Morgunblaðið - 29.10.1993, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993
Bókaflóðið að hefjast
Utgáfubækur Almenna bókafél-
agsins o g Máls og menningar
ALMENNA bókafélagið og Mál
og menning gefa út fjölbreytt
úrval bóka, jafnt skáldverk sem
fræðirit. Nokkrar þeirra bóka
sem hér er getið hefa komið
út fyrr á árinu.
Almenna bókafélagið
Þijár íslenskar skáldsögur koma
út hjá Almenna bókafélaginu. Þær
eru Englar alheimsins eftir Einar
Má Guðmundsson, Bamið mitt,
bamið eftir Illuga Jökulsson og
Kvennagaldur eftir Björgúlf Ólafs-
son.
Húsin og göturnar eftir Kristján
Þórð Hrafnsson er eina nýja ljóða-
bókin hjá Almenna bókafélaginu.
Fagra veröld eftir Tómas Guð-
mundsson verður endurútgefín í
tilefni þess að sextíu ár eru liðin
frá frumútgáfu hennar. Útgáfuaf-
mælinu tengist einnig mynd-
skreytt útgáfa Fjallgöngu og
geisladiskur með lögum við ljóð
Tómasar.
Ein ævisaga er meðal útgáfu-
bóka. Jóhanna Kristjónsdóttir
skrifar um Jökul Jakobsson í bók-
inni Perlur og steinar.
Þýddar skáldsögur eru Blóð-
fjötrar eftir A.J. Quinnel, Franskur
leikur eftir Vigdis Hjorth, Vinar-
þel ókunnugra eftir Ian McEwan,
Banvæn kvöð eftir Friedrich
Dúrrenmatt og Hver myrti Mol-
eró? eftir Mario Vargas Llosa.
Viðreisnarárin eftir Gylfa Þ.
Gíslason er komin út.
Uppkomin börn alkóhólista
nefnist bók eftir Árna Hilmarsson.
Pólanna á milli er ferðasaga eftir
Michael Palin. Sjáðu barnið! er
eftir Desmond Morris. Hver er
sinnar gæfu smiður, handbók Ep-
iktets, hefur verið endurútgefin
og einnig Ferskeytlan með vísum
sem Kári Tryggvason tók saman.
Komnar eru út á árinu þijár bæk-
ur eftir Einar Þ. Guðjohnsen í
handbókaflokknum Gönguleiðir.
Bókin Fluguveiði er væntanleg.
Hundakexið nefnist barnabók
eftir Einar Má Guðmundsson.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
sendir frá sér Álagaeld. Þótt des-
ember sé dimmur er bók eftir
Herdísi Egilsdóttur. Iðunn Steins-
dóttir er höfundur Jólasveinanna.
Draumur eða veruleiki eftir Sigurð
Björnsson er barnabók með heim-
spekilegu ívafi. Torfi Hjartarson
skrifar krossgátubókina Þrauta-
kóng. Adda og litli bróðir eftir
Jennu og Hreiðar Stefánsson er
önnur Öddubókin í endurútgáfu
Almenna bókafélagsins.
Meðal þýddra barnabóka eru
þijár um Ándra og Eddu eftir Tor
Áge Bringsværd og Anne Holt.
Mál og menning
Norðurleið nefnist ljóðabók eftir
Óskar Árna Óskarsson. Eftir Finn
Torfa Hjörleifsson eru Bernsku-
myndir. Safnborg er nýjasta ljóða-
bók Geirlaugs Magnússonar.
Sveinn Yngvi Egilsson kveður sér
Borgarafundur Húseigendafélagsins á Hótel Sögu 30.
október klukkan 13.30 spyr: Eru fasteignir á Islandi
trygg eign?
Tólf framsögumenn leitast við að svara þessari spurn-
ingu. Þeir eru:
Magnús Axelsson, formaður Húseigendafélagsins.
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmólaróðherra.
Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður.
Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar.
Magnús Ólafsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins.
Björn Líndal, aðstoðarbankastjóri.
Þórhallur Jósefsson, form. húsnæðisnefndar Sjólfstfl.
Þórður Friðjónsson, forstj. Þjóðhagsstofnunar.
Ingi R. Helgason, stjórnarform. VIS.
Jón Guðmundsson, form. Félags fasteignasala.
Dr. Pétur Blöndal, tryggingastærðfræðingur.
Jónas Kristjónsson, ritstjóri.
Fundarstjóri: Sigurður G. Tómasson, dagskrórstjóri.
