Morgunblaðið - 29.10.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993
19
þegar upp er staðið. Eins þurfti að
einfalda videotöku Gests.“
„Þótt oft blési á móti fjárhags-
lega varð eitt til þess að ég hélt
það út að bregðast ekki mínu hug-
arfóstri," segir Hrafn. „Þegar ég í
upphafí lét þýða handritið á ensku
og sýndi það erlendis, fékk ég strax
tilboð frá Noregi, Svíþjóð og Banda-
ríkjunum frá aðilum sem vildu
kaupa handritið, en leist ekki á að
láta taka myndina hér uppi á ís-
landi á íslensku, heldur á ensku eða
sænsku. Aðrir útlendingar vildu
leggja fram töluvert fjármagn upp
á það að hafa áhrif á lokaklipping-
una. En reynsla mín af því að sleppa
hendinni af lokaklippingunni í Hvíta
víkingnum og I skugga hrafnsins
var slík, að mér fannst það ekki
koma til greina. Þeim verkum hafði
verið misþyrmt án þess að ég gæti
afstýrt því.“
Hrafn segir Hin helgu vé frá
upphafi til enda nákvæmlega eins
og hann hafði alltaf séð myndina
fyrir sér. Eins og raunar fyrrnefndu
sjálfsævisögulegu myndimar tvær,
en sami framleiðandi er að þeim
öllum, Svíinn Bo Jonsson. Samstarf
þeirra hefur verið frábært. Segir
Hrafn að með því að hafa sjálfur
svona vald á framkvæmdinni með
framleiðanda sem leggi megin
áherslu á höfundarrétt leikstjórans
sé ekki alltaf verið að velta fyrir
sér áhorfendum, á hvaða markhópa
eigi að miða.
Til hvaða hópa er Hin helgu vé
þá líkleg að höfða, nú þegar hún
er fullgerð? Hrafn vitnar í Bo Jons-
son sem svaraði að hann viti ekk-
ert hverjir muni koma að sjá hana,
ætli það séu ekki allir hópar. Mynd-
in muni finna sinn eigin markhóp.
Ef dæma má eftir viðbrögðum ungs
drengs, sem sat fýrir aftan undirrit-
aða með mömmu sinni á prufusýn-
ingunni, virðist hún að minnsta
kosti geta náð til barna sem fullorð-
inna. Honum þótti mjög gaman.
,,Eg fann strax að þeir sem sáu
handritið sögðu þetta vera svo erf-
itt efni, enda snertir það við bann-
svæðum, þegar ungur drengur fer
að uppdaga kynferði sitt. Óhjá-
kvæmilega kemur sá tími í lífi hvers
karlmanns að hann finnur að holdið
getur verið sterkara en andinn. Um
þetta er viðkvæmt að fjalla án þess
að missa jafnvægið. Maður veit
ekki hvemig til tókst fyrr en maður
fer að sjá myndina vaxa út úr klippi-
græjunum hvernig til hefur tekist,"
segir Hrafn og bætir við að þá fari
það geysimikið eftir því hvemig
hafi tekist til með val á leikurum.
í Hinum helgu véum eru stór
hlutverk í höndum tveggja barna.
Er það ekki erfitt? Hann segir það
geta verið það. „En ef í vinnunni
næst sterkt trúnaðartraust milli
leikstjóra og bams, þá getur barnið
náð ennþá meiri hreinleika í sinni
tjáningu en fullorðnir,“ segir
Hrafn.“ Steinþór og Tinna eru ekki
bara þarna. Þau leika. Enda vorum
við hátt á annan mánuð að æfa.
Þar naut ég frábærrar aðstoðar
Maríu Sigurðardóttur.“ Þriðji aðal-
leikarinn er unga stúlkan í eyjunni,
sem leikin er af Öldu Sigurðardótt-
ur. Alda sótti um þegar Hrafn var
að velja leikara í Hvíta víkinginn.
