Morgunblaðið - 12.10.1993, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTOBER 1993
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Að læra af Japönum
Vestræn ríki hafa á undan-
förnum árum orðið að
mæta æ harðari samkeppni frá
ríkjum Suðaustur-Asíu, ekki
síst Japan. Á mörgum sviðum
hafa þau orðið undir í þeirri
samkeppni vegna japanskra yf-
jrburða hvað varðar verð og oft
einnig gæði framleiðslunnar.
Á Vesturlöndum hafa menn
spurt hvað geri Japönum kleift
ið framleiða vörur sem eru
:æknilega fullkomnari en jafn-
framt ódýrari en vestrænar vör-
ur þrátt fyrir að flytja þurfi þær
yfir hálfan hnöttinn til þess að
koma þeim á markað.
Vestrænir stjórnendur hafa
margir hverjir reynt að taka upp
„j apanskar“ stj órnunaraðferðir
við rekstur fyrirtækja sinna.
Einnig hafa japönsk fyrirtæki
kynnt slíkar aðferðir í Evrópu
og Bandaríkjunum þar sem þau
hafa fjárfest. Gott dæmi eru
verksmiðjur bifreiðaframleið-
endanna Nissan, Honda og Toy-
ota í Bretlandi.
Breskur bílaiðnaður var fyrir
nokkrum árum talinn dauða-
dæmdur og almennt álitið, að
innan skamms myndi fjölda-
framleiðsla á bílum alfarið
leggjast af þar í landi. Nú er
aftur á móti svo komið, að bif-
reiðar framleiddar í Bretlandi
veita bifreiðum framleiddum á
meginlandi Evrópu alvöru sam-
keppni á ný í fyrsta skipti í lang-
an tíma. í Þýskalandi hafa menn
verulegar áhyggjur af framtíð-
inni á þessu sviði. Þýska efna-
hagsstofnunin hefur komizt að
þeirri niðurstöðu, að starfsmað-
ur í framleiðsludeild japanskrar
bifreiðaverksmiðju sé 514 sinn-
um líklegri til að bera fram til-
lögur um aukna hagkvæmni við
framleiðsluna en þýskur starfs-
bróðir hans.
En japönsku áhrifin ná ekki
bara til bíla, raftækja og stjórn-
unaraðferða. Á fjölmörgum
sviðum vestrænna lifnaðarhátta
og menningar gætir aukinna
japanskra áhrifa. í tísku, matar-
gerð, hönnun og listum má oft
greina augljósa japanska
strauma. Sumir líta á þetta sem
ógnun við vestræna menningu.
Aðrir telja að með því að til-
einka okkur jákvæða þætti í
fari annarra þjóða getum við
bætt eigin siði og auðgað menn-
ingu okkar.
Að undanförnu hefur sprottið
upp mikil umræða um agaleysi
í íslensku samfélagi, sem birtist
á fjölmörgum sviðum ekki síst
hjá yngri kynslóðum þjóðarinn-
ar. í greinaflokki eftir blaða-
mann Morgunblaðsins, sem ný-
Iega var á ferð um Japan, var
m.a. lýst kröfum sem eru gerð-
ar til grunnskólanemenda á ís-
landi og í Japan. I íslenskum
skólum virðist oft sem litlar
kröfur séu gerðar til nemenda
varðandi umgengni og aga. í
Japan horfa málin hins vegar
öðru vísi við: „Öll þrif hér í
skólanum, sem fara fram í lok
hvers skóladags, eru unnin af
nemendum sjálfum. Það er hluti
af heimilishagfræðinámi þeirra.
Kennarar hafa eftirlit með þrif-
unum, en nemendur einir ann-
ast þau. Það er ekki kostað til
einni krónu til þess að kaupa
þrif, hvorki í þessum skóla né
öðrum grunn- og framhalds-
skólum,“ segir Emiko Kawaki,
kennsluráðgjafi hjá mennta-
málaráði Toyotaborgar í sam-
tali við Morgunblaðið.
