Morgunblaðið - 31.10.1993, Síða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993
ERLEIMT
INNLENT
Raunvextir
lækki á
næstunni
MEÐ samræmdum aðgerðum
stefnir ríkisstjórnin að því að raun-
vextir lækki hér hratt og örugg-
lega, þannig að vextir af verð-
tryggðum ríkisskuldabréfum verði
á bilinu 5% til 5,5% þegar líða tek-
ur að áramótum. Helsta tæki sem
stjórnvöld munu beita á fjár-
magnsmarkaðinum til þess að ná
þessum árangri er sú ákvörðun að
selja ekki ríkisskuldabréf á inn-
lendum markaði, nema fjárfestar
sætti sig við 5% vexti á verðtryggð-
um bréfum. Að öðrum kosti mun
ríkissjóður leita í auknum mæli á
erlendan lánamarkað. Auk þess
mun Seðlabankinn beita sér með
öflugum hætti á eftirmarkaði fyrir
spariskírteini.
Ríkið sýknað í skinkumálinu
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur sýknað ríkissjóð af öllum
kröfum Hagkaupa í máli sem fyr-
irtækið höfðaði til að fá ógilta synj-
un fjármálaráðherra og landbún-
aðarráðherra um tollafgreiðslu á
rúmu tonni af soðinni svínaskinku
og tæplega 1,5 tonnum af soðnum
hamborgarhrygg. Hagkaup kröfð-
ust 1,3 milljóna króna skaðabóta.
Fyrirtækið hyggst áfrýja niður-
stöðunni til Hæstaréttar.
Óbreytt forysta
DAVÍÐ Oddsson og Friðrik Soph-
usson voru endurkjörnir til for-
mennsku og varaformennsku á 31.
landsfundi Sjálfstæðisflokksins
sem lauk á sunnudag. Davíð hlaut
78,87% atkvæða í formannskjöri,
Friðrik 74,9% í varaformannskjöri.
Tæplega 1.300 manns sóttu fund-
inn af um 1.800 sem áttu rétt til
fundarsetu.
Andstaða við
fiskveiðifrumvarp
SAMKVÆMT frumvarpi um
breytingar á stjóm fískveiða er
m.a. gert ráð fyrir að krókabátar
fái 5,5% af heildarafla þorsks, ýsu
og ufsa. Eigendur smábáta eru
mjög óánægðir með þessar tillögur
og í ríkisstjórn hefur Ossur Skarp-
héðinsson lýst andstöðu sinni við
þær.
Misjöfn afkoma bankanna
HAGNAÐUR Landsbanka íslands
eftir fyrstu níu mánuði þessa árs,
var 260,5 milljónir króna eftir
áætláða skatta, samkvæmt níu
mánaða bráðabirðgauppgjöri
bankans. Rekstursafkoma Lands-
bankans er þannig um 270 millj-
ónum króna betri þessa.fyrstu níu
mánuði ársins, borið saman við
sama tímabil á liðnu ári. Tap Is-
landsbanka nam 221 milljón króna
fyrstu átta mánuði ársins saman-
borið við 79 milljónir á sama tíma
í fyrra.
Milljarður úr Smugunni
AFLAVERÐMÆTI íslensku skip-
anna sem í haust hafa verið að
veiðum í Smugunni nálgast nú einn
milljarð króna og aflinn er hátt í
7.000 tonn. Mikil aflahrota var á
þessum slóðum fyrir um 10 dögum.
