Morgunblaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
Nýr prófessor skipaður
við Háskóla Islands
FORSETI íslands hefur skipað
dr. Sigrúnu Klöru Hannesdóttur
í stöðu prófessors í bókasafns-
og upplýsingafræði við félagsvís-
indadeild Háskóla íslands. Hún
er jafnframt fyrsta konan sem
skipuð er prófessor í félagsvís-
indadeild.
Sigrún Klara varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1963,
lauk BA-prófi frá Háskóla íslands
með ensku sem aðalgrein 1967 og
mastersprófi í bókasafnsfræði frá
Wayne State University í Detroit
1968. Einnig lauk hún doktorsprófi
í sömu grein frá University of
Chicago í Bandaríkjunum 1987 og
er fyrsti íslendingurinn sem lýkur
doktorsprófi í bókasafns- og upplýs-
ingafræði. Fjallaði ritgerð hennar
um samvinnu á sviði rannsókna-
bókasafna á Norðurlöndunum,
einkum félagslega og stjómmála-
lega þætti fjölþjóðlegrar samvinnu.
Hún starfaði sem bókasafns-
fræðingur í Bandaríkjunum og
Perú, Suður-Ameríku 1968-1971
og var ráðinn fyrsti skólasafnsfull-
trúi Reykjavíkurborgar 1971. Jafn-
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir
framt því starfi annaðist hún
stundakennslu í bókasafnsfræði.
Hún varð fyrsti lektor í bókasafns-
fræði við Háskóla íslands 1975 og
var síðan skipuð i dósentstöðu árið
1984.
Sigrún Klara hefur sinnt marg-
víslegum félagsstörfum bæði innan
Háskólans og fyrir samtök bóka-
varða og bókasafnsfræðinga. Hún
átti sæti í Þróunarnefnd Háskóla
íslands 1989-1992 og er formaður
Skjalanefndar Háskólans. Hún var
einn af stofnendum Félags bóka-
safnsfræðinga og í fyrstu stjórn
þess, formáður Bókavarðafélags
Islands og Skólavörðunnar, Félags
um málefni skólasafnvarða, fyrsti
formaður Barnabókaráðsins, Is-
landsdeildar IBBY, og formaður
Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur
1987-1989. Sigrún er nú formaður
Alfa-deildar Delta Kappa Gamma á
íslandi (Félags kvenna í fræðslu-
störfum og varaforseti Alþjóðlegu
Skólasafnasamtakanna. Einnig var
hún formaður nefndar á vegum
menntamálaráðuneytisins um
stefnumörkun í bókasafna- og upp-
lýsingamálum til aldamóta.
Sigrún Klara var gift Indriða
Hallgrímssyni, bókasafnsfræðingi
sem lést 1979 og áttu þau einn
son, Hallgrím, nemanda í Mennta-
skólanum í Reykjavík.
31
--
STJÓRNARMENN Foreldrasamtakanna ásamt börnum sínum hampa
dagatali samtakanna sem boðið verður til kaups um helgina.
Dagatal í tilefni af Ári fjölskyldunnar
Þj ónustumiðstöð
opnuð á næsta ári
SAMEINUÐU þjóðirnar hafa til-
einkað árið 1994 málefnum fjöl-
skyldunnar og af því tilefni gefa
Foreldrasamtökin út dagatal.
í fréttatilkynningu segir að For-
eldrasamtökin hafi um nokkurt skeið
haft í undirbúningi að koma á fót
þjónustumiðstöð fyrir verðandi for-
eldra og verði hún opnuð á Ari fjöl-
skyldunnar. Boðin verði þjónusta af
ýmsu tagi, t.d. útlán á símaboða fyr-
ir nánasta aðstandenda, ábendingar
um námskeið og ráðgjöf, upplýsingar
um hagkvæmustu innkaup og fleira.
Með útgáfu dagatalsins sé stoðum
rennt undir þessa nýju starfsemi.
Dagatal Foreldrasamtakanna er
myndskreytt af Tryggva Ólafssyni
og fylgja póstkort með nokkrum
myndanna. Innan tíðar knýr sölufólk
dyra og hvetja ForeldrasamtÖkin
landsmenn að styðja málefnið.
heilsurækt
■ Úrvinnsla sállíkamlegra kvilla
Námskeið að hefjast.
Gunnar Gunnarsson,
sálfræðingur,
sími 641803.
■ ALEXANDERTÆKNI
Hvemig beitir þú
líkamanum?