Hún segir Japana líta svo á
að þetta sé liður í uppeldi og
þjálfun barnanna og skili sér í
því að það verði þeim eðlislægt
að ganga vel um. „Geri þau það
ekki, þá verður einfaldlega
meiri vinna fyrir þau að skila
af sér hreinum skóla. Þetta skil-
ar sér svo út í þjóðfélagið,“ seg-
ir Kawaki og bendir á þá al-
mennu snyrtimennsku sem ein-
kennir allt í Japan.
Þetta eru forvitnilegar að-
ferðir sem þarna er lýst. Með
því að kenna börnum að bera
virðingu fyrir umhverfi sínu og
láta þau jafnfram axla ábyrgð
á því, mætti hugsanlega komast
hjá þeim sóðaskap og því skeyt-
ingarleysi sem einkennir um-
gengni á almannafæri hér á
landi. Væri til dæmis eins um-
horfs í miðbæ Reykjavíkur á
laugardags- og sunnudags-
morgnum ef unglingum hefði
frá barnæsku verið innrætt
virðing fyrir umhverfinu?
Þótt margt jákvætt megi
finna í japönsku samfélagi er
það langt frá því að vera full-
komið. Hið pólitíska kerfi lands-
ins hefur einkennst af mikilli
spillingu og svigrúm einstakl-
inga til að leita að lífshamingj-
unni hefur verið mjög takmark-
að. Þetta kann þó að breytast
á næstu árum og er líklegt að
Japanir muni helst horfa til
Vesturlanda er kemur að við-
horfsbreytingum á fyrrnefndum
sviðum. „Japan er nú í hringiðu
mikilla þjóðfélagsbreytinga, þar
sem valdahlutföll eru öll að
breytast. LDP hefur misst
meirihluta sinn á þinginu og
samsteypustjórn átta flokka
hefur tekið við, þar sem yngri
og í mörgum tilvikum frjáls-
lyndari menn eru komnir til
valda. Mín sannfæring er sú að
þessi breyttu valdahlutföll og
skoðanir þeirra sem um stjórn-
artauminn halda, eigi eftir að
leiða til mikilla breytinga í jap-
önsku þjóðfélagi. Eftir tuttugu
ár eða svo verður Japan ekki
hið sama og það er í dag,“ seg-
ir Yuji Fukuda, fræðimaður í
Tókýó.
Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík leggur áherslu á öryggismál barna á heimilum
Nýtt húsnæði undir fé-
lagsstarf tekið í notkun
SLYSAVARNADEILD kvenna í Reykjavík tók sl. laugardag í
notkun nýjan sal undir félagsstarfsemi sína í Sigtúni 9 við
hátíðlega athöfn og var húsnæðinu gefið nafnið Höllubúð. í
tilefni af vígslu húsnæðisins afhenti slysavarnadeildin barna-
deild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur töflu um öryggisbúnað
á heimilum.
Húsnæði slysavarnadeildarinnar
er í Sigtúni 9, sama húsi og Lions-
hreyfingin, er um 150 fm og var
áður skrifstofuhúsnæði. Unnið hef-
ur verið að breytingum í sumar og
er þar nú rúmgóður salur ásamt
skrifstofu og eldhúsi. Kvennadeild-
in hefur ekki haft sal til umráða
síðan Tilkynningaskylda íslenskra
skipa_ og stjórnstöð Slysavarnafé-
lags íslands fluttu upp á efstu hæð
húss Slysavarnafélagsins við
Grandagarð fyrir u.þ.b. sex árum.
Ingibjörg Sveinsdóttir, formaður
deildarinnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að afhending töfl-
unnar um öryggisbúnað fyrir heim-
ili væri fyrsti liður í átakinu „Gerum
bæinn betri fyrir börn“ sem væri í
gangi á vegum slysavarnafélag-
anna víða um land. „Um 90% allra
slysa á börnum verða í heimahúsum
eða við heimili og viljum við vekja
athygli foreldra á ýmsum leiðum
til að bæta öryggi barna á heimil-
um. Á töflunni eru sýnishorn af
smáhlutum sem bæta öryggi barna
og myndir af stærri hlutum. Taflan
er mjög vegleg og við stefnum að
því að gefa öllum heilsugæslustöðv-
um í Reykjavík svona töflur," sagði
Ingibjörg.
