Morgunblaðið - 12.10.1993, Page 19

Morgunblaðið - 12.10.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993 19 Agúst Einarsson formaður bankaráðs Seðlabankans Endumýjun og rekstur bflaflota bankans með eðlilegum hætti Gerir ekki ráð fyrir að hætt verði við kaup á bíl fyrir Jón Sigurðsson, en segir að umræðan kalli á breytta skipan mála ÁGÚST Einarsson formaður bankaráðs Seðlabankans segist fastlega eiga von á því að sú umræða sem hefur orðið vegna kaupa á bíl fyrir Jón Sigurðsson seðlabankastjóra verði til þess að bankaráðið ræði breytt fyrirkomulag þessara mála í framtiðinni. „Ég held að almennt verði að finna þessum bílamálum einhvern þannig farveg að það ærist ekki hálf þjóðin yfir þessu. Það vill það enginn, en Seðlabankinn hefur núna farið að þeim reglum sem eru í gildi. Það kemur alltaf að því öðru hvoru að það verði að endurskoða þær reglur og það er vafalítið komið að þeim tímapunkti núna.“ Aðspurð- ur sagðist hann ekki gera ráð fyrir að hætt yrði við kaup á bílnum fyrir Jón Sigurðsson þar sem þau samrýmdust gildandi reglum bankaráðsins varðandi kaup á bílum fyrir bankasljóra Seðlabank- ans. Ágúst átti fund um þessi mál með viðskiptaráðherra í gær- kvöldi og sagði hann að um frekari viðræður þeirra um málið yrði að ræða þar sem þeim væri báðum umhugað um að friður ríkti um starfsemi Seðlabankans. Ágúst sagði að tveir af níu bílum bankans yrðu seldir í staðinn fyrir þann bíl sem keyptur var fyrir Jón Sigurðsson og væri hér um end- urnýjun að ræða eins og hefur ver- ið oft áður. „Bankaráðið er ábyrgt fyrir launum og ráðningarkjörum bankastjóra, og það er sex ára göm- ul samþykkt hvernig málum er hátt- að varðandi bílamál. Bankastjóri getur fengið til umráða bíl í eigu bankans sem bankinn ber allan kostnað af, en þetta er fyrirkomu- lag sem núverandi bankaráð erfði og hefur ekki breytt. Kaupin sjálf á bílum bankans annast viðkomandi bankastjórar og rekstrarstjóri bankans, en bankaráðið hefur ekki afskipti af þeirri framkvæmd. Þessi umræddi bíll sem nú er keyptur er dýr, en bankinn hefur áður keypt bæði dýrari og ódýrari bíla, þannig að aðferðarfræðin er í sjálfu sér eins og verið hefur. Við höfum ekki sett hámark varðandi bílakaup, og það hefur ekki gilt almennt við svona skilyrði í ríkisbönkum eða hjá opinberum stofnunum, en það mun vafalítið koma til umræðu núna.“ Ekki um launauppbót að ræða Ágúst sagði bankaráðið telja að endurnýjun og rekstur bílaflota Seðlabankans hefði verið með eðli- legum hætti, en setja mætti spurn- ingarmerki við það kerfi að for- stöðumenn stofnana á vegum ríkis- ins hefðu afnot af bíl, og afleiðing- in af núverandi umræðu yrði til þess að fundið yrði nýtt fyrirkomu- lag í þessum efnum. „Af þessum bílum er greiddur fullur skattur og bankastjórarnir greiða af þessu full- an skatt, og þarna er því ekki um launauppbót að ræða. Hvað launa- kjör bankastjóra Seðlabankans varðar þá hafa þau um 18 ára skeið verið miðuð við laun hæstaréttar- dómara, sem nú eru 253 þúsund Svavar Gestsson kynnir þijú frumvörp Alþingi staðfesti til- nefningar í embætti hæstaréttardómara SVAVAR Gestsson alþingismaður kynnti á blaðamannafundi í gær þrjú lagafrumvörp sem hann er fyrsti flutningsmaður að. Gert er ráð fyrir verulegum breytingum á stjórnkerfinu. T.d. er kveð- ið á um að Alþingi verði að staðfesta tillögu um nýja hæstaréttar- dómara sem dómsmálaráðherra ákveði að leggja fyrir forseta Islands. Onnur tillaga gerir ráð fyrir að dómnefndir fjalli um umsóknir um forstöðu nokkurra menningarstofnana. Tvö þessara frumvarpa, um embætti ríkissaksóknara og um Hæstarétt íslands, flytur Svavar ásamt öðrum þingmönnum Al- þýðubandalagsins. Þriðja frum- varpið er um yfirstjórn menningar- stofnana og stendur Svavar einn að flutningi þess. Frumvarpið ger- ir m.a. ráð fyrir að dómnefndir fjalli ævinlega um skipan og ráðn- ingu þjóðskjalavarðar, þjóðminja- varðar og landsbókavarðar. Svav- ar sagði þessa tillögu eiga sér hlið- stæðu í breytingum á lögum um Háskóla íslands sem samþykktar voru í tíð fyrri ríkisstjórnar. Fjölmiðlum var þessu næst kynnt frumvarp um breytingu á lögum um Hæstarétt íslands. