Morgunblaðið - 29.10.1993, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993
Þórður Jóhann Þór-
isson - Minning
Fæddur 7. mai 1961
Dáinn 21. október 1993
Hann fæddist í maí. Á vordögum.
Þriðja bam foreldra sinna. Á eftir
honum kom litla systir. Þá voru þau
orðin fjögur. Það er mikið ríkidæmi
að eiga íjögur lítil ljós. Skær og
fögur. Hann hlaut nöfn beggja af-
anna sinna. Þórður eins og móður-
afinn. Jóhann eins og föðurafinn.
Hann var kallaður Þórður af eldra
fólkinu. Yngra fólkið kallaði hann
Tóta. Mér fannst það ekki eiga við
hann. Hann var rólegur í fasi, sagði
ekki margt en hugsaði því fleira.
Brosti við veröldinni eins og hann
vissi fleira en hann talaði um. Það
er það sem ég minnist nú. Brosið
hans og alúðin sem var aðall hans.
Hann tók til við að rækta garðinn
sinn, það gerði hann af alúð eins
og allt annað. Hann bjó yfir góðum
sönghæfileikum, hafði fagra bassa-
rödd en því miður hlotnaðist honum
ekki tími til að leggja þá rækt við
hana sem hann vildi. Lífskapp-
hlaupið kallar á sitt. Að mörgu er
að hyggja ef vel á að byggja. Það
gerði hann sér fullvel ljóst að aðra
hæfíleika þurfti einnig að byggja
upp.
Lærður er í lyndi glaður,
lof ber hann hjá þjóðum.
Hinn er ei nema hálfur maður
sem hafnar siðum góðum.
Þessi orð H.P. koma mér nú í
hug, þau eiga svo undur vel við
skapgerð og lífsstíl Þórðar Jóhanns
sem nú er allur. Það var á síðustu
haustdögum að hann kvaddi þennan
heim aðeins þijátíu og tveggja
vetra. Svo stutt er stundin milli
fæðingar og dauða, en hvað er
dauðinn annað en ný fæðing? Eg
vil hér þakka honum brosin hans
þau er hann gaf mér þau alltof fáu
skipti er ég hitti hann á förnum
vegi. Ég bið þess að hann megi
áfram stefna fram til sigurs á nýj-
um vegum. Megið þið, ástvinir hans,
öðlast styrk í minningunum um
Fædd 25. september 1926
Dáin 20. október 1993
Elsku amma, nú ert þú farin, ég
á mjög erfítt með að trúa því. Mér
fannst þú alltaf dæmi um hvað ald-
ur er afstætt hugtak. En ég veit
þú ert komin til annarra starfa og
að þú ert nú hjá litla drengnum
mínum.
Það var alltaf fastur punktur að
heimsækja ykkur afa þegar maður
kom suður. Alltaf var gott að koma
til ykkar. Ég vil þakka fyrir allar
stundimar sem ég fékk að vera
með þér. Elsku afi, langafi, Stína,
mamma, Helga, Gústi, Bugga, Gísli
og fjölskyldur. Við eigum öll góðar
minningar um góða konu.
Guðrún Jóhanna.
Mig langar að minnast hennar
Gunnu frænku með fáum línum.
Það er svo ótrúlegt og fjarlægt að
Gunna skuli vera dáin. Síðast þegar
við spjölluðum saman þurfti ég
endilega að hringja í hana til að
segja henni frá trúlofun frænku
okkar, sem við fögnuðum saman.
Við mamma eigum eftir að sakna
allra símtalanna sem komu í stað
stopulla heimsókna seinni árin. Þá
voru rædd málefni fjölskyldunnar,
jafnt gleði sem sorgir.
Hún Gunna frænka var eitthvað
annað og meira en bara frænka.
Hún var stóri hlekkurinn í fjölskyld-
unni eftir að Munda, móðir hennar,
og „Salla ammá' féllu frá.
