Morgunblaðið - 25.09.1993, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 25.09.1993, Qupperneq 39
39 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Evrópuleikir á Selfossi ogíEyjum 1 ^elfyssingar leika tvívegis gegn lettneska liðinu HC. Buska | Riga í Evrópukeppni bikarhafa um ' helgina. Fyrri leikurinn verður í dag en sá síðari á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem Evrópuleikur fer fram á Selfossi. Lítið er vitað um lettneska liðið og því renna Selfyssingar nokkuð blint í sjóinn hvað það varðar en ætla sér stóra hluti. í Vestmannaeyjum verða einnig tveir Evrópuleikir í handknattleik því þar mætir kvennalið ÍBV liði Varpa Riga og það er eins með þettan leik og leik Selfyssinga, lítið sem ekkert er vitað um erlenda liðið. Eyjastúlkur leika báða leikina í Eyjum, annan í dag og hinn á morgun. | Um helgina Knattspyrna EM-landsIeikur kvenna: (Laugardalsvöllur: ísland - Holland.......20 1. deild karla: 7' Eyj ar: ÍBV - Fylkir.................14 R'íðarendi: Valur-ÍA.................14 I Laugardalsv.: Fram - KR...............14 > feflavík:' ÍBK - Víkingur............14 aplakriki: FH - Þór.................14 iFH-ingar hafa ákveðið að konur og börn 'purfi ekki að greiða aðgangseyri. Handknattleikur Evrópukeppni félagsliða: Laugardagur: Selfoss: Selfoss - Bauska Riga...16.30 BLeikur í Evrópukeppni bikarhafa karla. Eyjar: ÍBV - VarpaRiga.............18 ■Leikur í EHF keppni kvenna. Sunnudagur: Selfoss: Selfoss - Bauska Riga.....20 Eyjar: ÍBV - Varpa Riga............18 Gervigrasvöllur Leiknis verður vígður á morgun sunnudag kl. 13, en kl. 13.30 leik- ur úrvalslið Leiknis gegn 18 ára landsliði drengja. Blak Haustmót Blaksambandsins hófst í gær- kvöldi í Digranesi í Kópavogi og verður mótinu fram haldið í dag. Keppni hefst klukkan 9 árdegis og stendur fram eftir degi. Badminton Unglingameistaramót Reykjavíkur verður haldið í TBR-húsinu um helgina. Keppni hefst kl. 13 laugardag og kl. 10 sunnudag. Keppt verður f öllum greinum í fjórum elstu flokkum unglinga. Minningarhlaup Minningarhlaup um Jóhannes Sæmundsson, fyrrum íþróttakennara MR, verður í dag kl. 13. Hlaupnir verða 4 km, eða tveir hring- ir í kringum Tjörnina. Hlaupið hefst við Ráðhúsið. FOLK SÆVAR Jónsson, fyrirliði Vals, leikur í dag 300. meistaraflokksleik sinn með félaginu, þegar Valur tek- ur á móti íslandsmeisturum íA í síð- ustu umferð 1. deildar. Þetta verður jafnframt síðasti leikur Sævars á heimavelli, en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir Evr- ópuleikinn í næstu viku. ■ ÞETTA verður 78. leikur félag- anna í 1. deild. Valur hefur sigrað 36 sinnum, Skagamenn 27 sinnum og 14 sinnum hefur orðið jafntefli. Liðin hafa átta sinnum mæst að Hlíðarenda of hefur Valur sigrað sex sinnum, en tvisvar hafa félög- in gert jafntefli. ■ LOKAHÓF 1. deildar karla og kvenna verður á Hótel íslandi í kvöld og opnar húsið kl.19. Að vanda verða bestu leikmenn deildanna og þeir efnilegustu útnefndir. ■ MIKILL áhugi er á leik Feyeno- ord og ÍA í Rotterdam n.k. mið- vikudag. Hópferð verður frá Holiday Inn Crown Plaza í Amsterdam kl. 17 á leikdag, en miðar verða seldir vinstra megin við aðalinnganginn á vellinum. Stúka D er frátekin fyrir stuðningsmenn ÍA. ■ TBR lék við Kopstal frá Lúx- emborg í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í badminton í gær og vann örugglega 7-0. ■ OSSIE Ardiles keypti í gær vamarmanninn David Kerslake frá Leeds fyrir 450.000 pund. Hann verður með gegn Ipswich á morgun. ■ ARDILES tók við stjórninni hjá Spurs í sumar og hefur keypt leik- menn fyrir liðlega þrjár milljónir punda. ■ BRUCE Grobbelaar verður í markinu hjá Livérpoool gegn Chelsea í dag, en flýgur strax eftir leikinn til Afríku til að leika með Zimbabwe gegn Guinea í forkeppni HM á morgun. ■ WAYNE Gretzky gerði nýjan samning við Los Angeles Kings í gær. Samningurinn er til þriggja ára og fær Gretzky, sem er 32 ára, 25,5 millj. dollara í sinn hlut. Hann er því aftur launahæsti leikmaðurinn í NHL-íshokkídeildinni. Mario Le- meiux gerði sjö ára samning við Pittsburgh fyrir nokkrum árum og fær 42 þús. dollara á tímabilinu. BRETINN Nick Faldo og aðstoðarstúlka hans spá í spilin i gær. GOLF / RYDER-KEPPNIN Reuter Svert Evrópu meðfor ystu eftir fyrsta dag KEPPNI Bandaríkjanna og Evrópu um Ryder-bikarinn í golfi hófst i gær á Belfry vell- inum í Englandi. Sveit Evrópu hefur forystu, 4:3, eftir fyrsta daginn og allt útlit fyrir jafna og spennandi keppni í dag og á morgun. Keppnin átti að hefjast kl. 7 