Morgunblaðið - 29.10.1993, Page 22

Morgunblaðið - 29.10.1993, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Vextir og atvinnulíf * * Iræðu sinni á aðalfundi LIU í - gær sagði Kristján Ragnarsson, formaður sam- takanna, m.a.: „Með vaxandi lánsfláreftirspurn ríkisins hafa vextir hækkað óeðlilega mikið. Nú er talið, að raun- vextir hér á landi séu um 10% að meðaltali, á sama tíma og raunvextir í helztu viðskipta- löndum okkar eru á bilinu 6% til 7%. Svo mikill munur gengur ekki til lengdar og er nauðsynlegt að stjómvöld geri allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að draga úr lánsfjárþörf sinni og stuðla Jjannig að vaxtalækkun. Arð- i semi íslenzks atvinnulífs stendur engan veginn undir þeirri vaxtakröfu, sem nú er uppi.“ I ræðu sinni á sama fundi sagði Þorsteinn Pálsson, sjáv-' arútvegsráðherra: „Hitt er áhyggjuefni, að fjárfesting atvinnuveganna hefur dregizt verulega saman og víst er, að við vinnum okkur ekki út úr erfiðleikunum nema við getum aukið fjárfestingu og verðmætasköpun á nýjan leik. Lækkun vaxta mun skipta sköpum um það, hvort við náum markmiðum okkar að þessu leyti. Ég er mjög ákveðið þeirrar skoðunar, að sá stöðugleiki, sem hefur skapazt, hafí opnað mögu- leika á verulegri lækkun vaxta, sem nú eigi að knýja fram. En forsenda þess, að það megi takast, er áfram- haldandi stöðugleiki. Friður á vinnumarkaði mun vissulega ráða miklu þar um.“ í viðskiptablaði Morgun- blaðsins í gær var frá því sagt, að ýmislegt benti til þess, að vaxtalækkun væri í nánd. Bent var á, að ávöxtun- arkrafa húsbréfa hefur þok- ast niður á við og er nú 7,17% en var 7,40% í lok septem- ber. Vextir á svonefndum húsnæðisbréfum hafa lækkað og voru sl. þriðjudag 7,15% en voru 7,31% fyrr í mánuðin- um. Lækkun varð á ávöxtun- arkröfu nýjustu flokka spari- skírteina á Verðbréfaþingi í vikunni. Vextir á skamm- tímaverðbréfum hafa þokast niður úr um 12% í rúmlega 8%, í samtali við viðskiptablað Morgunblaðsins í gær sagði Eiríkur Guðnason, aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans: „Það er nauðsynlegt að hér verði frekari vaxtalækkun, sérstaklega á bankalánum og langtímamarkaði verðbréfa. Vextir hafa lækkað erlendis en það hefur ekki gerzt að sama skapi hér á landi.“ Ennfremur sagði aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans: „Eitt af því, sem veldur til- tölulega háum vöxtum, er mikil ásókn á innlenda verð- bréfamarkaðinn. Það má velta því fyrir sér, hvort ríkis- sjóður ætti frekar að beina athyglinni að erlendum lána- mörkuðum í bili til að létta af innlenda lánamarkaðnum ... Þetta er spuming um það, hvort menn sætti sig frekar við að auka erlendu skuldirnar eða hafa háa vexti hér áfram.“ í samtali við Morgunblaðið sl. laugardag sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, m.a.: „Raunvextir þurfa og eiga að lækka tiltölulega hratt. Að mínu mati fyrst niður fyrir hin erfiðu 7% og síðan áfram niður í 5%, sem er eðlilegt markmið ... Ég tel, að það sé útséð um það, að þó að við náum stöðugleik- anum, vinnufriðnum, lágri verðbólgu og hagstæðum við- skiptajöfnuði, þá vantar þennan stóra þátt, raun- vaxtalækkun, inn, ef menn eiga að eygja einhveija von í því, að fyrirtækin þori að leggja í einhveijar fjárfest- ingar.