Morgunblaðið - 31.10.1993, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993
eftir Pál Þórhallsson
ALMENNINGUR á rétt á upplýsingum í formi sannferðugra frétta
og heiðarlegra skoðana. En gæta verður þess að skýr greinarmunur
sé gerður á fréttum og skoðunum blaða- eða fréttamanns. Fjölmiðlar
hafa skyldum að gegna við almenning en þeir mega ekki taka sér
opinbert vald, til þess hafa þeir ekki lýðræðislegt umboð. Þetta er
meðal þess sem fram kemur í ályktun þings Evrópuráðsins um siðferði
í blaðamennsku.
skoðanafrelsi. í greinargerð með
ályktun þings Evrópuráðsins segir
að tjáningarfrelsi blaðamanna hljóti
að temprast af rétti almennings til
sannferðugra frétta og heiðarlegra
skoðana en þetta hafi oft viljað
Eins og kunnugt er íjallar Evr-
ópuráðið, þar sem við íslend-
ingar erum aðilar, um ýmis
málefni þar á meðal mann-
réttindi, menntamál, félags-
legar umbætur og fjöimiðla. í sumar
samþykkti þing Evrópurá'ðsins at-
hyglisverða ályktun um siðferði í
blaðamennsku. Aðalfulltrúar Is-
lands á þinginu eru alþingismennirn-
ir Björn Bjarnason, Guðmundur
Bjarnason og Sigbjörn Gunnarsson.
Þessi ályktun verður þó ekki að al-
þjóðasamningi nema ráðherranefnd
Evrópuráðsins samþykki hana. En
í henni birtast sjónarmið sem talin
eru æskilegur grundvöllur lagasetn-
ingar í aðildarríkjunum sem eru nú
rúmlega þijátíu taisins. Ályktunin
hefur því á þessu stigi fyrst og
fremst gildi sem hvati og viðmið í
umræðu um hlutverk flölmiðla og
hún er vísbending um hvert Evrópu-
ríki stefna í þessu efni. Á dögunum
var í Ríkissjónvarpinu umræðuþátt-
ur um siðferði í fjölmiðlun og þar
var einmitt vikið að efni ályktunar-
innar. Lítum nánar á það.
Ef eitthvað éinkennir nútímaþjóð-
félag fremur en.annað þá er það
upplýsingastreymið og samskipta-
byltingin. Upplýsingar eru forsenda
þess að almenningur geti tekið þátt
í lýðræðisþjóðfélagi. Og þá er átt
við að borgararnir leggi meira af
mörkum og taki virkari þátt heldur
en þann einan að velja fulltrúa á
fjögurra ára fresti. Samkvæmt
ályktun þings Evrópuráðsins eru það
því grundvallarréttindi borgaranna
að fá upplýsingar.
Hlutverk fjölmiðla
Upplýsingamiðlunin kemur fyrst
og fremst í hlut fjölmiðla. Fjölmiðlar
ættu ekki að líta á upplýsingar sem
tilgang í sjálfu sér, segir í greinar-
gerð með ályktuninni, heldur sem
leið til að stuðla að þroska einstakl-
inganna og þjóðfélagsins í heiid.
Þótt ijölmiðlar gegni mikilvægu
hlutverki má hvorki halda að fjöl-
miðlar séu fulltrúar almenningsálits-
ins né að þeir eigi að koma að ein-
hveiju leyti í stað opinberra vald-
hafa eins og dómstóla eða stofnana
sem gegna menningar- og mennta-
hlutverki eins og skóla. Það gengur
ekki upp því ijölmiðlar eru hvorki
fulltrúar fólksins, en frá því er vald-
ið komið, né lúta þeir sama iýðræðis-
lega eftirlitinu og opinberar stofnan-
Upplýsingar eru ekki vara í hefð-
bundnum skilningi og þess vegna
eru fjölmiðlar ekki eins og hvert
annað fyrirtæki sem verslar með
vöru á markaði: Þeir eru öðrum
þræði stofnun sem gegnir þjóðfé-
lagslegu hlutverki, segir í ályktun-
inni. Fjölmiðlar ættu ekki að líta svo
á að þeir eigi fréttir því tilkallið er
í höndum borgaranna. Pjölmiðlar
ættu heldur ekki að misnota efni til
að auka lestur eða áhorf í því skyni
að fá fleiri auglýsingar.
