Morgunblaðið - 31.10.1993, Side 11

Morgunblaðið - 31.10.1993, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993 11 ÞORSTEINN GYLFASON, FORMAOUR SIÐANEFNDAR BLAÐAMANNAFELAGS ISLANDS I Úll meghiatriðln eiga sét Míðstæðat hét „EG hef eiginlega ekkert út á þessa ályktun að setja,“ sagði Þor- steinn Gylfason, prófessor í heimspeki og formaður siðanefndar Blaða- mannafélags íslands, eftir að hafa kynnt sér efni hennar. „Fyrsti munurinn á henni og íslensku siðareglunum sem maður tekur eftir er að hún er margfalt lengri." Siðanefnd Blaðamannafélagsins á fundi í húsnæði félagsins. Frá vinsti'i eru Mörður Árnason, Hreinn Pálsson, Þorsteinn Gylfason, Ólafur Eyjólfsson og Hjörtur Gíslason. Mér hefur alltaf fundist höfuð- kosturinn við siðareglur blaðamannafélagsins hvað þær eru stuttar og þess vegna m.a. er auðvelt fyrir siðanefndina á hverjum tíma að beita þeim,“ heldur Þorsteinn áfram. „Það þýð- ir auðvitað að það er meira selt á vald nefndarinnar heldur en ef reglurnar væru miklu lengri og farið út í smáatriði. En þær eru stuttar og skýrar og það er öllum mönnum vorkunnarlaust að lesa þær, skilja þær og reyna að fara eftir þeim. Merkilegt er að öll meginatriðin í þessu langa plaggi frá Evrópuráðinu eiga sér hlið- stæður í þessum örfáu siðareglum blaðamannafélagsins. Þar er klausa til dæmis um rétt almenn- ings til upplýsinga. Svo er ekkert meira um það sagt. Um þennan rétt almennings til upplýsinga er langur kafli í ályktun Evrópuráðs- ins. Ég man ekki til þess að það hafi nokkurn tíma verið kært yfir því að sú regla hafi verið brotin eða nefndin þurft að grípa til henn- ar.“ Munur skoðana og frétta Blaðamaður ber upp þá spurn- ingu hvort siðareglur blaðamanna- félagsins skorti ekki ákvæði um að greint sé á milli skoðana og frétta með skýrum hætti. „Þetta er eitt af höfuðatriðunum í siða- reglum blaðamannafélagsins," svarár Þorsteinn. Hann segir að lesa megi það m.a. út úr þessum orðum í siðareglunum: „Blaða- maður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er...“ Þorsteinn segir að upp hafi komið skoðanir um að það þyrfti að laga reglurn- ar að breyttum aðstæðum, færa þær til nútímalegra horfs, en nefndin hafí verið treg til að láta breyta reglunum mikið. Nefndin hafí tekið þau ákvæði sem fyrir eru og túlkað þau. Til dæmis hafi greinin sem hér var nefnd verið látin ná yfír það er blaðamaður þykist vera að veita upplýsingar en skrifar þrællitaða grein. „Það er samt ekkert verið að teygja ákvæðið,“ segir Þorsteinn. „Það er augljóst að það má lesa það svona.“ Þorsteinn segir að reynt hafí á rnuninn á fréttum og skoðunum með margvíslegum hætti í störfum nefndarinnar. „Hann kemur meðal annars fram í því ákvæði regln- anna sem segir að þær nái ekki til blaðamanna sem skrifa undir nafni til dæmis afmarkaða dálka eða gagnrýni þar sem persónuleg- ar skoðanir eru í fyrirrúmi. Þetta er ákvæði sem við höfum oft þurft að grípa til þegar við sýknum blaðamenn af ásökunum um það sem þeir segja í svona dálkum." Fréttaskýringar og forystugreinar Þorsteinn er spurður hvað megi ganga langt í svokölluðum frétta- skýringum sem skrifaðar eða sagðar eru undir nafni. „Um svona efni eru ítarlegir úrskurðir til frá ýmsum tímum. Þá er aðferð nefnd- arinnar sú að hún sétur sig í spor blaðamannsins og vinnur part af verkinu upp á nýtt. Talar við heim- ildarmenn hans að svo miklu leyti sem trúnaður