Reynt að ná til yngri kvenna
Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík
var stofnuð árið 1930 og eru
félagskonur á fimmta hundrað tals-
ins. Að sögn Ingibjargar eru þær
á öllum aldri en nú sé sérstaklega
reynt að ná til yngri kvenna og
mæðra vegna átaksins Vörn fyrir
börn. Upphaflega hafi félagskonur
flestar verið sjómannskonur og
starfið eingöngu snúist um að auka
öryggi sjómanna. Nú sé hins vegar
tiltölulega vel að þeim búið, þótt
alltaf megi reyndar gera betur, og
þá beinist athyglin að því að bæta
öryggi fleiri hópa.
Athugasemd frá formanni Kjaradóms
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá for-
manni Kjaradóms:
Hinn 9. október sl. birtist í Morg-
unblaðinu grein eftir Valtý Sigurðs-
son héraðsdómara og formann
Dómarafélags íslands undir fyrir-
sögninni „Dómstólarnir og launa-
kjör dómara“.
Þótt óljúft sé, verður ekki undan
því vikist að gera stutta athuga-
semd við gagnrýni sem þar kemur
fram á Kjaradóm.
Gagnrýni greinarhöfundar var
tvíþætt. í fyrsta lagi gagnrýnir
hann þá afstöðu formanns Kjara-
dóms, sem hann taldi að ráða
mætti af viðtali við hann í sjón-
varpi fyrir nokkrum dögum.
Tilefni þess viðtals var sú um-
fjöllun sem launakjör hæstaréttar-
dómara hafa sætt undanfarna
daga. Beindust spurningar frétta-
manns sérstaklega að atbeina
Kjaradóms að eftirvinnugreiðslum
til hæstaréttardómara, auk nokk-
urra spurninga um störf dómsins
almennt.
í lok viðtalsins sagði fréttamaður
að ekki væri að vænta úrskurðar
frá Kjaradómi á næstunni, án þess
að undirritaður telji sig hafa með
svörum sínum gefið nokkurt tilefni
til ályktunar um það hvenær úr-
skurðar væri að vænta.
Formaður Dómarafélagsins telur
helst mega ráða af svörum undirrit-
aðs í nefndu viðtali að Kjaradómur
telji ekki unnt að ákveðna laun
þeirra, sem honum þó beri, vegna
þess að málið sé svo viðkvæmt að
varla verði á því tekið. „Þessi af-
staða formanns Kjaradóms er ekki
ásættanleg,“ segir greinarhöfund-
ur.
Ég leyfi mér að fullyrða að álykt-
anir formanns Dómarafélagsins eru
alrangar, enda þótt undirritaður
hafi í nefndu sjónvarpsviðtali ekki
dregið dul á það, að verkefni Kjara-
dóms væri allt annað en auðvelt.
í öðru lagi kýs ég að leiða hja
mér frýjunarorð greinarhöfundar
varðandi kjark Kjaradóms til þess
að sinna lagaskyldu sinni, að öðru
leyti en því að ég lýsi þau með öllu
ómakleg og lítt sæmandi formanni
Þorsteinn Júlíusson
Dómarafélagsins, sem er vel kunn-
ugt að kjaramál dómara eru til sér-
stakrar skoðunar hjá Kjaradómi.
Þorsteinn Júlíusson hrl.,
formaður Kjaradóms.
Morgunblaðið/Árni Sæbcrg
Húsnæðisnefndin
ÞESSAR konur lögðu ómælda vinnu í undirbúning og breytingar á
húsnæðinu í Sigtúni 9 áður en það var vígt. Frá vinstri: Svala Eg-
gertsdóttir, Guðrún S. Guðmundsdóttir og Þórdís Karelsdóttir.
