Morgunblaðið - 29.10.1993, Page 40

Morgunblaðið - 29.10.1993, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 „Unpi mabur, hefurðu beitt hjugann o% þutj at þú myndirsjöbcL unga,SaJc~ úxasa, shepna sem hefbc al/a rr>&ju- Ce/hx á þui ab U-fcu ag uera frjösöm?" Með morgimkaffmu Þú ert klukkutíma of seinn. Það tekur §kki svo langan tíma að defta niður nokrar tröppur, eða hvað’ HOGNI HKEKKVISI „ E<S HEF ALOHE) SÉE> /Ví'VS { SVOhlA GÓEXJ LÍKAA1L e<3u 'ASTAH&lJ" BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hallærisplön, englar og fyrirmyndir Frá Jóni K. Guðbergssyni: Hallærisplön eru víða um land þó hið eina sanna Hallærisplan sé í miðbæ Reykjavíkur. í hugum margra er staðurinn, um helgar, sneisafullur af kófdrukknum og ofbeldisfullum unglingum. Auðvit- að eru alhæfingar sem slíkar ekki réttar. Flestir unglingar sem mæta þarna eru ærslafullir og lífsglaðir unglingar sem vilja lyfta sér á kreik og spá svona aðeins í hitt kynið. Vandamálið er að of stór hluti þeirra notar áfengi sem með- al til að koma sér í stuð og til að finna kjark. Og hvers vegna leita þessir unglingar í þessa leið til að koma sér í gott skap? Jú, þetta hefur verið fyrir þeim haft. „Fyrirmyndirnar“ eða fullorðna fólkið er búið að sýna og varða leiðina til aukinnar ánægju. Vand- inn er hins vegar að unglingar eru óvanir göróttum drykkjum og mið- ur leiðinlegum afleiðingum þess að fara yfir markið, einnig er til umhugsunar að því fyrr sem ungt fólk byrjar að neyta áfengis því meiri líkur eru á vandamálum með efnið þegar frá líður. Þá er einnig sérkennilegt vandlætið sem „fyrir- myndirnar“ sýna þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þessar „fyrirmyndir" dýrka Bakkus oft með ámóta eða jafnvel meira offorsi en ungling- arnir. Fullorðna fólkið gerir kröfur um að litlu englarnir haldi fluginu Fyrirspurn um ættingja Kona á Nýja-Sjálandi er að leita að ættingjum föður síns. Faðir hennar kom til Ástralíu árið 1911 og hélt til Nýja-Sjá- lands þremur árum síðar. Þar settist hann að og stofnaði fjöl- skyldu en hafði lítið eða ekkert samband við ættingja sína á íslandi. Hann kallaði sig John Stanley Johnson og mun hafa breytt nafni sínu þegar hann kom til Ástralíu. Hefur trúlega heitið Jón Jónsson, Jóhannsson eða Jóhannesson. Samkvæmt inn- flytjendaskrám í Ástralíu var hann 22 ára árið 1911 og dótt- ir hans telur hann fæddan í maí 1889 í Reykjavík og að hann hafi farið frá íslandi árið 1904. Hann átti tvö systkini, Maríu og Tómas, sem e.t.v. hafaHutt til Ameríku. Meira veit hún í rauninni ekki en sendir þessa mynd af föður sínum sem var tekin af honum 25 ára gömlum. Nafn og heimilisfang kon- unnar er: H. Kilburn 114 Edward Street Thames New Zealand Ef einhver kannast við um- ræddan mann er hann vinsam- legast beðinn að hafa samband við Þjóðskjalasafn íslands, í síma 13201. og horfi fram hjá hegðun fullorðna fólksins. Til að kóróna tvöfeldnina þá skipuleggja „fyrirmyndirnar" vikulangar drykkjuhátíðirnar að útlenskum sið með tilheyrandi ælum, þvaglosun og allskonar ves- eni á almannafæri. Auðvitað eiga unglingarnir ekkert að fatta og ekkert að skilja. Því miður virkar þetta ekki þannig. Englarnir litlu eru engir englar heldur fróðleiksfúsar og áhuga- samar mannverur. Þessir ungling- ar sjá og heyra að fullorðnir segja og prédika annað en þeir meina og gera sjálfir. Auðvitað draga unglingarnir sínar ályktanir, þ.e.a.s. á meðan allir hneykslast á þeim þá er jákvæður stimpill á sukki þeirra fullorðnu. Á sama tíma og margir fullorðnir haga sér eins og óvitar sökum ölæðis, eiga