Morgunblaðið - 31.10.1993, Page 1

Morgunblaðið - 31.10.1993, Page 1
72 SIÐUR B/C 248. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuðlaberg AUSTUR í Hreppum er stuðlabergsnáma sem nýtt hefur verið í nærri 20 ár. Þegar efnistakan hófst var hóllinn ekki jafn glæsilegur og á að líta og nú þegar tignarlegt bergstálið blas- ir við. Ur þessari námu kemur megnið af því stuðlabergi sem notað er í legsteina, en æ fleiri velja það efni fremur en inn- fluttar steintegundir á leiði. Einnig hafa verið unnar steinflísar á gólf Útvarpshússins, flugstöðvarinnar og fleiri stórbygginga, úr námunni. Þá er ótalið listaverk það sem myndhöggvarinn Serra setti upp í Viðey, en efniviðurinn í það var sóttur í þessa námu. Sjá B-blað, bls. 1: „Saga steins..." Liðsmenn Gamsakhurdia gera árás á georgíska og rússneska hermenn Stj órnarherinn hrekkur fyrir uppreisnarmönnum Moskvu, Tblisi. Reuter. GEORGÍSKIR stjórnarhermenn hörf- uðu í gær frá Khobi og Senaki í vesturhluta landsins undan árásum liðsmanna Zviads Gamsakhurdia, að sögn georgíska útvarpsins. Uppreisn- armenn réðust einnig á rússneska hermenn, er gæta mikilvægrar járn- brautarlínu, en heimildarmenn greindi á um hvort Rússar hefðu hörf- að eða varist. Sagði útvarpið að óbreyttir borgarar hefðu farist í árásum á Senaki þar sem uppreisnarmenn hefðu skotið eldflaugum á borgina og síðar leitað skjóls í íbúðarhverf- um. Hefðu stjórnarhermenn hörfað frá borginni til að koma í veg fyrir frekara mannfall. Hart hefur einnig verið barist um Khobi, sem stjórnarherinn náði úr hönd- um uppreisnarmanna á föstudag en þeir I Ekki er vitað hvar Edúard Shevardnadze höfðu þá haft borgina á valdi sínu í sólar- forseti heldur sig en hann fiaug í gær til hring. I Kutaisi í vesturhluta landsins. Vonir um að skógareldar í S-Kaliforníu séu í rénun Hættan ekki liðin hjá Los Angeles. Reuter. SLÖKKVILIÐSMENN í Suður-Kaliforníu voru vongóðir í gær um að þeim tækist að ráða niðurlögum skógarelda sem geisað hafa síðan á miðvikudag. Yfir 700 hús hafa brunmð til osku í eldunum en talið er Yfirvöld leggja þó áherslu á að hættan sé Logn og kólnandi veður hefur komið slökkviliðsmönnum til góða en spáð var hvassviðri að nýju á laugardagsmorgun að staðartíma. brennuvargar hafi kveikt hluta þeirra. engan veginn liðin hjá. Fundist hafa merki þess að brennuvargar hafi kveikt nokkra elda og hafa yfirvöld heitið 50.000 dala verðlaunum fyrir upplýs- ingar er leitt geta til handtöku sökudólganna. Myndskreytt biblía munks NÝSTÁRLEG myndskreytt útgáfa af biblíunni er væntanleg í bókaverslanir í Bretlandi á næstunni. Hún er skreytt ljósmyndum sem voru teknar í ísrael og var allt kapp lagt á að þær væru sem raunverulegastar. Meðal þess sem sett var á svið er dráp Kains á Abel. Það er breskur munkur, Henry Wansbrough úr Abbelforth-klaustri, sem hefur umsjón með útgáfunni. Pyrirsæturnar eru Isra- elar og var tökuliðið vopnað vélbyssum til öryggis meðan á myndatökunum stóð. Reyndist full þörf á öryggisráðstöfunum þar sem gerð var árás á einn tökustað- inn. Þá reyndi arabi að stöðva fyrirsæt- urnar er verið var að taka mynd þar sem heilagur Stefán er grýttur. Taldi arabinn um raunverulegan atburð að ræða. Metsala sjálfs- morðsbókar ÓHÆTT er að segja að nýjasta metsölu- bók Japana hafi vakið forvitni langt út fyrir landssteinana. „Sjálfsmorðshand- bókin“ hefur selst í yfir 150.000 eintök- um á síðustu þremur mánuðum og virð- ist ekkert lát á vinsældum hennar. Bók- in skiptist í tíu kafla sem fjalla um jafn- margar aðferðir til að stytta sér aldur. Gefur höfundurinn hverri aðferð ein- kunn eftir því hversu árangursrík og sársaukafull hún er og hvort fram- kvæmdin sé flókin. Gátan leyst? GÁTAN um það hvernig fósturvísir vérð- ur að manni, kann að vera leyst. Vísinda- menn við Kaliforniuháskóla, Berkeley, sögðu frá því í nýjasta hefti Science að þeim hefði tekist að greina prótin sem stýrir því að fósturvísir myndar vef sem þróast í heila og mænu. Þeir binda von- ir við að í framtíðinni muni uppgötvun þeirra jafnvel leiða til þess að hægt verði að endurnýja heilafrumur sjúklinga með sjúkdóma á borð við Alzheimer og Park- insonsveiki. Það sé þó enn fjarlægur draumur. Vonast þeir til að skemmri tími líði þar til koma megi í veg fyrir frek- ari heilaskaða hjá þessum sjúklingum. Ekki eru þó allir vísindamenn sannfærð- ir um gildi uppgötvunar vísindamann- anna við Berkeley. Segja þeir mögulegt að prótínið nýfundna sijórni ekki mynd- un heila og mænu, heldur líkist einungis því prótíni mjög. Bónorð í bíó KEVIN Beale í breska bænum Bath, var svo hrifinn af kvikmyndinni „Svefnvana í Seattle" að hann bað unnustu sinnar í lok sýningarinnar að viðstöddum 150 kvikmyndahússgestum. Hún játaðist honum. Réttindi almennings 18 - skyldur fjölmióla 1ú KENNARI GEGN KERFINU KALLII KALLABÆ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.