Morgunblaðið - 29.10.1993, Síða 31

Morgunblaðið - 29.10.1993, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 31 heim lét hann sig ekki muna um að tölta til frænku sinnar þótt hann væri sárþjáður sjálfur. Hún Sigrún, sem er sannkölluð hvunndagshetja, konan hans sem var honum svo mikils virði, umvafði hann elsku sinni og umhyggju fram á síð- asta augnablik ævi hans. Það var mikið sem Einar mátti þola af kvölum og stríði við sjúkdóm sinn, en Sigrún stóð við hlið hans, aðstoðaði hann við hvaðeina og fór að vilja hans í einu og öllu svo að hann fengi notið þess sem hægt væri að njóta á með- an stætt var. Nú er Einar laus við þennan líkama sem orðinn var bú- staður fjötra og kvala og kominn í þau heimkynni sem Guð hefur búið honum, en hann naut þeirrar bless- unar að trúa og treysta Honum fyrir öllu. Sigrún mín, Rannveig, Kristinn, Skafti, Sunneva, Steinunn, Klara og Sigurður, ég sendi ykkur hugheilar samúðarkveðjur og bið algóðan Guð að styrkja ykkur. Eg er þess fullviss að minningasjóðurinn ykkar hvers og eins dugi ykkur vel um alla fram- tíð. Kristín S. Kvaran. Þegar mér barst sú harmafrétt, að vinur minn og félagi, Einar Bjarnason, væri látinn, kom hún ekki á óvart mér eða öðrum félögum hans. Um langt skeið höfðum við fylgzt með hetjulegri baráttu hans vjð illvígan sjúkdóm, sem engu eirir. Vitaskuld væntum við þess í lengstu lög, að vinur okkar bæri sigur úr býtum, en jafnframt bjó með okkur ótti um að svo myndi fara sem fór. Þegar hann er nú allur er skarð fyr- ir skildi í forystusveit okkar lögreglu- manna og við söknum vinar í stað. Við ótímabært fráfall hans gefst enn einu sinni tilefni til að hugleiða eðli og tilgang lífsins og hver tilgangur alvaldsins sé með lífi og starfí okkar hér á jörð. Störf okkar Einars að löggæzlu- málum í Reykjavík urðu til þess, að við gerðumst nánir samverkamann í félagasamtökum lögreglumanna í Reykjavík og síðar í landssamtökum lögreglumanna. Hann var foringinn, ég sigldi í kjölfar hans. Hann var formaður Lögreglufélags Reykjavík- ur um nokkurra ára skeið og þótti síðan skjálfkjörinn til þess að taka við formennsku í Landssambandi lögreglumanna. Það kom síðan í minn hlut að taka við báðum þessum hlutverkum úr hans hendi. Ymsum öðrum trúnaðarstörfum gegndi hann fyrir okkur lögreglumenn á þessum árum og oft stóðum við saman í ströngu. Við svo mikið og einlægt samstarf urðu kynnin náin og mér bæði lærdómsrík, gagnleg og ánægjuleg. Ég kynntist bæði verka- lýðsforingjanum Einari Bjarnasyni og jafnframt einstaklingnum, sem bar svo sterkar tilfinningar í bijósti til fjölskyldu sinnar og heimabyggð- ar. Kynnin af honum voru og eru mér því mikils virði; hann var mann- kostamaður og valmenni, sem mér þótti bæði vænt um og virti. Á formannsárum Einars í samtök- um lögreglumanna voru miklar svipt- ingar í kjaramálum okkar, svo og almennt í löggæzlumálum. Það ligg- ur í eðli stéttarfélaga, að þau eru sífellt að leita leiða til að bæta kjör félagsmanna sinna. Á því hlutverki hafði Einar glöggan skilning. Hann hafði mikla hæfíleika sem forystu- maður, átti auðvelt með að tala fyrir og laða aðra til fylgis við skoðanir sínar, var víðsýnn og öfgalaus og hafði jafnframt sterka réttlætis- kennd. Allt þetta kunnu menn