Húseigendafélagið hvetur félagsmenn sína til að fjöl-
menna á fundinn og býður jafnframt alla velkomna.
V____________________________________________________________________/
Breyttur tími
MÓTTÖKUSTÖÐ OG
EFNAMÓTTAKA SOfíPU
í Gufunesi verður opin frá 1. nóvember
kl. 7:30-16:15
S©RPA
SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs
Gufunesi, sími 67 66 77
hljóðs með ljóðabókinni Aðflutt
landslag. Þerna á gömlu veitinga-
húsi er ljóðabók eftir Kristínu
Ómarsdóttur. Ljóðmæli er heiti á
ljóðasafni Hrólfs Sveinssonar. Þor-
steinn Gylfason kallar
ljóðaþýðingar eftir sig Sprek af
reka.
Álfrún Gunnlaugsdóttir sendir
frá sér skáldsöguna Hvatt að rún-
um. Tvær grímur er skáldsaga
eftir Valgeir Guðjónsson. Ljósin
blakta er önnur skáldsaga
Hannesar Sigfússonar. Björn Th.
Bjömsson .hefur samið heimilda-
skáldsöguna Falsarann. Framlag
Gyrðis Elíassonar er að þessu sinni
smásagnasafnið Tregahornið.
Borg nefnist fyrsta skáldsaga
Rögnu Sigurðardóttur. Tabúlarasa
er prósaverk eftir Sigurð Guð-
mundsson. Guðlaugur Arason tek-
ur aftur upp þráðinn með skáld-
sögunni Hjartasalti.
Meðal bóka almenns efnis eru
New York, New York eftir Stefán
Jón Hafstein. Kría siglir um
Suðurhöf er framhald Kjölfars
kríunnar eftir Þorbjörn Magnús-
son og Unni Jökulsdóttur. Eftir
Svein Skorra Höskuldsson er ævi-
sagan Benedikt frá Auðnum - ís-
lenskur endurreisnarmaður. Vetr-
arvirki nefnist afmælisrit Björns
Th. Björnssonar.
Myndlistarbækur eru um Mat-
isse og Hrein Friðfinnsson.
Fyrr á árinu kom Sálfræðibókin.
Saga daganna er nýkomin út.
Annað bindi íslenskrar bók-
menntasögu er væntanlegt.
Einar Thoroddsen hefur samið
handbókina Vínin í ríkinu. Karla-
fræðirinn er verk K. Purvis.
í vor kom út íslandsbók á ensku
eftir þau hjón, Esbjörn og Rakel
Rosenblad. Á vegum háskólafor-
lagsins Heimskringlu kemur Hag-
lýsing íslands eftir Sigurð Snæv-
arr. Hugtök og heiti í norrænni
goðafræði eftir R. Simek er líka
Heimskringlubók.
Stórbók með verkum Ólafs Jó-
hanns Sigurðssonar kemur út. Á
slóðum Vilhjálms eru sögur eftir
leikritum Shakespeares skráðar
af Helga Hálfdanarsyni. Ýmsar
gjafabækur og endurprentanir eru
áætlaðar.
Kóraninn kemur út í þýðingu
Helga Hálfdanarsonar. Ódysseifur
II er framhald þýðingar Sigurðar
A. Magnússonar á skáldsögu Ja-
mes Joyce. Erlingur E. Halldórs-
son hefur þýtt Gargantúa og
Pantagrúl eftir F. Rabelais. Bókin
um hlátur og gleymsku eftir Milan
Kundera er þýdd af Friðrik Rafns-
syni eins og fleiri bækur höfundar-
ins. Nadine Gordimer er höfundur
smásagnasafnsins Ferð allra ferða
í þýðingu Ólafar Eldjárn. Lítinn
heim eftir David Lodge þýðir
Sverrir Hólmarsson. Ingibjörg
Haraldsdóttir þýðir Ódauðlega ást
eftir L. Petrúshevskaju. Fimm
fíngra mandlan er smásagnasafn
eftir Torgny Lindgren í þýðingu
Hannesar Sigfússonar.
Mál og menning gefur út fjölda
bóka fyrir börn og unglinga. Him-
inninn er allsstaðar er saga um
sjö ára telpu eftir Sólveigu Trau-
stadóttur. Markús Árelíus flytur
suður er þriðja saga Helga Guð-
mundssonar um seinheppinn kött.
