Morgunblaðið - 29.10.1993, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993
KNATTSPYRNA
toém
FOLX
■ SIGURÐUR Halldórsson,
fyrrum landsliðsmaður frá Akra-
nesi, hefur verið ráðinn þjálfari 3.
deildarliðs Skallagríms í Borgar-
nesi.
■ ÚLFAR Jónsson, kylfingur úr
Hafnarfirði, tók þátt í golfmóti í
Niceville í Flórida um síðustu
helgi. Hann hafnaði í 7.-10. sæti,
lék á 148 högumm, 78 og 70, en
par vallarins er 72. Sigurvegarinn
Jék á 141 höggi. Úlfar var aðeins
einu höggi frá því að fá peninga-
verðlaun. Hann tekur næst þátt í
mót sem fram fer í Panama City
í Flórída 3. - 4. nóvember.
Leikur númer eitt á
laugardagsseðlinum er:
1. Degerfors - Hássleholm
- allir hinir eru enskir.
■ SELFYSSINGAR héldu utan
áleiðis til Króatíu í gær en þeir
leika fyrri leik sinn í Evrópukeppn-
inni gegn RK „Itu“ Umag á laugar-
dagskvöld.
■ SIGURÓLI Krisijánsson,
„Moli“ eins og hann er kallaður,
íhugar nú að ganga á ný til liðs
við fyrrum félaga sína í 1. deildar-
liði Þórs á Akureyri í knattspyrnu.
Siguróli, sem er 27 ára, hætti
vegna meiðsla fyrir nokkrum árum,
'evi þjálfaði SM í 4. deild í sumar.
Þetta kemur fram í Degi.
■ LOU Macari hefur tekið við
stjóminni hjá skoska liðinu Celtic,
en hann stjómaði áður Þorvaldi
Örlygssyni og félögum hjá Stoke
í Englandi. Fyrsti leikur Celtic
undir stjóm Macaris verður á
morgun gegn erkifjendunum í Ran-
gers á útivelli. Og í næstu viku
stjómar hann félaginu gegn Sport-
ing í Evrópuleik í Lissabon.
I ARIE Haan, hollenski þjálfar-
inn hjá Standard Liege í Belgíu,
var rekinn frá félaginu á mánudag-
inn eftir þriggja ára starf. Belginn
Rene Vandereycken var ráðinn í
hans stað. Haan, sem er 44 ára,
er fyrrum landsliðsmaður Hollands
og hafði áður þjálfað Stuttgart og
Niirnberg í Þýskalandi og Antw-
erpen og Anderlecht í Belgíu.
Standard Liege hefur gengið illa
það sem af er og er í 13. sæti af 18
í belgísku deildinni.
■ PAUL Gascoigne, sem leikur
með Lazio á Italíu, er kominn til
Englands þar sem hann fer í sér-
staka meðferð vegna meiðsla á
hásin sem hefur hijáð hann að und-
anfömu. Gascoigne hefur aðeins
leikið fjóra af níu leikjum Lazio það
sem af er keppnistímabilinu.
Reuter
FögnuAur og sorg. Á myndinni fyrir ofan sjást leikmenn Saudi Arabíu fagna,
en á litlu myndinni til hliðar gengur fyrirliði Japans grátandi af leikvelli.
Geysilegur fögn-
urður í S-Arabíu
S-Kórea og Saudi Arabía í HM í Bandaríkjunum
að verða landslið Saudi-Arabíu
og Suður-Kóreu sem verða full-
trúar Asíu í heimsmeistarakeppninni
í Bandaríkjunum næsta sumar. Þjóð-
irnar tryggðu sér þátttökurétt í gær,
en þá fóru fram síðustu leikirnir í
Asíu-keppninni og má segja að
spennan hafí verið geysileg allt fram
á síðustu sek., en þrír leikir fóru fram
á sama tíma í Qater. Þegar ein mín.
var eftir af leik Japans og írak, voru
það landslið Japans og Saudi-Arabíu,
sem voru inni. Þá voru leikmenn S-
Kóreu búnir að leggja N-Kóreumenn
að velli, 3:0, og sátu á leikvellinum;
vonsviknir. Þeir voru búinir að fá
fréttimar, að Japan væri yfir gegn
írak, 2:1.
