Morgunblaðið - 29.10.1993, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993
3
Fjöldi jeppa 1989-93
Eftir 1990 var farið að
flokka sendi- og pall-
bíla með jeppum
Fjöldi bíla
19.000
18.000
17.000
(ársbyrjun
1989 1990 1991 1992 1993
16.000
Jeppum hef-
urfjölgað
um 2.000 á
fimmárum
JEPPABÍLUM hefur fjölgað um
1.837 frá áramótum 1988-89 til
áramóta 1992-93, samkvæmt
upplýsingum frá tölvudeild Bif-
reiðarskoðunar íslands. Um
áramótin 1989 voru þeir 16.720
en um síðustu áramót voru um
18.557 jeppabílar á landinu öllu.
Alls voru um 136 þúsund bif-
reiðir hérlendis um síðustu áramót
þegar einkabílar, fólksflutninga-
bílar og vörubílar eru teknir sam-
an. Jeppabílum hefur fjölgað á
hverju ári síðustu fímm ár, sam-
kvæmt yfírliti sem tölvudeild Bif-
reiðarskoðunar íslands gerði fyrir
Morgunblaðið.
Um áramótin 1990 voru jeppa-
bílar 16.962 talsins, 17.138 talsins
um áramótin 1991 og um áramót-
in 1992 voru þeir 18.266 talsins.
Eins og sést á þessum tölum er
aukningin frekar jöfn milli ára, eða
um 176 til 299 bílar, nema á ára-
bilinu 1991 til 1992 þegar jeppa-
bílum fjölgar um 1.128. Taka verð-
ur mið af því þegar þessi mikla
aukning er skoðuð, að 'skilgreining
á fólksbifreiðum breytist um mitt
ár 1990 í kjölfar breytingar á
reglugerð um gerð og búnað öku-
tækja. Þannig var farið að flokka
ýmsar bifreiðar sem áður töldust
til vörubíla til fólksbíla.
Mokveiði
á síldinni
Unnið dag og nótt
MOKVEIÐI hefur verið á síldar-
miðunum í Berufjarðarál und-
anfarinn sólarhring. Unnið er
dag og nótt í síldarvinnslu Borg-
eyjar hf. á Höfn en þar hafa
verið unnin rúmlega 80 þúsund
tonn af síld á vertíðinni. Rúmlega
30 skip stunda nú síldveiðarnar.
Mjög vel hefur aflast á síldarmið-
unum í Berufjarðarál að sögn Ár-
sæls Inga Ingasonar, stýrimanns á
Húnaröst RE. Bræla hamlaði veið-
um fram eftir vikunni en spáð er
sæmilegu veðri næstu daga. Húna-
röst RE landaði um 400 tonnum
af síld á Höfn í gær og fer hún öll
í vinnslu. Ársæll sagði að síldin
væri væn og mikið virtist af hanni.
Hann sagði að sjómönnum þætti
verðið á vinnslusíld lágt en það er
5,50 til 9,50 krónur kílóið eftir
stærðarflokkum. ,
Öll hjól á fullu
„Hér snúast öll hjól á fullu í fryst-
ingu og söltun," sagði Halldór
Árnason, framkvæmdastjóri Bor-
geyar hf., í samtali við Morgunblað-
ið. Um 550 tonn af síld bárust til
vinnslunar í gær og sagði Halldór
að unnið yrði nótt og dag við að
vinna aflann. Um 150 manns starfa
við síldarvinnsluna hjá Borgey.
Halldór sagði að það riðið á miklu
að ná að vinna upp í samninga til
að halda mörkuðunum. Hann var
bjartsýnn á að nægjanlegt hráefni
myndi fást til vinnslunnar á vetrar-
vertíðinni.
/
maum
Allir í fjölskyldunni
eiga erindi í
Sparisjóð Hafnarfjarðar.
Að stíga
fyrstu
skrefin
• Menntun.
• Gifting.
• íbúðarkaup.
• Barneignir.
Sparisjóóur
Hafnarfjarðar
aðstoðar ungtfólk sem hyggur
á húsnæðiskaup m.a. með ráðgjöf um skipulagðan sparnað og
skipulagningu á fjármálum heimilisins, greiöslumati vegna húsbréfa
og lánveitingum.
Fyrirhyggja í fjármálum
er sérstök þjónusta
Sparisjóðs Hafnarfjarðar
við einstaklinga og
fjölskyldur.
• Greiðsluáætlun
• Heimilisbókhald
• Skipulagður sparnaður
Náðu tökum á
fjármálunum með aðstoð
Sparisjóðs Hafnarfjarðar.
Fjármál allra í fjölskyldunni
*
SPARISJÓÐUR HAFNARFTARÐAR
Fyrirhyggja í fjármátum
• Framtíðar húsnæði.
• Ferðalög.
• Styrkja börnin til náms.
Komdu í Sparisjóð Hafnarfjarðar og þiggðu góð ráð um
Skipulagðan sparnað og hvernig hagstætt er að ávaxta
spariféð m.a. að teknu tilliti til skattlagningar. Þá er einnig
skynsamlegt að huga sem fyrst að lífeyrissparnaði og
lífeyrisréttindum almennt.
Aö njóta
ávaxtanna
fótfestu
• Starfslok.
•Áhugamál.
Sparisjóöur Hafnarfjarðar ráðleggur
fólki sem komið er á efri ár hvernig skynsamlegt er að
ávaxta sparifé á öruggan og arðbæran hátt og veitir ráðgjöf um
lífeyrismál. Einnig bjóðum við víötæka greiðsluþjónustu og erum
fólki innan handar ef þaö vill skipta um húsnæði.
• Fyrsti sparibaukurinn.
• Skóli og tómstundir.
• Sumarvinna.
• Bílpróf.
Sparisjóður Hafnarfjarðar leggur
áherslu á að fræða börn og unglinga um gildi sparnaðar.
START er sérstök þjónusta fyrir unglinga og Liðveisla er
þjónusta sem snióin er að þörfum námsmanna í
framhalds- og háskólum.
• Barnabörn.
Að ná