Morgunblaðið - 31.10.1993, Page 12

Morgunblaðið - 31.10.1993, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993 FRANSKA RÍKISSTJÓRNIN SÝNIR VEIKLEIKAMERKI í VINNUDEILUM VEGNA AIR FRANCE LÆTUR UNDAN um í 'næstu forsetakosningum, sem fram fara árið 1995. Þó að hann hafi ekki lýst yfir áhuga á forsetaframboði nýtur hann tölu- vert meiri stuðnings en forsetaefn- in tvö, þeir Jacques Chirac og Valéry Giscard d’Estaing. Sumir telja hins vegar ástæðuna fyrir því, að Balladur hafi látið undan í deilunu við verkfallsmenn, vera aðra en þá að hann vilji ekki stefna vinsældum sínum í hættu. „Balladur átti náið samstarf við Georges Pompidou á meðan á ólátunum stóð í maí 1968 og hann óttast að slíkir atburðir gætu endurtekið sig,“ segir Pierre Avril, stjórnmálaskýr- andi við Sorbonne-háskólann í París. „Hann ákvað því að hörfa í stað þess að láta sverfa til stáls og eiga á hættu að hlutirnir færu úr böndunum.“ Þessar áhyggjur forsætis- ráðherrans eru ekki að ástæðu- lausu. Atvinnuleysi í Frakk- landi er nú rúmlega 11% og talið að lítið þurfi til að sú mikla félagslega óánægja, sem kraumar undir niðri vegna þessa, bijótist út. En menn óttast líka hvaða afleiðingar þessi stefnubreyt- ing stjórnarinnar gæti haft í för með sér. Ef forsætisráðherrann er ekki reiðubúinn að fara í hart við stéttarfélög eða hags- munasamtök eru líklega litlar líkur á að hægt sé að ná sam- komulagi í GATT-viðræðunum. Franskir bændur hafa mótmælt harðlega landbúnaðarkafla samkomulagsins og hefur franska ríkisstjórnin tekið und- ir kröfur þeirra fram að þessu. Þá vekur þetta mál upp efa- semdir um hversu líklegt sé að áform ríkisstjórnarinnar um eftir Steingrím Sígurgeirsson ÁKVÖRÐUN frönsku ríkisstjórnarinnar um að draga til baka tillögur um hvernig bjarga megi fjárhag ríkisflugfé- lagsins Air France hefur vakið upp margar spurningar varðandi framtíðina. Flugfélagið hefur verið rekið með gífurlegu tapi á undanförnum árum og taldi forsljóri þess, Berndard Attali, nauðsynlegt að draga verulega úr rekstr- inum og fækka hinum 63 þúsund starfsmönnum fyrirtækis- ins um fjögur þúsund. Viðbrögð stéttarfélaga voru mjög harkaleg og dögum saman lá nánast öll umferð um tvo helstu flugvelli landsins, Orly og Charles de Gaulle í Par- ís, niðri. Að lokum lét ríkisstjórnin undan og Bernard Bosson samgönguráðherra lýsti því yfir að ríkissijórnin styddi ekki lengur sparnaðartillögur Air France-forstjór- ans. Attali, sem er tvíburabróðir Jacques Attali fyrrum Evrópubankastjóra, sagði af sér í kjölfarið. í yfirlýsingu vísaði hann til þess að stjórnin hefði hætt við að reyna að ná þeim fjárhagslega stöðugleika, sem hann teldi nauðsyn- legan ef fyrirtækið ætti að lifa af. Eftir stendur spurning- in: Fyrst stjórnin lætur undan um leið og hún lendir í mótbyr er þá ekki borin von að henni takist að koma einka- væðingaráformum sínum í gegn? Yerulega hefur dregið úr vinsældum Ballad- urs og stjórnar hans vegna vinnudeiln- anna. Samkvæmt skoðanakönnun sem fyrirtækið Louis Harris-Profession birti í vikunni eru um 46% Frakka ánægðir með frammistöðu stjórnarinnar. Þetta er í fyrsta skipti, frá því stjómin tók við völdum fyrir sjö mánuðum, að minna en helmingur aðspurðra er ánægður og hlutfall ánægðra er jafnframt