Morgunblaðið - 31.10.1993, Side 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993
Búið að velja fjóra særða
Bosníumenn til viðbótar
j .
Ekki enn tekin ákvörðun um landvistarleyfi þeirra sem eru komnir til landsins
BOSNIUMENNIRNIR tveir,
sem komu til lækninga á Land-
spítalanum 7. október, hafa
verið færðir af spítaianum á
sjúkrahótel. Halldór Jónsson,
yfirlæknir á bæklunarskurð-
deild, segist búast við að hægt
verði að selja ný bein þar sem
áður voru beinasýkingar eftir
tvær vikur. Flóttamannahjálp
Sameinuðu þjóðanna hefur val-
ið fjóra særða Bosníumenn til
viðbótar til að koma til Islands.
Halldór sagði að búið væri að
spengja bein, grafa út sýkingar
og setja sýklalyf í sýkt sár mann-
anna. Nú væri beðið eftir að lyfin
þjónuðu sínum tilgangi og hægt
væri að opna sárin og setja ný
bein í staðinn. Áætlað væri að sú
aðgerð færi fram eftir um tvær
vikur en þangað til dvelst fólkið
á sjúkrahóteli í nágrenni spítal-
ans.
Aðspurður kvaðst Halldór gera
ráð fyrir að lækning yngri manns-
ins, Davors Purusic, tæki um hálft
ár en eldri maðurinn, Zlatan Mra-
vinac, þyrfti um eitt ár til að jafna
sig enda þyrfti hann að læra að
ganga með gervifót.
Árs landvistarleyfi
Hvað andlega líðan fólksins
varðaði sagði Halldór að sú til-
hugsun að íslensk stjórnvöld
hefðu enn ekki tekið ákvörðun
um hvað yrði um fólkið eftir lækn-
ingu mannanna íþyngdi þeim.
Hann sagði í þessu sambandi að
beðið hefði verið um greinargerð
frá honum sjálfum og Hólmfríði
Gísladóttur, starfsmanni Rauða
krossins, um hversu mikla félags-
og læknisfræðilega hjálp menn-
irnir þyrftu á að halda ásamt
kostnaðaráætlun þar að lútandi
til að hægt væri að taka ákvörðun
um áframhaldandi landvistarleyfi.
Hefði því þá verið velt upp að
fólkið fengi landvistarleyfi til eins
árs en að þeim tíma liðnum gæti
Morgunblaðið/Kristinn
Vildi gjarnan eiga heima hér
„EF okkur yrðu skapaðar aðstæður til að vera hér vildi ég gjarn-
an eiga heima á íslandi. íslendingar eru ágætir en mér finnst
þeir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvernig ástandið
raunverulega er í Sarajevo. Hvernig fólk getur t.d. átt von á leyni-
skyttu aðeins 50 metra frá heimili sínu,“ segir Zlatan (t.h.). Þeir
Davor eru með stálramma á sköflungi og handlegg til að halda
beinapípum í réttum skorðum þar til nýjum beinum hefur verið
komið fyrir í stað sýktu beinanna. Davor, Zlatan og Nasiha, eigin-
kona Zlatans, búa nú á sjúkrahóteli, fá frítt húsnæði og fæði, og
10 þúsund krónur á mánuði í vasapening.
það sótt um landvistarleyfi á sömu
forsendum og aðrir flóttamenn.
Halldór sagði að það væri m.a.
af þessum sökum sem hann hefði
beðið um að flutningi fjögurra
Bosníumanna til viðbótar við
þessa tvo yrði frestað um sinn
enda hefði ákvörðun stjórnvalda
varðandi landvistarleyfí til handa
þeim fordæmisgildi fyrir þá sem
á eftir kæmu. Aðra ástæðu kvað
hann vera þá að ráða þyrfti niður-
lögum sýkinga í sárum mannanna
tveggja áður en tekið yrði á móti
fleirum. Um er að ræða 4 einstakl-
inga, þrjá karla og eina konu, auk
8 fylgdarmanna. Fólkið er allt
undir fertugu. Aðspurður kvaðst
Halldór hafa tryggt að traustar
upplýsingar um líðan þeirra væru
í sjúkraskýrslum. Hann sagði að
fjórmenningamir hefðu orðið fyrir
svipuðum áverkum og þeir Davor
og Zlatan.
Ekki boðnir formlega
velkomnir
Bosníumennirnir þrír létu vel
af sér þegar blaðamaður hitti þá
að máli í vikunni. Þeir sögðu þó
að ýmislegt hefði kornið þeim á
óvart við komuna hingað. „Okkur
finnst t.d. skrítið að enginn full-
trúi stjórnvalda skuli hafa boðið
okkur formlega veikomin. Eigin-
lega var eins og engin bæri form-
lega ábyrð á okkur í upphafi.