Klukkan Kasslópeia og húsið í
dalnum er saga um fróðleiksfúsa
krakka eftir Þórunni Sigurðardótt-
ur og unnin jafnhliða útvarpsleik-
riti. Reykvískir krakkar í átökum
við bófa eru söguhetjur Diddu
dojojong og Dúa dúfnaskíts eftir
Einar Kárason. Leif Esper Andres-
en íjallar um tíma galdrafárs í
Brennd á báli. Astrid Lindgren á
tvær sögur: Alltaf gaman í Óláta-
garði og Baun í nefi Betu. Sumar-
leyfissögur af Frans er fimmta
bókin um Frans eftir Christine
Nöstlinger.
Meðal unglingabóka er Á
háskaslóð, saga um ævintýralega
siglingu eftir Eyvind P. Eiríksson.
Við Urðarbrunn eftir Vilborgu
Davíðsdóttur hermir frá ungri
ambáttardóttur af fyrstu kynslóð
íslendinga. Hvolpavit eftir Þor-
stein Marelsson er framhald Milli
vita. Úlfur, úlfur eftir Gillian Cross
er saga um stúlku sem verður
miðdepill í sprengjumáli á vegum
IRA. Mats Wahl er höfundur Hús-
bóndans, sögu um síðasta sjóræn-
ingjann á Eystrasalti.
Myndabækur fyrir börn eru eft-
ir Áslaugu Jónsdóttur, Þóru Sig-
urðardóttur; Önnu Vilborgu Gunn-
arsdóttur, Árna Árnason, Halldór
Baldursson, Önnu Cynthiu Lepler
og Alison Claire Darke. Nokkrar
fræðslubækur fyrir börn koma út
og að auki handbók fyrir foreldra
sem hefur hlotið heitið Leikir og
leikföng fyrir börn frá fæðingu til
fímm ára aldurs.
Sítrónu
VaniIIu
Royal
-uppáhaldið mitt!
ROYAL skyndiréttur fyrir þá sem geta
ekki beðið.
Aðrar bragðtegundir:
Jarðarberja
Súkkulaði
Njörður P. Njarðvík
Kynning
á verkum
NjarðarP.
Njarðvík
BÓKMENNTAKYNNING verð-
ur haldin í aðalsal Framhalds-
skóla Vestfjarða á Isafirði á
morgun, laugardag 30. október,
kl. 16. á vegum Menningarráðs
Isafjarðar, Bókaútgáfunnar Ið-
unnar og framhaldsskólans.
Kynningin er haldin í tilefni af
þrjátíu ára rithöfundarafmæli
Njarðar P. Njarðvík, dósents og
rithöfundar.
Á kynningunni mun Njörður
sjálfur lesa upp úr nýjustu bók
sinni, Hafborg, sem kemur út á
morgun. Þar er um að ræða skáld-
sögu sem fjallar um isfirska tog-
arasjómenn. Vésteinn Ólason, pró-
fessor í íslenskum bókmenntum
við Háskóla íslands, flytur erindi
um ritstörf Njarðar. Þá mun Guð-
rún Jónsdóttir söngkona syngja
nokkur lög, undirleik annast Beáta
Joó. Nemendur framhaldsskólans
sjá um kaffísölu í hléi.
Njörður P. Njarðvík er ísfirðing-
um að góðu kunnur. Hér fæddist
hann 30. júní 1936. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
á Akureyri 1955 en kandidats-
prófi í jslenskum fræðum frá Há-
skóla íslands 1964 og doktors-
prófí frá háskólanum í Gautaborg
á sl. vori. Á árunum 1966-71 var
hann lektor við háskólann í Gauta-
borg. Síðan hefur hann kennt ís-
lenskar bókmenntir við Háskóla
íslands. Njörður hefur tekið mjög
virkan þátt í félagsstörfum af
ýmsu tagi, m.a. var hann í fjögur
ár formaður útvarpsráðs.
Fyrsta bók Njarðar, Sá svarti
senuþjófur, kom út 1963, fyrir
réttum þijátíu árum. Frá hans
hendi hafa síðan m.a. komið skáld-
sögur, ljóðabækur, fræðirit og
barnabækur, alls hátt í tuttugu
rit, en auk þess hefur hann þýtt
mörg erlend bókmenntaverk á ís-
Iehsku.
Allir eru velkomnir á þessa
kynningu meðan húsrúm leyfír,
ísfirðingar og . nágrannar eru
hvattir til að. fjölmenna.
Stretsbuxur
kr. 2.900
Mikið úrval af
allskonar buxum
Opið ó laugardögum
ki. n -i6