tíu prósentustigum lægra en í sambærilegri könn- un, sem framkvæmd var fyrir mánuði. Þeim sem sögðust vera óánægðir með stjórnina fjölg- aði úr 33% í 44%. Dregur úr vinsældum Balladur er samkvæmt skoðanakönnunum sá sem líklegastur er talinn til að geta borið sigurorð af sósíalist- Balladur NAUÐGUNAR- UMRÆÐA Á VILLIGÖTUM? Sýknaður Austen Donnellan, sem var sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað skólasystur sinni þegar hún var ofurölvi eftir jólateiti námsmanna. Við hlið hans er móðir hans, sem vissi ekki af ákærunni fyrr en réttarhöldin hófust. 21 ÁRS sögunemi við King’s College í Lund- únum var fyrr í mánuðinum sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað skóiasystur sinni og málið hefur vakið deilur um hvort umræðan um nauðgunarmál sé komin á villigötur. Háskólinn hefur verið gagnrýnd- ur harðlega því hann hafði ætlað að dæma sjáifur í málinu og boðið unga manninum að játa á sig „minni glæp“. Það hefði síðán að öllum líkindum leitt til þess að honum hefði verið vikið úr skólanum. Háskólanem- inn hafnaði þessu og óskaði sjálfur eftir lögreglurannsókn til að hreinsa sig af áburðinum. Ennfremur hefur verið gagn- rýnt að maðurinn skuli hafa þurft að ganga í gegnum auðmýkjandi réttarhöld án þess að njóta nafnleyndar eins og konan sem sakaði hann um nauðgun. Háskólanemarnir voru orðnir nánir vinir eftir eins og hálfs árs kynni. Fram kom við réttarhöldin að nokkrum sinnum hafði sést til "þeirra í ástríðufullum faðmlögum en konan vildi ekki eiga kynmök við manninn, taldi það geta skaðað vináttu þeirra. Þess í stað kaus hún skyndikynni við aðra menn og lýsti þeim í smáatriðum fyrir vini sínum. Síðan atvikaðist það að nemarnir voru sam- an á jólateiti og vitni sögðust hafa séð þau kyssast og kossarnir hefðu verið svo ástríðu- follir að þau hefðu -dottið á gólfið. Konan hafði drwkkið „banvæna blöadu“ af-npkkrum vínteg- vundum; eins og eitt vitœuma orðaði það, og maðurinn var einnig drukkinn. Maðurinn kvaðst hafa fylgt konunni heim og hún hefði afklæðst, lagst í rúmið, togað hann að sér og beðið hann að sofa hjá sér. Seinna um kvöldið hefði hann vaknað við gælur hennar. Hann hefði þá lagst ofan á hana en farið af henni skömmu síðar þar sem hann taldi að húp hefði sofnað. „Ég trúi því ekki að þú skulir hafa reynt að gera þetta," sagði konan skömmu seinna og gekk út. Konan kvaðst hins vegar hafa vaknað af áfengisdauða í rúminu og maðurinn hefði gælt við hana með munninum og síðan haft við hana kynmök. Saksóknarinn sagði að kon- an hefði verið eins og „tuskudúkka“, rænulaus og' engan veginn fær um fallast á samfarir. Konan viðurkenndi að hún hefði verið svo drukkin að hún myndi ekki eftir því að hafa farið af teitinu og heim. Hún neitaði því að hafa samþykkt kynmök en þegar veijandinn gekk á hana viðurkenndi hún að hún myndi ekkert af því sem gerðist um nóttina. Fyrrver- andi elskhugi hennar bar fyrir réttinum að hún hefði síðar sagst hafa vitað að einhver væri að hafa samfarir við hana. Hún hefði hins vegar haldið að hún væri með öðrum manni sem hún hafði gefið hýrt auga um kvöldið. „Samþykki í ölvunarvímu nægir“ Dómarinn sagði við kviðdóminn eftir að vitnaleiðslunum lauk að hann þyrfti að skera úr um hvort konan hefði samþykkt samfarim- ar. „Mikil áfengisneysla getur fengið fólk til að hegða sér öðruvísi en venjulega, gera ýmis- legt sem það sér eftir eða vill ekki viður- kenna. Kona, sem er drukkin og fellst þess vegna á að gera eitthvað sem hún hefði ekki gert ódrukkin, hefur samt samþykkt það. Sam- þykki ,f öivunarvímu- nægir. En kona, sem er svo druttkin áð hún slalpr engan.