Aldarminning Páls ísólfssonar
Hátíðardagskrá í
Þjóðleikhúsinu
Pálsvaka 1 Domkirkjunm
HÁTÍÐARDAGSKRÁ á vegum Ríkisútvarpsins verður í Þjóðleik-
húsinu í dag vegna aldarminningar Páls ísólfssonar og hefst hún
kl. 17. Flutt verða ávörp og tónlist. Höggmynd af Páli ísólfssyni
verður afhjúpuð en hún var gerð að tilstuðlan Tónlistarskólans í
Reykjavík og Tónlistarfélagsins. Hátíðinni verður útvarpað beint.
Öllum er heimill aðgangur nieðan húsrúm leyfir.
Að sögn Steinunnar Birnu Ragn-
arsdóttur, framkvæmdastjóra há-
tíðarinnar, mun Sinfóníuhljómsveit
íslands flytja Hátíðarmarsinn og
Passacagliu eftir Pál ísólfsson und-
ir stjórn Páls P. Pálssonar. Ólöf
Kolbrún Harðardóttir syngur þjú
sönglög eftir Pál við undirleik Önnu
Guðnýjar Guðmundsdóttur;
Vögguvísu, I dag skein sól og Frá
liðnum dögum. Þorsteinn Gauti
Sigurðsson leikur píanóverkið Bur-
lesque úr ^Þremur píanóstykkjum“
eftir Pál Isólfsson.
Jón Þórarinsson tónskáld flytur
hátíðarræðu og ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra, Markús Örn
Antonsson borgarstjóri, Heimir
Steinsson útvarpsstjóri og Stefán
Baldursson Þjóðleikhússtjóri flytja
ávörp ásamt Þuríði Pálsdóttur
söngkonu og dóttur Páls ísólfsson-
ar. Jón Nordal afhjúpar bijóst-
mynd af Páli Isólfssyni eftir Sigur-
jón Ólafsson myndhöggvara.
Kynnir verður Þorkell Sigurbjörns-
son.
Pálsvaka
Pálsvaka verður í Dómkirkjunni
kl. 20 og verður henni einnig út-
varpað beint. Þar verða flutt ávörp
og tónlist. Fram koma Dómkórinn
í Reykjavík undir stjórn Marteins
H. Friðrikssonar, sem einnig leikur
á orgel. Anna Guðný Guðmunds-
dóttir leikur á píanó. Hátíðin er
haldin á vegum Dómkirkjunnar og
Dómkórsins.
Dr. Páll ísólfsson
eftir Kjartan
Sigurjónsson
Þess er minnst um þessar mundir
að eitt hundrað ár eru í dag liðin frá
fæðingu dr. Páls ísólfssonar. Flest-
um landsmönnum mun hann kunnur
svo djúp spor sem hann markaði í
íslenskri menningarsögu.
Páll var eitt sinn spurður að því
á opinberum vettvangi hvaða starf
sér þætti vænst um af sínu stóra og
mikla starfssviði. Hann sagði því
fljótsvarað, það væri starf orgelleik-
arans í Dómkirkjunni. Hann sagðist
líta á sig fyrst og fremst sem orgel-
leikara þótt margskonar önnur störf
hlæðust á hann.
Það blandast engum hugur um
það að þegar Páll hafði lokið námi
í Leipzig stóðu honum ýmsar dyr
opnar. Vafalaust valdi hann þá leið-
ina sem erfiðust var þá, að hverfa
heim á ný og hefja brautryðjenda-
störfín hér, við hlið annarra frum-
heija sem íslenska þjóðin stendur
jafnan í þakkarskuld við.
Vissulega var ekki glæsilegt um
að litast í tónlistarlífinu þegar Páll
hóf störf hér heima. Fátt eitt var til
af hljóðfærum og fátt kunnáttu-
manna til að fara með þau. Ársins
1930 verður jafnan minnst sem
merkisárs í íslenskri menningarsögu
en þá tóku til starfa Tónlistarskólinn
og Ríkisútvarpið, en þessum stofnun-
um helgaði Páll krafta sína langa
hríð. Aðstæður voru slíkar að hann
hlaut að dreifa kröftunum meira en
hann hefði sjálfur óskað.