En eins og hendi var veifað,
spruttu leikmenn S-Kóreu á fætur —
þeir fréttu að írakar höfðu jafnað,
2:2, örfáum sek. fyrir leikslok, þann-
ig að þeir komust áfram á betri
markatölu en leikmenn Japans, sem
sátu eftir með sárt ennið — gengu
grátandi af leikvelli, enda ekki nema
von — aðeins örfáum sek. frá að
komast í lokakeppni HM, en því hafa
Japanir aldrei náð. Þeir voru í efsta
sæti riðilsins, en féllu niður í það
þriðja. „Þannig er knattspyrnan —
ekkert öruggt," sagði Marius Hans
Ooft, vonsvikinn þjálfari Japans.
Geysilegur fögnuður braust út í
Saudi Arabíu, eftir að S-Arabía hafði
tryggt sér Bandaríkjaferð með sigri
á Iran 4:3. Fólk söng og dansaði á
götum úti og það var eins og þjóðhá-
tíð væri í höfuðborginni Riyadh.
Landslið Saudi-Arabíu hefur aldrei
áður náð því að komast í lokakeppni
HM. Ekki var fögnuðurinn minni í
Qatar, þar sem 20.000 S-Arabar voru
mættir.
Lokaastaðan í Asfuriðlinum, var þessi:
Saudi Arabía...........5 2 3 0 8: 6 7
Suður-Kórea............5 2 2 1 9: 4 6
Japan..................5 2 2 1 7: 4 6
Irak...................5 1 3 1 9: 9 5
íran..................5 2 0 3 8:11 4
Norður-Kórea..........5 1 0 4 5:12 2
EM1998
í Búdapest
Ungverska borgin Búdapest varð
fyrir valinu er greidd voru
atkvæði um hvar halda ætti Evr-
ópumeistaramótið í fijálsíþróttum
1998 á fundi Frjálsíþróttasambands
Evrópu í Venice á Ítalíu á sunnu-
daginn. Búdapest hlaut 25 atkvæði
á fundinum en Madrid á Spáni kom
næst með 15 atkvæði. París og
Aþena, sem sóttu einnig um að
halda mótið 1998, drógu sig út
áður en til úrslitaakvæðagreiðslu
kom.
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00
1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 1988-3.fl.D 5 ár 01.11.93 - 01.05.94 12.11.93 - 12.05.94 10.11.93 kr. 61.289,80 kr. 71.329,10 kr. 21.117,70
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt
frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, október 1993.
SEÐLAB ANKIÍSLANDS
í kvöld
Handknattleikur
1. deild kvenna:
Strandg.: Haukar- Stjarnan... .18.30
2. deild karla:
Strandgata: ÍH - ÍBK kl. 20
Digranes: HK-Fylkir kl. 20
Húsavík: Völsungur - Fram kl. 20
Körfuknattleikur
1. deild karla:
Akureyri: Þór - Höttur ...kl. 20.30
Sandgerði: Reynir - Leiknir kl. 20
1. deild kvenna:
Grindavfk: UMKG-UMFT kl. 20
FRJALSAR
toémR
FOLK
■ ANDREAS Brehme, fyrrum
landsliðsmaður Þýskalands, verður
í sviðsljósinu er Kaiserslautern
sækir gamla félagið hans, Bayern
Miinchen, heim í þýsku deildar-
keppninni í knattspyrnu á morgun.
Orðrómur er á kreiki í Þýskalandi
að Berti Vogts, landsliðsþjálfari,
hafi jafnvel í hyggju að velja þenn-
an 32 ára miðvallarleikmann aftur
í landsliðshóp sinn fyrir HM í
Bandaríkjunum næsta sumar.