“ Eins og af þessum tilvitn- unum má sjá leggja bæði for- sætisráðherra og sjávarút- vegsráðherra nú mikla áherzlu á raunvaxtalækkun. Hið sama gera formaður LÍÚ og aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. í forystugrein Morgunblaðsins sl. sunnudag var því spáð með tilvísun til ummæla forsætisráðherra, að tíðinda mætti vænta af þess- um vígstöðvum á næstunni. Veruleg raunvaxtalækkun mundi gjörbreyta öllum við- horfum í atvinnu- og við- skiptalífí landsmanna. Vegna þess hve erfiðlega hefur gengið að knýja hana fram misserum saman hafa menn haft takmarkaða trú á því, að til þess mundi koma í fyrir- sjáanlegri framtíð, að vextir lækki hér eins og annars staðar. Yfirlýsingar ráða- manna síðustu daga benda til annars. Það yrðu mestu tíðindi í efnahags- og at- vinnumálum þjóðarinnar frá því, að núverandi ríkisstjóm tók við völdum. íslenskir bókaútgefendur hafa sameinast um óbreytt verð á jólabókunum í ár Taka á sig hækkun vegna virðisauka og gengisfellinga ALLIR helstu bókaútgefendur landsins hafa ákveðið að taka sjálfir á sig hækkanir vegna 14% virðisaukaskatts, tveggja gengisfellinga og almennra verðhækkana á árinu og halda jólabókaverði óbreyttu frá því um síðustu jól. Jóhann Páll Valdimarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, seg- ir ákvörðunina leiða til 14-20% verðlækkunar á bókaverði fyrir útgefendur. Til að mæta tekjuskerðingunni sem þessu fylgir hafa helstu bókaútgefendur landsins m.a. tekið ákvörð- un um að auglýsa ekki einstaka bókatitla í ljósvakamiðlum fyrir jólin. Aðspurður áætlar Jóhann Páll að kostnaður útgef- enda vegna gerðar og birtingar bókaauglýsinga í ljósvaka- miðlum fyrir síðust jól hafi numið um 50 milljónum eða um helmmgs heildarkostnaðar við Jóhann Páll sagði að með að- gerðunum væru bókaútgefendur sérstaklega að bregðast við álagn- ingu 14% virðisaukaskatts 1. júlí. „En aðstæður eru allar þannig í samfélaginu að við teljum ótækt að hækka bókaverð sem nemur virðisaukaskattinum, tveimur gengisfellingum og almennum verðhækkunum. Af þeirri ástæðu höfum við valið að grípa til allra mögulegra aðgerða til að draga saman kostnað og ná sem mestri hagræðingu í allri okkar starf- semi. Og stærsti einstaki liðurinn sem er á okkar valdi í þessu sam- bandi er auglýsingakostnaður- inn,“ sagði Jóhann og áætlaði að kostnaður útgefenda vegna gerð- ar og birtingar bókaauglýsinga í ljósvakamiðlum fyrir síðustu jól hefði numið um 50 milljónum eða um helmingi auglýsingakostnað- ar. Hann lagði hins vegar áherslu á að bókaútgefendur hefðu ekki að fullu og öllu sagt skilið við ljós- vakamiðlana um jólin því þeir myndu sameignlega standa að auglýsingar. auglýsingum í sjónvarpi til að minna landsmenn á tilvist bókar- innar og hvetja þá til að gefa jólabækur hér eftir sem hingað til. Að auki verður íslenskum bó- katíðindum dreift á hvert heimili og í prentmiðlum verður hægt að ganga að upplýsingum um ein- stakar bækur. Sterkur leikur í minnkandi kaupmætti Aðspurður hvort bókaútgefend- ur og þá sérstaklega smærri út- gefendur væru hugsanlega að tefla á tæpasta vað með því að taka þátt í aðgerðunum sagði Jó- hann að líta mætti á málið frá annarri hlið. „Spyrja má á mótí hvernig bóksala hefði orðið ef bækur hefðu hækkað um 20% og við hefðum haldið okkar striki og auglýst bæði í sjónvarpi og út- varpi. Ég tel að á tímum minnk- andi kaupmáttar séu aðgerðir af þessu