Kröfur í Miklagarð
1.778 milljónir
LÝSTAR kröfur í þrotabú Mikla-
garðs hf. námu samtals 1.778
milljónum króna en skiptastjórar
hafa samþykkt kröfur að fjárhæð
1.221 milljón króna. Stærsti kröfu-
hafi er Landsbanki íslands sem
lýsti 528 milljóná króna kröfum
og fékk samþykktar 475 milljóna
króna almennar kröfur:
ERLENT
Jean Chretien
Kanadíski
íhaldsflokk-
urinn geld-
ur afhroð
FRJÁLSLYNDI flokkurinn í
Kanada vann yfirburðasigur í
kosningunum á mánudag og talið
er að óánægja
kjósenda með
kreppu og mik-
ið atvinnuleysi
hafi ráðið úr-
slitum. íhalds-
flokkurinn, sem
verið hefur við
völd í níu ár,
fékk hins vegar
einhveija verstu útreið sem sögur
fara af hjá stjórnarflokki á Vestur-
löndum, fékk aðeins tvö sæti af
295 en hafði áður 170. Stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn er nú
aðskilnaðarflokkur Quebec-búa
sem vill sjálfstæði fylkisins. Umbó-
taflokkurinn, nýr hægriflokkur
sem einkum sækir fylgi til íbúa í
vesturfylkjunum, er þriðji í röðinni
en hann er andvígur frekari tilslök-
unum gagnvart sérkröfum Quebec.
Jean Chretien, leiðtogi Fijáls-
lynda flokksins, hvatti landa sína
ákaft til að ijúfa ekki einingu
landsins.
Hindra könnun á
stríðsglæpum
TALSMENN Sameinuðu þjóðanna
segja að króatískir hermenn hafi
margsinnis haft í frammi hótanir
og hindrað störf sænskra friðar-
gæsluliða sem kanna meint fjölda-
morð Króata á múslimum í smá-
þorpi í Mið-Bosníu. Fulltrúar Sam-
einuðu þjóðanna segja að friðar-
gæsluliðarnir hafi fundið gögn sem
sanni að Bosníu-Króatar hafi myrt
fjölda óbreyttra borgara úr röðum
múslima í árás sem gerð var um
síðustu helgi.
Stríðshörmungar í Angóla
VERIÐ getur að allt að hálf millj-
ón manna, fimm prósent íbúanna,
hafi látið lífið síðasta árið vegna
borgarastyijaldarinnar í Angóla.
Um 1.000 manns deyja daglega
vegna stríðsins, hungurs og sjúk-
dóma. íbúar landsins eru 10 millj-
ónir og talið er að þriðjungur þeirra
hafi flosnað upp. Flóttafólk frá
borginni Cuito, sem uppreisn-
armenri Unita-hreyfingarinnar
hafa setið um í níu mánuði, segir
að fólk þar hafi lagst á náina frem-
ur en að verða hungurdauðanum
að bráð.
Lægsta álverð frá árinu 1985
ÁLVERÐ lækkaði á þriðjudag á
heimsmarkaði um 3% og hefur
aldrei verið jafn lágt frá árinu
1985, eða í átta ár. Búist er við
að ál gigi eftir að lækka enn meira
í verði vegna efnahagslægðar í
heiminum, mikils útflutnings á
ódýru áli frá Rússlandi og tregðu
álframleiðenda til að draga úr
framleiðslunni.
Óöld í Belfast mótmælt
UM SEX þúsund manns gengu um
götur Belfast á mánudag til að
mótmæla tilræði írska lýðveld-
ishersins (IRA) um síðustu helgi
og votta fórnarlömbunum tíu virð-
ingu sína. í hópnum voru kaþólsk-
ir menn og við tilræðisstaðinn voru
Iögð blóm með samúðarkveðjum
frá kaþólskum borgurum.
Stytt vinnuvika í stað
uppsagna
ÞÝSKU bílaverksmiðjurnar
Volkswagen birtu á mánudag
áform um að stytta vinnuvikuna
niður í fjóra daga til þess að draga
úr launakostnaði vegna dökks út-
lits í rekstri fyrirtækisins. Laun-
þegasamtök styðja aðgerðirnar,
telja styttingu vinnuvikunnar
æskilegri en uppsagnir, jafnvel þó
það þýði kauplækkun.
Keuter
Heiðursvörður með úreltan búnað
HERMENN litháísku stjórnarinnar halda fast um nýfengin reiðhjólin er þeir standa heiðursvörð við komu sænska
utanríkisráðherrans til Litháens á föstudag. Herinn fékk nýlega þijú hundruð tonn af úreltum herbúnaði til
afnota. Þar á meðal voru 3.000 reiðhjól, 14 vörubflar og 10.000 hermannabúningar.
