Morgunblaðið - 29.10.1993, Síða 21
Landsátak um velferð
barna í umferðinni
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993
21
Látum ljós
okkar skína
UNDANFARIN þrjú ár hefur
Bandalag íslenskra skáta staðið
fyrir landsátakinu: Látum ljós
okkar skína, til að auka öryggi
barna í umferðinni.
Endurskinsborðar og merki eru
einföld öryggistæki í umferðinni og
skv. athugun sést gangandi vegfar-
andi allt að fimm sinnum fyrr en
sá sem ekki hefur endurskinsmerki.
í lok októbermánaðar síðustu
þrjú ár hafa skátar dreift á öll heim-
ili barna á landinu, á ákveðnum
aldri öryggistækjum eins og end-
urskinsmerkjum og endurskins-
borðum sem ná yfir axlirnar, jafn-
framt fengu fjölskyldur þessara
barna rit þar sem bent var á þær
hættur sem leynast í umferðinni,
heima og heiman. í framhaldi af
þessu gengu skátar í bekki í skólum
landsins og vöktu athygli á umferð-
inni og hættum þeim sem þar eru.
Til að fjármagna þetta átak hafa
skátar selt happdrættismiða.
.■»
Ráðstefna
Félags fóta-
aðgerða-
fræðinga
RÁÐSTEFNA verður haldín á
vegum Félags fótaaðgerða-
fræðinga um fótamein fyrir
fótaaðgerðafræðinga og aðrar
heilbrigðisstéttir sem áhuga
hafa á málefninu laugardaginn
30. október á Hótel Lind kl. 14.
Robert van Lith,
forseti alþjóðlegra
samtaka fótaað-
gerðafræðinga,
FIP (Federation
Internationale Des
Podologues) sem
Félag fótaað-
gerðafræðinga,
FFF, er aðili að, Robert van Lith
mun halda fyrir-
lestur um fótamein og meðhöndlun
þeirra hjá fótaaðgerðafræðingum.
Allir innan heilbrigðisstétta sem
áhuga hafa á málefninu eru vel-
komnir á meðan húsrúm leyfir.
. --------» ♦ ♦----------
■ ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR aldraðra,
Dalbraut 27, Reykjavík halda sinn
árlega basar, laugardaginn 30. októ-
ber kl. 13.30. I fréttatilkynningu
segir að venju sé margt góðra muna,
þar á meðal smáhlutir, renndir úr
íslensku birki, rokkar, orf og hrífur,
hesputré, þvottabretti og balar, klif-
berar, hljólbörur, taurullur og margt
fleira. Leikföng saumuð og pijónuð,
mottur, teppi, svuntur, vettlingar og
sokkar, körfur, brúðurúm með rúm-
fötum.
■ FRÆÐSL UFUNDUR verður á
vegum Fuglaverndarfélags Islands
mánudaginn 1. nóvember í Odda,
húsi hugvísindadeildar Háskólans.
Fyrirlesari er Kristín Ólafsdóttir,
lyfjafræðingur. Erindi Kristínar ber
titilinn Tilvist stöðugra lífrænna eit-
urefna í íslenskum fálkum.
Þrír af aðalleikurum myndarinnar í hlutverkum sínum, Mary Stuart
Masterson, Johnny Depp og Aidan Quinn.
Kvikmyndin Benny
og Joon í Háskólabíói
HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina Benny og Joon
með Johnny Depp, Mary Stuart Masterson og Áidan Quinn í aðalhlut-
verkum. Myndin er liugljúf ástarsaga um tvær litlar manneskjur sem
verða ástfangnar. Leikstjóri er Jeremiah Chechik.
Joon (Masterson) hefur búið lengi
í vernduðu umhverfi Benny bróður
síns (Quinn). Hún er falleg og gáf-
uð, gædd listrænum hæfileikum, en
á við geðræn vandamál að stríða.
Benny er bifvélavirki sem leggur allt
kapp á að verja hana fyrir umheimin-
um. Inn í líf þeirra systkina kemur
óvænt Sam (Johnny Depp), aldeilis
furðulegur náungi sem er ekki eins
og fólk er flest. Hann hefur mikið
dálæti á meisturum þöglu myndanna
og þá sérstaklega Chaplin og Buster
Keaton. Hann tekur þá sér til fyrir-
myndar og reynir að lifa sig inn í
hlutverk þeirra. Sam kennir Joon
hina ýmsu leyndardóma lífsins eins
og t.d. að rista samloku með strau-
járni. Þau ná fljótt vel saman og
áður en langt um h'ður fer ástin að
gera vart við sig. Úr verður hugljúft
ævintýri sem lætur engan ósnortinn,
segir í fréttatilkynningu frá bíóinu.