tagi sterkasti leikurinn og besta auglýsingin sem bókin getur Morgunblaðið/Kristinn Virðisauki reiðarslag JÓHANN Páll Valdimarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgef- enda, segir að rekstrargrundvöllur bókaútgefenda sé erfiður um þessar mundir og álagning virðisaukaskatts á bækur hafi því verið mikið reiðarslag fyrir útgáfuna. í sjálfu sér fengið er að útgefend- ur axli þessar verðhækkanir,“ sagði Jóhann og bætti við að vissulega legðu útgefendur hart að sér. „Rekstrargrundvöllur bó- kaútgefenda er mjög erfíður um þessar mundir og virðisaukaskatt- ur á bækur því mikið reiðarslag fyrir útgáfuna." Ekki stefnumarkandi Jóhann Páll lagði áherslu á að aðgerðin gilti aðeins fyrir næstu jól og ekki bæri að líta á hana sem stefnumarkandi. „Hins vegar er það von mín að í framtíðinni dragi útgefendur úr kostnaði við markaðssetningu bóka vegna þess að það er deginum ljósara að kostnaður vegna auglýsinga er farinn úr böndunum og ekki í nokkru samræmi við okkar litla markað. En auðvitað gildir þetta alls ekki aðeins um bækur heldur marga aðra vöru sem verið er að markaðssetja hér á landi. Þannig væri óskandi að aðgerðirnar gætu orðið öðrum atvinnugreinum for- dæmi.“ Hvað þátttöku í aðgerðunum varðaði sagði Jóhann Páll tiyggt að allir helstu útgefendur tækju þátt í henni og samstaðan væri breið og almenn meðal útgefenda. Þó hefði frést, að Fróði yrði ekki með. Því væri ekki hægt að full- yrða að allir væru með. Aðspurður áætlaði Jóhann Páll að markaðs- hlutdeild Fróða væri á bilinu 2-4% eða um 10-11 bækur af 4-500 titlum fýrir jólin. Qpinber heimsókn frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, til Noregs Minntust fómarlamba flugslyssins með þögn Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. 16.000 námsmenn mótmæltu fjárlagafrumvarpi norsku stjómar- innar í Þrándheimi þegar Vigdís Finnbogadóttir kom þangað í gær í fylgd Haralds Noregskonungs og Sonju drottningar. Mar- vin Wiseth, borgarstjóri Þrándheims, bauð Vigdísi velkomna og minntist flugslyssins í grennd við Namsos kvöldið áður. Sex manns fómst í slysinu og þeirra var minnst með þögn í eina mínútu. 36,5 millj. fyrir bíla- geymslu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka rúmlega 36,5 millj. til- boði lægstbjóðanda Húsanes hf., í byggingu bílageymslu við Aflagranda 40. Tilboðið er 74,96% af kostnaðaráætlun sem er tæpar 48,7 mil\j. Tíu tilboð bárust í verkið og átti Árbær hf., næst lægsta boð 75,08% af kostnaðaráætlun. Járnbending hf., bauð 78,16% af kostnaðaráætl- un, Ártak hf., bauð 82,34% af kostn- aðaráætlun, Byggðaverk hf., bauð 85,28% af kostnaðaráætlun, Sig- björn H. Pálsson bauð 85,66% af kostnaðaráætlun, S.R. Sigurðsson hf., bauð 86,82% af kostnaðaráætlun og Hagvirki-Klettur hf., bauð 87,74% en einn lið vantaði í tilboðið. Þá bauð ístak hf., 103,38% af kostnaðaráætlun og Iberg sf. bauð 132,31% af kostnaðaráætlun. A meðan námsmennimir biðu komu forsetans og konungshjón- anna sungu þeir lagið „Kanskje kommer kongen“ og lögðu áherslu á að mótmælin beindust ekki að gesti konungshjónanna, heldur fjárlagafrumvarpi stjómarinnar. Hundmð námsmanna og ann- arra gesta vom viðstödd þegar Vigdís var sæmd heiðursdoktors- nafnbót við háskólann í Þránd- heimi. „Að sjá hið ósýnilega með hjálp hljóðs,“ sagði Káre Molne, prófess- or