þeir vart orð yfir hneykslun vegna þess að 16 ára unglingar slæðist með í bjórkeppni. Auðvitað er sorglegt og óafsakanlegt að ungl- ingur skuli fá aðgang að drykkju- keppni þeirra fullorðnu en er ekki jafnsorglegt að fólkið sem ber ábyrgðina og á að hafa vit fyrir unglingunum skuli efna til svona keppni. Er nema furða þótt unglingarn- ir leiti í teitið þegar fullorðnir haga sér svona, jú fyrirmyndirnar eru til staðar. Nei, hræsni fullorðinna í umgengni við vímuefni og ábyrgðarlausri meðferð þeirra greiðir götu ógæfusamra unglinga til að meðhöndla sömu efni, á sama hátt. Við fullorðna fólkið getum ekki annað en borið ábyrgð á hvernig málum er komið fyrir unglingum. í umræðunni um aukna löggæslu, meira af athvörf- um fyrir unglinga í miðbænum, aukinn aga og svo framvegis, gleymist oftast aðalatriðið og sam- kvæmt minni skoðun eina atriðið sem haft getur varanleg áhrif. Það er sú staðreynd að ef við högum okkur eins og ábyrgar þroskaðar manneskjur sem geta gert sér dagamun án aðstoðar vímuefna (svosem áfengis o.þ.h.) eru yfir- gnæfandi líkur á því að börn okk- ar geri það sama. Mundu að þú ert fyrirmynd þíns barns. JÓN K. GUÐBERGSSON, áfengisvamarfulltrúi. Yíkveiji skrifar Víkverja hefur borizt bréf frá áttræðri konu, sem lengi bjó í Danmörku á sínúm yngri árum. í upphafi bréfsins fer hún nokkr- um orðum um að hún sé aldrei viss um það, þegar hún skrifi ókunnugum bréf, hvort hún eigi að þéra eða þúa viðkomandi. Nið- urstaða hennar í Víkveijabréfinu var þó að hún skyldi þúa hann, sem hún og gerði. Þetta vekur spumingar um þér- ingar. Líklegast eru nú að vaxa upp og kannski komnar á legg, kynslóðir, sem alls ekki kunna að þéra, skilja alls ekki þau blæ- brigði, sem eru á tungumálinu, þegar notaðar eru þéringar. Vík- veiji verður nú að segja, að málið er snauðara án þeirra á stundum og gott gat verið hér áður fyrr að þéra fólk, vildi maður halda því í hæfílegri fjarlægð frá sér. En bréfritari fullyrðir í bréfínu, sem áður er getið, að sumt ungt fólk móðgist, þegar það sé þérað. XXX A Iáðurnefndu bréfí kvartar hin roskna frú yfir því að henni finnist mataræði á landsbyggðinni heldur fábrotið á þeim matsölu- stöðum sem fyrir eru. Alls staðar þar sem unnt sé að fá kjúklinga, sé um grillaða kjúklinga að ræða, hamborgararnir séu alls staðar og pylsur. I raun er þetta allt rétt og hvað skyldu ferðamenn, sem ferð- ast um landið, halda um íslenzkt mataræði? Jú, og raunar lítur vin- kona Víkveija svo á að engin furða sé, þótt útlendingar taki með sér nesti, þegar þeir komi til íslands. Af þessari ástæðu telur hún það hina mestu fásinnu að nú skuli „Ameríkani" allt í einu kominn til Islands til þess að selja hamborg- ara, á þeim hafí nú ekki verið skortur, en hún spyr, hvort íslend- ingar viti í raun ekki, að hægt sé að eta skinku án þess að nota hana sem álegg. Hún leggur til, að rétt eins og Ameríkani sé feng- inn til þess _að matreiða hamborg- ara ofan í íslendinga, verði Dani fluttur inn til þess að kenna mönn- um að eta skinku. xxx Þegar mjúku málin harðna, er voðinn vís. Inn á ritstjórn Morgunblaðsins hefur borizt undirskriftalisti fjölda fólks, svo að skiptir tugum, þar sem skorað er á hæstaréttarlögmann hér í borg að hann kæri konur, sem höfðu með höndum vörzlu á leikfanga- safni dagmæðra, fyrir að hafa stol- ið því. Mikil harka virðist vera í málinu og sýnist sitt hveijum. Vonandi verður niðurstaðan sú, að börn geti notið leikfanganna, því að væntanlega er safnið orðið til, svo að þau geti notið þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.