Samt hafa allir verið okkur mjög
góðir. Hjúkrunarfólkið stjanaði
t.d. við okkur og gerði ailt sem
það mögulega gat til að uppfylla
óskir okkar á spítalanum,“ sagði
Davor og Zlatan segist halda að
þremeningarnir hafi komið ís-
lenskum stjórnvöldum í vanda
með því að óska eftir að fá að
dveljast á íslandi eftir að lækn-
ingu þeirra Davor yrði lokið.
„Okkur finnst eins og stjórnvöld
liafi aðeins hugsað sem svo:„Við
fáum fólkið hingað bjóðum því
lækningu og sendum það síðan
aftur til síns heima,“ segir hann
og bætir við að hvert svo sem
framhaldið verði í Sarajevo sé þar
engin framtíð fyrir þau næstu
10-15 árin.
Ríkisendurskoðun um 300 millj. lán til reksturs fiskeldisstöðva
70-80% þessara lána eru tapað fé
Lagt til að rekstri ábyrgðardeildar fiskeldislána verði hætt
RÍKISENDURSKOÐUN telur að um 70-80% þeirra lána að
upphæð 300 millj. kr. sem ríkisstjórnin ákvað í júní 1991
að veita til reksturs fiskeldisstöðva á árunum 1991 og 1992
til að viðhalda verkþekkingu og þróa nýjar aðferðir í fisk-
eldi séu töpuð. Þetta kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðun-
ar og yfirskoðunarmanna ríkisreiknings um endurskoðun
ríkisreiknings 1992. Telur stofnunin ljóst að markmiðið með
lánunum, sem úthlutað var af sérstakri þriggja manna nefnd,
hafi ekki náðst nema að mjög takmörkuðu leyti og bendir
á að lánin hafi verið mjög áhættusöm, þar sem tryggingar
fyrir lánunum voru aðallega í fiskinum sjálfum.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir
sérstaklega ákvarðanir um
ábyrgðir og lán vegna fiskeldis í
skýrslu sinni. Bendir hún á að
Ábyrgðardeild fiskeldislána hafi
greitt alls 342 millj. vegna ábyrgða
sem fallið hafa á deildina á árunum
1990 til 1992. Telur hún einnig
að um 150 millj. kr. tapist vegna
þeirra 188 millj. kr. ábyrgða sem
deildin átti útistandandi í lok síð-
asta árs. „Einsýnt er að ákvæði
laga um tryggingar deildarinnar
eru gagnslaus með öllu. Þá námu
iðgjaldatekjur deildarinnar á um-
ræddu tímabili samtals um 13
milljónum króna og hrökkva því
engan veginn til að mæta tapinu
vegna innleystra ábyrgða þrátt
fyrir að lögin geri ráð fyrir að svo
sé. Með hliðsjón af þessu telur
Ríkisendurskoðun _ að forsendur
fyrir starfrækslu Ábyrgðardeildar
fískeldislána séu brostnar og að
rétt sé að fmna stuðningi ríkisins
við fískeldi annan farveg sé á ann-
að borð vilji til að halda honum
áfram,“ segir í skýrslunni.
Rekstrartap
Framkvæmdasjóðs 834 millj.
Þá bendir Ríkisendurskoðun á
að rekstrartap Framkvæmdasjóðs
nam 834 millj. kr. á síðasta ári og
í árslok var eigið fé sjóðsins nei-
kvætt um 830 millj. „og mun ríkis-
sjóður fyrr eða síðar verða að veita
framlag til sjóðsins vegna þess,“
segir í skýrslunni. Ríkisendurskoð-
un bendir á að árlegur rekstrar-
kostnaður framkvæmdasjóðs
vegna reksturs fiskeldisstöðva
sem hann hefur yfírtekið nemi
tugum milljóna kr. og nauðsynlegt
sé að ákveða frekari samdrátt í
starfsemi hans með sölu eða úreld-
ingu eigna.
Laxinn þreyttur
VEIÐIMAÐUR glímir við lax á
Skerjunum neðan Laxfoss í
Norðurá, sem gaf mestu veiðina
á liðnu sumri.