við' háskólann, þegar hann lýsti nýju hábylgjutæki sem gestunum var sýnt í læknamiðstöð skólans. Ungur maður lagðist undir tækið til að .sýna hvernig ungt og heil- brigt hjarta lítur út. „Tæknin er dýr en fer vel með sjúklingana og veldur minni sárs- auka, fækkar legudögum þeirra og sparar þess vegna mikla fjármuni þegar upp er staðið,“ sagði Molne. Sterk bönd „Það eru sterk bönd milli íslands og Noregs, en enn sterkari bönd milli íslands og Þrándheims,“ sagði Marvin Wiseth borgarstjóri, sem hélt því fram að ef Þrándheimur og Þrændalög yrðu tekin úr norsk- um sögubókum yrði ekkert eftir af þeim nema kápurnar! Vigdis skoðaði einnig dómkirkj- una í Þrándheimi og konungshjónin buðu henni og 27 öðram til há- degisverðar í bústað sínum. Síðar fóru þau á hljómleika í dómkirkj- unni og þáðu boð erkibiskupsins í Þrándheimi. Aðalfundur Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna Anna Knstj ónsdóttir endurkjörin fomiaður HVOT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hélt sl. miðvikudag, 27. október, aðalfund sinn í Valhöll. Formaður félagsins, Anna Krisljónsdóttir, var einróma endurkjörin. Að formanni meðtöldum sitja níu konur í stjórn félagsins. Stjómina skipa, auk formanns: Kristín Zoéga, varaformaður, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, ritari, Oddný Vil- hjálmsdóttir, gjaldkeri, Ellen Ingva- dóttir, Guðrún Beck, Helga Ólafs- dóttir, Hrefna Ingólfsdóttir og Ing- veldur Fjeldsted. Þrjár síðastnefndu era nýjar í stjóminni en þær koma í stað Áslaugar Friðriksdóttur, Sig- ríðar Sigurðardóttur og Þuríðar Pálsdóttur. Góðri útkomu fagnað Fundurinn samþykkti eftirfar- andi ályktun sem lögð var fram af Björgu Einarsdóttur: „Aðalfundur Hvatar, félags sjálf- stæðiskvenna í Reykjavík, haldinn 27. október 1993, fagnar góðri út- komu kvenna í miðstjórnarkjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hinn 24. október sl. Jafnframt tekur aðalfundurinn undir ályktun Iandsfundarins um jafnréttis- og fjölskyldumál þar sem lögð er áhersla á jafnrétti kynjanna v til atvinnu, launa og menntunar, og ánægju er lýst með fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. Aðalfundur Hvatar minnir á kjör- orð sjálfstæðismanna, „Einstak- lingsfrelsi er jafnrétti í reynd“, og áréttar að inntak þess birtist í því að karlar og konur, hlið við hlið á öllum sviðum samfélagsins, beri sameiginlega ábyrgð." Gestur fundarins var Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor, en hann flutti framsögu um Siðferði og siðleysi í íslensku þjóðfélagi. Fundurinn var vel sóttur og umræð- ur fjörlegar, m.a. um framboðsmál í næstu borgarstjórnar- og alþingis- kosningum. Bygging bamaspítala eftir VíkingH. Arnórsson Það eru aðeins 36 ár síðan fyrsta bamadeild á íslandi — barnadeild Landspítalans — var sett á stofn. Hringskonur höfðu um árabil háð baráttu fyrir því að sérstökum bamaspítala yrði komið á fót í Reykjavík og safnað til þess fé. Á 6. áratugnum náðu þær samkomu- lagi við stjórn Landspítalans um að sjálfstæð barnadeild fengi inni í við- byggingu sem þá var í smíðum og reiddu fram sjóði sína þeirri hug- mynd til framdráttar. Húsnæðið sem barnadeild fékk til afnota á tveimur hæðum í ný- byggingu Landspítalans var glæsi- legt á sínum tíma og bætti úr brýnni þörf í heilbrigðisþjónustu fyrir böm og unglinga. Þetta