegn Jeltsín í forsetakosningum. Úti á ganginum standa nokkrir verðir á stífpressuðum buxum. „Viltu sjá forsetann,“ segir einn þeirra og ekki laust við hann skrolli á errinu. Þegar inn er kom- ið leynir sér ekki, að reynt hefur verið að gera herbergiskytrana dálítið þjóðhöfðingjalega. Rúss- neski fáninn hangir á stöng fyrir aftan borðið en við það situr Rútskoj, hokinn í herðum, við að undirrita alls konar pappíra, um- kringdur 10 eða 12 aðstoðarmönn- um. Hann virðist þó hress að sjá þrátt fyrir lítinn svefn síðustu næturnar, óaðfinnanlega klæddur og yfírskeggið vel snyrt að venju. Rútskoj byijaði á að benda á, að hann væri ekki valdasjúkur maður. „Mitt hlutverk sem forseta er að tryggja, að lýðræðislegar kosningar verði haldnar," segir hann og vill, að þær verði í febr- úar, jafnt þingkosningamar sem forsetakosningarnar. Rútskoj seg- ir, að Jeltsín hafí brotið lögin og eigi skilið að fá sína hegningu. Annar harmleikur „Sjáðu nú tjl, það er þetta mál- skraf og málamiðlunarhjal, sem er undirrótin. Það er allt þetta „hittumst og reynum að vinna saman“, sem hefur komið okkur í þetta klandur," segir Rútskoj og þrýstir á borðið með öðmm þumal- fíngrinum. „Nú sitjum við uppi með annan harmleik og höfum orðið okkur til skammar enn einu sinni. Menn verða nefnilega að þekkja stjórnarskrána, þekkja lög- in og fara eftir þeim, alveg sama hver er, forseti, varaforseti, blaða- menn, leikarar, kennarar, her- menn.“ Jeltsín braut stjórnarskrána sagði Rútskoj, nánar tiltekið 121. grein hennar, og svo fór hann að lesa hana og las hana alla. „Það er kominn tími til, að við fömm að lifa eins og manneskjur," sagði hann svo að lokum. „Lög, lög og aftur lög, þau em alls staðar kjöl- festan.“ UmmæK Heitmanns vekja hörð viðbrög’ð í Þýskalandi STEFAN Heitmann, forsetaefni kristilegra demókrata í Þýskalandi, sætir nú vaxandi gagnrýni og hafa margir orðið til að spyrja hvort í raun sé æskilegt að bjóða hann fram. Hafa ummæli hans í blaðavið- tali um helgina vakið upp hörð viðbrögð en þar lýsti hann yfir að Þjóðverjar ættu að hætta að velta sér upp úr helförinni gegn gyðingum. Heitmann hefur einnig verið með óhefðbundnar yfirlýsingar um önnur málefni og meðal annars þótt hallur undir andúð á innflytjendum. Sagði Karsten Voigt, helsti sérfræðingur jafnaðarmanna í utanríkismálum, að ummæli Heitmanns um helforina væm þegar búin að skaða ímynd Þýskalands og hagsmuni. Miðju- og vinstrisinnuð dagblöð hafa kallað Heitmann „bjórstofu- frambjóðandánn" végna ummæla hans um ýmis mál. Þá hefur forseti samtaka gyðinga í Þýskalandi, Ign- atz Bubis, gagnrýnt forsetaefnið. Jafnvel íhaldssöm dagblöð á borð við Frankfurter Allgemeine Zeitung hafði látið í ljós efasemdir um Heit- mann og sagði FAZ á mánudag að hinar íhaldssömu skoðanir hans gætu orðið til að fæla stjómarflokk fijáls- lyndra demókrata, FDP, frá stuðn- ingi við frambjóðanda kristilegra demókráta. Það gæti haft mjög al- varleg áhrif á stöðu Helmuts Kohls kanslara nokkmm mánuðum áður en þingkosningar fara fram í Þýska- landi. Klaus Kinkel, formaður FDP, sagði á mánudag að Hans-Dietrich Genscher, fyrrverandi utanríkisráð- herra, hefði endanlega lýst því yfir að hann myndi ekki bjóða sig fram í embætti forseta og því myndi flokk- urinn íhuga vandlega á næstunni hvaða frambjóðanda hann myndi styðja. Hann sagði hins vegar, að ummæli Heitmanns um konur, hann vill, að þær haldi sig heima, um út- lendinga og um nasismann hefðu verið mjög óheppileg. Stefán Heitmanri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.