Morgunblaðið - 12.10.1993, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
„ '/IbreiSan. detbur aUba/a/ mkr. **
Með
morgimkafílnu
Aster...
9-11
að bíða hans
TM Reg U.S Pat Oft—all rights reserved
® 1993 Los Angeies Times Syndicate
Viltu hætta að kynna þig hérna
sem „nánasti ættingi" minn.
c:
HOGNI HREKKVISI
/M*0 BÍMU BfZJbLUbU?1'
BREF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Blásið í lúður bókstafstrúarmnar
Frá Bjarna G. Tómassyni:
Ég hlustaði á messuna og prest-
inn sem prédikaði í útvarpinu fyr-
ir ekki löngu. Þegar hann fór með
trúarjátninguna sagði hann: Ég
trúi á heilagan anda.“ Og endaði
svona: „Upprisu mannsins og eilíft
líf.“ Aldrei hefur stigið á jörðina
eins mikill fræðari og Jesús Krist-
ur. Þó sólin hefði skinið beint í
fang hans, hefði enginn jarðarbúi
þurft að reyna að komast með
tærnar þangað sem skugginn hans
var allur. Hann var í okkar augum
Guð og maður, en hann var að
miklu meira leyti Guð, því hann
var getinn af heilögum anda, þó
svo hann væri fæddur af menns-
kri konu.
Jarðvist Frelsarans má skýra
með litlu dæmi. Þegar menn stigu
fyrst fæti á tunglið, kom í ljós að
það hefur mikið minna aðdráttar-
afl en jörðin, orsökin er sú að það
er mikið minna. Þess vegna verði
HAFIÐ
ÚTIDYRA-
LJÓSIN
KVEIKT
Af gefnu tilefni vill blað-
burðarfólk koma því á fram-
færi við áskrifendur að hafa
útidyraljósin kveikt nú þegar
birtu er farið að bregða. Það
vill koma fyrir, sérstaklega í
fjölbýlishúsum, að blaðið ratar
ekki til réttra eigenda vegna
þess að ógerlegt er að lesa
nöfnin á póstkössunum.
Rétt er einnig að minna á
það að fólk moki tröppur og
aðkomu að húsum þegar fer
að snjóa, þótt við vonum að
snjóleysið haldist sem lengst.
líkami mannsins að tiiheyra efnum
jarðarinnar og fæðast af mennskri
konu, þá verður hann ekki var við
aðdráttarafl jarðarinnar. Þetta
meðal annars, er jákvætt fyrir orð
ritningarinnar: „Af jörðu ertu
kominn, að jörðu skaltu aftur
verða.“ Samsvarandi þessu er:
„Sáð er í forgengilegu, en upp rís
óforgengilegt." Andi mannsins er
það óforgengilega og rís upp eftir
andlát hans. Jesús Kristur er sá,
er risið hefur upp af gröf sinni í
holdlegum líkama. Þessu trúum
við, þegar við förum með postu-
llega trúaijátningu og segjum að
við trúum á upprisu holdsins og
eilíft líf.
Eftir að Frelsarinnar hafði legið
á þriðja dag í gröfinni, komu kon-
ur að líta á gröfina: „En engillinn
mælti við konurnar: Þér skulið eigi
óttast. Ég veit að þér leitið að
Jesús hinum krossfesta. Hann er
ekki hér. Hann er upprisinn, eins
og hann sagði.“ Matt. 28. k. 5-6.
v. Þarna er gröfin nefnd í beinu
sambandi við upprisuna. Þess
vegna segi ég upprisu holdsins í
stað upprisu mannsins. Menn
greinir á um upprisuna. Jesús
sagði: „í húsi föður míns eru marg-
ar vistarverur." Eru þetta ekki að
einhveiju leyti vistarverur handa
þeim, sem hverfa af jörðinni, mis-
munandi undir það búnir, sofna
þar og rísa upp þegar lúðurinn
gellur og fyrirgefning syndamia
er veitt? En holdið verði að mold
hveiju sem það klæðist. Er hún
ekki lík þessu upprisa dauðra?
„Ef jarðneskur líkami er til, þá
er og til andlegur líkami.“ Kor.
15. k. 44. v. Um þetta getum við
sannfært okkur með því að lesa
Biblíuna og líta í eigin barm. Ég
nefni fá dæmi af mörgum. Þekk-
inguna, skynjunina, gleðina, ást-
ina, kærleikann og trúna. Þetta
er engin heimspeki eða hégóma-
villa. En hvað þetta er vitum við
ekki, við getum ekki fest hendur
á því. Á góðu máli hefur þetta
verið kallað að skynja milli holds
og anda. Hvernig maðurinn er
byggður varðandi andlegan og
jarðneskan líkama, er vísindalegur
leyndardómur Guðs. Ýmsir hafa
reynt að leysa leyndardóminn með
stjörnuglápi og andatrúarrugli.
Það eina sem menn vita er að
þeir vita ekkert, þekkingin er ófá-
anleg. Maðurinn fær aldrei lykilinn
að leyndarmálinu.
Þegar ég hlustaði á messuna
og prestinn, rótuðust upp í huga
mínum ýmsar minningar, þar á
meðal minningin þegar presturinn
tók mig upp í kverinu fyrir ferm-
inguna. Áður en mig varði var ég
farinn að rifja upp fyrsta kaflann
um trúarbrögðin og tilveru Guðs.