húsnæði hafði þó strangt til tekið á sér ýmsa van- kanta eins og eðlilegt var því hvorki á teikniborðinu né í uppbyggingu hafði það verið hugsað til reksturs bamadeildar. Sérþarfir veikra bama á sjúkrahúsi era miklar og margvíslegar og slíkum sérkröfum getur verið erfitt að fullnægja í húsnæði sem byggt hefur verið til annarra nota. Sú uppranalega hugmynd Hringskvenna að byggður skyldi sérhannaður bamaspítali hefur því lifað áfram og er það raunar orðinn staðfastur ásetningur og stefna allra sem að málum hafa komið. Árið 1987 ákvað stjómamefnd rík- isspítala að slík bygging skyldi reist á Landspítalalóð á árunum 1994-97. Búið er að ákveða bygg- ingunni stað. Innan skamms hefst undirbúningur að útlitsteikningu og fyrirkomulagi öllu. Árið 1988 stofnaði starfsfólk Barnaspítalans og Kvenfélagið Hringurinn byggingasjóð til styrkt- ar þessu málefni. Sjóðnum hafa borist góðar gjafir og áheit. Hann nemur nú um 35 milljónum króna. Fyrir 3 áram var skipuð sérstök nefnd til að vinna að heildarstefnu- mótun fyrir ríkisspítala. Fengnir vora erlendir sérfræðingar til ráð- gjafar. Sérstakur starfshópur á veg- um bamadeildar skilaði ýtarlegu áliti. Það var einróma niðurstaða starfshópsins að spítalaþjónustu fyrir böm og unglinga skyldi sam- eina sem mest undir einu þaki og ekki væri þörf á nema einni barna- deild á höfuðborgarsvæðinu. Skoð- anir erlendu ráðgjafanna gengu í sömu átt. í þessu sambandi er vert að vekja á því athygli að það er yfirlýst stefna Félags íslenskra barnalækna að öll sjúkrahúsþjónusta við böm sé í framtíðinni best komin undir einni stjórn eins og segir í bréfi fyrrv. formanns félagsins til heilbrigðis- málaráðherra nú á dögunum. Enn- fremur er kveðið svo að orði í bréf- inu að öll skynsamleg rök mæli með því að nægilegt sé að hafa eina bamadeild í Reykjavík. Á það skal og lögð áhersla að ein bamadeild á höfuðborgarsvæð- „Á það skal og lögð áhersla að ein barna- deild á höfuðborgar- svæðinu er mun virkari og hentugri til kennslu og rannsókna en tvær eða fleiri.“ inu er mun virkari og hentugri til kennslu og rannsókna en tvær eða fleiri. Að undanförnu hefur í fjölmiðlvm talsvert verið fjallað um málefni sjúkrahúsanna í Reykjavík, verka- skiptingu og hagkvæmni í rekstri þeirra. Tilefnið er hinar miklu þrengingar í efnahagslífi þjóðarinn- ar og niðurskurður fjárvejtinga, ekki síst til heilbrigðismála. í þess- um umræðum hefur síðustu dagana gerst tíðrætt um hvert flytja skuli starfsemi þá er farið hefur fram á bamadeild Landakotsspítala en deildina mun eiga að leggja niður um næstu áramót. Leigusamningur notenda við ríkið um húsakost Landakots rennur að vísu ekki út fyrr en 1996 en vegna niðurskurðar á fjárveitingum ríkisins til reksturs Landakotsspítala í framvarpi til fjárlaga er brýnt að taka nú þegar ákvarðanir um framtíð bamadeild- arinnar. Yfirlýsingar hafa birst hvað eftir annað í fjölmiðlum um að bamadeildin eigi að flytjast á Borg- arspítalann. Þarna hefur einungis verið um viljayfirlýsingar ráða- manna Landakots og Borgarspítala að ræða en ekki heilbrigðismála- ráðuneytisins. Þar hefur engin ákvörðun verið tekin. í ársbyijun 1992 voru bráðavakt- ir fyrir fullorðna fluttar frá Landa- koti og yfir á Borgarspítala. Áður höfðu þær skipst þannig að af hverri 21 vakt vora 5 á Landakoti og 8 á hvorum hinna