Æeginn það sem «r-að gerast, getur.ekki -veitj, samþykki Kviðdómurinn var aðeins hálftíma að kom- ast að niðurstöðu og sýknaði manninn. Hvað er nauðgun? Málið hefur vakið mikla umræðu meðal Breta um hvað teljist nauðgun og ýmsar spurn- ingar hafa vaknað í tengslum við svokallaðar „kunningjanauðganir“. Hvað telst til að mynda samþykki fyrir samförum? Getur kona, í skjóli nafnleyndar, ákært karlmann fyrir nauðgun á þeirri forsendu að hún hafi ekki getað fallist á kynmökin sökum áfengisvímu og muni ekki eftir atburðinum eða tildrögum hans? Margir eru þeirrar skoðunar að skilgreining- in á nauðgun hafi verið víkkuð of mikið. Ýms- ar kvenréttindakonur ganga svo langt að segja að kynmök í kjölfar „munnlegra þvingana" teljist til nauðgana og að „samþykki fyrir sam- förum sé merkingarlaust" sé það veitt undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Sé konan drukk- in fylgi hugur ekki máli og samþykki hennar skipti þá engu máli. Margir telja að slík afstaða grafi undan málstað þeirra fjölmörgu kvenna sem hefur í reynd verið nauðgað á hrottalegan hátt. Þá gangi þessi afstaða þvert gegn frelsisbaráttu kvenna og svokölluðum „femínisma" þar sem hún kyndi undir fordómúm um að konur.séu vpikar,. hjálparlausar og alltaf’.uhdir náð og mWtunn kárlá komnar. Márgir teíja að ýmsar kVenréttindakonur ■ hafi gengið of langt. „Á þeim dögum þegar ég var sökuð um að vera atvinnukvenréttinda- kona héldum við að barátta okkar snerist um það að öðlast frelsi af ýmsum toga, svo sem kynferðislegt frelsi,“ segir Isabel Hilton í The Independent. „Ég býst við að í þessu hafi einn- ig falist rétturinn til að fara á krá án þess að vera talin lauslát. En rétturinn til að drekka felst ekki í því að verða ofurölvi og kenna ein- hveijum öðrum um það sem gerðist, þegar menn gera eitthvað sem þeir iðrast daginn eftir.“ „Konur ljúga aldrei um nauðganir“ Afstaða bresku samtakanna „Nei merkir nei“ í þessu máli ér einföld: „Konur ljúga aldr- ei um nauðganir". Jayne Aldridge, talsmaður samtakanna, við- urkennir þó að þeim reglum, sem breskir há- skólar fylgja varðandi meðferð slíkra mál, sé ábótavant. Konan sjálf neitaði að kæra málið til lögreglunnar og vildi aðeins ’að manninum yrði vikið úr skólanum. Skólayfirvöldin vildu firra sig vandræðum og báðu manninn uin að játa á sig „minni glæp“, sem hefði að öllum líkindum orðið til þess að honum hefði verið vikið úr skólanum. Breska innanríkisráðuneytið hefur ákvpðið að endurskoða reglur sínar um meðferð n-auðg- Unarmála og íhugar 4ið teýgffla memfcum nauðgurum nafnleynd eins og fórnarlömbunum þar til þeir hafa verið sakfeildh. „Eins og málin standa nú er nafn hins ákærða dregið í svaðið, hvort sem hann er saklaus eða sek- ur,“ sagði ungi maðurinn sem var sýknaður. Heimildir: „The Independent, The Daily Telegraph og The Observer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.