Morgunblaðið - 25.09.1993, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
OLYMPIULEIKARNIR ARIÐ
Sydney var
besta valið
- sagði Juan Antonio Samaranch
JUAN Antonio Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar,
IOC, fagnaði kosningu nefndarinnar, sem valdi ífyrradag að
Ólympíuleikarnir árið 2000 yrðu í Sydney f Ástralfu. Hann sagði
valið sigur fyrir íþróttirnar gegn stjórnmálabaráttu. „Mikið gekk
á í pólítíkinni áður en til kosninga kom, en ákvörðunin var tekin
á íþróttalegum nótum. Við afhentum leikana í hendur þjóðar,
sem dáir fþróttir, og ég er mjög ánægður með að Sydney varð
fyrir valinu. Sydney var besta valið.“
Eins og greint var frá í blaðinu
í gær hafði Sydney betur en
Peking í Kína í fjórðu og siðustu
umferð, fékk 45 atkvæði gegn 43,
en Istanbúl, Berlín og Manehester
féllu úr í sömu röð í fyrri umferð-
um. Samaranch sagðist vona að
Kína myndi sækja aftur um að
halda leikana, en hann ætlaði ekki
að beita Kínverja þrýstingi í þá
veru. Hann sagði ennfrémur að He
Zhenliang, fulltrúi Kína í IOC, hefði
fullvissað sig um áframhaldandi
stuðning Kína við IOC. He sagðist
virða ákvörðunina, sem hefði verið
sanngjörn. „Sydney lagði fram
öfluga umsókn og átti þetta skilið."
Ástralir voru að vonum glaðir,
þegar niðurstaðan lá fyrir. Gengi
ástralska dollarans styrktist til
muna og valdamenn sögðu að efna-
hagur landsins kæmi til með að
njóta góðs af valinu. Ferðamanna-
iðnaðurinn ætti eftir að blómstra
pg atvinnumöguleikar að sama
skapi. Ferðamálaráð Ástralíu áætl-
aði að aukinn ferðamannastraumur
gæfí þjóðinni um tvær billjónir doll-
ara í auknar tekjur og þegar var
farið að panta hótelherbergi í Sydn-
ey í september eftir sjö ár.
Verkalýðshreyfingin lofaði að
stöðva ekki framkvæmdir vegna
leikanna með verkföllum og sagðist
leggja sitt af mörkum til að áætlan-
ir stæðust.
Vonbrigði
KÍNVERJAR voru mjög bjartsýnir síðustu daga áður en kosið var um hvar
Ólympíuleikarnir yrðu árið 2000. Að sama skapi gátu þeir ekki leynt vonbrigð-
um sínum, þegar niðurstaðan lá fyrir.
Þurfa að hreinsa til heima fyrir
áður en þeir fá Ólympíuleika
- segir Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ og varaformaður Ólymíunefndar um þá niður-
stöðu að Kínverjum varekki úthlutað leikunum. Forráðamenn Óífagna ákvörðuninni
Forystumenn íslensku Ólympíu-
nefndarinnar fagna ákvörðun
IOC um að halda leikana í Sidney
árið 2000. „Það er auðvitað langt
að fara fyrir okkur, en Sidney er
út af fyrir sig góður staður fyrir
íþróttamennina. Það er oft gaman
að fara í löng ferðalög til framandi
landa og í þessu tilviki verður það
sérstaklega ánægjulegt því Ástralir
hafa lofað að greiða fyrir ferðir og
uppihald. Nú verðum við bara að
undirbúa frækna íþróttamenn fyrir
leikana og senda fleiri en til Melbo-
ume 1956,“ sagði Gísli Halldórsson
formaður ólympíunefndarinnar við
Morgunblaðið í gær.
Varðandi hvort hann teldi valið
hafa slæm áhrif á þróun mála í
Kína sagði Gísli: „Nei ég held ekki.
Ég vona að Kínveijar sjái að þeir
verða að bæta ráð sitt og ef þeir
gera það á næstu árum verða þeir
betur í stakk búnir eftir fjögur ár
að sækja um næstu leika, og fjögur
ár em ekki langur tími í sögu Kína-
veldis,“ sagði Gísli.
Ánægður
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ og
fyrsti varaformaður ólympíunefnd-
arinnar, sagðist ánægður með nið-
urstöðuna. „Ég hefði greitt Manc-
hester eða Sidney atkvæði mitt ef
ég hefði einhveiju ráðið. Þeir í Pek-
ing þurfa að hreinsa eitthvað til
heima fyrir áður en þeir fá Ólympíu-
leika. Það hefði verið hálf ankana-
legt ef ólympíunefndin hefði sam-
þykkt leikana til eins af þremur eða
fjómm ríkjum sem enn búa við lög-
regluríki. Það er algjör óþarfí að
klappa þeim á kollinn. Það sem
mestu skiptir er að aðstaðan í Sidn-
ey er afskaplega fullkomin að því
mér skilst og það er auðvitað gott
fyrir okkur að þeir bjóðast til að
greiða ferðakostnaðinn. Ég er mjög
sáttur við þessa niðurstöðu," sagði
Ellert.
Annar varaformaður ólympíu-
nefndarinnar er Júlíus Hafstein.
„Ég fagna þessari niðurstöðu og
bjóst við að Sidney yrði fyrir val-
inu. Það er ekki ósennilegt að ef
Peking hefði fengið leikana hefði
það flýtt fyrir framgangi lýðræðis
í Kína en þetta getur líka gert það.
Vonandi sjá Kínveijar að andstaðan
við að leikamir yrðu í Peking er
að mestu af pólitískum toga og ég
vona að öll umfjöllunin um þetta
verði til góðs,“ sagði Júlíus.