Starf kirkjuorganista var sannar-
lega ekki metið til mikilla launa þeg-
ar Páll kom heim frá námi. Hann
átti sér snemma þá hugsjón að ís-
lenskar kirkjur eignuðust sem flestar
orgel en í þá daga léku menn á
harmoníum. Það hlýtur því að hafa
verið stórátak þegar fátækur söfnuð-
ur réðist í að kaupa orgel fyrir Frí-
kirkjuna í Reykjavík árið 1926, en
það orgel valdi Páll. Þetta orgel er
enn í fullu gildi, var stækkað og
endurnýjað árið 1985. Á þessum
árum var Páll ísólfsson organisti við
Fríkirkjuna í Reykjavík en að Sig-
fúsi Einarssyni Íátnum réðst hann
að Dómkirkjunni og gegndi því starfí
meðan heilsa leyfði. Orgel það sem
Páll ísólfsson lék á í Dómkirkjunni
er frá árinu 1934 og var tekið niður
þaðan árið 1985 og bíður nú uppsetn-
ingar á ný í nýrri kirkju á stað Snor-
ra Sturlusonar að Reykholti í Borg-
Dr. Páll ísólfsson
„í tilefni þess að liðin
eru 100 ár frá fæðingu
Páls ísólfssonar hefur
Félag íslenskra organ-
leikara ákveðið að
stofna sjóð í minningu
hans og verja árlega
hluta tekna sinna til
sjóðsins. Honum er fyrst
og fremst ætlað að
styrkja efnilega orgel-
nemendur til náms er-
lendis.“
arfirði. Við orgel Dómkirkjunnar
muna flestir eftir Páli ísólfssyni við
kirkjulegar athafnir og á tónleikum.
Við fótskör þessa mikla meistara
orgelleiksins sat svo heil kynslóð
nemenda sem margir hafa getið sér
góðan orðstír við orgelið. Páll ísólfs-
son reyndist nemendum sínum vel
og lét sér annt um þá, hafði oft
milligöngu fyrir þá um framhalds-
nám erlendis.
Páli var það snemma ljóst að org-
anistastéttin sem nú var að rísa upp,
þyrfti að sameinast í félagsskap sem
hefði það að markmiði að efla kirkju-
tónlist og beijast fyrir mannsæm-
andi launakjörum. Því var það að
hann, ásamt öðrum góðum mönnum,
stofnaði Félag íslenskra organleik-
ara 17. júni árið 1951. Hann var að
sjálfsðögðu kjörinn fyrsti formaður T
félagsins og gegndi því starfi lengi.
Hann mótaði starf þess -félags og
kom á sambandi við hinar Norður-
landaþjóðirnar sem á nokkurra ára
fresti héldu norrænt kirkjutónlistar-
mót til skiptis á Norðurlönduni. Hann
var sjálfur glæsilegur fulltrúi íslands
á slíkum mótum, enda í fremstu röð
Bach-túlkenda og orgelleikara. Á
fyrstu árum félagsins gengust félag-
ar fyrir tónleikaröð í kirkjum sínum
undir nafninu „Musica sacra“ og
þótti það merkilegt framtak.
Kjarabaráttan hefur löngum verið
stór liður í starfi félagsins, en Páll
lifði það ekki að organistastarfið
teldist fullt starf, þótt svo sé orðið
nú sums staðar, en það má ekki síst
þakka ötulli baráttu frumheijanna
með Pál ísólfsson í fararbroddi.
Það er okkur sem nutum leiðsagn-
ar hans og kennslu þakkarefni að
hafa fengið tækifæri til að kynnast
þessum mikilhæfa leiðtoga og eign-
ast vináttu hans.
