Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1993 + í BÍÓ Clint Eastwood er maður dagsins og bregst ekki bogalistin í spennumyndinni í skot- línu í Stjórnubíói. Þar sýnir hann reyndar á sér nýjar hliðar þeim sem þekkja hann best sem harðjaxl kvikmynd- anna númer eitt. Hann leikur á píanó, enda jass- isti mikill í raun og píanó- leikári góður, gerir grín að aldrinum, orðinn 63 ára að daðra við sér mun yngri konur, og það sem kannski kemur flestum á óvart, brestur í grát. Það vakti sérstaka at- hygli þegar Eastwood, sem kallaður hefur verið Clintosaurus rex í sumar, brosti breitt í „Thunder- bolt and Lightfoot" í Tónabíói fyrir 65 milljón árum og nú hefur hann enn brotið blað. Hjá hon- um er þróunin sem betur fer afar hæg og bíómynd- irnar tryggja að hann verður aldrei útdauður. Gott ef hann er ekki farinn að höfða meira til kvenfólks en áður a.m.k. var talsvert um kvenfólk á nýlegri sýningu þar sem áður voru eingöngu harð- hausaaðdáendur. 24, iii hafa séð Flugása 2 24.000 Alls höfðu um manns séð gaman- myndina Flugása 2 í Sam- bíóunum ' um síðustu helgi að sögn Árna Samúelssonar kvikmyndahúsaeiganda. Þá sagði hann um 62.000 manns hafa séð Júragarðr inn, sem einnig er í Háskóla- bíói, 10.000 á Denna dæma- lausa, 10.000 á Þrælsekan, 9.000 á Skjaldbökurnar 3 og 5.000 sáu myndina um Tinu Turner fyrstu sýn- ingarhelgina. Árni sagði að nú væri unnið við talsetningu á Dis- neyteiknimyndinni Aladdín og er hún fyrsta teiknimynd- in frá Disney sem fær ís- lenskt tal. Talsetningin mun kosta um fímm milljónir króna en á þriðja tug leikara sér um leikraddirnar. Má þar nefna Felix Bergsson, Eddu Heiðrúnu Back- man, Þórhall Sigurðsson, Jóhann Sigurðarsson, Arnar Jónsson og Rúrik Haraldsson. Eggért Þor- leifsson snýr söngtextun- um yfir á íslensku og upp- tökustjórn er í höndum Júl- íusar Agnarssonar en upp- tökum er nú lokið. Leikstjóri talsetningarinnar er Rand- ver Þorláksson. Er áætlað að frumsýna myndin á ann- an í jólum að sögn Árna og verður myndin einnig sýnd á frummálinu en Robin Will- iams ku fara á kostum sem andinn í lampanum. Næstu myndir Sambíó- anna eru Flóttamaðurinn, sem frumsýnd verður þann 29. september, Firmað með Tom Cruise, Dave með Ke- vin Kline, „Rising Sun" með Sean Connery, „The King of the Hill" eftir Steven Sod- erbergh. Öðruvísi jól; úr hreyfimynd Tim Burtons. Martröð undirjólin andaríski leikstjórinn Tim Burton, einhver frumlegasti og efni- legasti leikstjóri draumaverk- smiðjunnar, var Fyrsta Disneyteikni- myndin með íslensku tali; úr Aladdín. teiknari hjá Di sneyfyrirtækinu áður en hann gerðist leikstjóri og þangað fór hann aftur að vinna þegar hann gerði nýju bíómyndina sína, 30 milljón dollara hrey- fimynd sem heitir „Nig- htmare Before Christmas" KVIKMYNDIR Hvaba mynd er Jóhann Sigmarsson að geraf Ein stórfjölskylda „Þetta er eiginlega sorglegur gamanleik- ur," sagði Jóhann Sigm- arsson, annar af höf- undum Veggfóðursins þar sem við hittust á fömum vegi og fórum að tala um nýja bíómynd sem hann er byrjaður að kyikmynda. Hún á að vera í fullri lengd og tökur munu standa yfir frá 1. október til 7. nóvember en Jóhann sagðist þegar vera bu- inn að kvikmynda einar 14 senur. Myndin gæti orðið tilbúin að ári. Jóhann er sjálfur leik- stjóri og handritshöf- undur einnig en aðspurður um leikara i myndinni sagði hann Jón Sæmund mmmmmmmmm Bj0rn- holt fara með aðalhiut- verkið. Ekki væri hann lærður leíkari frekar en margir aðrir í myndinni en Jóhann sagð- ist velja leikara eftir því hvernig andlitin pössuðu í hlutverkin. Meðal annarra leikara nefndi hann Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, Krist- ján Arngrímsson, Sigrúnu Hólmgeirsdóttur, Eirík Thorarensen, skáldín Sig- urð Pálsson og Braga Ólafsson, Þorstein Back- man og Björn Inga Ragn- arsson. Sagan er um náunga Jón Sæmundur Bjornholt og Ásdís Sif Gunnarsdóttir fara með aðalhlutverkin í 'mynd Jóhanns. cftir Amaid Indríðason sem er í sambúð með stelpu sem „á ferlega ríka foreldra en strákurinn vinnur kauplaust hjá pabba hennar. Öll reyna þau að nota hann í fjöl- skyldunni og . náunginn byrjar að hefna sín á henni þegar honum finnst nóg komið, leigir sér herbergi fig tekur að draga hinar ýmsu konur átálar," sagði Jóhann og bætti við sposk- ur að fimm börn fæddust í myndinni og einhverjir hvolpar. Jóhann sagði að leik- ararnir hefðu æft textann undanfarið en hann utilok- aði ekki spuna á tökustað ef ut í það færi. Hann sagðist hafa lagt áherslu á að hafa öll samtðl mjög eðlileg og segir orðfærið „pikkað beint upp af göt- unni." Hugmyndina fékk hann í vetur og blandaði saman í' hana ýmsu úr tveimur handritum sem hann hefur unnið í, Rauðu víni og Heimsflugum („vegamynd sem gerist um borð í flugvélum"), svo úr varð Éin stór fjölskylda en það er nafnið á myndinni. Jóhann sagði myndina tekna á súper 16 mm vél en filman yrði blásin upp í 35 mm eins og reyndin var með Veggfóður og hún mundi koma til með að kosta svipað, á milli 20 og 25 milljónir. Hann segist hafa fyrir tökum og fram- köl!un.