Morgunblaðið - 29.10.1993, Síða 30

Morgunblaðið - 29.10.1993, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 Minning Einar Bjamason fv. aðalvarðsijóri Fæddur 16. maí 1934 Dáinn 18. október 1993 Við ræddum innreið vorsins. Trén á spítalalóðinni voru í endurnýjun lífsins. Laufin vor ný á greinum gam- alla stofna. Þetta var tími fugla og flugu. Gat lífið verið endasleppt eða er dauðinn áfangi á leið manneskjunnar til þroska og nýrra hlutverka? Dætur hans hvöttu gestinn til að ráðast á tertuna — voru búnar að staldra um stund og ákveða að kíkja inn seinna. Erindið lá í loftinu — undirbúning- ur að greinarstúf í blaði ef gesturinn tæki úpp á því að lifa gestgjafann. Þetta var afmælisdagur Einars. Tilvera vor og vistaskipti fléttuð- ust inn í frásögn af lífshlaupi hans. Þetta komst fyrir á blaðsíðu, því að skýrsla hans var knöpp. Fráfall Ein- ars Bjamasonar bar að eftir lang- vinnt stríð. Hveijum degi fagnaði hann því að fólkið hans varð nær og nánara. Viðhorfm breyttust úr amstri og þessum hversdagslegu áhyggjum okkar allra. Nýtt verð- mætamat skapaðist. Sjúkdómurinn vann á líkamanum, en sálin styrkt- ist. Því var það bætandi að líta inn stöku sinnum og átta sig á þvi hver hinn raunverulegi styrkur er. Laufín sem breiddu sig sólu mót í vor eru fallin og verða undir fótum okkar þessa haustdaga. Eftirsjá, tregi og sorg eru vegna þess að Ein- ar var sleginn til jarðar er sjúkdómur bjó um sig í líkama hans. „Hinn væni vinnumaður var kall- aður af velli heim um miðjan dag.“ Dauðinn hefír nú lagt líkn með þraut. Einar Bjamason var fullar þijár álnir á hæð. Hárið glóbjart og svip- urinn hreinn. Andlitsfallið og reisnin skám hann úr í hópi flestra. Fram- koman einörð en þó undarlega hóg- vær. Svo fjarri fór að hann vildi fram- fyrir aðra stíga að nálgaðist hlé- drægnf. Kappsmaður til verka og fylginn sér hið besta. Líkamskraftar miklir, en beitti sér ekki við aðra menn nema í nauðsyn. Fáum mönnum hefí ég kynnst er vom svo gjörsamlega lausir við þörf- ina fyrir að sanna sig fyrir öðmm mönnum sem Einar var. Einar Bjamason var ellefu mánaða bam þegar hann kom að Hlíð í Lóni. Frú Sigurlaug Ámadóttir í Hraun- koti hafði hlutast til um að drengur- inn fengi að vera. Hann fékk að vera til fullorðinsára og hlaut þar fóstur sitt. Þar bjuggu hjónin Stefán Jónsson oddviti og síðar hreppstjóri og Kristín Jó.nsdóttir. Böm þeirra vom mörg, en á öðram aldri en Ein- ar. Því ólst hann upp með fullorðnu fólki, en ekki drengir á hans reki í grennd. Nokkuð lýsir það manninum að ekki gaf Einar sér tíma til langdv- alar í skólum fjarri heimabyggð. Því las hann undir landspróf með gegn- ingarstörfum heima. Ókunnugur öllu skólahaldi kom hann að Laugarvatni og þreytti prófíð. Hann reyndist vera dúxinn þegar árangur var kannaður. Þetta framtak þakkaði hann frú Sig- urlaugu, en hann brá sér stundum að Hraunkoti og naut tilsagnar henn- ar við tungumálanámið. Einar sá ljós heimsins við erfíð kjör móður sinnar. Hún ung að ámm, en faðirinn laut hinum hvíta dauða innan tveggja ára frá fæðingu drengsins. Móðir hans var Sigurlaug Knudsen Ámadóttir, skrifstofumanns í Reykjavík, Lúðvíkssonar prests á Breiðabólstað í Vesturhópi og víðar. Sigurlaug giftist síðar Sigurði Hjaltested, bónda á Vatnsenda. Börn þeirra em þijú. Móðir Sigurlaugar lifír í hárri elli. Bjami faðir Einars var Einarsson. Lítið mun hann hafa kynnst því fólki. Að landsprófínu loknu hefír Einari' líklega þótt hann vera „full-gamall“ að setjast á langskólabekk. Hann var þá 24 ára. En eitthvað þurfti að reyna og hann