Morgunblaðið - 25.09.1993, Síða 40
ffiSStfBhS&EfiL 'JSSS&Sfri AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI SS LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Fomleifar við Nesstofu á Seltjarnarnesi
Hringlaga torf-
og grjóthleðslur
GREINILEGAR mannvistarleifar, torf- og grjóthleðslur, hafa komið
í ljós í hringlaga tóftum á Nestúni, um 100 m vestan Nesstofu. Ald-
ursgreining hefur ekki farið fram en hugsanlegt er að hleðslurnar
séu frá miðöldum að sögn Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar, fornleifa-
fræðings, sem skoðaði ummerki í prufuskurði í túninu ásamt Guð-
mundi Magnússyni, þjóðminjaverði, í gær. Guðmundur minnir á að
búið hafi verið á þessu svæði frá landnámsöld fram á 20. öld.
Unnið er að skipulagi svæðisins
í kringum Nesstofu og í tengslum
við það óskaði bæjarstjómin á Sel-
tjarnarnesi eftir því við Þjóðminja-
safnið að svæðið yrði kannað. Var
þá byrjað á því að gera prufuskurð
í eina af greinilegustu hringlaga
tóftunum í Nestúninu en 6-8 slíkar
koma fram á loftmynd af svæðinu.
Fljótlega komu hleðslurnar í ljós
en þær hafa enn ekki verið aldurs-
greindar.
Vilhjálmur Öm Vilhjálmsson,
fornleifafræðingur, telur þó hugs-
anlegt að þær séu frá því á miðöld-
um. Hann segir að hleðslumar geti
verið leifar af hestagerði eða fjár-
girðingu. Svo væri hugsanlegt að
einhverjir hringjanna væm náttúru-
fyrirbrigði. Ekki væri heldur víst
að þótt hringir sæjust á yfirborðinu
væru mannvistarleifar undir því
algjörlega hringlaga.
Aðspurður segir Vilhjálmur að
hringlaga rústir þurfi ekki að vera
frá því fyrir norrænt landnám í lok
9. aldar eða tengjast búsetu manna
sem ættaðir hafí verið frá írlandi.
Svipuð hringlaga gerði finnist víðs
vegar í nágrannalöndum íslands.
ítarlegri rannsókn
Guðmundiir Magnússon, þjóð-
minjavörður, segir að jafnvel þótt
aðeins hafí tveir dagar verið áætlað-
^jr til rannsóknarinnar í upphafi
''hafi ekki átt að koma á óvart að
mannvistarleifar fyndust á svæðinu
og gera þyrfti ítarlegri rannsókn
eins og nú lægi fyrir. „Og ef þessar
rannsóknir verða til þess að auka
áhuga á að friða svæðið sem minja-
og útivistarsvæði er það mjög gott
mál. Það þykir sérstakt fyrir nátt-
úru sína, t.d. fuglalíf, og sem minja-
svæði en byggð hefur verið í Nesi
allt frá landnámi fram á 20. öld,“
sagði Guðmundur og minnti á að
rústir hefðu t.d. fundist af kirkju
og kirkjugarði frá 12. öld við Nes-
stofu.
Áætlað er að útivistarsvæði verði
vestan Nesstofu í framtíðinni. Norð-
an við hana er hins vegar gert ráð
fyrir byggð. Rannsóknirnar við
Nesstofu eru á vegum Þjóðminja-
safns og stýrir þeim Kristinn Magn-
ússon, forstöðumaður Nesstofu-
safns.
Við Nesstofu
■ Morgunblaðið/Þorkell
VILHJÁLMUR Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur, (t.v.) og Guðmundur Magnússon, þjóðminjavörð-
ur, við prufuskurðinn vestan við Nesstofu í gaér. Á þessu svæði er gert ráð fyrir útivistarsvæði fyrir
Seltirninga í framtíðinni en norðan við Nesstofu verði byggð. Áður þarf þó að rannsaka 6-8 hringlaga
tóftir við Nesstofu en sú stærsta er 20-25 m í þvermál. Ekki er víst að allar tóftirnar séu mannvistar-
leifar, sumar kunna að vera náttúrufyrirbrigði.
Sjávarútvegsfyrirtæki skulda alls rúmlega 110 milljarða króna
Skuldimar hafa aukist um
7 milljarða frá áramótum
Sjávarútvegsráðherra gagnrýnir bankana harðlega fyrir ógætilega stjórnun
SKULDIR sjávarútvegsins hafa aukist um 7 milljarða króna á árinu
eða úr 103 milljörðum um áramót og í rúmlega 110 milljarða í
þessum mánuði. Þetta kom fram í ræðu Amars Sigurmundssonar,
formanns Samtaka fiskvinnslustöðva, á aðalfundi samtakanna í
Stykkishólmi i gær. Af þessari upphæð eru 64 milljarðar í erlendum
gjaldmiðlum. Arnar segir hvað innlenda hluta skuldanna varðar að
lækkun raunvaxta hérlendis um 2-3% hefði í för með sér 800-1.000
milljóna króna minni vaxtagreiðslur fyrir sjávarútveginn á ári.
Alvarlegt slys í Sundlaug Kópavogs síðdegis í gær
Drengur sogaðist að
dælu við vatnsrennibraut
ALVARLEGT slys varð í Sundlaug Kópavogs síðdegis í gær.
