Morgunblaðið - 29.10.1993, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993
Eins og ég sá hana
frá upphafi
- segir Hrafn Gunnlaugsson um nýju kvikmyndina sína, sem verður
frumsýnd í kvöld
eftir Elínu Pálmadóttur
í KVÖLD verður frumsýning á nýrri íslenskri kvikmynd, Hin helgu
vé, eftir Hrafn Gunnlaugsson í Regnboganum, og verður myndin
sýnd þar áfram næstu vikur. Hvolpaást er viðfangsefni myndarinn-
ar. Hún segir frá 7 ára dreng, sem verður ástfanginn af tvítugri
heimasætunni, en hún er lofuð pilti á næstu eyju. Hann hyggst og
reynir að frelsa hana úr fjötrum með hjálp víkingsins í álagahaugn-
um. Úr því verður falleg, hrífandi mynd með talsverðri spennu, tek-
in á Breiðafirði og í Gróttu. Mynd fyrir fólk á öllum aldri.
Myndin er byggð á minningum
Hrafns frá því hann var ungur
drengur sendur í sveit til Guðmund-
ar í Skáleyjum á Breiðafirði. Hann
segir að þrjár af fyrri myndum sín-
um séu í rauninni sjálfsögulegar
myndir, þ.e. Óðal feðranna, Hrafn-
inn flýgur og Hin helgu vé. Óðal
feðranna fjallar um það þegar hann
vann á unglingsárunum í sveit ann-
ars staðar á landinu. í þessum
tveimur myndum kveðst hann hafa
ort út frá íslenskri sveit. í Hrafninn
flýgur yrki hann einnig út frá
myndum sem kviknuðu í kollinum
á honum þegar faðir hans og María
amma hans lásu fyrir hann upp úr
íslendingasögunum áður en hann
var orðinn almennilega læs sjálfur.
Hin helgu vé hefur átt langan
aðdraganda, næstum áratug, að því
er Hrafn segir: „Þegar ég var búinn
með Hrafninn flýgur var frumhand-
rit að þessari mynd tilbúið og ég
sýndi fyrstu drögin framleiðanda
Hrafnsins, Bo Jonsson. Hann taldi
að ég ætti að fara í þessa mynd,
sem hann kallaði þá þegar
Pojkdrömmar á sænsku. Þegar svo
Hrafninn flýgur fékk þann góðan
byr sem varð, bæði fjárhagslega
og listrænt, þá komu ijársterkir
aðilar og vildu endilega að ég gerði
fleiri víkingamyndir. Það urðu I
skugga hrafnsins og Hvíti víkingur-
inn. Þær myndir tvær voru eigin-
lega hliðarspor."
Af þessum sökum dróst svona
lengi að Hrafn kæmist í að gera
Hin helgu vé. „Þegar Nouðrlanda-
þjóðimar ákváðu að vinna saman
að einni mynd frá hveiju landi til
sýningar í Cannes, var auglýst eftir
íslenska framlaginu og skipuð dóm-
nefnd til að velja úr umsóknum.
Þá lagði ég handritið fram, en ís-
lenska nefndin hafnaði því. Fyrir
tveimur árum veitti Kvikmynda-
sjóður svo til hennar 21 milljón, sem
nægði til að komast í gang. Og ég
var með loforð fyrir 2,4 milljónum
s.kr. frá Norræna kvikmyndasjóðn-
um. En þegar til átti að taka hafði
framkvæmdastjórinn Bengt Fors-
berg tæmt sjóðinn og það var ekki
Heimasætan á bænum (Alda Sigurðardóttir) ætlar að fara að gifta sig pilti á næstu eyju.
fyrr en með stuðningi menntamála-
ráðuneytisins að ég fékk minni
hluta þess sem mér var lofað, eina
milljón sænskra króna. Þá var ég
kominn með nærri þriðjung af íjár-
mögnuninni, en myndin kostar um
80 milljónir. Það var til þess að ég
varð að selja sýningarréttinn að
gömlu myndunum mínum til
menntamálaráðuneytisins, en það
var síðar lagt út á versta veg af
rógtæknum á þingi. Þegar ég var
búinn að selja þær tókst að ljúka
upptökum á myndinni í fyrrahaust.