hóf flugnám og lauk hæstu gráðu einkaflugs. Þá var framhaldið og til Bandaríkjanna fór hann. Auð- vitað reyndist dýrt nám og óstyrktur af opinbemm sjóðum honum ofviða. Vestra dvaldist hann tæp tvö ár og vann lengst af þeim tíma sem undir- verktaki í byggingariðnaði. Þetta var í New Jersey og þar kynntist hann skoskri stúlku, Mary Lochlin. Þau áttust og eru börn þeirra þijú, Rann- veig, Kristinn og Skafti, en hann fór barn að aldri með móður sinni til ættlands hennar þegar samvistir for- eldranna rofnuðu. Seinna kona Einars er Sigrún Karin Holdahl, börn þeirra eru Klara Kristín og Sigurður Holdahl. Dætur Sigrúnar em Sunneva og Steinunn Pétursdætur. Árið 1962 gerðist Einar liðsmaður í lögregluliði Reykjavíkur. Það starf varð vettvangur hans til loka. Stjórn- endur fólu honum varðstjórn og síðar varð hann aðalvarðstjóri vaktar sinnar. Vaktinni stýrði hann eins og samábyrgðarfélagi. Hann kunni þá list flestum betur að vera fremstur meðal jafningja og gera fyrst kröfur til sjálfs sín. Vinnufélagamir Iöðuð- ust að honum og vömðust að gera honum nokkuð mótdrægt. Einar var lengi í stjóm stéttarfélags síns, for- maður þess og síðar formaður Lands- sambands lögreglumanna. Ekkert gat haggað trúnni á manninn. Þessi húmanismi var honum svo eðlislægur að hann gekk til kjara- samninga og viðræðna við Arnar- hválsmenn í fullvissu þess að orðin hefðu sama gildi og heima í Hlíð. Tafir á efndum þó ekki væm ann- að en ádráttur gengu honum nærri. Einar hafði aldrei gaman af hrá- skinnsleik samninga. Hann var kom- inn til þess að bæta kjör stéttar sinnar. Ekki að baða sig í einhveiju ímynduðu ljósi foringjans. Þegar veikindin höfðu heltekið lík- amann fékk Einar heimfararleyfi. Honum lánaðist að dvelja seinustu vikumar hjá konu og börnum. Sigrún fagnaði gestum og horfði á mann sinn þessum hlýju augum er sýndu þakklæti fyrir að hafa hann enn um stund. Stundum vom komumenn tveir eða fleiri. Það var skrafað um líðandi stund. Á þessum vegamótum bið ég fjöl- skyldu Einars Bjamasonar friðar, huggunar og að sorgin megi hörfa fyrir birtu hins liðna. Blessuð verði þeim minningin. Björn Sigurðsson. I dag fer fram frá Háteigskirkju útför Einars Bjamasonar fyrrverandi aðalvarðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík. Hann lést aðfaranótt 18. októbers sl. eftir langa baráttu við erfíðan sjúkdóm. Einar Bjamason hóf störf í lög- reglunni í Reykjavík 1. júní 1962. Hann var skipaður aðalvarðstjóri 1986, eftir að hafa verið settur í starfíð til eins árs. Því starfí gegndi hann þangað til hann lét af störfum 1. október 1992. Einar var mikill mannkostamaður, kurteis og hóg- vær, málefnalegur og réttsýnn og bar jafnan hag þeirra sem minna máttu sín mjög fyrir bijósti. Þannig var hann ávallt hjálpsamur og gerði miklar kröfur til sjálfs sín, en því minni kröfur til annarra. Hann tók samstarfsfólki sínu jafnan vel og reyndist því mörgu bæði heilráður og hjálpfús. Sú virðing sem fólk bar fyrir honum var einlæg. Einar tók samhliða lögreglustarf- inu virkan þátt í félagsstarfí Lög- reglufélags Reykjavíkur, fyrst sem meðstjórnandi og síðan sem formað- ur félagsins. Eftir að hann lét af formennsku þar, varð hann formaður Landsambands lögreglumanna. Þessum erfíðu og oft vanþakklátu störfum gegndi hann af atorku og dugnaði fram til ársins 1988. Einar bar hag löggæslunnar og velferð lögreglumanna mjög fyrir bijósti og sýnir hug hans vel til þeirra mála er hann ritaði í Lögreglublaðið á hálfrar aldar afmæli Lögreglufé- lags Reykjavíkur 1985. Þar fjallar hann m.a. um skipulag löggæslunnar og segir að starfssvið lögreglumanna hafí á seinustu áratugum að mörgu leyti þokast til manneskju- og mildi- legri áttar en áður var. „Við erum orðin sambland af lögreglu og hjálp- arsveit. Þetta fínnst mér ekki aðeins ánægjulegt heldur líka nauðsynlegt og þótt hóf sé best á hveijum hlut vil ég ekki að þeirri þróun verði snú- ið við.