að meta og það féll þeim vel í geð. Á formannsárum hans í Landssam- bandi lögreglumanna urðu miklar umræður um lögreglumál í þjóðfélag- inu, sem reyndu mjög á hann. Þar var um að ræða hefðbundnar deilur við ríkisvaldið um kjaramál okkár, lögreglumál og ýmis erfið vandamál. Hugur hans snerist mjög um allt þetta og honum var afar hugað um að fundin yrði farsæl lausn á þessum málum, er sem flestir og helst allir gætu vel unað. Kjaramál eru að sjálfsögðu meg- inviðfangsefni allra verkalýðsfélaga. Þau voru þvi mikið rædd í samtökum okkar á þessum árum, eins og nærri má geta. Lögreglumenn höfðu góðu heilli öðlast verkfallsrétt, eins og velflestir aðrir opinberir starfsmenn, eftir áratugalangt þóf, og fannst nú sem tími væri til kominn að nota hann. Og það gerðum við. En að nokkurri reynslu fenginni fengu bæði Einar og fleiri félagar okkar bakþanka um hvort eðlilegt væri að samtök okkar væru þátttakendur í verkfallsbaráttu á sama tíma og lög- reglumenn yrðu að vera viðbúnir því að vera kallaðir til starfa, sem ef til vill samrýmdust ekki til fulls stöðu mála og hlutverki þeirra, annars veg- ar sem löggæzlumanna og fulltrúa laga og réttar, hins vegar sem verk- fallsmanna. Er skemmst frá því að segja, að langar viðræður innan okk- ar raða og við ráðuneytin leiddu til þess, að fram kbm hugmynd um lausn, sem átti að tryggja það að lögreglumenn fengju sjálfkrafa allar þær launahækkanir, sem aðrar stétt- ir fengju, jafnframt því, sem verk- fallsréttur lögreglumanna yrðu felld- ur niður. Einar vann af ákefð að framgangi þessarar lausnar og barð- ist mjög fyrir samningum í þessa veru, af meðfæddum heiðarleika og drenglyndi enda taldi hann, að þeir yrðu lögreglumönnum og þjóðinni til farsældar. Með þeim taldi hann, að friður myndi fást í samskiptum lög- reglumanna og ríkisvaldsins í landinu og því yrðu þetta tímamótasamning- ar. Það urðu honum því mikil von- brigði þegar á daginn kom, að við- semjendur okkar, af hálfu ríkisvalds- ins, hafa önnur siðalögmál í heiðri en við lögreglumenn höfum tamið okkur. Margs er að minnast úr baráttu okkar á þessum árum. Mér kemur einn atburður í hug, er reis hvað hæst í stjórnartíð Einars. Það var er lögreglumenn skipuðu sér í kröfu- göngu um bætt laun og betri kjör og gengu fylktu liði á eftir foringja sínum, Einari Bjarnasyni, er gekk hnarreistur fyrir henni, að Stjórnar- ráði íslands. Aðgerð þessi kom tals- verðu róti á þjóðfélagið og vakti mikla athygli, innanlands og utan, enda varð hún erlendum starfsbræðr- um okkar til eftirbreytni. Hún mark- aði talsverð tímamót í stéttarbaráttu lögreglumanna og sýndi, svo að ekki varð um villzt, að staða lögreglusam- takanna á að vera og verður óumflýj- anlega að vera innan verkalýðssam- takanna. Annar atburður er mér einnig í minni. Þá vöknuðu íslenzkir lögreglu- menn árla dags, eitt sinn, upp við þá nöturlegu staðreynd, að búið var að vígvæða lögreglumenn á Keflavík- urflugvelli. Sprönguðu þeir um salar- kynni flugstöðvarinnar og utan henn- ar með skammbyssur og hríðskota- byssur í höndum. Þessi hugmynd um vígvædda lögreglu kom frá utanríkis- ráðuneytinu sem ekki var seint á sér að hrinda henni í frmkvæmd, án samráðs við dómsmálaráðuneytið og því síður við samtök okkar