Páll var, eins og alþjóð þekkir,
tónskáld gott, samdi sönglög sem
flestir landsmenn þekkja auk stærri
verka, kantata, píanóverk og orgel-
verka. Allt slíkt var unnið í hjáverk-
um, en hefur öðlast fastan sess með
þjóðinni og mun reynast merkur .
minnisvarði.um stórbrotið tónskáld.
Málefni tónskálda lét hann til sín
taka atkvæðamikill að vanda svo sem
annars staðar.
Hann átti stóran þátt í mótun tón-„
listardeildar Ríkisútvarpsins, stýrði
henni langa hríð og vann með því
að tónlistaruppeldi heillar þjóðar.
í tilefni þess að liðin eru 100 ár
frá fæðingu Páls ísólfssonar hefur
Félag islenskra organleikara ákveðið
að stofna sjóð í minningu hans og
vetja árlega hluta tekna sinna til
sjóðsins. Honum er fyrst og fremst
ætlað að styrkja efnilega orgelnem-
endur til náms erlendis. Einnig er
félagið aðili að tónleikaröð sem nem-
endur Páls stóðu fyrir til að minnast
lærimeistara síns.
Félag íslenskra organleikara var
Páli ísólfssyni hjartans mál, eitt af
mörgum málum sem hann kom í
framkvæmd. Því er minningin um
þennan mikla listamann og fyrsta
formann FÍO félaginu kær og stend-
ur það jafnan í mikilli þakkarskuld
við hann.
Höfundur er formaður FIO.
Hver á að reka
leikskólana?
eftir Einar K.
Guðfinnsson
Morgunblaðið hefur sett fram
gagnrýni á vinnubrögð þeirra fyrir-
ætlana að ríkið hætti rekstri dagvist-
arstofnana fyrir nokkrar starfsstéttir
á sjúkrahúsum í fjórum sveitarfélög-
um í landinu. Það er ástæða til þess
að leggja áherslu á að þetta mál ber
að leysa af fullri reisn gagnvart því
fólki sem notið hefur þjónustunnar
á dagvistarstofnunum ríkisins. Enn
eru þrír mánuðir til stefnu miðað við
ásetning heilbrigðisráðherra. í því
sambandi tel ég þó litlu skipta úr
því sem komið er hvort þessi eðlilega
og sjálfsagða breyting á rekstrarað-
ild verði vikunni eða mánuðinum
fyrr eða seinna og sjálfsagt að hvetja
til samningslipurðar í þeim efnum.
Það breytir því hins vegar ekki
að öll rök hníga að sjálfsögðu að því
að ríkið hætti þessum rekstri og að
viðkomandi sveitarfélög annist hann
eins og rekstur annarra leikskóla í
landinu.
Þetta var líka skoðun stjórnarand-
stöðunnar ,á Alþingi. Við ræddum
þessi mál á Alþingi 14. apríl í fyrra
í tilefni af því að við Gunnlaugur
Stefánsson alþm. höfðum flutt þing-
sályktunartillögu, sem hljóðaði svo:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að vinna að því á grund-
velli laga um verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga að viðkomandi
sveitarfélög taki við rekstri dagvist-
arstofnana fyrir börn sem nú eru
reknar af sjúkrahúsum á kostnað
ríkissjóðs".
í greinargerð tillögunnar kom
meðal annars fram að árið 1990
greiddu Ríkisspítalar 115 milljónir
króna fyrir vistun á dagheimilum og
7,9 milljónir fyrir vistun hjá dag-
mæðrum. Borgarspítalinn greiddi
68,7 milljónir fyrir vistun ádagheim-
ilum og 1,2 milljónir fyrir vistun hjá
dagmæðrum. Ríkisspítalar reka átta
leikskóla og skóladagheimili með
samtals 250 rými í Reykjavík, Borg-
arspítali rekur þijá leikskóla og eitt
skóladagheimili eða 130 rými og
Landakotsspítali rekur þijú dagvist-
arheimili með 85 rými. Heildarkostn-
aður Landakotsspítala er 33 milljón-
ir. Landspítali og Landakot hafa þar
að auki borgað stofnkostnað dagvist-
arheimila sinna að fullu.