Ellefu ára gamall drengur sogaðist að útsogsopi í lauginni
og náðist ekki upp úr fyrr en eftir að slökkt hafði verið á
dælu sem dælir vatni upp í vatnsrennibraut laugarinnar.
Drengurinn var ásamt félaga drengurinn sennilega verið í kafi
sínum við leik í og við rennibraut
sundlaugarinnar. Við rennibraut-
ina er útsog þar sem vatn er tek-
ið úr lauginni og dælt upp í renni-
brautina. Drengurinn var að kafa
þegar hann sogaðist að útsogsop-
inu. Félagi hans varð var við
hvað gerðist og í sama mund köm
faðir félagans að og kallaði hann
á hjálp sundlaugarstarfsmanna.
Reynt var að losa drenginn frá
útsoginu en það tókst ekki fyrr
en eftir að slökkt hafði verið á
dælunni. Að sögn Guðmundar
Harðarsonar, forstöðumanns
Sundlaugar Kópavogs, hefur
í u.þ.b. þijár mínútur.
Gerðar voru lífgunartilraunir á
drengnum um leið og hann náð-
ist upp úr lauginni með þeim
árangri að hann fór strax að
anda. Hann var fluttur á gjör-
gæsludeild Landspítalans þar
sem þær upplýsingar fengust í
gærkvöldi að líðan hans væri eft-
ir atvikum.
Grindin spennt upp
Að sögn Guðmundar er útsbg-
inu lokað með stálgrind sem fest
er með tveimur skrúfum. Hálf-
tíma áður en slysið varð hafði
einn starfsmanna laugarinnar
tekið eftir að grindin var á sínum
stað. Hún hafði síðan verið losuð
í millitíðinni en það er hægt án
áhalda. Að sögn Guðmundar
sáust þess merki á grindinni að
hún hefði verið spennt upp en
enn er ekkert vitað hver var þar
að verki.
„Áður en rennibrautin var tek-
in í notkun var aðstaðan tekin
út af vinnueftirlitinu sem gerði
engar athugasemdir við hana.
Síðan þá hefur grindin verið fest
betur með skrúfum auk þess sem
vinnueftirlitið gerði allsheijarút-
tekt á lauginni í janúar sl. Þá var
heldur engin athugasemd gerð
við frágang við útsogsopið,"
sagði Guðmundur.
Meðal þeirra sem ávörpuðu fund-
inn var Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegráðherra. í máli hans kom fram
hörð gagnrýni á bankana. Þor-
steinn sagði að augljóst sé að bönk-
unum hafí orðið á í messunni og
það sé ekki ásættanlegt að þeir
velti afleiðingum ógætilegrar
stjórnunar yfir á framleiðslufyrir-
tækin og launafólkið í landinu.
Þeir stjómendur bankanna sem
Morgunblaðið hafði tal af í gær-
kvöldi, vildu ekkert tjá sig um
gagnrýni Þorsteins Pálssonar.
6,8 milljarðar í afskriftir
Þorsteinn benti á að bankarnir
hafí á síðasta ári sett 6,8 milljarða
króna í afskriftir vegna tapaðra
útlána. Vaxtamunur banka og
sparisjóða í fýrra nam um 10 millj-
örðum króna og séu afskriftir því
68% af þeirri upphæð. Ætla mætti
að vextir gætu verið 3% lægri ef
bankamir þyrftu ekki að afla tekna
vegna þessara töpuðu útlána.
„Ljóst er að lélegur rekstur
þeirra, ónóg hagræðing, of mikil
yfirbygging og gáleysisleg útlán
hafa leitt til þess að milljarða króna
þarf að setja í afskriftarsjóði sem
svo aftur er meginorsökin fyrir því
hversu háir raunvextir eru,“ sagði
Þoreteinn.
Á fundinum í Stykkishólmi
kynnti Þorsteinn frumvarp um Þró-
unarsjóð sjávarútvegsins sem flytja
á strax og Alþingi kemur saman í
haust. í frumvarpinu verður m.a.
að fínna ákvæði um hækkun á
styrkjum til úreldingar. Samhliða
þessu verður lagt fram fmmvarp
um að leggja niður Verðjöfnunar-
sjóð sjávarútvegsins.
Sjá bls. 20-21: „Ársverkum..."
Bónus býður
Fríhöfninni
kalkúnalærin
JÓHANNES Jónsson kaupmaður
í Bónus hefur leitað eftir skaða-
bótum frá fjármálaráðuneytinu
vegna soðnu kalkúnalæranna sem
ríkistollstjóri gerði upptæk á dög-
unum. Að sögn Jóhannesar vill
fjármálaráðuneytið fresta af-
greiðslu málsins þar til niðurstaða
Iiggur fyrir í kæru Hagkaups
vegna skinkuinnflutnings, en það
mál sætir nú flýtimeðferð í dóms-
kerfinu.
Jóhannes hyggst bjóða Fríhöfninni
á Keflavíkurflugvelli soðnu kalkúna-
lærin þannig að flugfarþegar geti
keypt þau við komu til landsins.
Nýsett reglugerð landbúnaðarráðu-
neytisins um bann við innflutningi
landbúnaðarvara hefur ekki, a.m.k.
enn sem komið er, haft nein áhrif á
innflutning ferðamanna á soðnum
kjötvömm, en þeim leyfist að taka
með sér allt að þremur kílóum af
soðnum matvælum til landsins.