Bognar gúrkur ekki bannvara í EB o g sjómenn þurfa ekki hárnet
Hurd gerir atlögu að
furðusögum um EB
London. Frá Ólafi Þ. Stephcnsen, fréttaritara Morgunblaðsins.
BRETAR eru manna duglegastir að segja hryllingssögur af Evrópu-
bandalaginu. Á öldurhúsum og í lestarvögnum fjargviðrast menn yfir
heimskulegum reglugerðum skriffinna í Brussel, sem oftar en ekki
virðast í augum Breta miða að því að svipta þá þjóðareinkennum sín-
um. Það flýgur fjöllunum hærra að EB ætli að leggja niður mjólkur-
pósta eða skera hæð ofan af strætisvögnunum í London. Brezka utan-
ríkisráðuneytið, með Douglas Hurd utanríkisráðherra í broddi fylking-
ar, hefur nú skorið upp herör gegn furðusögunum um EB og gefið
út bækling, sem ér til þess ætlaður að hrekja „evró-goðsagnir“ og
„evró-grýlur“ og gera almenningi ljósan vi(ja stjórnvalda til að leiðrétta
„evró-vitleysurnar“.
Samkvæmt EB-reglugerð frá 1979
má nefnilega bara nota ávexti í
marmelað'Í! En bráðum kemur betri
tíð, segir Hurd í formála sínum. Ut-
anríkisráðherrann segir að gulróta-
reglugerðin og ýmsar aðrar verði
vonandi afnumdar á næstu árum og
nú þegar hafi náðst mikilsverður
árangur til fækkunar EB-reglna.
Helmingi færri reglugerðir hafi verið
gefnar út á seinasta ári en árið 1990.
I bæklingnum, sem Hurd ritar
sjálfur formála að, eru fjörutíu vin-
sælustu evró-sögurnar raktar og
staðreyndirnar að baki þeim tíund-
aðar. Ef trúa má ráðuneytismönnum
er ekki flugfótur fyrir því að bognar
gúrkur séu bannaðar í EB. Þær eru
hins vegar í öðrum flokki en beinu
gúrkumar vegna þess að það er erfið-
ara að pakka þeim og „þess vegna
geta þeir, sem taka bognar gúrkur
fram yfir beinar, fengið þær á lægra
verði,“ segir ráðuneytið. Það er líka
hreinasta vitleysa að EB hyggist
banna heimatilbúna sultu eða loka
kjötbúðum þar sem notað er sag á
gólfið. Einhvern veginn hefur það
líka komizt á kreik að bandalagið
vilji ekki nota brezka eik til hús-
gangasmíða, af því að hún sé of
kvistótt. Kjaftæði, segir utanríkis-
ráðuneytið.
Vangi Elísabetar, ekki Delors
Það er heldur ekki hætta á þvl
að vangasvipur Elísabetar drottning-
ar víki fyrir mynd Jacques Delors á
brezkum peningum. „Jafnvel þótt
Bretland yrði aðili að sameiginlegum
gjaldmiðli eftir mörg ár yrði mynd
drottningarinnar áfram á myntinni
okkar og seðlunum," fullvissar ráðu-
neytið konungholla Breta. Og það
er heldur ekki satt að sjómenn verði
að vera með hárnet og séu skyldaðir
til að hafa smokka í sjúkrakassanum
um borð. Starfsmenn Hurds segja
að þetta með hámetin sé misskilning-
ur, sem hafi komið upp vegna heil-
brigðisreglna f fiskvinnslustöðvum,
sem eigi fullan rétt á sér. „Hver vilí
annarra manna hár í fiskifingrunum
sínum?“ spyr ráðuneytið. Það neitar
jafnframt sögusögnum um að múl-
asnar á brezkum baðströndum verði
að vera með bleyjur, samkvæmt fyr-
irskipun frá Brussel.