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir að Alþingi staðfesti tillögu um skipan Hæstaréttardómara. Synj- aði Alþingi staðfestingar á tillögu krónur á mánuði. Við það bætist síðan 17% álag hafi menn unnið í 15 ár, þannig að menn geta komist upp í 296 þúsund og síðan bætast við 40 þúsund krónur vegna setu bankaráðsfunda. Þannig eru launin 336 þúsund krónur á mánuði, og síðan bætist 13 mánuðurinn við. Þetta eru þau launakjör sem seðla- bankastjórar hafa, og ég fullyrði að launa- og bílamál bankastjór- anna eru í betra lagi og jafnvel lægri en almennt gengur og gerist í bankaheiminum, svo ég tali nú ekki um á almennum markaði. En hins vegar er það matsatriði hvort bíll sá sem nú hefur verið keyptur er of dýr.“ Jóhannes Nordal fær aðstöðu til ritstarfa Varðandi húsnæði Seðlabankans í Einholti sagði Ágúst að verið væri að byggja ofan á húsið meðal annars vegna þess að þakið hefði lengi lekið og nauðsynlegt hefði verið að ráðast í viðgerðir á því, en .einnig hefði verið talið hag- kvæmt að byggja ofan á það vegna ásóknar í sérhæft bókasafn bank- ans varðandi peningamál í kjölfar tengingar við tölvuskráningarkerfi bókasafna. „Þarna er fyrst og fremst skjalasafn bankans sem okk- ur ber að geyma, og auk þess er þarna myntsafn þjóðarinnar til húsa. Þessi stækkun er því einfald- lega vegna þessara aðstæðna, og hún var ákveðin samhljóða með öll- um greiddum atkvæðum í bankar- áðinu.“ Ágúst sagði að ráðningarsamn- ingur Jóhannesar Nordals hefði að óbreyttu runnið út í lok næsta árs, en fallist hefði verið á þá ósk hans að láta af störfum um mitt þetta ár. Bankaráðið hefði ákveðið að fara þess á leit við hann að hann ynni meðal annars að ritun á ýmsu sem tengdist sögu peninga- og efnahagsmála á íslandi, og hefði hann orðið við þeirri ósk, en það væru mikil verðmæti fólgin í því að fá hann til að vinna þetta verk. Hann fengi skrifstofuaðstöðu til þess í húsnæði bankans í Einholti, og bankaráðinu hefði ekki fundist óeðlilegt að þegar hann væri að ljúka störfum við bankann með þessum hætti að hann fengi tíma- bundin afnot af þeim bíl sem hann hafði sem bankastjóri, en sá bíll yrði síðan seldur og ekki endurnýj- aður. Aðspurður sagði Ágúst að ekki hefði verið samið við Jóhannes um neinar sérstakar greiðslur fyrir ritstörfin. Hann sagði að ekki hefði komið til tals að Tómas Árnason, sem lætur af störfum seðlabanka- stjóra um næstu áramót, ynni að neinum sérverkefnum fyrir bank- ann þegar hann hefði lokið störfum. Varðandi þá fullyrðingu Guðrúnar Helgadóttur að Bera Nordal, for- stöðumaður Listasafns ríkisins, starfi sem sérstakur listráðunautur við Seðlabankann sagði Ágúst að það væri með öllu tilhæfulaust. Hins vegar hefði hún veitt ráðlegg- ingar varðandi uppstillingu mynda þegar hús bankans var tekið í notk- un á sínum tíma. Hann sagði lista- verkakaup á vegum bankans hefðu að öllu leyti verið innan eðlilegra marka, en um þau væru gerð rekstraráætlun á hveiju ári sem bankaráðið færi yfir og fylgdist með, en hins vegar væri reksturinn sjálfur á ábyrgð bankastjórnarinn- ar. ráðherra gerði hann aðra tillögu og þannig koll af kolli uns þing og ráðherra hefðu náð saman. Svavar taldi ekki að með þessu fyrirkomulagi væri verið að skerða sjálfstæði dómsvaldsins, þótt lög- gjafarvaldið staðfesti tilnefningu ráðherra. Það væri meira áhyggju- efni að skipan hæstaréttardóinara færi eftir pólitískum lit ráðherra hveiju sinni. Þriðja frumvarpið sem Svavar flytur ásamt átta öðrum þing- mönnum Alþýðubandalagsins varðar saksóknara ríkisins. Gert er ráð fyrir að forseti skipi ríkis- saksóknara og vararíkissaksókn- ara til fjögurra ára í senn en þó megi skipa sama manninn tvívegis samfellt. Svavar Gestsson sagði það fráleitt að æviráða mann sem hefði jafnmikið vald og ríkissak- sóknari hefði. í hádeginu alla virka daga: Maisrétta Margrétta er glæsilegt lilaðborð sem við á Aski bjóðum upp á í háóeginu. Þú getur vaiið úr sex glæsilegum réttum eða fengið þér sitt lítið af hverjum fyrir hlægilega lágt verð: Aðelns 890 kr. - verði þér að góðu! Askur Suðulandsbiraut 4. Sími: 38550

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.