Mamma og Gunna voru mjög
nátengdar. Gunna missti föður sinn
ung og þá dvöldust þær mæðgur
góðan dreng sem var ætíð heill.
Hinn mikli eilífí andi gefi ykkur
sigurinn.
Auður H. Ingvars.
Elsku Tóti frændi, ég ætla að
kveðja þig núna og það skaltu vita
að það er sárt að þurfa að kveðja
þig í síðasta sinn. Það var alltaf
gott að hitta þig, sjá glettnina í
augum þínum, brosa og hlæja með
mér. Alltaf snyrtilegur, öryggið
uppmálað, tilbúinn að sigra heiminn
og svo heillandi. Alltaf jákvæður
og laus við að dæma náungann.
Ég vildi að ég gæti sýnt öllum minn-
ingar um þig, þó að ekki væri nema
brosið. Mig langar að segja svo
margt en skortir orð.
Eggert.
Til grafar er í dag borinn frá
Dómkirkjunni vinur minn hann
Þórður, Tóti, eins og hann var allt-
af kallaður. Við kynntumst fyrir
um það bil 15 árum og bjuggum
þá bæði í Heimunum.
Þau voru mörg kvöldin sem við
Tóti sátum saman í þá daga og
töluðum. Við vorum bæði rétt innan
við tvítugt, hann þó árinu yngri en
ég. Þetta voru því ekki umbrotaum-
ræður unglinga, heldur rabb ungs
manns og ungrar konu. Rætt var
um framtíðardrauma, rómantík,
ferðalög, aðeins var tæpt á bæði
þjóðmálum og heimsmálum. En það
var þó mest talað um draumana
og þeir voru margir. Það að allir
draumarnir hans Tóta ættu ekki
eftir að rætast vissum við ekki þeg-
ar við sátum bjartar sumarnætum-
ar, horfðum á Esjuna og töluðum,
eða á stjörnubjörtum vetrarnóttum.
Kvöldin liðu svo fljótt þegar við
Tóti sátum saman. Núna þegar ég
sit og skrifa þetta og minnist hans
leitar sú spuming á mig af hveiju
hann fór héðan svona fljótt. Ég
veit samt að hann lét marga af
þessum draumum sínum rætast.
Við Tóti töluðum ekki bara saman
mikið á Linnetsstígnum í Hafnar-
fírði, sem við kölluðum Linnó, hjá
systrum Mundu, en Munda vann
sem verkakona í Hafnarfirði á vetr-
um og á Bergsstöðum í Biskups-
tungum sem kaupakona á sumrin.
Þá vom samskipti frænknanna og
Muggs, bróður mömmu, mikil.
Eftir að Munda giftist Gísla
Magnússyni og þau fara að búa á
Brekku dvaldist mamma þar á
sumrin eða á næstu bæjum, þannig
að ekki var langt á milli þeirra.
Gaman var að sitja með þeim þegar
þær rifjuðu upp þessa daga. Þá var
mikið hlegið og gjaman reynt að
tala aðeins undir rós. Þær áttu
margar gleðistundir saman. Alltaf
þegar Gunna kom á Linnó var drif-
ið sig í heimsókn og þá fékk ég
tækifæri til að vera með tvíburun-
um, Helgu og Möggu. Oftast mætti
Helga Muggs þar líka. Þama var
lagður grannur að því að rækta
tengsl nýrrar kynslóðar, sem og
einnig þegar ég dvaldist á Brekku.
Mér er minnisstætt þegar ég kom
að Brekku í júlí 1959 og sá Gústa
litla, frænda minn. Þá hitti ég
Gunna, manninn hennar Gunnu,
fyrst. Þau vora svo hamingjusöm
með litla soninn og Helga og Magga
ánægðar með bróðurinn.
Gunna og Gunni fóra svo að búa
á Másstöðum í Innri-Akranes-
hreppi. Árin liðu og ég óx upp.