kemur ekki í veg fyrir það, rengir ályktanir hans og rengir það hvernig hann setur hlutina í samhengi og tekur eftir því hvort honum hefur yfírsést eitthvert annað samhengi hlut- anna en fram kemur. Allt þetta gerum við í krafti þeirrar greinar sem krefst vandaðrar upplýsinga- öflunar, þannig að hann hafi til dæmis talað við alla aðila máls en ekki bara nána vini annars aðil- ans. Þeir úrskurðir sem nefndin hefur hvað mest fyrir eru oft úr- skurðir um svona fréttaskýringar. Eitt frægt mál er svokallað Tang- enmál þar sem fréttastofa Ríkisút- varpsins átti í hlut.“ Vart er hægt að skilja ályktun Evrópuráðsins öðru vísi en svo að forystugreinar dagblaða myndu Friðhelgi einkalífs er frægt hugtak úr lögum og er á hvurs manns vörum en þau orð koma hvergi fyrir í siðareglunum. En í reglunum segir að blaðamaður forðist allt, sem valdið getur sak- lausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. þurfa að lúta kröfunni um heiðar- legar skoðanir. Þorsteinn Gylfason segir að slíkt efni sé sjálfkrafa undanþegið afskiptum nefndar- innar vegna ákvæðis í siðareglun- um. Heiðarleikakröfunni megi þó finna stað í siðareglunum þar sem segir að blaðamaður hafi í skrifum sínum sannfæringu sína að leiðar- ljósi. „Þessu ákvæði mundi verða beitt til dæmis ef blaðamaður væri kærður fyrir það að hafa selt sig, þ.e.a.s. skrifað grein um einhveija vörutegund til dæmis og tekið greiðslu fyrir.“ Myndir teknar á almannafæri Þorsteinn segir að jafnt og þétt hafi hjá nefndinni reynt á álitamál er varða einkalíf fólks andspænis fjölmiðlum. „Friðhelgi einkalífs er frægt hugtak úr lögum og er á hvurs manns vörum en þau orð koma hvergi fyrir í siðareglunum. En í reglunum segir að blaðamað- ur forðist allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Þetta nær bersýnilega til flestra eða allra brota sem snerta friðhelgi einkalífsins. Nefndin hefur til dæmis tekið á því hvort fólk megi ekki vera á almannafæri án þess að af því birtist myndi í blaði og þess utan með blaðaskrifum í kring sem voru heldur niðrandi. En auðvitað tekur nefndin tillit til þess m.a. að fólk í þjóðfélaginu má eiga von á því að teknar séu af því myndir á al- mannafæri.“ Nefnin hefur einnig gert greinarmun í þessu sambandi á venjulegu fólki og fólki sem er áberandi og er jafnvel í því að láta taka af sér myndir eða hafa við sig viðtöl. „Það er til gamall úrskurður fyrir því að stjórnmála- menn eigi að vita að blaðamenn nota segulbönd þegar þeir tala í síma og hafi þess vegna ekki fullt leyfi til að kvarta yfir því að blaða- maður hafi tekið samtal upp án þess að láta vita. En óbreyttur borgari stendur auðvitað allt öðru vísi að vígi. Hann þarf ekki að hafa hugboð um það að það séu segulbönd við símana á íjölmiðlun- um,“ segir Þorsteinn. Að gefnu tilefni skal eftirfarandi tekið fram: 1. Væntanleg alþjóðleg ráðstefna um geimverur sem haldin verður í Háskólabíói dagana 4. og 6. nóv. nk., er EKKI á okkar vegum. 2. Hugmyndir um væntanlega lendingu geimvera við Snæfellsjökul 5. nóv. nk. eru EKKI frá okkur komnar. 3. Skipulagðar ferðir 5. nóv. nk. á Snæfellsnes vegna þessa verða EKKI á okkar vegum. 4» Skipulögð dagskrá vegna þessa á Brekkubæ, Hellnum (þar sem Snæfellsásmótin hafa verið haldin) verða EKK3 á okkar vegum eða annarra Stjórn Snæfellsáss hf, Stjórn Nýaldarsamtakanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.