lögreglu- manna. En Einar tók þetta mál strax föstum tökum, einráðinn í að tryggja framgang okkar sjónarmiða og fyllsta öryggi. Fyrir honum vakti að takmarka, svo sem unnt væri, vopna- burð íslenzkra lögreglumanna og draga úr þeim skaðá, sem ímynd okkar hafði orðið fyrir, vegna þessa, á erlendri grund. Var það gert með samningu sérstakrar vopnaburðar- reglugerðar. Þá urðu deiluaðilar ekki sammála um ábyrgð ríkisvaldsins. Varð engu um þokað í þvi efni fyrr en þáverandi dómsmálaráðherra tók í taumana. Höfðu þá samtök okkar neitað að skrifa undir fyrirliggjandi kjarasamninga nema frá þessu máli yrði gengið. Einnig í þessu máli veitti Einar okkur farsæla forystu, sem tryggði jákvæða lausn. Þegar Einari fannst nóg komið dró hann sig í hlé frá félagsmálum okkar lögreglumanna, en lét þau þó aldrei langt frá sér fara. Hann hafði eftir sem áður áhuga á þeim og fylgdist gjörla með. Það var því ætíð gott að leita til hans, enda ráðhollur og vinur vina sinna. Við lögreglumenn höfum nú misst góðan félaga og for- ingja, sem lét sér afar annt um vel- ferð okkar. Ég tel það hafi verið mér gæfa að fá að starfa með Ein- ari um margra ára skeið að félags- málum okkar lögreglumanna. Það var fróðlegt og þroskandi að kynnast skoðunum hans á þeim og lífsskoðun- um hans almennt; bæði um rétt „litla mannsins11, sem svo er nefndur, og bræðralag allra manna. Ég votta eig- inkonu hans, börnum þeirra og fjöl- skyldu allri einlæga samúð mína á þessari sorgarstundu. Megi það verða þeim huggun í harmi að góður maður en genginn. Þorgrímur Guðmundsson. Einar Bjarnason mun alla tíð verða eftirminnilegur öllum þeim sem kynntust honum. Hann var glæsimenni og öll framkoma hans var á þann veg að eftir var tekið hve traustvekjandi hún var. Einar var sjálfstæður í hugsun og mjög fastur fyrir ef því var að skipta en jafnframt var hann nærgætinn og þægilegur í öllum samskiptum. Hugtakið kurteisi fær á sig góða og virðulega mynd þeg- ar það er notað um Einar Bjarnason og á reyndar sérstaklega vel við. Fáum mönnum hef ég kynnst sem hafa átt eins auðvelt með að vinna sjónarmiðum sínum fylgi. Það var ekki fyrir það eitt að hann hafði lag á því að setja skoðanir sínar fram skilmerkilega og málefnalega held- ur mátti alltaf finna hve góðgjarn og velviljaður maður hann var. Einar var mjög heilsteyptur mað- ur. Hann bar virðingu fyrir skoðun- um annarra og einnig eigin skoðun- um og sannfæringu. Þess vegna var tekið eftir því sem hann sagði. Einari Bjarnasyni kynntist ég fyrir tæpum áratug. Það var á vett- vangi BSRB. Haustið 1984 áttu starfsmenn ríkis og bæja í löngu og ströngu verkfalli. Þessa haust- daga var tilveran brotin til mergjar og oftar en ekki runnu dagar og nætur saman í eitt. Þá tókum við oft tal saman við Einar Bjarnason. Fyrir mig voru þau samtöl mikils virði og þau geymi ég í minningu minni. Aldrei mun ég gleyma af hve mikilli visku mér þótti Einar mæla og ég er sannfærður um að allir þeir sem kynntust honum á vettvangi félagsmálanna eru mér sammála um að sú arfleifð sem hann skildi þar eftir ætti að verða öllum sem þar starfa góður vegvísir. Alls staðar þar sem máli skiptir um framgang mála að sanngirni ráði, að skoðanir annarra séu virtar og mál metin frá öllum hliðum, eru