Bömunum fjölgaði á Másstöðum,
Guðbjörg í maí ’64 og Gísli Rúnar
í desember ’66. Árið ’66 varð Gunna
einnig amma, því að þá fæddust
bæði Jón Gunnar og Bjarni Skúli.
Bæði Magga og Helga höfðu þá
á þessum áram. Það var líka gaman
að skemmta sér með honum. Böllin
vora ekki fá sem við fóram á með
hópi af góðum vinum. Hann var svo
mikill dansmaður hann Tóti. Ég var
nú ekki aðal dansdaman hans, deildi
ekki þessu áhugamáli með honum.
En það var svo margt annað sem
við áttum sameiginlegt.
Hann var svo skemmtilegur og
hafði svo mikinn húmor. Já, Tóti
fékk stærri skammt af húmor en
við hin. Húmor sem hann missti
ekki þótt erfið veikindi sæktu hann
heim.
Árin liðu og við Tóti fluttumst
bæði úr Heimunum, en alltaf höfð-
um við samband. Hann fluttist til
Danmerkur, en ég til Svíþjóðar. Ég
skrapp nokkram sinnum yfír sundið
og heimsótti hann í litlu íbúðina
hans á Norrebro. Ég man hvað ég
dáðist að því hvað hann talaði góða
dönsku. Þegar ég sjálf fluttist til
Danmerkur og fór að tala málið sem
við flest höfum lært í skóla, dáðist
ég enn meira af hreimnum hans
Tóta. Hann var mikill málamaður.
Á þessum áram kom í ljós að ekki
var hann minni hæfileikamaður á
sviði tónlistar og söngs, en það
áhugamál átti eftir að veita honum
mikla gleði og styrk.
Tóti fluttist aftur heim eftir dvöl
sína í Danmörku og fluttist í
Miðbæinn. Að búa í Miðbænum var
bara Tóti, stutt í allt og þessi gömlu
hús. Það var þá að hann fékk sér
kisu, eftir það urðu Tóti og kisum-
ar eitt.
Síðar þegar Tóti og Viggi komu
hingað til Kaupmannahafnar í
heimsókn til mín fyrir nokkram
áram lét Tóti þann draum rætast
að eignast tvo persneska ketti, sem
ég hjálpaði þeim með að fá senda
heim. Það varð til þess að ég fékk
mér einn líka. Eftir það fóram við
Tóti að tala það sem við köliuðum
„kisumáT*. Það var fastur liður að
fara í heimsókn til Tóta og Vigga
í Miðbæinn í hverri íslandsferð og
helst sem oftast. Þá var talað um
kisur og kattarækt fram og til baka.
Einn af draumum okkar Tóta frá
því í gamla daga var nú orðinn að
veraleika og okkar sameiginlega
áhugamál.
í sumar komu þeir svo aftur að
heimsækja mig og Tommy sambýl-
ismann minn. Þá höfðu margir hlut-
gifst og hafíð búskap á Akranesi.
Alltaf fannst mér Gunna jafn kát
og hress. Hvemig sem á stóð var
stutt í hláturinn. Hún átti líka ynd-
islegan mann, sem gat hlegið með
henni. Það var svo sannarlega mik-
ill hjónasvipur með þeim.
Mér er minnisstætt þegar ég var
í tilhugalífinu og brá mér á sveita-
ball að Ölveri. Þar var mikið fjör
og fyrsta fólkið sem við hittum
vora Gunna og Gunni. Þarna
skemmtum við okkur alveg ljóm-
andi vel saman. í dag er þetta orð-
ið bundnara við kynslóðirnar þannig
að mínar dætur hafa ekki hitt Helgu
og Möggu, dætur Gunnu, á sveita-
böllunum, bara syni þeirra.
Tíminn leið og ný kynslóð leit
dagsins Ijós. Gunna varð langamma
og ég amma. Og auðvitað varð ég
að drífa mig með barnabarnið til
Gunnu og þó að þau kynni yrðu
ekki löng þá verður dótturdótturinni
vafalaust sagt frá þessari skemmti-
legu frænku á myndinni, sem tekin
var í heimsókninni.