Þá var hún 15 ára gömul. Kvaðst
Hrafn hafa séð hvað í henni bjó og
þótt hún yrði ekki valin í aðalhlut-
verkið fékk hún smáhlutverk í þeirri
mynd. Og nú valdi Hrafn þessa 18
ára gömlu Verslunarskólastúlku.
„Það er mikil hryggsúla í þessari
stelpu. Kæmi mér ekki á óvart þótt
hún ætti framtíð fyrir sér“, segir
hann. „Svo er ég með minn uppá-
haldsleikara, Helga Skúlason og
Valdimar Flygenring. Það eru menn
sem geta bmgðið sér í hvaða gervi
sem er og ég ber mikla virðingu
fyrir,“ segir hann. í myndinni kem-
ur fyrir hópur af krökkum. Þegar
verið var að pmfa krakkana, þá
komu fram margir frábærir ein-
staklingar, svo hann átti mikinn
varasjóð til að ganga í. „Það er
mjög sjaldgæft að maður standi upp
frá mynd og hugsi ekki að í eitt-
hvert hlutverk hefði kannski átt að
velja annan. En svo er alls ekki
hér,“ segir hann.
Eitt atriði úr myndinni Rísandi sól.
Sambíóin sýna kvik-
myndina Rísandi sól
SAMBÍÓIN hafa tekið til sýningar stórmyndina Rísandi sól
eða „Rising Sun“ með hinum frábæru leikurum Sean Conn-
ery og Wesley Snipes í aðalhlutverkum. Mynd þessi er byggð
á samnefndri metsölubók Michaels Crichtons sem hefur verið
afar umdeild, einkum fyrir túlkun á samfélagi Japana í Banda-
ríkjunum.
I myndinni segir frá rann-
sóknarlögreglumanninum Web
Smith (Snipes) sem fenginn er til
að rannsaka morð á ungri konu
sem finnst í stjómarherbergi jap-
ansks stórfyrirtækis í Los Angel-
es. Dularfullt símtal leiðir hann til
leynilögreglumannsins Johns Con-
nors (Connery); skrýtinn og
skuggalegur náungi, sem sagður
er vera í tygjum við Japani. Con-
nors gerist einskonar leiðsögu-
maður hins unga rannsóknar-
manns í málinu og upplýsir hann
um ýmis hátæknileyndarmál fram-
tíðar, forna siði og samstöðu Jap-
ana. Eftir því sem þeir verða fróð-
ari um hina dularfullu morðgátu
eru þeir í meiri lífshættu.
Mynd þessi hefur fengið ein-
róma lof gagnrýnenda hvarvetna
sem hún hefur verið sýnd og er
talin meðal bestu spennumynda
ársins.
Ásamt Connery og Snipes fara
Harvey Keitel, Cary-Hiroyuki
Tagawa og Kevin Anderson með
stór hlutverk í myndinni. Leik-
stjóri er Philip Kaufmann.
Sætaskipti
23. til 30. október
Sæti Títlii Flyf jandi Síðöst Vikur ||
t 1 Algjört möst Ýmsir 2 2
é 2 Pearl Jam Pearl Jam 1 1
t 3 What's Love Got to do With it Tina Turner 11 3
<n> 4 In Utero Nirvana 4 3
t 5 The Boys The Boys 8 1
6 Black Sunday Cypress Hill 3 3
t 7 Bat Out of Hell II Meat Loaf 12 2
«1» 8 Zooropa U2 5 3 .
<n> 9 Ten Pearl Jam 9 3
t 10 10 Summeners tales Stina 15 3
t 11 Now1993 Ýmsir XX 0
t 12 The Album Haddaway ai 2
t 13 Now 25 Ýmsir ai 2
<n> 14 Ekki þessi leiðindi Bogomil Font 14 3
é 15 Bigger Better Faster 4 Non Blondes 6 2
t 16 Hits '93 Vol 3 / Ymsir XX 0
t 17 Core Stone Temple Pilots 19 3
é 18 Debut Björk 13 3
19 Grensan Ýmsir 18 3
4> 20 Rokk í Reykjavík Ýmsir 7 3
XX = nýtt inn á lista aiaftur inn á lista |
Culture Club er gott
dæmi umtilbúna
hljómsveit, líkt og
þeir Milli Vanilli fé-
lagar og álíka sveitir
sem þýskir tónfröm-
uðir hafa framleitt f
gegnum árin. Að
þessu sinni heppnast
tilbúningurinn betur
en oft áður vegna fyr-
irtaks söngkonu
flokksins.