menn eins og Einar Bjarnason ómetanlegir. Þess vegna kveðja fé- lagar hans hann með miklum sökn- uði en munu ætíð búa að minning- unni um traustan og drenglyndan félaga. Ogmundur Jónasson. Fleiri greinar um Einar Bjarnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Kristinn Bergur Pét- ursson — Minning Fæddur 15. apríl 1905 Dáinn 20. október 1993 Látinn er í hárri elli góður frændi minn, Kristinn Bergur Pétursson. Hann dvaldist síðustu árin á elli- heimilinu Garðvangi farinn að heilsu. Þar naut hann frábærrar umhyggju starfsfólks, eiginkonu og barna sem hann mat að verðleikum. Kristinn Bergur var fæddur á Rannveigarstöðum í Geithellna- hreppi 15. apríl 1905, þriðji í röð ellefu alsystkina, en ein hálfsystir var elst. Foreldar hans voru Pétur Helgi Pétursson, ættaður úr Fljótsdal, og Ragnhildur Eiríksdótt- ir úr Skaftafellssýslu. Erfiður var uppvöxtur í stórum hópi systkina, en foreldrar Kristins bjuggu þar farsælu búi í 40 ár, þar til Ragnar elsti sonurinn tók við. Pétur Helgi, faðir Kristins, stundaði enn fremur barnakennslu í sveitinni, þó að ólærður væri, var smiður góður og tók á móti fjölda barna. Hann var mikill söngmaður, og þann eiginleika erfði Kristinn. Minningar Kristins frá bernsku- árunum voru ljúfar, þótt fátæktin væri mikil, en eflaust hefur það hjálpað til að Rannveigarstaðir var kostajörð. Kristinn flysttil Eskifjarðar 1930 og þar kynnist hann Bergljótu Ein- arsdóttur og hófu þau sambúð og eignuðust tvær dætur, Svanhildi Sigríði, sem dó á sl. sumri, og Ernu Hafdísi Berg, sem á heima í Reykja- vík. Þau slitu samvistir og ólust systurnar því ekki upp hjá foreldr- unum. Á Eskifirði dvaldist um þetta leyti Vilborg Björnsdóttir, en bróðir hennar var kvæntur systur Krist- ins. Vilborg hafði eignast fjögur börn með Zóphóníasi Benedikts- syni, synina Hauk, sem nú er lát- inn, og Ragnar Guðstein og dæturn- ar Kristínu Árna og Birnu. Kristinn og Vilborg stofna til hjúskapar og búa á Eskifírði til ársins 1956, en þá flytja þau til Keflavíkur, en Seinni árin fluttust þau í litla notalega íbúð á Hjallvegi 1 í Njarðvík. Kristinn stundaði ýmis störf er til féllu til lands og sjávar. Seinni árin var hann mat- sveinn og við það starfaði hann síð- ustu starfsárin á Keflavíkurflug- velli. Þar hófust kynni okkar af til- viljun en feður okkar voru hálf- bræður. Kristinn og Vilborg eignuðust sjö börn en þau eru í aldursröð: Hafr- ún, Örn, Helgi Grétar, Unnar, Ragnhildur Kristborg, Steinunn Guðný og Eygló Hrönn. Þau hafa öll stofnað eigin heimili og eru fjög- ur búsett í Keflavík, Örn býr á Eskifirði, Helgi Grétar í Reykjavík og Eygló Hrönn býr í Bandaríkjun- um. Öll börn Kristins og Vilborgar ásamt hálfsystkinum beggja mynd- uðu þá stóru og samhentu fjöl- skyldu sem tekist hefur á við lífs- baráttuna og þolað súrt og sætt eins og gengur. Á engan er hallað þó þess sé getið að Vilborg hefur verið sá samnefnari sem allir í þess- um hópi hafa borið traust til. Krist- inn mat mikið eiginkonuna, hann var ljúfur og góður heimilisfaðir. Á kveðjustund eru fluttar þakkir og samúðarkveðjur. Einn úr hópi samferðamanna, flytur þessi orð. Ég veit að frændi minn óskaði þess að ég minntist hans við þetta tæki- færi og við því er nú orðið. Margt fleira hefði