Mjólkurpóstar áfram við
lýði og slökkviliðið þarf
ekki að hafa buxnaskipti
Ofangreindar sögur falla í flokk
evró-goðsagna hjá ráðuneytinu, þ.e.
það er ekki flugufótur fyrir þeim.
Evró-grýlurnar em hins vegar skil-
greindar sem sögur, sem hafi orðið
til vegna þess að reglur bandalagsins
hafí verið mistúlkaðar. Þannig varð
prentvilla til þess að margir Bretar
halda að vinsælt sjónvarpsnasl með
rækjubragði verði bannað innan tíð-
ar. Ráðuneytið vísar því á bug að
mjúkir ostar verði bannaðir — „sjáið
þið Frakkana samþykkja það?“ —
staðreyndin sé sú að ný heilbrigðis-
reglugerð hafí misskilizt. Það verður
heldur ekki bannað að láta kalkún
hanga áður en tekið er innan úr
honum og brezkt hakkabuff er und-
anþegið ströngum reglum um megin-
landshakkabuff.
Fyrir misskilning hefur það líka
komizt á kreik að mjólkurpóstar verði
bannaðir — reyndar viðurkennir
ráðuneytið að Bretar hafí þurft að
beita sér sérstaklega til að tryggja
tilveru þeirra. Sömuleiðis er það úr
lausu lofti gripið að slökkviliðsmenn
verði að klæðast ríáum evrógúmmí-
buxum í framtíðinni í stað brezkra
hlífðarbuxna, sem eru gular á litinn.
Helmingsfækkun reglugerða
Seinasti flokkurinn er svo evró-vit-
Ieysurnar. Þar kveður heldur við
annan tón hjá ráðuneytinu, því að
þetta eru sögur, sem eiga sér stoð í
raunveruleikanum og brezka ríkis-
stjómin heldur sjálf á lofti. Þannig
segir í bæklingnum, að það sé því
miður rétt að landbúnaðarstefna EB
kosti vísitölufjölskylduna rúmlega
100.000 krónur á ári. Bretar séu nú
ekki verst staddir í þessum efnum,
því að Norðurlandabúar þurfi að
borga enn meira fyrir sitt vitlausa
landbúnaðarkerfi. En engu að síður
er breytinga þörf, segja Hurd og
félagar.
Þeir játa aukin heldur að gulrætur
séu flokkaðar sem ávextir í Brussel,
en það sé vegna þess að Portúgalir
hafi heimtað það til að geta haldið
áfram að búa til gulrótarmarmelaði.
Lottóþjónusta
Nóg að
hringja
inntölur
Washington. Reuter.
FYRIRTÆKIÐ LottoFone
Inc í Virginíu hyggst nú
bjóða bandarískum lottó-
spilurum nýja þjónustu.
Hægt verður að grípa sím-
ann hvenær sem er sólar-
hringsins, kaupa tölur og
kostnaðurinn verður færður
á reikning notandans. Með
sérstakri tækni mun kerfið
bera kennsl á rödd notand-
ans til að koma í veg fyrir
svindl.
Notandinn mun lesa inn eig-
ið lykilorð og stimpla inn tölu-
stafakóða. Kerfið mun hringja
í þá sem vinna og þátttakend-
ur þurfa ekki lengur að hafa
áhyggjur af því að vinning-
smiðinn hafí týnst, það verður
enginn slíkur fyrir hendi. Gert
er ráð fyrir eins konar debet-
kortagreiðslum sé um þátttöku
í lottóspili heimaríkisins að
ræða en ekki verður leyft að
kaupa þjónustuna upp á krít.
Fyrirhugað var að undirrita
samning um þessa þjónustu
við AT&T-símafyrirtækið í
gær og er gert ráð fyrir að
hann komi til framkvæmda
eftir hálft ár. Hugmyndin er
ekki ný, að sögn LottoFone,
en nauðsynleg tækni var ekki
til. reiðu fyrr en nýlega.