Með Alexandertækni
getur þú lært að
hjálpa sjálfum þér.
Einkatímar.
Helga Jóakims,
Listhúsinu, Engjateig 17-19,
sími 811851 eftir kl. 13.00 ídag,
aftra daga kl. 9-18.
■ Toppformsnámskeift.
Hefst 18. okt., 9 skipti
Hefst 19. okt., 6 skipti
1. Á þessu námskeiði er kennd mat-
reiðsla samkvæmt bókinni „I toppformi".
2. Umræður og aðhald með léttum
máltíðum.
3. Einnig er farið í kraftgöngur úti í
náttúrunni. Leiðbeinendur eru Sólveig
Eiríksdóttir og Ámý Helgadóttir.
Heilsuskóli Náttúrulækninga-
félags íslands, Laugavegi 20b,
sími 14742.
starffsmenntun
■ BÓKHALDSNÁM, 3 VIKUR
Námsgreinar:
- Hlutverk bókhalds, bókhaldslög.
- Lög og reglugerðir um
virðisaukaskatt.
- Launabókhald.
- Fjárhags-, viðskiptamanna- og
sölubókhald.
- Afstemmingar, frágangur og uppgjör.
- Lestur ársreikninga.
Ókeypis hugbúnaður innifalinn.
Næstu námskeið:
11. október, fullbókað.
9. nóvember, skráning hafin.
Leitið nánari upplýsinga.
Viðskiptaskólinn,
sími 624162.
■ Nómskeið hjá
Stjórnunarfélagi
íslands:
Stefnumótun
12. október kl. 13.00-17.00.
Markaðs- og söluáætlun
fagmannsins
12., 13. og 14. október kl. 9.00-12.00.
Stjórnun sölufyrirtækis
13. október kl. 13.00-17.00.
Leiðir kvenna til aukins árangurs í
viðskiptum
13. október kl. 9.00-12.00 og 14. októ-
ber kl. 12.00-16.00.
Krísa - Hætta efta tækifæri?
14. október kl. 15.00-17.00.
Hvatningarieiftir til hámarks-
árangurs
15. október kl. 13.00-17.00.
Corporate Credit Analysis
18. október kl. 13.00-17.00.
Kynningar- og framsögutækni
18. og 19. október kl. 09.00-17.00.
Bein markaftssókn
(John Frazer-Robinson)
19. október kl. 09.00-17.00.
Valddreifing og verkstjórn
19. október kl. 13.00-17.00.
Yfirburðaaðferft við markmifta-
setningu
20. október kl. 15.00-19.00.
Tfmastjórnun (Time Manager)
20. og 21. október kl. 08.30-18.00.
Þróaftar markaðsaðferðir
(John Frazer-Robinson).
21. október kl. 09.00-18.00.
Undirstaða frumkvæftis og
nýsköpunar
21. október kl. 15.00-19.00.
Árangursrik sala
22. október kl. 13.00-17.00.
Hvað einkennir
afburðastjórnandann?
25. október kl. 13.00-17.00.
The Eurobond Market - yfirlit 1
25. október kl. 13.00-17.00.
The Eurobond Market - yfirlit 2
25. október kl. 13.00-17.00.
Nánari upplýsingar í síma
621066.
■ Breyttu áhyggjum i
uppbyggjandi orku!
ITC námskeiðið, markviss málflutningur.
Upplýsingar: Kristín Hraundal,
sími 34159.
tölvur
■ Windows og PC grunnur.
9 klst. námskeið hefst á morgun, mið-
vikudag, 13. október, kl. 9-12.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
sfmi 688090.
■ System 7 og net.
6 klst. námskeið um þetta öfluga stýri-
kerfi 18. og 20. okt. kl. 9-12.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
sími 688090.
■ Tölvunotkun við beina markaðs-
sókn. Gerð upplýsingakerfis, dreifi-
bréfa, kynningarefnis og val markhópa.
Hefst 18. okt. kl. 8.30.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
sími 688090.
■ FileMaker Pro 2.
Framhaldsnámskeið um þennan öfluga
gagnagrunn fyrir Windows og Macintosh
18.-20. okt. kl. 16-19.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
sfmi 688090.
■ Word ritvinnslan.
Kvöldnámskeið hefst þann 21. okt.
kl. 19.30-22.30.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
sfmi 688090.
■ QuarkXPress.
Fréttabréf, auglýsingar og bæklingar
með þessu öfluga umbrotsforriti 18.-22.
okt. kl. 13-16.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
sfmi 688090.