■ CHRISTIAN Ziege, 21 árs og
stórefnilegur leikmaður hjá Bay-
ern, leikur á vinstri vængnum með
félagi sínu og landsliðinu um þessar
mundir, en þýska liðið var sterkara
að margra mati er Brehme var í
þeirri stöðu. Því bíða menn spennt-
ir eftir „einvígi“ þeirra á morgun.
■ RUUD GuIIit og félagar í
Sampdoria taka á móti fyrrum
félögum Hollendingsins í AC Milan
í ítölsku deildinni í knattspyrnu á
sunnudaginn. Gullit hefur leikið
frábærlega í vetur, en Berlusconi,
forseti Milan, viðurkenndi á dögun-
um forráðamenn Milan hefðu mis-
reiknað sig og talið Gullit útbrunn-
inn sem knattspyrnumann og þess
vegna látið hann frá sér.
■ AC Milan, sem er nú í efsta
sæti deildarinnar ásamt Parma,
hefur verið í efsta sæti ítölsku deild-
arinnar óslitið síðan 6. október
1991. Sampdoria er stigi á eftir
efstu liðunum og Gullit og samherj-
ar hans gætu því skotið meistarana
af toppnum.
M BULGARSKI framheijinn
Hristo Stoichkov hjá Barcelona
sakaði hollenska vamarmanninn
Ronald Koeman, samheija sinn,
um að hafa „grenjað" sig inn í liðið
fyrir Evrópueik gegn Austria Vín
í síðustu viku.
■ FJÓRIR útlendingar eru hjá
Barcelona, en aðeins þrír mega
leika hveiju sinni. Það kom nokkuð
oft í-hlut Búlgarans að sitja á vara-
mannabekknum framan af leiktíð-
inni, og virðist það bitna á Koe-
man, en þess má geta að hann er
landi Cruyffs þjálfara. Romario,
framheijinn brasilíski, hefur staðið
sig mjög vel og danski landsliðs-
maðurinn Michael Laudrup einnig,
þó svo hann hafi þurft að sætta sig
við að byija útaf um síðustu helgi.
B HUGO Sanchez, mexíkanski
markaskorarinn mikli, sem snéri á
ný til Spánar frá heimalandinu fyr-
ir þetta keppnistímabil, mætir
gömlu félögunum í Real Madrid
með Rayo Vallecano, sem einnig
er höfuðborginni. Hann lék með
Real í sjö ár með frábærum árangri.
■ EMILIO Butragueno, fram-
heiji Real, sagði í vikunni um gamla
samheijann: „Það er alveg í sama
liði Hugo leikur, hann gæti haldið
áfram að skora til sextugs.“
■ BENITO Floro, þjálfari Real
Madrid, var orðinn valtur í sessi
eftir mjög slaka byijun liðsins í
deildinni, en hagurinn vænkaðist
eftir 5:0 sigur á botnliði Lerida á
heimavelli, Santiago Bernabeu-leik-
vangingum, um síðustu helgi.
■ FLORO stillti upp þremur
mönnum í fremstu víglínu síðast,
og heldur sig væntanlega við þá
uppstillingu. Það voru gamla brýnið
Butragueno, chileski landsliðs-
maðurinn Ivan Zamorano og Al-
fonso Perez, ungur og stórefnileg-
ur strákur.
■ BRYAN Robson, leikmaður
Manchester United og Ray Wilk-
ins, sem nú leikur með QPR en var
á árum áður annar aðalmanna á
miðjunni hjá United ásamt Rob-
son, verða líklega hvorugur með í
viðureignum félaganna á Old Traf-
ford. Robson fór í smávægilega
aðgerð á höfði í gær og Wilkins
er meiddur í hné.
H ROMARIO, brasilíski leikmað-
urinn hjá Barcelona, þarf að gang-
ast undir aðgerð á vinstra auga.
Hann fer í aðgerðina knattspyrnu-
menn á Spáni fara í jólafrí.