Stjórnarandstaðan fagnaði
tillögunni
Það er skemmst frá því að segja
að þessi tillaga varð tilefni mikilla
og málefnalegra umræðna á Al-
þingi. Til máls tóku auk flutnings-
manna fimm alþingismenn, úr öllum
stjórnmálaflokkunum og listunum
sem eiga fulltrúa á Alþingi og lýsti
hver og einn einasti stuðningi við
þessa tillögu. Um hana myndaðist
Einar K. Guðfinnsson
„Til máls tóku auk flutn-
ingsmanna fimm alþing-
ismenn, úr öllum sljórn-
málaflokkunum og list-
unum sem eiga fulltrúa
á Alþingi og lýsti hver
og einn einasti stuðningi
við þessa tillögu. Um
hana myndaðist það sem
stundum er kallað þver-
pólitísk samstaða.44
það sem stundum er kallað þverpóli-
tísk samstaða.
Þannig sagði til dæmis framsókn-
armaðurinn Guðmundur Bjarnason
fyrrverandi heilbrigðisráðherra: „Ég
tel að hér sé hreyft máli sem gjarn-
an hefði mátt orða fyrr í þingsöl-
um ...“ Og hann greindi líka frá
því að þeir Svavar Gestsson alþingis-
maður Alþýðubandalagsins hefðu
tekið mál þetta upp í stjórnarnefnd
Ríkisspítalanna þar sem báðir sátu
á þeim tíma.
Afstaða stjórnmálaflokkanna,
þ.m.t. stjórnarandstöðunnar, var
þess vegna alveg krítarklár. Það er
því alveg furðulegt að svo virðist sem
stjórnarandstaðan hafi allt í einu
gjörsamlega snúið við blaðinu nú,
þegar hillir undir að mál, sem allir
stjórnmálaflokkar höfðu fagnað, sé
að komast til framkvæmda. Mætti
ætla að skoðanir þessa fólks hafi
farið í gegnum einhvern óskiljanleg-
an pólitískan úreldingarsjóð og séu
nú ekki lengur taldar góðar og gild-
ar.
Skortur á starfsfólki sjúkra-
húsa — kennaraskortur
Það er rétt að skortur er á fólki
til tiltekinna starfa á spítölum. Og
það er einmitt sá mælikvarði —
mælikvarði framboðs og eftirspurnar
eftir starfsfólki — sem hefur verið
ráðandi, þegar ákveðið hefur verið
hvaða starfsstéttir eigi kost á leik-
skólaplássum fyrir börn sín á dag-
vistarstofnunum spítalanna. Þar
gildir með öðrum orðum ekki það
mat sem sanngjarnast þykir annars
staðar í þjóðfélaginu hvað þetta
áhrærir. Það sjá auðvitað allir í
hvaða óefni við erum komin.
Víða úti um landið vantar kenn-
ara. Og hvernig bregðast menn við
því? Ætli ríkið leggi fram dagvistar-
stofnanir eða önnur hlunnindi til
þess að laða til sin kennara? Nei.
Alls ekki. Það eru sveitarfélögin sem
bregðast við með hlunnindum af
ýmsu tagi sem þau borga sjálf, þó
það sé skýrt og skorinort í lögum
kveðið á um að ríkið eigi að greiða
launakostnaðinn. Upplýsingar hef
ég til dæmis um skóla á Austurlandi
þar sem sveitarfélagið greiðir sér-
stök húsnæðishlunnindi, sem nema
allt að 30 þúsund krónum á mán-
uði, til þess að tryggja eðlilega og
lögbundna skólagöngu grunnskóla-
barnanna.
Sérstaða?
Ég hef séð því haldið fram að
ekki geti gilt sömu reglur um dag-
vistarstofnanir spítala og annarra,
þar sem starfsemi sjúkrahúsa sé svo
sérhæfð og hafi svo mikla sérstöðu.