■ Alhliða tölvunám.
Hefst 18. okt. (228 klst.). Þetta er
hagnýtt nám í notkun PC tölvubúnaðar.
Útskrifaðir nemendur eru fjölhæfir
starfsmenn, hæfir til að nýta sér tölvur
til lausnar á daglegum verkefnum fyrir-
tækja og til að veita öðrum tölvunotend-
um ráðgjöf og aðstoð. Kennt mánud. til
fimmtud. kl. 16.10-19.10.
Leitið nánari upplýsinga.
STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS
OG NÝHERJA
69 77 69
62 1 □ 66
CQ>
NÝHERJI
PageMaker, útgáfa 5.0!
15 klst. námskeið fyrir þá, sem sjá um
útgáfu fréttabréfa, bæklinga og annars
prentaðs efnis 25.-29. okt. kl. 13-16.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
sími 688090.
STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS
OG NÝHERJA —
69 77 69 Ov
62 1 □ 66 NÝHERJI
Windows, WORD og EXCEL
Ódýr og vönduð námskeiö. Tónlist auð-
veldar námið. Næstu námskeið:
Windows 22. og 25. okt.
Word 25.-28. okt. kl. 13-16.
Excel 26.-29. okt. kl. 9-12.
Excel framhald hefst 2. nóv. kl. 9.00.
CorelDraw framhald
25.-28. okt. kl. 13-16.
Windows kerfisstjórnun
Hagnýtt námskeið fyrir þá, sem þurfa
að hafa umsjón með Windows uppsetn-
ingum. 1.-4. nóv. kl. 13-16.
Gerð greiðsluáætlana
Námskeið fyrir þá, sem fást við fjármála-
stjóm. 1.-4. nóv. kl. 16.10-19.10.
Tölvuskóli Stjórnunarfélags
islands og Nýherja.
■ Boðið er upp á eftirfarandi
námskeið í október:
■ Byrjendanámskeið um
tölvunotkun.
Heppilegt námskeið fyrir þá, sem vilja
fá kynningu á undirstöðuatriðum við
tölvunotkun, m.a. fjallað um grunnatriði
stýrikerfisins MS-DOS og Windows.
25.-29. október kl. 20-23.
■ Windows 3.1.
ítarlegt námskeiö um undirstöðuatriði
gluggastýrikerfisins.
20.-22. október kl. 9-12.
30.-31. október,helgarnámskeið.
■ Ritvinnsluforritið Word fyrir
Windows.
18.-22. október kl. 20-23, byrjenda-
námskeið.
25.-29. október kl. 13-16, byrjenda
námskeið.
14.-19. október kl. 9-12, framhaids-
námskeið.
■ Ritvinnsluforrtið WordPerfect
fyrir Windows.
25.-29. október kl. 9-12, byrjenda-
námskeið.
■ Gagnagrunnsforritið Access.
25.-28. október kl. 13-16.
Skráning á námskeið og frekari upplýs
ingar um þessi og önnur námskeið hjá
Tölvuskóla E]S, Grensásvegi 10,
sími 633000.
tónllst
■ Pianókennsla
Get bætt við mig nokkrum nemendum.
Jakobína Axelsdóttir
píanókennari,
Austurbrún 2, s. 30211
frá ki. 9-14 og á kvöldin.
| tungumáí [
Enska málstofan
■ Enskukennsla:
Vantar þig þjálfun í að tala ensku?
Við bjóðum námskeið með áherslu á
þjálfun talmáls. Fámennir hópar. Nýir
nemendur geta byrjað hvenær sem er.
Einnig bjóðum við námskeið í viðskipta-
ensku og einkatíma.
Upplýsingar og skráning
í síma 620699 frá ki. 14-18
alla virka daga.
myndmennt
■ Keramiknámskeiðin,
Hulduhólum, Mosfellsbæ,
eru að hefjast.
Byrjendaflokkar og framhaldsflokkar.
Upplýsingar í síma 666194.
Steinunn Marteinsdóttir.
nudd |
■ Lærðu að nudda
Kenni helstu grunnatriði í heilnuddi.
Persónuleg leiðsögn og takmarkaður
fjöldi þátttakenda. Upplýsingar og skrán-
ing í síma 91-620616.
Ragnar Sigurðsson, nuddari. *-
handavinna
■ Ódýr saumanámskeið
Aðeins 4 nem. í hóp. Bæði dag- og kvöld-
tímar. Faglærður kennari.
Upplýsingar í síma 17356.