Laxveiðin 1994
Ovissa um
veiðihorfur
ÖRÐUGT er að segja til um
horfur fyrir laxveiðisumarið
1994. Spár fiskifræðinga fyrir
nýliðið sumar brugðust að
nokkru leyti. Höfðu þeir spáð
mjög góðum göngum af báðum
árgöngum sem von var á í árn-
ar. Var spáin byggð á almennu
árferði og styrkleika árganga
sjógönguseiða 1991 og 1992. Að
þessu sinni geta fiskifræðingar
ekki spáð í styrkleika árganga
gönguseiða þar eð mælingar
fóru að miklu leyti út um þúfur
í vor og sumar vegna vatna-
vaxta.
Guðni Guðbergsson, fiskifræð-
ingur hjá Veiðimálastofnun, sagði
í samtali við Morgunblaðið að mæl-
anlegt hefði verið í Elliðaánum og
þar hefði ástandið verið eðlilegt og
seiðabúskapur greinilega í góðu
ásigkomulagi. Annars staðar hefði
ótíð gert rannsóknarmönnum erfitt
fyrir, t.d. í Miðfjarðará, en þar hef-
ur um árabil verið litið eftir ástandi
gönguseiða. Einnig í Vopnafirði, en
Garðar H. Svavarsson, stangaveiði-
maður á Vakursstöðum 1 í Vopna-
fírði, sagði í sumar að fiskifræðing-
ar hefðu komið að minnsta kosti
tvívegis til að mæla gönguseiðin í
Vesturdalsá, en orðið frá að hverfa
í bæði skiptin vegna vatnavaxta.
Fiskifræðingar hafa meðal annars
stuðst við mælingar þessar í spám
sínum og Guðni sagði að þar sem
þennan þátt vantaði nú í púslið
hefðu fæst orð minnsta ábyrgð. Auk
þess hefði spá og útkoma hennar
fyrir nýliðið sumar verið þess eðlis
að taka verði til endurskoðunar for-
sendur slíkra spáa.
Forstjóri Stálsmiðjunnar um 12,5% launalækkun starfsmanna
Starfsfólk enn yfirborgað
STARFSMENN Stálsmiðjunnar hf., en ákveðið hefur verið að lækka
Iaun þeirra um 12,5% um næstu áramót, eru eftir sem áður yfirborg-
aðir, að sögn Skúla Jónssonar forstjóra fyrirtækisins. Hann segir
að launalækkunin sé liður í að skera niður kostnað í fyrirtækinu
og með henni sé hlúð að starfsöryggi á vinnustaðnum. Skúli segir
að launalækkunin vegi þungt í heildarniðurskurðinum en með honum
sé reynt að komast hjá því að hækka verð á þeirri þjónustu sem
Stálsmiðjan innir af hendi.
Skúli sagði að ákvörðun um
launalækkun hefði verið tekin í ljósi
þeirra rekstrarforsendna sem menn
þykjast sjá fyrir næsta ári. Staða
útgerðarinnar sé það erfið að menn
haldi að sér höndum, með allt við-
hald. Hann sagði að sér væri kunn-
ugt um að ákvarðanir af sama toga
hefðu verið teknar í öðrum fyrir-
tækjum og sér þætti leitt að svo
virtist sem menn vildu færa átaka-
punkt í verkalýðsmálum yfir á fyrir-
tæki sitt. „Mér er einnig kunnugt
um það að við greiðum hærri laun
en samkeppnisaðilar okkar,“ segir
Skúli.
Mæta minnkandi tekjum
Skúli kvaðst hafa kynnt það ítar-
lega fyrir starfsmönnum, trúnaðar-
mönnum og félögunum hvaða for-
sendur liggja að baki launalækkun-
inni. „Við verðum einfaldlega að
mæta minnkandi tekjum á næsta
ári með því að lækka okkar kostn-
að. Launakostnaðurinn í þessu fyr-.
irtæki er á bilinu 50-60% og það
er útilokað að spara án þess að líta
á þann kostnaðarlið, sem er stærst-
ur,“ sagði Skúli.
Skúli segir að verið sé að ná nið-
ur kostnaði í öllu fyrirtækinu en
hlutur launalækkunarinnar í niður-
skurðinum er stærstur. í raun sé
vandamálið það að þjónustan hafi
verið seld of lágu verði miðað við
þann kostnað sem fyrirtækið hefur
þurft að bera. „Með þessum aðgerð-
um ættum við kannski að geta kom-
ið í veg fyrir að það þurfi að hækka
verð á þjónustunni,“ sagði Skúli.
Skúli sagði að ekki væru fyrir-
hugaðar frekari uppsagnir og þess-
ar aðgerðir núna væru m.a. til að
tryggja það að hægt væri að halda
núverandi starfsmannafjölda.