Morgunblaðið - 29.10.1993, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 29.10.1993, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 fclk f fréttum 1 Fjöl- skyld- an dáir allt sem er köflótt. ANDLEYSI Köflótta fjölskyldan Anderssons-fjölskyldan jöfnu verulega athygli hvar sænska vekur að öllu sem hún kemur. Hjónin Cat- Hilmar Sverrisson skemmtir OPIÐ FRÁ KLUKKAN 1 9:00 - 03:00 DANSSVEITIN ásamt Evu Ásrúnu Albertsdóttur arina og Per Andersson eru veik fyrir öllu sem er köflótt og því hafa þau komið sér upp köflóttu hjólhýsi með köflóttum gardínum, köflóttu áklæði og eru í köflóttum fötum. Hjónin segja að kö- flótta æðið hafi byrjað fyrir fimm árum þegar þau ætluðu í sumarfrí og langaði til að lífga upp á hjólhýsið. Síðan hafi áráttan vaxið fyrir utan að þeim leiðist ekkert að vekja athygli, þó það sé bara fyrir að vera svolítið köflóttur ... eða þannig. Laugovt^i 45 - ».11 255 í kvöld: SNIGLA- mrnm SALZA HÁTÍÐ Opiðfrákl. 22-03. ^ Borðapantanir í síma 68 62 20 J Fyrirtæki og Hópar! Ér árshátíðin framundan? Munið að panta tímanlega. Nokkrum kvöldum enn óráðstafað. _________________ J Ester og Haukur (ra Nyja dansskolanum. Mexíkóskur salza-drykkur til kl. 24.00 Hátiðin hefst kl. 23.00 . Sigtryggur dyravörður laugardagskvöld Enginn er verri bótt hann sé.. JÖKLAFARAR Myndasýning í 26 stiga frosti Það var heldur kuldalegt fólkið sem mætti á myndasýningu jöklafaranna þriggja, Ólafs Arnar Haralds- sonar, Ingþórs Bjarnarsonar og Haraldar Arnar Ólafssonar síðastliðið fimmtudagskvöld. Kannski ekki furða, þar sem sýningin fór fram í 26 stiga frosti eða samsvarandi því hitastigi sem leiðangursmenn bjuggu við á jöklinum í maí í fyrra þegar þeir fóru í fyrsta íslenska skíðaleiðangurinn yf- ir Grænlandsjökul. Með hjálp Eimskipafélagsins, sem lán- aði frystigeymslur sínar á Óseyrarsvæði í Hafnarfirði, tókst að ná þessu mikla frosti. Foreldrar Ólafs Arnar og systir, f.v. Þrúður Haraldsdótt- ir, Haraldur Matthíasson og Kristín Ólafsdóttir, standa við tjaldið sem leiðangursmennirnir notuðu á Grænlandsjökli. Jöklahressing í hléi Sýningin tók 40 mínútur, en ekki þótti annað ráðlegt en að hafa 15 mínútna hlé til að fólk frysi ekki fast í sætun- um. Höfðu einhvetjir á orði að gott væri að frostið hefði ekki verið niður fyrir -^30 gráður eins og leiðangurs- menn bjuggu við á nóttunni. Í hléi var borin fram jökla- hressing, kakó og koníak, sem yljaði mönnum vel. Auk þess fengu gestir að smakka ,jöklamat“, sem í þessu tilviki voru salami-bitar. Gestirnir, sem voru á aldr- inum 10-85 ára, kváðust mjög ánægðir með sýninguna. Gaf hún önnur og dýpri áhrif þeg- ar horft var á hana í kulda miðað við að sitja í hlýrri stofu. Þá sagði yngsti sonur Haraldar, Haukur Steinn, tíu ára, við föður sinn í fullri al- vöru: „Pabbi, ég ætla að verða í fremstu röð fjallamanna. Ég ætla líka að ganga á Græn- landsjökul." Ferðalangarnir höfðu tjald- að fyrir utan frystigeymsluna og vakti búnaður þeirra at- hygli. Undruðust margir hvernig hægt var að lifa af svo mikinn kulda með aðeins örþunna ■ skel tjaldsins sem skjól, eða eins og einhver orð- aði það: „Þetta er eins og fiðr- ildahjúpur." Þess má geta að almenn- ingi gefst kostur á að sjá myndasýninguna, að vísu ekki í frosti, heldur í hlýjunni á Hótel Sögu 10. nóvember næstkomandi. Allir mættu vel klæddir á myndasýninguna. Það var helst að fólki yrði kalt á fótunum. ét 2 í^öívauí\%tvn. mm tom leikur fyrir dansi Húsið opnað kl. 23.00 tuiiíkji VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVIK, SIMI 685090 Gömlu og nýju dansarnir í kvöld . t ,A1 Irr Hljómsveitin TÚNIS ásamt söngkonunni ÖNNU JÓNU leikur frá kl. 22-03 Miöaverð kr. 800 Tökum að okkur minni og stærri hópa fyrir árshátiðir o.fi. Örfá kvöld laus til áramóta. Erum nú þegar farin að bóka fyrir næsta ár, Mióa- og boróapnntanir i simum 685090 og 670051. Donald Trump og Marla Maples með dótturina Tiffany. AUÐKÝFINGAR Nefndu dótturina eftir gim- steinabúð Auðjöfurinn banda- ríski Donald Trump og eiginkona hans Marla Maples gáfu dóttur sinni nafn fyrir skömmu. Dóttirin er sjálfsagt gimsteinn í augum foreldranna, því þau nefndu hana Tiff- any eftir skartgripa- verslun í West Palm Beach.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.