spítalanna, Borgar- spítala og Landspítala. Hlutdeild bamadeildar Landakots í vöktum hélst óbreytt, þ.e.a.s. 1 vakt á móti hveijum 2 sem barnadeild Landspít- alans annaðist. í júlí 1992 átti ég stuttan fund með þáverandi heil- brigðismálaráðherra, Sighvati Björgvinssyni. Var ég að kynna honum málefni barnadeildar Land- spítalans og framtíðaráform um byggingu nýs barnaspítala. Hann spurði strax í upphafi fundarins hvort bamadeild Landspítalans gæti tekið að sér allar bráðavaktir fyrir börn og unglinga. Ég taldi það vel mögulegt með endurskipulagningu' á starfsemi deildarinnar, nokkurri aukningu húsrýmis og starfsliðs. Tjáði ég honum að raunar væri deildin búin að vera til margra ára á stöðugri bráðavakt bæði vegna fæðinga og gjörgæslu nýbura sem og vegna skyndiveikinda hjá lang- veikum (krónískum) sjúklingum sem dveldust heima. Þeim er ekki vísað frá þó bæjarvaktin sé annars staðar. Þann 30. mars á þessu ári átti sami ráðherra fund með yfir- mönnum Landspítalans þar sem Víkingur H. Arnórsson kynnt voru málefni hans. Lagði ég þá formlega fyrir hann eftirfarandi spurningu: „Á Barnaspítali Hrings- ins að búa sig undir yfirtöku bráða- vakta barnadeildar Landakotsspít- ala?“ Engin svör fengust, ráðherra sagði þetta allt vera í deiglunni. Síðan heyri ég ekkert um málið fyrr en áðumefndar yfirlýsingar taka að birtast í fjöhniðlum frá ráðamönnum Landakots og Borgar- spítala, sem eftir orðanna hljóðan virðast hafa tekið að sér skipulag og yfirstjórn sjúkrahússmála í Reykjavík og stundum, að því er almenningi gæti sýnst, með sam- þykki heilbrigðismálaráðuneytisins. Hjá 250 þúsund manna þjóð sýn- ist hin mesta fásinna að ætla að fara að byggja upp nýja barnadeild í Reykjavík, 100 þús. manna bæjar- félagi, þegar tækifæri gefst til að sameina þær tvær deildir sem fyrir eru. Ég hélt að það ríkti samdráttur á öllum sviðum í þessu þjóðfélagi og hafa ekki ráðamenn verið að tala fjálglega um hagkvæmni í rekstri og sparnað? Hér á Landspít- alanum hafa allir lagt sig fram um að draga sem mest úr útgjöldum og náð umtalsverðum árangri. En þá heyrist, þvert á predikaðan sparnað, að uppi séu í heilbrigðis- ráðuneytinu ráðagerðir um tvöföld- un vissrar spítalastarfsemi (þ.e.a.s. bamadeilda) og útþenslu. Barnadeild Landakots og barna- deild Landspítala hafa sinnt svo til sams konar verkefnum nema hvað á barnadeild Landspítalans fer fram ýmis sérhæfð starfsemi sem ekki er til á hinum staðnum eins og t.d. nýburalækningar, hjartalækningar bama og barnaskurðlækningar. Halda menn að það kosti ekkert að koma upp nýrri barnadeild á Borgarspítala og reka hana, jafnvel þótt húsnæðið sem henni er þar ætlað sé svo ákjósanlegt sem látið er í veðri vaka? Það vekur raunar furðu að sama húsnæðið henti svo vel ungum bömum sem öldruðum því það er vitað mál að B-álma Borgarspítalans var ætiuð gamla fólkinu og byggð fyrir fjármuni úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Sömu- leiðis er einkennilegt ef samtök aldr- aðra láta sig engu skipta hvernig húsnæði B-álmunnar er ráðstafað og láta sér lynda að fá í staðinn allt að 90 ára gömul hús Landakots- spítala. Með endurskipulagningu á starf- semi barnadeildar Landspítalans, nokkurri húsnæðisaukningu og fjölgun starfsliðs, gæti hún annað þeirri starfsemi sem hingað til hefur farið fram á barnadeild Landakots. Sem