“ — „En blikur em á lofti sem gætu boðað breytta stefnu og þá væri iila farið. Góður samhugur og félagsandi er æskilegur hjá öllum starfsstéttum. Á erfíðum stundum í starfí lögreglumanna er hann nauð- synlegur. — Eg er þakklátur fyrir að hafa átt samleið með félögum í Lögreglufélaginu í rúma tvo áratugi. Af þeirri löngu viðkynningu get ég fullyrt að lögreglulið Reykjavíkur er skipað mönnum sem borgaramir geta borið fyllsta traust til.“ Einar var lítið gefinn fyrir hrós í eigin garð þótt hann ætti það jafnan skilið. Hann baðst undan góðum orð- um annarra um hans eigið ágæti, en það fór ekki fram hjá neinum hvaða mann hann hafði að geyma. Líklega má telja að þessi orð væm honum lítt að skapi, en þau eru samt sem áður sjálfsögð og sönn. Minning Einars Bjamasonar mun lifa meðal eftirlifandi félaga hans og víst er að þeir minnast góðs drengs þar sem hann var. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Lögreglufélag Reykjavíkur vottar eftirlifandi eiginkonu og bömum Ein- ars innilega samúð í sorg þeirra. Blessuð sé minning okkar góða fé- laga. F.h. Lögreglufélags Reykjavíkur, Jón Pétursson. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. En þó eru sumir sem láta sér lynda það að lifa úti í horni, óáreittir og spakir, því það er svo miq'afnt sem mennimir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alis, sem lífið lánaði, dauðinn krefst í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur. (Tómas Guðmundsson) Þessar ljóðlínur Tómasar Guð- mundssonar komu upp í hugann þeg- ar ég frétti andlát starfsbróður og vinar, Einars Bjamasonar fyrrver- andi aðalvarðstjóra og formanns Landssambands Iögreglumanna. Þó að fréttin sem slík kæmi ekki á óvart eftir langvinn veikindi brestur mann alltaf skilning á hve jarðvist okkar er mislöng og hve snemma sumir em burt kallaðir. Ekki verða hér rakin æsku- eða uppvaxtarár Einars, en hann hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík í júnímánuði 1962. Hann gegndi starfí aðstoðarvarðstjóra frá árinu 1972, varðstjóra frá 1. október 1977 og loks aðalvarðstjóra frá 1. október 1985. Á starfsferli sínum sótti hann fjölda námskeiða sem tengdust starf- inu auk kynnisferða á erlendum vett- vangi. Honum var veitt lausn frá störfum síðla árs 1992 af heilsufarsá- stæðum. Veikindum sínum tók hann af æðmleysi, kvartaði ekki, en sagð- ist latur. Fundum okkar bar fyrst saman um jólaleytið 1981 þegar ég hóf störf á A-vaktinni hjá lögreglunni í Reykjavík. Einar var þá varðstjóri á vaktinni og það kom í hans hlut að taka á móti nýliðanum og leiða hann í sannleikann um alvöru lífsins. Þeg- ar við fyrstu kynni fékk maður sér- stakt traust á þessum hávaxna og yfirvegaða manni. Sérstakt tungutak hans, ívafíð fomu máli jók enn á virðingu mína fyrir honum. Hann var gæddur þeirri einstöku gáfu að geta bæði í senn verið yfírmaður sem naut óskiptrar virðingar undirmanna sinna og sannur vinur og félagi í leik sem í starfí. Aldrei heyrði ég hann hækka róminn eða ávíta menn í höstugum tón. Með góðlátlegu háði náði hann að kalla það fram hjá fólki, að hver tók það til sín sem hann átti. Líklegt þykir mér að þeir séu fleiri sem upplifðu Einar með þessum hætti hvort