Þegar talað er um siðferði í blaða-
mennsku verður að huga að fjölm
iðlinum í heild en ekki blaða-
mönnunum einvörðungu. Fjöl-
miðlar verða að láta í té upp-
lýsingar um eignarhald og
hveijir stýra þeim, segir þing
Evrópuráðsins, þannig að
borgararnir geti gert
sér
þjálfun og í greinargerð með álykt-
uninni segir að blaðamenn verði að
hafa háskólapróf.
ALMENNINGUR A RETT A TRAUSTUM FRETTUM OG
HEIÐARLEGUM SKOÐUNUM - ÞAÐ ER MUNUR Á
FJÖLMIÐLUM OG ALMENNINGSÁLITI - ÁLYKTUN
ÞINGS EVRÓPURÁÐSINS UM SIÐFERÐI í FJÖLMIÐLUN
Friðhelgi
einkalífsins
í ályktun þings
Evrópuráðsins segir
að virða beri rétt
einstaklinga til
einkalífs. Fólk í op-
inberum stöðum eigi
rétt til verndunar
einkalífs nema þeg-
ar einkalífið hefur
áhrif á opinbera
lífið. Áður-
nefndur um-
ræðuþáttur
í Ríkissjón-
varpinu
snerist
nokkru
leyti
j þessa
! spurningu.
Um þetta
efni hefur
verið fjallað
ítarlega í
Bretlandi að
undanförnu
að
um
en eins og
kunnugt er
hafa fjöi-
miðlar þar
oft gerst
æði nær-
göngulir í
umfjöllun
um þekkt
fólk. í
skýrslu for-
seta bresku
lávarðadeild-
arinnar sem út
kom í sumar um
grein fyrir hveijir eiga fjölmiðil og
hveijir eru fjárhagslegir hagsmunir
þeirra tengdir fjölmiðlinum.
Frelsi innan fjölmiðils
Tryggja verður frelsi innan fjöl-
miðla segir í ályktuninni. Útgefend-
ur og blaðamenn starfa þar saman
hlið við hlið. Setja verður starfsregl-
ur um samskipti blaðamanna, útgef-
enda og eigenda innan fjölmiðils,
óháð kjarasamningum. Réttmætt er
að efni fjölmiðils helgist að nokkru
leyti af lífsskoðun útgefenda og eig-
enda en það takmarkast þó af ófrá-
víkjanlegri kröfu um traustan
fréttaflutning og heiðarlegar skoð-
anir. Gera verður skýran greinar-
mun á lögmætri rannsóknarblaða-
mennsku og herferðum blaðamanna
á grundvelli fyrirframákveðinnar
afstöðu eða sérhagsmúna.
Starfshættir blaðamanna
Borgarar í lýðræðisríki og þarmeð
blaðamenn búa við tjáningar- og
gleymast.
Sett er fram sú krafa að í fjölmiðl-
um sé greint með óyggjandi hætti
á milli skoðana og frétta. Fréttir
eiga samkvæmt greinargerðinni að
vera traustar. Það þýðir að blaða-
maðurinn á að byggja á viðeigandi
rannsókn og áreiðanlegum gögnum,
hann á að reyna að sannprófa að
fréttirnar séu í sem bestu samræmi
við veruieikann og hann á að setja
þær fram á óhlutdrægan hátt. Ekki
er gerð krafa um fullkominn sann-
leika og því er játað að fréttir eru
aldrei með öllu hlutlausar.
Skoðanir eiga að vera heiðarleg-
ar. Ekki er útskýrt í greinargerðinni
hvað átt er við með því nema hvað
þar segir að skoðanir eigi að vera
innan siðlegs ramma til varnar lýð-
ræðislegum gildum.
í ljósi þess hve blaðamannsstarfið
er vandasamt og mikilvægt telur
þing Evrópuráðsins rétt að gera þá
kröfu að blaðamenn búi við sóma-
samleg kjör og hafi tilhlýðilega
rof friðhelgi er ijall-
að rækilega um þetta
efni og hugað að Ieiðum til úrbóta.