SMURSTÖÐ
ÞVOTTASTÖÐ
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
UNDIRVAGNSRYÐVÖRN
S
tstts
Raggi Bjarna syngur og leikur af
fingrum fram á flygilinn um helgar.
Nýr sérrétta- og vínseðill.
Njótið lífsins í heillandi umhverfi!
Borðapantanir í shna 17759
Veitingahúsiá Naust
— -i/arXf/y /nrr)
Trúarleg stef í
nútímamyndlist
DR. GUNNAR Kristjánsson verður með fræðslumorgna laugardag-
ana 30. okt. og 6. nóv. í Víðistaðakirkju undir yfirskriftinni Trúar-
leg stef í nútímamyndlist.
Fyrri morguninn, 30. okt., verður
staldrað við áhrif dulúðar í myndlist
samtímans en þann síðari, 6. nóv.,
verður sjónum beint að ýmsum Jesú-
myndum nútímans sem tengjast póli-
tík og baráttu gegn ranglæti í veröld-
inni. Bæði er fjallað um íslenska og
erlenda list.
Báða morgnana verða sýndar lit-
skyggnur af listaverkum og rætt um
þau. Boðið er kaffi og gefinn kostur
á fyrirspurnum og umræðum.
Dr. Gunnar Kristjánsson er löngu
landskunnur fyrir erindi og greinar
um kristna trú og málefni líðandi
stundar, m.a. um kirkjuna og listina.
Hann fæddist árið 1945, lauk emb-
ættisprófi í guðfræði frá Háskóla
íslands árið 1970 og hefur stundað
framhaldsnám í Þýskalandi og
Bandaríkjunum. Dr. Gunnar er sókn-
arprestur á Reynivöllum í Kjós.
Um lifandi og áhugavert efni er
að ræða og fólk er hvatt til að sækja
fræðslumorgnana.
- Sr. Ólafur Jóhannsson.
Röð fræðsluerinda í
Hafnarfjarðarkirkju
DR. HJALTI Hugason, kirkju-
sagnfræðingur, heldur röð
fræðsluerinda sem nefnast: Þjóð
og kirkja í Safnaðarathvarfi Hafn-
arfjarðarkirkju, Suðurgötu 11,
þijá laugardagsmorgna nú á næst-
unni og fjallar í þeim um trúar-
skilning og sögu þjóðariunar.
Hjalti mun í skjótri hendingu líta
yfir þjóðarsöguna og gæta að nokkr-
um megináherslum í trúartúlkun og
viðhorfum sem mótað hafa lífsbar-
áttu og samfélag hér á landi og gefa
einnig gaum að samtíðinni.
Fræðsluerindi þessi hefjast kl. 11
og fer það fyrsta fram laugardags-
morguninn 30. október og halda þau
svo áfram 13. nóv. og 20. nóvem-
ber. Eftir hvert fræðsluerindi býður
sóknarnefnd viðstöddum upp á léttan
hádegisverð. Dr. Hjalti mun einnig
predika við messu 28. nóvember sem
er fyrsti sunnudagur í aðventu.
-----------».♦.♦-----
■ FJÖLSKYLDUSKEMMTUN
verður haldin í Vinabæ, Skipholti
22, laugardaginn 30. október.
Skemmtunin hefst kl. 14. Á dagskrá
verður galdrakarl, tónlist, dans,
lukkumiðar og margt fleira. Aðgang-
ur er ókeypis. Skemmtunin er á veg-
um Unglingareglunnar og Bama-
blaðsins Æskunnar.
Litir: Dökkgrænt og dimmrautt. Stærðir: S - M - L - XL
Verð kr. 5.670,-
5% staðgreiðsluafsláttur,
einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga.
ÚTILÍFf
GLÆSIB/E ■ SÍMI S12922
HS
ms
HUGSPIL - LEIKF0NG 0G T0WISTUNDIR
Stórglæsileg sýning og frábær fjölskylduskemmtun í Perlunni
dagana 27.-31. október.
Opið föstudag kl. 17-22s laugard. - sunnud. kl. 13-18.
Ókeypis aðgangur.
P E R L A N