svo sem þeir störfuðu innan lögreglunnar eða vom fyrir hann leiddir í þágu rannsóknar brota- mála. Eiginkonur nokkurra lögreglu- manna á A-vaktinni stofnuðu með sér félagsskap fyrir nokkmm árum og hefur hann haldið hópinn síðan þrátt fyrir að starfsvettvangur eig- inmannanna hafí flust til innan lög- reglunnar. Innan þess hóps mynd- aðist sérstakur vinskapur og vom þau hjónin Einar og Sigrún hrókar alls fagnaðar í þessum hópi. Það var ótvírætt vináttumerki þegar Einar tók að kalla menn „skepnurnar" sín- ar og margar konurnar hváðu við þegar hann kallaði þær „geiturnar" sínar fyrsta sinni. „Geit" var gælu- nafn vináttunnar og mesta hrósyrði sem sagt yrði um nokkra konu. Með þessum sérstaka hætti braut hann sér leið að hjörtum félaga sinna sem tengdust honum um leið vináttu- böndum sem ekki verða rofin. Einar tók virkan þátt í stéttarfé- lagsmálum lögreglumanna og sat fyrst í stjóm Lögreglufélags Reykja- víkur árið 1970. Hann hvarf frá stjórnarstörfum 1972, en kom að þeim aftur er hann var kjörinn for- maður félagsins árið 1982 og gegndi því starfí í fjögur ár eða fram til ársins 1986. Jafnhliða stjórnarstörf- um hjá Lögreglufélagi Reykjavíkur sat Einar í stjórn Landssambands lögreglumanna frá árinu 1984, fyrst sem varaformaður og formaður þess frá 1986 til ársins 1988 er hann baðst undan endurkjöri. Þessi ár voru annasöm hjá formanninum, verkföll og umbrotatímar hjá stéttarfélögum. Það kom í hans hlut að leiða samn- ingagerð þar sem lögreglumenn af- söluðu sér verkfallsrétti og komu sér upp viðmiðunarkerfi sem ekki átti sér hliðstæðu. Fyrsti sýnilegi vopna- burður lögreglumanna kom einnig upp á þessum ámm og þurfti þá að hyggja að nýjum fleti á lögreglu- starfínu og semja um réttindi og skyldur. Þá gegndi hann fjölda trún- aðarstarfa fyrir samtök lögreglu- manna, m.a. innan Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. Allra þessara verka og margra annarra var gengið til af óþijótandi eldmóði og fyrir- hyggju. Einar tók jafnframt virkan þátt í erlendu samstarfí lögreglumanna og sat í stjórnum Norræna lögreglusam- bandsins og Alþjóðasambands lög- reglumanna. Hvarvetna naut hann óskiptrar virðingar sem forystumað- ur og ekki síður sem góður félagi. Sérstakur ritstíll hans með tilvitnun- um í ritverk ýmissa snillinga gera greinar, bréf og greinargerðir að hreinum listaverkum sem unun er að lesa. Það er komið að ferðalokum, Ein- ar Bjarnason hefur lagt upp í hinstu ferð. Sem samferðamenn minnumst við vinar og starfsbróður með virð- ingu og þakklæti. Sigrún mín, fyrir hönd Landssam- bands lögreglumanna og Norræna lögreglusambandsins flyt ég þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Jónas Magnússon. Elskulegur frændi minn og vinur er farinn. Ég á alltaf bágt með að lesa minn- ingargreinar vegna þess að mér fínnst að þær einkennast svo oft af oflofí og yfirþyrmandi væmni. Nú þegar ég ætla mér að skrifa um Ein- ar, sé ég að auðvitað hafa þessar greinar ekki verið hlaðnar oflofi og væmni, því að án efa hafa fyrirfund- ist fleiri af svipaðri gerð og frændi minn án þess að ég hafi þekkt þá. Það er nánast ógerlegt að komast hjá því að greinin virðist hlaðin oflofí þótt fátt eitt sé tínt til, ef segja á sannleikann. Hver hefur gaman af því að láta stöðugt kalla sig einhveijum ónefn- um og uppnefna sig. Jú, ég mun sakna þess að enginn á sjálfsagt eftir framar að kalla mig Stelputuðr- una sína, Skepnuna sína, Krækluna eða segja við mig hve mikið skass ég sé eða hvað ég sé orðin mikið hlass og svo framvegis. Aldrei var neitt sagt í þeirri