mátt segja. Góður mað- ur er genginn. Ég flyt öllu skyld- fólki og vinum hans bestu kveðjur. Brynjarr Pétursson. Jens Hjaltalín Þor- valdsson — Minning í dag er kvaddur frá Áskirkju Jens H. Þorvaldsson frá Stykkis- hólmi sem andaðist skyndilega 20. október sl. á St. Jósefsspítala. Með örfáum fátæklegum orðum langar okkur að þakka Jenna frænda allar samverustundirnar bæði hér heima og í Reykjavík. Alltaf voru Jenni og Hrefna boð- in og búin að hjálpa og tryggð þeirra við ættingjana, ekki síst okk- ur í Hólminum, var einstök. Síðustu 20 árin bjuggu þau ásamt barna- hópnum í Kópavogi og síðan bætt- ust við tengdabörn og barnabörnin kæru. Dugnaður Jenna og Hrefnu við að drífa saman niðja foreldra hans þeirra Sesselju Kristjánsdóttur og Þorvaldar Þorleifssonar í ágúst sl. gleymist aldrei. Það eigum við þeim að þakka, að hittast qjl saman tvo góða daga og njóta samveru, heimsækja leiði látinna ástvina, borða, syngja og spauga saman. Ekki hvarflaði það að okkur að Jenni myndi kveðja okkur jafn snögglega og systkini hans höfðu áður gert eða að þessi stund í Hólm- inum yrði sú síðasta með honum í- þessu lífi. Það er svo ótrúlega margt sem hægt væri að segja, við munum svo vel bræðurna Jenna og Villa í heim- sókn hjá Sæmu systur þeirra á Silf- urgötunni. Nú eru þau öll farin yfir móðuna miklu, öll kvödd á brott á sama hátt í einni svipan. Átta voru systkinin á Holtinu en nú eru að- eins eftir tvær systur. Það er erfitt að sætta sig við svo skyndilegt og ótímabært fráfall ást- vina sinna — enginn tími gefst til undirbúnings og enginn tími til að kveðja. En minningarnar lifa, þær verða ekki frá okkur teknar. Þær ylja og styrkja okkur í sorginni. Elskulega Hrefna og fjölskylda þín, ykkar missir er mestur, sam- heldni ykkar var einstök. Við vott- um ykkur dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa ykkur, styrkja og varðveita á þessum erfiðu stundum. Elskulegan mág og ástkæran frænda kveðjum við með sorg í hjarta og söknuði. Fari hann í friði, friður Guðs hann blessi. Hafi hann þökk fyrir allt. Páll Oddsson og fjölskylda. Elsku afi okkar, Jens Hjaltalín Þorvaldsson, verður jarðsunginn í dag frá Áskirkju. Okkur langar til að minnast hans í örfáum orðum. Afi okkar og amma, Hrefna Jóns- dóttir, giftu sig í Stykkishólmi 15. maí 1954. Þau eignuðust sex börn og við barnabörnin erum tíu. Við munum ætíð geyma minningu hans í hjarta okkar, minningu um afa sem elskaði okkur og tók okkur alltaf opnum örmum. Hann afi var aldrei eins ánægður og þegar fjöl- skyldan var saman komin og oftar en ekki var hann hrókur alls fagn- aðar. í ágúst sl. vorum við öll saman komin á ættarmóti í Stykkishólmi og fengum við fjölskyldan lánað Lionshúsið til að gista í á meðan. Þó betur hefði kannski farið um afa í góðu rúmi á hóteli eða hjá ættingj- um þá kaus hann frekar að liggja á dýnu á gólfinu þar sem við öll vorum, þannig er afa okkar rétt lýst. Elsku afí, við þökkum þér fyrir þann tíma sem við áttum með þér, þú varst besti afi sem nokkurt barn getuf óskað sér. Elsku amma, við biðjum góðan Guð um að styrkja þig- Vilhjálmur Ómar, Þrándur, Jens, Elvar Örn, Hermann Óli, Edda, Arnór, Ragnar, Hrefna Erna og Ari Baldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.