Lífið heldur áfram og ég bið Guð
að gefa Gunna og fjölskyldunni allri
styrk til að ylja sér við allar góð
minningarnar þegar fram líða
stundir. Með þökk fyrir allt og allt.
Helga Einarsdóttir.
Einstök augnablik virðast lengi i
en önnur, það er eins og tíminn
standi í stað og fortíð og nútíð
mætist á afar merkjanlegan hátt.
Öll skilningarvit vakna og skerpast.
Eitt slíkt augnablik upplifði ég,
þegar síminn hringdi hjá mér fyrir
nokkrum dögum og móðir mín sagi
mér, að hún Gunna frænka mín á
Másstöðum væri dáin.
Kannski er það ekki síst vegna
þess hversu brátt dauða hennar bar
að að mig langaði mest til að mót-
mæla fréttinni í veikri von um að
slík mótmæli gætu einhveiju um
ir breyst frá fyrri heimsókn. En
þrátt fyrir að skuggi veikinda hans
hvíldi yfír okkur, voram við ákveðin
í því að fá það mesta út úr samver-
unni. Þessar stuttu fjórar vikur sem
þeir dvöldu hjá mér urðu þær síð-
ustu í samfylgd okkar Tóta á þess-
ari jörðu. Minnist ég þessa tíma
með mikilli gleði og áttum við sam-
an yndislegar stundir. Tóti var held-
ur ekki lengi að vinna sig inn í hug
og hjörtu allra þeirra sem hann
hitti hér. Ég var beðin um að senda
þér, Tóti, þeirra hinstu kveðju og
votte þér, Viggi minn, samúð.
Ég kveð þig nú vinur minn í
þeirri vissu um að þú hafí það gott
þar sem þú ert núna. Þakka þér
fyrir öll góðu árin og þær yndislegu
minningar sem ég á um þig.
Foreldram Þórðar og systkinum
votta ég mína innilegustu samúð.
Hugur minn er hjá þér í dag,
Viggi minn, þú veist svo alltaf hvar
mig er að fínna.
Gunnhildur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Tóti er dáinn. Minningamar
streyma fram í hugann og þá sér-
breytt. Nei, ekki Gunna, þessi lífs-
glaða og umhyggjusama frænka
mín sem ég einmitt hafði haft orð
á skömmu fyrr að mig langaði svo
til að hitta í þessari stuttu Islands-
heimsókn minni. Ég vissi að hún
samgladdist mér vegna breyttra
fjölskylduaðstæðna og vildi því svo
gjaman fá tækifæri til að sitja með
henni uppi á Másstöðum og rabba
við hana. En slíkt tækifæri gefst
ekki og þess í stað mun ég enda
Islandsvera mína að þessu sinni
með því að taka þátt í hinstu kveðju-
stund frænku minnar.
Gunna á Másstöðum var hún allt-
af kölluð okkar á milli í fjölskyldu
minni, en fullu nafni hét hún Guð-
rún Ágústsdóttir. Hún var fædd á
Strönd í Norðfírði 25. september
1926, framburður frænku minnar
Guðmundu Gísladóttur frá Seljadal
í Kjós og Ágústs Guðmundssonar
frá Ytri Breiðdal í Önundarfírði.
staklega minningin um ljúfan og
einstakan dreng, sem tekinn var frá
okkur svo allt of fljótt, en ég trúi
því að honum sé ætlað meira og
stærra hlutverk þar sem hann er
nú og ég veit að honum líður vel.
Elsku Viggi og aðrir ástvinir, miss-
irinn er mikill og sorgin þung, en
minningin um góðan dreng lifir
áfram. Megi algóður Guð styrkja
okkur á þessari erfíðu stundu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
íris og fjölskylda.