meiningu að særa eða meiða. Þetta voru gælunöfn sem ég hef verið kölluð frá því að ég man eftir mér og fram á síðustu dagana sem við töluðum saman. Þrátt fyrir að ávarpið til Einars sé hér eins og ætíð frændi, vomm við með öllu óskyld. Hann var lagður í fang ömmu minnar og nöfnu þegar hann var ellefu mánaða og ég hef aldrei litið á hann öðmvísi en sem móðurbróður minn. Fyrsta minning mín um þennan háa og fallega mann er frá því er ég fyrst var send, þá fjögurra ára, í sveit til ömmu austur á Hornafjörð að Hlíð í Lóni. í minn- ingunni var alltaf sól og þegar hann stikaði með mig sér við hlið niður á engjar luktist þessi stóra hönd um mína sem hvarf upp að oinboga. Mér fínnst, sem auðvitað er vitleysa, að ég hafí ekki náð honum nema upp að hné og þegar ég leit upp til þess að tala við hann var hann með geisla- baug um höfuðið. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en mörgum ámm seinna hvernig þessi geislabaugur kom til. Sólin hefur verið á bak við hann og lýst upp ljósan kollinn. En mér hefur alltaf þótt vænt um þenn- an frænda minn með geislabauginn. Þær eru óteljandi minningarnar sem era fjársjóður og sem eru hugg- un, vegna þess að það eru góðar minningar, minningar um góðan mann. Þó að ég nefni af þessu til- efni aðeins eina þeirra og hún sé ein þeirra fyrstu er það vegna þess að eftir því sem árin liðu og framganga Einars í lífinu bætti sifellt í minn- ingasjóðinn á ég erfitt með að velja úr honum án þess að gera einni minn- ingu hærra undir höfði en annarri. Og það var einmitt þetta sem hvað mest einkenndi Einar frænda minn. Bömin hans áttu til dæmis öll hvert sinn stað í hjarta hans og svo var einnig um tengda- og barnabörnin en engum var gert hærra undir höfði en öðmm. Það sama var að segja um systkini hans og þegar hann sagði mér frá starfssystkinum sínum þá var það sama upp á teningnum. Hann mat menn og umhverfi sitt svo mikils að hver fékk sinn skerf eftir því sem við átti. Mér fínnst reyndar að ég hljóti að hafa fengið svo miklu meira en mér bar, en eftir á að hyggja held ég að það hljóti einnig svo mörgum öðrum að finnast. Frændi minn fékk stóran skammt af einu og öðra í lífinu. Stóran skammt af gleði, sorg, erfiðleikum og veikindum, hamingju og um- hyggju svo eitthvað sé nefnt. Það þarf sterk bein og mikla mannkosti til þess að taka á móti hveiju sem er, þegar það er rétt að manni í stór- um skömmtum. En þetta hafði hann hvort tveggja til að bera í ríkum mæli. Ég tel fullvíst að aðrir muni rekja starfs- og æviferil Einars og telja upp þau trúnaðarstörf sem hon- um voru falin á lífsleiðinni. Allt slíkt fórst honum vel úr hendi enda var grannurinn vel byggður sem lagður var á bams- og unglingsárum, sem sjá má af því hvernig honum tókst að taka landspróf án þess að hafa nokkum tíma gengið í skóla og taka hæsta prófíð það árið á Laugarvatni. Þegar hann lá legur sínar á spít- alanum í kringum aðgerðir þær sem nauðsynlegar vom var honum það mikið kappsmál að láta hafa svo lítið fyrir sér sem mögulegt væri. Þetta fór ekki framhjá neinum sem heim- sótti hann á sjúkrahúsið. Með hve miklu lítillæti var beðið um aðstoð og hún þökkuð heilshugar. Þrátt fyr- ir að það væri voðalegt að horfa upp á þennan stóra og vel gerða mann veslast upp hafði ég mikla ánægju af því að heimsækja hann því að innihaldið hélst ávallt heilt þrátt fyr- ir að umbúðirnar létu á sjá. Um tíma lágum við bæði á sömu deildinni, 13D á Landspítalanum, og var því hægt um heimatökin og þegar hann fór

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.