Að sjálfsögðu eru það ekki einvörð-
ungu fjölmiðlar sem eru ógnun við
friðhelgi einkalífsins heldur kemur
aukin tölvutækni, hnýsni einkarann-
sóknara (leynilögreglu) og þjónusta
stofnana sem ákveða lánstraust ein-
staklinga þar einnig við sögu. Það
er einkum þrennt sem getur rétt-
lætt það að fjölmiðlar greini frá
einkalífi fólks. Samþykki viðkom-
andi, sú staðreynd að upplýsingarn-
ar eru þegar opinberar og Ioks al-
mannahagsmunir. Hið síðastnefnda
er erfiðast viðureignar og lýtur að
því hvar eigi að draga mörkin milli
réttar einstaklinganna til að fá að
lifa sínu lífi án þess að fjölmiðlarnir
skýri frá því og réttar fjöimiðla til
að upplýsa almenning um líf ein-
staklinga. Ef mörkin eru dregin á
röngum stað er hætta á að annar
rétturinn kæfi hinn. í sumum banda-
rískum ríkjum hefur lausnin oltið á
því hvort viðkomandi staðreynd er
talin fréttnæm. Höfundar bresku
skýrslunnar telja að þar sé um of
hallað á friðhelgi einkalífsins. Þeir
vilja miða við að ijúfa megi frið-
helgi einkalífsins þegar almanna-
hagur krefst þess, þ.e. þegar um
uppljóstrun glæpa eða annarrar
verulega andfélagslegrar háttsemi
er að ræða, þegar heilbrigði eða
öryggi almennings er í húfi, þegar
um rækslu opinbers starfa er að
ræða eða þegar verið er að leiðrétta
misvísandi yfirlýsingu, venjulega af
hálfu þess sem verður fyrir „innrás-
inni“ í einkalífið. Til nánari útskýr-
ingar er tekið fram að skýra megi
á sanngjarnan hátt frá einkalífi
þeirra sem gegna opinberu starfi ef
þarmeð er varpað ljósi á hæfni við-
komandi til að gegna skyldum sín-
um. Ekki er fallist á að sama eigi
við um íþróttamenn, kvikmynda-
stjörnur og aðra sem eru mikið í
sviðsljósinu en vandasamara sé að
skera úr um hver sé réttur fjölmiðla
gagnvart þeim sem sækjast eftir
opinberum stöðum eða hafa látið
af störfum.
Sjálfseftirlit fjölmiðla
Því er slegið föstu í ályktun Evr-
ópuráðsins að fjölmiðlar verði að
setja sér siðareglur í ofangreindum
anda þar sem tryggt er tjáningar-
frelsi og réttur almennings til sann-
ferðugra frétta og heiðarlegra skoð-
ana.
Til þess að fylgjast með því að
þessum grundvallarreglum sé fylgt
ber að koma á fót sjálfseftirliti fjöl-
miðla. Þar myndu eiga sæti útgef-
endur, blaðamenn, fjölmiðlanotend-
ur, sérfræðingar frá háskólum og
dómarar. Þessi stofnun myndi gefa
álit á því hvernig siðareglurnar eru
virtar í blaða- og fréttamennsku.
Þetta myndi að sögn auðvelda al-
menningi að dæma verk og trúverð-
ugleika blaðamanna.
Stungið er upp á því að stofnun
af þessu tagi gefi árlega út rann-
sóknir sínar þar sem bera mætti
saman staðreyndir og fréttir. Þarna
gæti verið um að ræða mælikvarða
á trúverðugleika sem borgararnir
gætu notað til að meta fjölmiðla,
einstaka hluta innan fjölmiðils eða
jafnvel einstaka blaðamenn.
Umboðsmaður
fj ölmiðlanotenda
í Bretlandi hefur á undanförnum
árum verið rætt nokkuð um umboðs-
mann fjölmiðlanotenda. Er það talið
mæla með slíku embætti að þeir sem
telja sig órétti beittir eins og t.d.
ef friðhelgi einkalífsins hefur verið
rofin geta þá fengið skjótari og ódýr-
ari úrlausn mála en dómstólaleiðin
býður upp á. Stjórnvöld í Bretlandi
telja þó ekki æskilegt að skipa slík-
an embættismann með lögum. Mun
heppilegra sé að fjöimiðlar komi sér
sjálfir saman um að koma siíku
embætti eða nefnd á fót sem þe'ir
bera sjálfir traust til.