Eftir 72 ár kunni ég hann, það
munaði sára litlu. Það verður að
gera meira fýrir kristna fræðslu,
hún verður að vera föst í náms-
grein í skólum. Börnin þurfa að
ganga minnst eitt ár til prests
fyrir fermingu. Það væri æskilegt
að prestar væru meira úti á meðal
fólks og inn á heimilum þess. Bibl-
ían er okkar lífsakkeri og stórfeng-
legasta bók sem gefin hefur verið
út í heiminum. Hún er sögur og
frásagnir af því sem menn hafa
séð og heyrt. Hún segir okkur frá
sambandi Guðs við mennina. Móse
fræðir okkur um lögmálið. Jesaja
spáir fyrir um komu Krists. Daní-
el segir Nebúkadnesar konungi
draum sem konung dreymdi og
ræður drauminn fyrir hann. Nýja
testamentið er að mestu skráð af
samtíðarmönnum Krists, læri-
sveinum hans, sem sáu allt og
heyrðu, það er óhætt að trúa því
sem þeir segja um kraftaverk hans
líf og dauða, allt til þess hann rís
upp af gröf sinni og verður upp-
numinn.
Kristnir menn eiga að leita að
fögrum fyrirheitum, til farsældar
kristinni trú, með því að tryggja
þeir sér sanna gleði, háan aldur
og heilbrigt líf.
BJARNI G. TÓMASSON,
Barmahlíð 49,
Reykjavík.
Yíkveiji skrifar
Fólk veltir því stundum fyrir
sér, hvort uppnám í fjölmiðl-
um út af ferðalögum ráðamanna
þjóðarinnar, bílakaupum þeirra eða
annarri meðferð opinberra Ijár-
muna, sem þykir gagnrýnisverð,
hafi nokkurn tilgang. Þótt athuga-
semdir séu gerðar hvað eftir annað,
komi áþekk mál upp aftur og aft-
ur, sem bendi til þess að athuga-
semdirnar skipti engu máli. Ráða-
menn yppti öxlum og fari sínu fram.
Slík uppgjöf almennings gagn-
vart ráðslagi, sem ekki er hægt að
una við er skiljanleg. En gagnrýnin
hefur meiri áhrif en ætla mætti í
fljótu bragði. Smátt og smátt breyt-
ast viðhorf og tíðarandi. Það sem
einu sinni þótt sjálfsagt þykir það
ekki lengur. Það er t.d. alveg aug-
ljóst, að í sambandi við margs kon-
ar hlunnindi, sem greidd eru úr
opinberum sjóðum, er samfélag
okkar méira í ætt við nýfijáls Afr-
íkuríki en þróuð og gamalgróin
Evrópuríki.
Það þekkist hvergi á byggðu bóli
í nágrenni okkar, að makar ráð-
herra fái greidda dagpeninga á
ferðalögum, eins og hér hefur tíðk-
azt um skeið. Það þekkist heldur
hvergi á byggðu bó|i í nágrenni
okkar, að ekki gildi ákveðnar reglur
um það, hvað háttsettir embættis-
menn eða stjórnmálamenn hafi
heimild til að kaupa dýra bíla fyrir
almannafé í þágu starfs síns.
En nú er lýðveldið að verða fimm-
tíu ára gamalt og er að byija að
slíta barnsskónum. Hvort sem um
er að ræða ferðakostnað, bílakaup,
laxveiðar eða önnur hlunnindi, eru
þetta leifar gamals tíma, sem hljóta
að hverfa hvað úr hveiju. Eins og
bent var á í leiðara Morgunblaðsins
í fyrradag er tími hinna svonefndu
uppa liðinn og fyrr eða síðar átta
þeir, sem gegna háum embættum,
sig á þeirri staðreynd. Væntanlega
hafa þeir ekki áhuga á, að á þá
verði litið sem uppa, sem dagað
hafi uppi - eða hvað?!
xxx
Iathyglisverðri bók, sem komið
hefur út bæði í Japan og á
Vesturlöndum lýsir Akio Morita,
aðalforstjóri Sony-fyrirtækisins,
gjörólíkum viðhorfum, sem ríkt hafi
í japönskum fyrirtækjum frá stríðs-
lokum, ef borið er saman við t.d.
bandarísk fyrirtæki. Eitt af því, sem
fram kemur í bókinni er frásögn
hans af því, að jafnvel æðstu menn
japönsku risafyrirtækjanna hafi
tamið sér að ferðast á milli staða,
ekki aðeins í áætlunarfíugi, heldur
einnig á almennum fargjöldum.
Ætli stjórnmálamenn og æðstu
embættismenn íslenzku þjóðarinnar
telji sig hafa efni á því?!
xxx
Dagsljós ríkissjónvarpsins fer
vel af stað. Raunar sýnist
Víkveija, að veruleg breyting hafí
orðið á dagskrá ríkissjónvarpsins
eftir að þeir Hrafn Gunnlaugsson
og Sveinbjörn Baldvinsson tóku þar
við forystu. Gildir þá einu, hvort
um er að ræða innlent dagskrárefni
eða val á erlendu efni. Augljóslega
er lögð meiri rækt við og vinna í
þetta val.
Ríkissjónvarpið hefur staðnað á
undanförnum árum en nú er ber-
sýnilega að verða þar breyting á.
Það leiðir til harðnandi samkeppni
á milli sjónvarpsstöðvanna. Áug-
ljóst er t.d. að Dagsljós getur orðið
erfiður samkeppnisaðili fyrir frétta-
stofu Stöðvar 2. Þessi aukna sam-
keppni er af hinu góða og sjón-
varpsáhorfendum í hag.