Itoppsæti íslenska popplistans,
Topp XX, þessa viku situr aft-
ur safnplatan Algjört möst eftir
að hafa haft sætaskipti við Pearl
Jam í síðustu viku, en Pearl Jam-
platan kom þá ný inn á lista.
Reyndar eru þessar tvær plötu í
nokkrum sérflokki hvað varðar
plötusölu; seljast allmiklu meira
en næstu plötur á eftir. Þéssi
staða er einnig til marks um það
að íslensk útgáfa fyrir jólin er
ekki enn komin almennilega af
stað, en í næstu viku má búast
við að plata Bubba Morthens,
Lífið er Ijúft, eigi eftir að blanda
sér í toppbaráttuna og síðan
hver af annarri eftir því sem jóla-
plöturnar koma út.
Góð sala á Algjöru mösti, sem
er sannanlega mest selda plata
landsins um þessar mundir, vek-
ur nokkra athygli, því á plötunni
eru helst lög sem búin eru að
vera vinsæl en hafa dalað, til að
mynda lag Culture Club, Mr.
Vain, Delicate með Terence
Trent D’Arby, Happy Nation með
sænsku diskósveitinni Ace of
Base og Runaway Train með
Soul Asylum, en líklega þykir
kaupendum fengur að komast
yfir lögin öll í einum pakka. Önn-
ur lög á plötunni eru Slow Motion
með Leilu K., I Don't Like Reggae
með French Connection, More
and More með Captain Holly-
wood, Faces með 2 Unlimited,
gamli Grease-slagarinn You’re
the One that I Want sem þau
Debbie Gibson og Craig
McLachlan syngja, La Tristese
Durea með Manic Street Preach-
ers, So Young með Suede, Voice
of Freedom með Freedom Will-
iams, lagasyrpa með helstu lög-
um KC & the Sunshine Band,
svokallað „Megamix, The Official
Bootleg” og loks er lagið Con-
demnation með Depeche Mode.
Athygli vekur einnig sterk
staða Pearl Jam í öðru sæti list-
ans og ekki síður að frumsmíð
sveitarinnar, Ten, sé einnig inni
á Top XX-listanum, en sú plata
sló á endanum út Nirvanaplötuna
Nevermind í sölu um heim allan.
Svo virðist einnig ætla að fara
með nýju plötu Pearl Jam, sem
ber einfaldlega nafn sveitarinnar,
því á meðan In Utero Nirvana
situr föst í fjórða sætinu, er Pearl
Jam í öðru sæti og í raun munar
meiru á sveitunum í sölu en lista-
staðan gefur til kynna. Það má
reyndar sjá á listanum að hreyf-
ing er meiri á titlum en margur
hefði spáð fyrir, en þar ræður
iðulega frekar innflutningsskipu-
lag fyrirtækjanna en skyndilegar
vinsældir, og gera má því skóna
að ör sigling til að mynda Stings
upp listann sé frekar vegna þess
að þurrð hafi verið af honum í
verslunum, en skyndivinsældir,
þó ekki megi gera of lítið úr aug-
lýsingaherferð innflytjenda.
Islenski popplistinn er unninn af Gallup fyrir Morgunblaðið, Sjónvarpið, Rás 2
og samtök hljómplötuframleiðenda.
Islenski popplistinn — TOPP XX — er á dagskrá sjónvarpsins á föstudögum
og á dagskrá Rásar 2 á laugardögum.