Þessu er því til að svara að öll
atvinnustarfsemi hefur að sjálfsögðu
sérstöðu á einn eða annan hátt og
það á vitaskuld líka við um starfsemi
sjúkrahúsa. En ef þessi sérstaða
réttlætir leikskólarekstur sjúkrahúsa
á einum stað, þá hlýtur hið sama
almennt að eiga við þar sem sjúkra-
hús eru starfrækt á annað borð.
Gildir þá einu hvort um er að ræða
Reykjavík eða Akureyri, Hafnarfjörð
eða ísafjörð, Akranes eða Húsavík.
Og svo er það eitt í viðbót. Sjúkra-
húsin í Reykjavík, Ríkisspítalar,
Borgarspítali og Landakot, eru lang-
stærstu vinnustaðir borgarinnar. Hjá
Ríkisspítölum (en hluti þeirrar starf-
semi fer að vísu fram utan Reykja-
víkur) voru í fyrra 2.338 stöðugildi,
380 hjá Landakoti og 1.185 hjá
Borgarspítala. Þessi sjúkrahús eru á
sinn hátt máttarstólpar í atvinnulíf-
inu í Reykjavík.
Dettur einhveijum virkilega í hug
að borgaryfirvöld séu svo skyni
skroppin að þau muni ekki reyna
að aðlaga rekstur dagvistarstofnana
að þörfum þess starfsfólks sem vinn-
ur á stærstu og mikilvægustu vinnu-
otc ðum sveitarfélagsins? Getur
nokkur ímyndað sér annað en að
stjórnendur Reykjavíkurborgar hafi
til dæmis sveigjanlegri opnunartíma
en nú gildir almennt um rekstur leik-
skólanna? Mér finnst svarið liggja í
augum uppi. Alveg sérstaklega þeg-
ar haft er í huga að i raun munar
sáralitlu á opnunartíma dagvistar-
stofnana sjúkrahúsanna í Reykjavík
og hjá Dagvistun barna í Reykjavík
og því þyrfti litlar breytingar að
gera á opnunartíma á örfáum leik-
skólum.
Förum samningaleiðina
Mig undrar það í sjálfu sér ekki
að sveitarstjórnarmenn, svo sem í
Reykjavík, taki því ekki vel í fyrstu
að þurfa nú að kosta starfsemi sem
ríkið hefur af miklum rausnarskap
— en litlum efnum — greitt fyrir
sveitarfélög þeirra hingað til. Og ég
gæti vel trúað að starfsbræður þeirra
til dæmis á Húsavík, Neskaupstað,
Sauðárkróki eða ísafirði, þar sem
starfrækt eru sjúkrahús án slíkra
ríkisrekinna dagvistarstofnana,
myndu þakka fyrir að sitja við sama
borð. En um það er ekki að ræða.
Að sjálfsögðu ber þar til bærum yfir-
völdum að ræða þessi mál við við-
komandi sveitarfélög eins og alla
hlutaðeigandi aðila. En eitt verður
að vera ljóst frá upphafi. Ríkið á
ekki að reka dagvistarstofnanir,
hvorki fyrir sjúkrahús sín né aðra.
Það er á verkefnalista sveitarfélag-
anna. Um útfærslu og aðferðir við
þessa sjálfsögðu verkefnatilfærslu á
að ræða, en sjálfri grundvallarspurn-
ingunni var svarað fyrir þremur
árum og engin ástæða til þess að
bera hana upp að nýju núna.
Ég skil vel að óhugur hafi gripið
um sig meðal þess fólks sem notið
hefur dagvistarþjónustu spítalanna.
Þær öldur kvíða er unnt að lægja
með skynsamlegum vinnubrögðum.
Ég er þess fullviss að unnt er að
skipa þessu máli með eðlilegum
hætti í góðu samkomulagi við alla
aðila, ef menn setjast niður til þess
verks. Það bér að gera tafarlaust,
svo að niðurstaða fáist, óvissu verði
eytt og starfsemi sjúkrahúsanna í
landinu verði áfram með eðlilegum
hætti.
Höfundur er annar þingmanna
Sjálfstieðisflokksins & Vestfjönhmi.