í gærmorgun en fresta varð henni um rúmar tvæf klukku- stundir vegna mikillar þoku. Þetta gerði það síðan að verkum að síð- asti riðillinn varð að hætta leik áður en hann gat leikið síðustu holuna vegna þess hversu skugg- sýnt var orðið. í fjórmenningnum í gærmorgun gekk Woosnam og Langer mjög vel gegn Azinger og Stewart og leiddu með fimm holum eftir níu fyrstu og sigruðu 7:5 og staðan því 1:0 fyrir Evrópu. Bandaríkja- mennirnir Wadkins og Pavin áttu tvær holur á James og Torrance eftir níu og sigruðu 4:3. Staðan 1:1. Spánveijarnir Ballesteros og Olazabal töpuðu í fjórmenningnum fyrir Kite og Love og er þetta fyrsta tap þeirra í fjórmenningi í Ryder en þeir hafa fimm sinnum sigrað og einu sinni gert jafntefli. Faldo og Montgomeri unnu siðan Floyd og Couples 4:3 og jafnteflið var tryggt eftir fyrstu lotu. Evr- ópumenn geta verið ánægðir með það því þeim hveru gengið illa í fjórmenningi síðustu árin. Fjórleikurinn eftir hádegið var einnig spennandi. Baker og Woos- nam unnu Gallagher og Janzen 2:0, Wadkins.og Pavin unnu Lan- ger og Lane 4:2 ög Spánveijamir hefndu ófaranna um morgunin gegn Kite og Love og unnu 4:3. Síðasti riðillinn varð að hætta keppni vegna þess hversu skugg- sýnt var orðið og þeir leika síðustu holuna í dag áður en önnur umferð hefs og á sunnudaginn verða leikn- ir tólf tvímenningar. HANDBOLTI KNATTSPYRNA / STYRKLEIKALISTI FIFA ísland í 49 ÍSLENSKA landsliðið íknatt- spyrnu er í 49. sæti á styrk- leikaiista Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, sem var birtur í gær, og hefur hækkað um fjögur sæti frá 8.ágúst. Brasilía er í efsta sæti, en Þýskaland, sem hef- ur verið á toppnum síðan 1990, féll niður ífimmta sæti. 168 landslið eru á listanum. Arangur allra landsleikja, jafnt æfingaleikja sem mótaleikja, eru teknir með í reikninginn, en vægi einstakra leikja er misjafnt og skýrir það fall Þýskalands, sem hefur aðeins leikið æfingaleiki síð- an síðasti listi kom út. 8. ágúst var fyrsti listinn birtur Golf um helgina Opna Egils lýá Keili Opna Egilsmótið verður haldið hjá Keili í Hafnarfirði á laugardaginn. Keppnisfyrir- komulag er höggleikur með og án forgjafar og er þetta þriðja fjáröflunarmót Keilis vegna þátttöku A-sveitar Klúbbsins í Evr- ópumóti félagsliða í næsta mánuði. Bændaglima LEK Bændaglíma LEK fer fram hjá Golfklúbbi Hellu laugardaginn 25. september. Allir verða ræstir út kl. 12.00. samkvæmt þessum nýju útreikn- ingum og þá var ísland í 53. sæti með 31,63 stig. í árslok 1992 var ísland í 46. sæti með 29,24 stig, en 1991 í 40. sæti með 31,36 stig og í 50. sæti 1990 með 30,25 stig. 8. ágúst var ísland í 27. sæti í Evrópu, en er nú í 25. sæti. Knatt- spyrnusamband Evrópu, UEFA, metur stöðuna á annan hátt, þegar liðum er raðað í styrkleikaflokka vegna Evrópukeppni landsliða, en væri sami háttur hafður á væri ísland nú í 4. styrkleikaflokki vegna næstu keppni. Nokkrum leikjum er ólokið í undankeppni HM og því á röðin eftir að breyt- ast, en dregið verður í EM 22. jan- úar. Árangur Brasilíu í undankeppni HM að undanförnu gerir það að verkum að liðið fer úr áttunda í fyrsta sæti. Ítalía heldur öðru sæti, Noregur fer úr níunda í þriðja sæti, Danmörk úr 10. í fjórða, England úr 11. í fimmta með Þýskalandi og Frakkland úr 12. í sjöunda sæti. Rússland fer úr sjö- unda í áttunda sæti, Argentína úr fimmta í 12. sæti, Sviss úr þriðja í 10. írland úr sjötta í níunda og Svíþjóð úr íjórða í 11. sæti. Mjög lítill munur er á efstu liðum og til dæmis munar aðeins 0,77 stigum á Bretlandi og Frakklandi annars vegar í fimmta sæti og Argentínu í 12. sæti. Fyrirtæki-F élög. Firmakeppni í golíi. Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ býður hér með fyrir- tækjum og félögum að taka þátt í golfkeppni sunnudaginn 26. september kl. 9.00. Leikinn verður 18 holu höggleikur og sendir hvert fyrir- tæki/félag þriggja manna sveit til keppninnar. Þátttökugjald kr. 6.000.- fyrir hverja sveit. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar eru gefnar í golfskála, sími 667415. Stjórnin (1 c t v n u ii n (I c i I (I i n STÓRLEIKUR A HLÍÐARENDA VALUR-ÍA® Bjóðum íslands- og bikarmeistara ÍA velkomna til leiks á Hlíðarenda. Fjölmennið og sjáið meistara meistaranna.Val, leika gegn Islands- og mjólkurbikarmeisturum Skagamanna í dag kl. 14.00. Þetta er kveðjuleikur Sævars Jónssonar, fyrirliða Vals hér á landi, 300. mfl. leikur hans fyrir félagið. BRÆÐURNIR d r\ rc. zj vj niNin m AEG CB ORMSSON HF AEG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.