„Maður er ungur og á að vera óragur við drauma sína," sagði hann. Kvikmyndatökumaður er Guðmundur Bjartraars, Steingrímur Karlsson sér um klippingu og fram- kvæmdastjóri er Eva Lísa Ward. Svanur Kristbergs- son sér um tónlistina og hljóðmaður er Róbert Bjarnason. Með minni hlutverk fara Sara Dögg Meulenbroek, María Hjálmtýsdóttir, Nína Björk Gunnarsdóttir og Rebekka Silvía Ragnarsdóttir. „Maður á að fram- kvæma hlutina fyrst mað- ur er að þessu á annað borð," sagði Jóhann og við kvöddumst. eða Martröð undir jólin. Þetta er dýrasta hreyfi- mynd sem vitað er um en persónurnar eru brúður og. hreyfing er mynduð með því að taka mynd, hreyfa brúð- urnar, taka mynd, hreyfa, taka, hreyfa. Tökur stóðu yfir í tvö ár samfleytt. Burton er hönnuður mynd- arinnar en Henry Seliek er skrifaður leikstjóri. Hann segir: „Það er engin leið að réttlæta það sem við gerum nema með því að segja að við blásum lífi í dauða hluti, brúður gerðar úr málmi, plasti, tré eða hverju sem er." Handritið gerir Caroline Thompson, sem skrifaði Edda klippikrumlu, og tón- listina gerir Danny Elfman. Sagan segir frá Graskera- kónginum í Hrekkjavökubæ sem leiðist lífið, uppgötvar jólin og reynir að skipta um starf. Nýtt kvikmyndablað. MNýtt tímarit fyrir áhugafólk um kvikmynd- ir hóf göngu sína í sumar og kom annað tölublað þess út fyrir skemmstu. Það heitir Bíómyndir og Myndbönd og segir frá öllu því helsta sem í gangi er í kvikmyndahúsum borgarinnar og væntan- legum myndum og því nýjasta á myndbanda- markaðinum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Guð- bergur ísleifsson. MBandaríski spennu- myndaleikstjórinn Ha- rold Becker, sem gerði „Sea of Love" með Al Pacino, hefur gert nýja mynd er hlotið hefur nafnið „Malice". Með aðalhlutverkin fara Alec Baldwin, Nicole Kid- man og Bill Pullman en myndin segir frá prófess- or í litlum háskólabæ og eiginkonu hans sem kynnast nýjum vini á sama tíma og nauðgari gengur laus í bænum. Tvær myndir á hátíð; „Mountains of the Moon" og „Orlando". Kvikmyndahátíð Sambíóanna Sambíóin hafa byrjað sýn- ingar á listrænum myndum á sérstakri kvik- myndahátíð þa'r sem sýnd eru verk eftir leikstjóra á borð við Bob Rafelson og Sally Potter. „Orlando" heitir mynd Potter og er saga ungs manns sem breytist í konu og lifir í 400 ár. Með aðal- hlutverkið fer Tilda Swinton en mynd þessi hefur hvar- vetna vakið mikla athygli og fengið hrós gagnrýn- enda. „Mountains . of the Moon" er þriggja ára mynd Rafelsons um könnunarleið- angur Richard Francis Burt- ons og John Hanning Spe- kes árið 1854 í leit að upp- tökum Nílar. Patrick Bergin fer með aðalhlutverkið. Romuad og Juliette er eftir gamanleikstjórann franska Coline Serreau (Þrír menn og karfa) og er nútímaút- gáfa af sögunni um Rómeó og Júlíu. „Music Box" er eftir gríska leikstjórann Costa-Gavras með Jessica Lange í aðalhlutverki og segir frá lögfræðingi sem kannar fortíð föður síns. „The Handmaids Tale" er eftir Volker Schlöndorff og byggð á bókinni Saga þern- unnar sem komið hefur út. á íslensku. Fjöldi þekktra Ieikara fer með aðalhlutverk en myndin gerist í framtíð- inni þegar aðeins örfáar konur geta eignast börn. „The'Power of One" ger- ist í S-Afríku og er með Morgan Freeman í aðalhlut- verki, „City of Hope" er eft- ir einn fremsta óháða leik- stjóra Bandaríkjanna, John Sayles, og þykir gefa rauns- anna mynd af lífinu í banda- rískum stórborgum sam- tímans og „Mississippi Ma- sala" er nýjasta mynd Mira Nair með Denzel Washinton í aðalhlutverki.„The Man in the Moon" eftir Robert Mulligan, „I've Heard the Mermaids Singing" eftir Patricia Rozema og „Naked Tango" eftir Leonard Schrader eru einnig á hátíð- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.