Þegar Vilhjálm-
ur Einarsson
hlaut silfrið...
ÁSTRALIR hafa einu sinni áður
haldið Ólympíuleikana, er þeir
fóru fram í Melbourne 1956. Það
var einmitt þá er íslendingur hlaut
fýrst verðlaunapening á þessum
vettvangi; Vilhjálmur Einarsson
hlaut silfurverðlaun í þrístökki
með því að stökkva 16,26 metra,
eins og frægt varð, og er það
besti árangur íslendings á Ólymp-
íuleikum enn þann dag í dag.
ALDAMOTALEIKARNIR
Ólympfuleikarnir aldamótaáriö
veröa haldnlr I Sydney I Ástralíu;
borgin hlaut tvelmur atkvæöum
meira en Peking, I leynilegri
atkvæöagreiösiu alþjóða ólympíu-
nefndarinnar I Monte Carlo á
fimmtudaginn
SYDNEY
,ry A,
u\
ASTRAL'IA
Sydney f
Höfuröborgin Canberra ^wpk*
u
íbúar 3,6 milljónir
Flatarmál 875 ferkílómetrar
Hitastig* 16-20‘C
Hæö yfir sjávarmáll 42 metrar
Leikarnir fara fram 16. sept. -1. okt.
Kostnaöur (áætl.) 67 milljarðar kr
Tekjur (áætl.) 68 mílljarðar kr.
• Elsta og stærsta borg Astralíu, þar
sem eitt fallegasta hafnarsvæði
heims er að finna.
•
Frá Óiympíuþorpi að keppnisstöðum
er 30 mín. akstur, hámark, en 14
keppnisstaðir eru f göngufæri
• Átta mannvirki eru tilbúin, þrjú í bygg-
ingu og sjö á eftir að reisa.
KNATTSPYRNA / KVENNALANDSLIÐIÐ
Ekkert er
ómögulegt
- segirÁsta B. Gunnlauösdóttir um leik-
inn gegn Hollendingum í Evrópukeppninni
ÍSLENSKA kvennalandsliðið
leikur fyrsta leik sinn íEvrópu-
keppninni á Laugardalsvelli á
morgun. Þetta er 23. kvenna-
landsleikurinn í knattspyrnu og
sá fyrsti gegn Holiendingum.
W
Eg hlakka mikið til að takast á
við þetta verkefni. Það er ver-
ið að byggja okkur upp í að trúa á
sjálfar okkur og ég held við getum
þetta þó svo Hollendingar séu með
ágætt lið — það er ekkert ómögu-
legt í fótboltanum," sagði Ásta B.
Gunnlaugsdóttir sem er aldursfor-
seti liðsins og hefur leikið nítján
af þeim 22 landsleikjum sem ísland
hefur leikið.
Ásta byijaði snemma í fótbolta
og það er ef'tii vill tímanna tákn
að hún hefur aðeins leikið í meist-
araflokki. „Ég hef leikið mér í fót-
bolta síðan ég man eftir mér en ég
lék minn fyrsta leik 1974 og hef
alltaf leikið í meistaraflokki. Ég
veit ekki hversu lengi ég held áfram
í fótboltanum og ætla ekki að gefa
neinar yfirlýsingar þar um. Það er
svo erfítt að hætta, sérstaklega ef
manni er haldið vel við efnið, en
ég verð alltaf að vera á fullu í þessu
því ég nenni ekki neinu hálfkáki,"
sagði Ásta.
Ásta hefur leikið flesta landsleiki
kvenna hér á landi og hefur aðeins
misst af þremur landsleikjum.
Morgunblaðið/RAX
Spila þær saman?
ÁSTA með dætrunum Hólmfríði Ósk, 9 ára, til vinstri, og Grétu Mjöll, 6 ára.
Hún fæddist 5. september 1987, daginn milli landsleikjanna tveggja sem kvenna-
landsliðið lék það árið. Að auki hefur Ásta aðeins misst af einum landsleik;
hefur þar með tekið þátt'í 19 af 22 leikjum íslands.
Hvernig stóð á því? „Ég kom ekki
inná í einum landsleik hér heima
árið 1986 og svo missti ég af báðum
leikjunum árið eftir. Þá voru tveir
leikir í Þýskalandi, 4. og 6. septem-
ber en ég eignaðist dóttur þann 5.
september þannig að það var útilok-
að að leika þessa leiki,“ segir Ásta
og hlær. En er það ekki vítavert
kæruleysi að eignast barn um svip-
að leyti og landsleikir eru. „Jú það
má segja það, en þetta var dálítið
óvænt með þetta barn og alls ekki
nógu vel skipulagt hjá okkur,“ seg-
ir Ásta, en eiginmaður hennar er
Samúel Örn Erlingsson, íþrótta-
fréttamaður á Ríkissjónvarpinu. .
Það hefur loðað við stúlkurnar
að þær byiji seint að stunda íþrótt-
ir og hætti snemma. Ásta er nú
32ja ára og öldungurinn í UBK og
landsliðinu. Hún er önnur tveggja
mæðra í l.andsliðinu, hin er Laufey
Sigurðardóttir sem á tvo drengi.
Ásta á tvær dætur, Grétu Mjöll 6
ára og Hólmfríði Ósk 9 ára, og eru
þær báðar byijaðar í fótbolta. „Ég
gæti verið mamma sumra stelpn-
anna í Breiðabliki og úr þessu væri
ekki svo vitlaust að halda áfram
þar til ég gæti spilað með eldri
dóttur minni,“ sagði Ásta við Morg-
unblaðið í gær, en þess má geta
að hún var kjörinn leikmaður Kópa-
vogs á dögunum.