Ég kynntist Tóta fyrir rúmum
tveimur áram í gegnum systur
mína, en mér fínnst eins og ég
hafí þekkt hann alltaf, þannig var
hann. Þegar ég frétti andlát hans
hinn 21. október sl. var ég um dag-
inn að vinna úr dómum af kattar-
sýningu Kynjakatta, félags sem
Tóti veitti forystu fyrstu þijú ár
þess. Ræktun katta og skyld mál-
efni vora honum hugleikin alveg
fram í það síðasta.
Ýmsar góðar stundir með Tóta
koma upp í huga minn á þessari
stundu. Álltaf var vel tekið á móti
mér þegar ég leit inn hjá honum
og Vigga í húsinu þeirra á Skóla-
vörðustíg. Ég gat leitað til hans
með mín vandamál og rætt við hann
um þau. Hann var svo skilningsrík-
ur. Á Þorláksmessu var ætíð opið
hús á Skólavörðustíg fyrir vini og
kunningja sem vora í jólainnkaup-
um í bænum og eftir fyrsta skiptið
sem ég fór fannst mér jólin ekki
vera komin nema koma við þar.
Tóti hafði mikinn áhuga á garð-
rækt og plöntum og þegar hann
frétti að ég hafði líka áhuga, þá
hófst bonsai-ævintýrið okkar. Hann
hafði séð auglýsingu í erlendu blaði
um bonsai-tré og við pöntuðum
nokkur frá Englandi. Mikil spenna
ríkti á meðan plönturnar voru á
leiðinni, en þær komu alveg heilar
frá Englandi eftir þriggja vikna
ferð. Við sátum lengi yfír þeim og
pældum mikið í því, hvemig ætti
að klippa þau og halda þeim í góðu
Ég gumaði gjaman af því, þegar
ég var yngri, að við Gunna væram
tvöfaldar frænkur, því að afí minn
og faðir hennar voru bræður og
amma mín og móðir hennar vora
systur. Ágúst, faðir Gunnu, stund-
aði sjómennsku, en ekki átti hann
langa lífdaga með dóttur sinni, því
að 16. maí 1927 dó hann úr lungna-
bólgu. Guðmunda, eða Munda eins
og hún! ævinlega var kölluð, fór þá
til Hafnarfjarðar með dóttur sína,
en þar bjuggu faðir hennar og syst-
ur og þar áttu þær mæðgur heim-
ili næstu árin. Reyndar fór hún öll
sumur í kaupavinnu og hafði þá
dóttur sína með sér. Fyrstu árin fór
hún að Ber^sstöðum í Biskupstung-
um, eða allt til sumarsins 1937,
þegar hún fór i kaupavinnu á
Brekku á Hvalfjarðarströnd. Þar
með gripu góðar vættir inn í líf
þeirra mæðgna og á Brekku settust
þær að. Munda giftist Gísla Magn-
ússyni og þau áttu sitt heimili á
Brekku upp frá því og ráku þar
búskap. Gísli hefur ætíð reynst
Gunnu sem hinn besti faðir. Árið
1945 kom fóstursystir Gunnu, Ág-
ústa Kristín, eða Stína eins og hún
hefur alltaf verið kölluð, að Brekku
og ólst þar upp með Gunnu hjá
Mundu og Gísla.
Sumarið 1948 eignaðist Gunna
tvíburadætumar Helgu og Mar-
gréti, en faðir þeirar var sveitungi
hennar, Gísli Búason. Þær slitu
barnsskónum á Brekku hjá móður
sinni og fjölskyldu hennar. Síðar
var Gunna svo lánsöm að kynnast
Gunnari Nikulássyni frá Sólmund-
arhöfða á Akranesi. Þau giftu sig
og fluttust árið 1960 að Másstöðum
við Akranes, þar sem þau hófu
búskap. Þegar Gunna og Gunni
tóku við jörðinni á Másstöðum var
hún komin í eyði, og þau hófust
handa við uppbyggingu reisulegra
húsakynna. Þeim hjónunum varð
þriggja bama auðið, Guðmundur
Guðrún Ágústs-
dóttir - Minning