liður í þeirri endurskipulagn- ingu væri að koma upp virkri og vel skipulagðri dagdeild í sérstöku húsnæði og með föstu starfsliði. Með dagdeild er átt við það fyrir- komulag að sjúklingar innritist að morgni og útskrifist síðari hluta dags. Mér telst til að um 35% þeirra sjúklinga sem hingað til hafa verið lagðir inn á bamadeild Landspítal- ans sé hægt að afgreiða á slíkri dagdeild. Þannig losnaði verulegur fyöldi legurúma fyrir sjúklinga sem þurfa að vera á spítalanum einn sólarhring eða lengur. Ég býst við að svipaðar hlutfallstölur eða jafn- vel hærri eigi við á barnadeild Landakotsspítala. Yfirlæknar Land- spítalans eru mjög þess sinnis að barnadeild Landakotsspítala sam- einist barnadeild Landspítalans. Eindreginn vilji í þá átt kom fram á fundi þeirra föstudaginn 23. þessa mánaðar. Eru þeir vafalaust reiðu- búnir að leggja sitt af mörkum til að hægt sé að koma því í kring. Sama má segja um stjórnarnefnd ríkisspítala og framkvæmdastjórn. Sem rök fyrir þörf sérstakrar barnadeildar á Borgarspítala hefur verið fram talið að þó nokkur fjöldi barna vistist á Borgarspítalanum ár hvert. Spurningin er hvort ekki sé hægt í fyrsta lagi að beina veru- legum hluta þessara sjúklinga til barnadeildar Landspítalans eftir að endurskipulagning starfseminnar þar hefur átt sér stað, þar með tal- ið að bráðamóttaka barnadeildar verði höfð opin allan sólarhringinn alla daga ársins. í öðru lagi hvort ekki sé unnt að veita læknisþjón- ustu frá barnadeild Landspítalans þeim börnum sem nauðsynlega þurfa að liggja á Borgarspítalanum. Fyrir nokkrum árum var um það gerður samningur að barnadeild Landspítalans léti í té læknisþjón- ustu til að sinna Fæðingarheimilinu við Eiríksgötu og sömuleiðis börnum á Borgarspítalanum. Ráðinn var læknir í hlutastarf til þessarar þjón- ustu. Óskað var eftir tillögum frá þáv. formanni læknaráðs Borgar- spítalans og yfirlækni HNE-deildar um fyrirkomulag þessarar þjónustu. Viðkomandi barnalæknir ræddi við þá. Tjáðu þeir honum að eftir þess- ari þjónustu yrði leitað eins og ástæða þætti til. Þennan kost til ráðgjafar hefur Borgarspítalinn lítið notað en barnalæknar hafa sinnt Fæðingarheimilinu allt fram á síð- asta ár. Nú er það allt í einu orðið mikið áhugamál Borgarspítala- manna að fá sjálfstæða barnadeild þó þeir hafi áður lítið nýtt sér þá barnalæknisþjónustu sem þeim stóð til boða frá bamadeild Landspítal- ans. Það er gefið mál að flytji barna- deild Landakots í Borgarspítalann með allri þeirri uppbyggingu og kostnaði sem því tilheyrir muni það spilla fyrir byggingu sérhannaðs barnaspítala um langan tíma. , Grípum það tækifæri sem nú gefst til að slá báðum barnadeildun- um saman í eina öfluga starfsheild. Það er hagsmunamál sjúkra barna og viðkomandi starfsstétta að svo verði. Slík deild gæti auðveldlega séð Borgarspítalanum fyrir nauð- synlegri þjónustu. Blákaldur veru- leikinn krefst sameiningar. Þræðum götu sparnaðar og hagræðis. Látum skynsemina ráða og hættum að hegða okkur eins og milljónaþjóð- irnar. Þreyjum þorrann þar til sér- hönnuð barnaspítalabygging rís. Fjöldi áhugamanna bíður eftir að fá að taka til hendinni til stuðnings því verkefni. Höfundur eryfirlæknir á Bamaspítala Hringsins, Landspítala, og prófessor í bamalæknisfræði við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.