Þá var eftir að fjármagna eftir-
vinnsluna og ég sótti um styrk til
Kvikmyndasjóðs, sem hafnaði
myndinni í annað sinn. Formaður
úthlutunarnefndar var þá líka Árni
Þórarinsson. En bankar og kunn-
ingjar heima og erlendis hjálpuðu
mér. Jafnframt þurfti að grípa til
þess að einfalda verkið. Þessvegna
er tónlistin eins og hún er, unnin
upp úr Kóraifantasíu Beethovens í
stað þess að vera samin sérstak-
lega. En það getur verið kostur
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Handslökkvitækið bjargaði miklu
JÖRUNDUR Traustason með handslökkvitækið sem bjargaði því að
ekki fór enn verr þegar eldur kom upp í íbúð fjölskyldunnar við
Grundargerði. Með honum á myndinni er Sigríður dóttir hans.
Fyrirlestur
Tími: Laugardagurinn 30. október kl. 14.00.
Staður: Háskólinn á Akureyri við Þingvallastræti,
stofa 24.
Flytjandi: Dr. Steven Cronshaw, prófessor við
Guelph háskólann í Kanada.
Efni: Vinnuréttur og mannréttindi í Kanada.
Öllum heimill aðgangur
Raðhúsíbúð í Grundargerði stórskemmdist í eldi
Húsráðandi óð inn í mökk-
inn með handslökkvitæki
„ÍBÚÐIN var full af reyk, mökkur yfir öllu og það sást ekki
í neitt,“ sagði Jörundur Traustason um aðkomuna að heimili
sínu I hádeginu í gær, en þar kom upp eldur sem stór-
skemmdi íbúð hans og eiginkonu hans Ingveldar Jóhannesdótt-
ur að Grundargerði 6i, sem er raðhúsíbúð á tveimur hæðum.
Jörundur slökkti eldinn með handslökkvitæki áður en slökkvil-
ið kom á vettvang. Umtalsverðar skemmdar urðu í íbúðinni.
Jörundur hafði skroppið heim
um kl. 11 í gærmorgun og þá var
allt eins og átti að vera, en hann
fór aftur út 10 til 15 mínútum
síðar. Um hádegisbil komu þau
Ingveldur heim og sáu í fyrstu
ekkert athugavert. „Það var ekki
fyrr en ég opnaði hurðina frá for-
stofunni inn í íbúðina, að ég fann
að eitthvað var á seyði. Það gaus
þá á móti okkur ægileg reykjar-
lykt og íbúðin var gjörsamlega
full af reyk, það lá mökkur yfir
■ HIÐ árlega herrakvöld
Þórsara verður haldið í Hamri,
félagsheimili Þórs, laugardag-
inn 30. október. Ræðumaður
kvöldsins verður Steingrímur
J. Sigfússon alþingismaður og
veislustjóri verður Oddur
Helgi Halldórsson. Von er á
ýmsum uppákomum. Borðhald
hefst kl. 20, húsið opnað kl.
19. Miðasala og upplýsingar
gefnar í Hamri.
öllu og sást ekki handa skil,“ sagði
Jörundur.
Lét vaða eins og ég mögulega
gat
Hann brá strax við og sótti
handslökkvitæki sem geymt er í
þvottahúsi við útidyrnar, stökk inn
í mökkinn og paufaðist gegnum
hann inn í eldhús þar sem eldurinn
var og sprautaði úr tækinu þrisvar
sinnum. „í þriðja skiptið sem ég
dældi úr tækinu lét ég vaða eins
og ég mögulega gat, en mér var
farið að líða verulega illa þarna
inni og hljóp því út. Ég sá ekkert
til og keyrði á eitthvað, sennilega
ísskápinn og var töluverðan tíma
að ná áttum, en komst út að lok-
um,“ sagði Jörundur.
Á meðan á þessu stóð hringdi
Ingveldur í slökkvilið sem kom
strax á staðinn og sagði Tómas
Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri
að litlu hefði mátt muna að verr
hefði farið, viðbrögð hefðu verið
hárrétt. Mikill hiti hefði verið í
Eldhúsið logaði
ELDHÚS íbúðarinnar er illa far-
ið eftir eldsvoðann.
íbúðinni og allt benti til að eldur
hefði verið um það bil að blossa
upp.
Slökkvilið Akureyrar sá um að
reykræsta íbúðina, en sót og reyk-
ur voru um hana alla og talið Jör-
undur að hún yrði óíbúðarhæf
sennilega í um vikutíma. Eldurinn
kom upp í eldhúsinu, en Tómas
Búi sagði í gær of snemmt að
segja fyrir um eldsupptök.