Morgunblaðið - 29.10.1993, Side 13

Morgunblaðið - 29.10.1993, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 13 !****<%»& ^nZ?áS EINSTAKT INNGÖNGUTILBOÐ í BÓKAKLÚBB BARNANNA Bruðlað hjá ríkinu? VELO wmi fEVINTÝRffBfEKCIR RDI EINNRRI SKEMMTILEGT MIKKA MÚS-ÚR FYLGIR MEÐ í KAUPBÆTI Bokaklubbur barnanna er lifandi og fjölbreyttur bókaklúbbur fyrir börn. Ef þú gerist felagi innan 10 daga færðu tvær vandaðar og skemmtilegar ævintýra- bækur frá W alt Disney á aðeins 895 krónur . Einmg fær barnið skemmtilegt Mikka Mús-úr ásamt blaði klúbbsins, Gáska. Engar kvaðir fylgja aðild að klúbbnum. ■* yigjr J wMvi Láttu barniö þitt lesa góöar og vandaöar bækur því þannig eykst lestrarkunnátta, ímyndunarafl og andlegur þroski barnsins. Tryggöu barninu góöar bækur og úr aö gjöf! Taktu ákvöröun strax í dag. Síminn er VAKA-HELGAFELL Lifandi utgafa og þjonusta vio þig! eftir Mörtu Sigurðardóttur í frétt Morgunblaðisins 29. sept. þar sem fjallað vár um uppsagnir tæplega hundrað starfsmanna á leikskólum/skóladagheimilum Rík- isspítala kom ýmislegt fram sem kom undarlega fýrir sjónir. Sem leikskólafulltrúi hef ég umsjón með rekstri leik- skóla/skóladagh. og langar mig að koma eftirfarandi á framfæri. Ég hef unnið við leikskólamál Ríkisspítala í rúm 16 ár og hafna alfarið að um bruðl, lúxus og tómt rugl sé að ræða. I símtali í byrjun september upp- lýsti Bergur Felixson fram- Marta Sigurðardóttir kvæmdastjóri Dagvistar barna mig um að kostnaður við hvert barn í heilsdagsvistun (8-9 tíma) hafi verið 445 þús. krónur á árinu 1991. Sambærilegur kostnaður hjá Ríkis- spítölum árið 1991 var 502 þús. krónur. Þarna munar 57 þús. krón- um á barn á ári. Lággur sá munur í því, að leikskólum Ríkisspítala er ekki lokað í einn mánuð í sumar- leyfum vegna starfsemi spítalans. Þeir voru opnir 12 tíma á dag, opið var á laugardögum, ef foreldr- ar þurftu á því að halda. Fóstrur tóku 2 starfsdaga í yfirvinnu á laugardegi, því ekki var talið hægt að loka leikskólunum á virkum degi. Að síðustu, þá er hlutfall fóstra af heildarstarfsmannafjöld- anum hærra á leikskólum Ríkisspít- ala en í sumum sveitarfélögum. í sparnaðartillögum frá fóstrum fyrir árið 1992 var lagt til að lokað yrði á laugardögum og opnunar- tíminn styttur í 11 klst. á dag. Starfsdagar fóstra yrðu teknir á teknir á virkum dögum og dregið yrði úr starfsemi yfir sumarmánuð- ina, án þess að loka. Þá var gjald foreldra í sam- búð/hjónabandi hækkað um nærri sex þúsund krónur á mánuði fyrir hvert barn. Með þessu móti töldum við að hægt væri að spara töluvert og minnka þjónustuna þannig að sem fæstir fyndu verulega fyrir því. Og það gekk eftir, með þessum breytingum lækkaði upþhæðin sem Ríkisspítalar greiddu með hveiju barni í 376 þúsund krónur á ári. Rétt er að það komi fram að starfsmenn 27 stétta eiga börn á leikskólum/skóladagheimilum og Sóknarstarfsmenn hafa verið þar á meðal. í fréttinni er haft eftir Önnu K. Jónsdóttur formanni stjómar Dag- vistar barna að „okkar kerfi er fyrir almenning en ekki fyrir sér- hópa“. Nú er það þannig að mjög margir foreldrar vinna 8 stunda vinnudag, en séu þeir í sam- búð/hjónbandi eiga þeir einungis kost á að kaupa 4-5 eða 6 tíma vistun á dag, 20-25 eða 30 tíma á viku. Og það dugir ekki fyrir 8 stunda vinnudag eða 40 stunda vinnuviku. Eru foreldrar í sam- búð/hjónabandi sem þurfa 8 tíma vistun á dag fyrir börn sín almenn- ingur eða sérhópur? Þessir foreldrar þurfa að kaupa sér einhvern til að annast barnið til viðbótar, t.d. dagmömmu. Hvers vegna ekki að leyfa foreldrum í sambúð/hjónabandi að kaupa 8 stundir á dag? Það gefur augaleið að það er miklu betra fyrir barnið að dveljast á sama stað allan þann tíma sem foreldrar eru við vinnu. Eg held að það sé stefna stjóm- ar Dagvistar barna að bjóða for- eldrum í sambúð/hjónabandi alls ekki 8 tíma vistun. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér eða viti ekki betur. Yfir 90% foreldra sem eiga böm á leikskólum Ríkisspítala eru í sam- búð/hjónabandi og eiga samkvæmt þessu alls ekki kost á 8 tíma vistun og því er næsta spuming: þarf að breyta vaktafyrirkomulagi sjúkra- húsanna og hafa fjórskiptar vaktir í 6 tíma í senn, til að það falli að kerfí Dagvistar barna? _ STEINAR WAAGE _ SKÓVERSLUN Herrainniskór „Ég held að það sé stefna stjórnar Dagvistar barna að bjóða foreldrum í sam- búð/hjónabandi alls ekki 8 tíma vistun.“ Að lokum, ég veit ekki betur en að faglært starfsfólk hjá Dagvist barna njóti sömu fyrirgreiðslu fyrir börn sín og starfsfólk Ríkisspítala hefur fengið, enda á Dagvist bama áreiðanlega erfítt með að fá fag- lært fólk til starfa eins og sjúkra- húsin. Höfundur er Ieikskólafulltrúi. Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212. Verð 995,- Litur: Svart m/gráu Stærðir: 40 - 46 Tökum við notuðum skóm handa bágstöddum. POSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR © DISNEY

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.