Morgunblaðið - 31.10.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993
15
örðugu lífsbaráttu. „Það er kannski
eins gott að hann veit ekkert um
þessa peninga, hann myndi örugg-
lega bara gefa þá eða tapa þeim,“
segi Bragi. „Manstu þegar hann var
gjaldkeri í banka og gaf einhverjum
bófa alla peningana, þá var hann
auðvitað rekinn, svona er hann mik-
ill einfeldningur," segir Vésteinn og
hlær.
„Segið þið mér eitthvað frá ykkur
sjáfum,“ segi ég.
„Frá okkur sjálfum," þeir verða
mjög vandræðalegir. Bragi reynist
vera ellefu ára og í Melaskóla en
Vésteinn nær þrettán ára og í Haga-
skóla. „Við kynntumst í ísaksskóla,
foreldrar okkar skiptust á að sækja
okkur, það leiddi til þessarar sam-
vinnu,“ segir Vésteinn. „Hvað heldur
þú að við höfum gert margar sögur
saman,“ spyr Bragi. „Svona tvö eða
þrjú hundruð," svarar Vésteinn.
Þeir félagar hafa ekki látið neitt
trufla samvinnu sína. Bragi var í
eitt ár í Svíþjóð með foreldrum sín-
um, Kristínu Bragadóttur og Sveini
Magnússyni lækni. „Þá sendum við
bara Kallasögur milli landanna,“ seg-
ir Bragi.
„Hvemig hagið þið annars sam-
vinnunni," spyr ég.
“Við ákváðum einu sinni að Vé-
steinn skyldi teikna, af því hann er
óskaplega góður teiknari, en ég
skyldi búa til handritin, því ég fæ
oft góðar hugmyndir, en okkur
fannst svo mikið basl að gera hand-
ritin og fara eftir þeim svo við bara
sleppum því og teiknum báðir," seg-
ir Bragi. „Við teiknum bara af frngr-
um fram, gerum sögur og hreinskrif-
um þær síðan,“ segir Vésteinn og
otar að mér bunka af blöðum. „Sjáðu,
þetta er allt óhreinskrifaðar sögur,
hugmyndir og skissur. Fyrsta sagan
sem við lituðum var lituð árið 1992,
það var saga um Kalla þegar hann
fór að vinna í sirkus og hélt að sirkus-
stjórinn væri trúður og var sparkað
út.“
„Sögurnar verða eiginlega betri
því lengri sem þær eru, lengsta sag-
an er 16 síður, mér finnst hún nokk-
uð góð,“ segir Bragi.
„Það er erfiðara að gera suttar
sögur, troða langri atburðarás í fáar
myndir,“ segir Vésteinn.
„Hafíð þið ekki mjög mikið að
gera þegar öll þessi teiknivinna bæt-
ist við skólavinnuna," spyr ég.
„Jú, við teiknum náttúrlega heima
og stundum í skólanum þegar við
erum búnir að vinna það sem við
eigum að vinna. Eg er kannski ekki
alltaf búinn að vinna það sem ég á
að vinna, stundum ekki einu sinni
byrjaður," segir Vésteinn.
„Hérna er mynd af Kalla í ofur-
náttfötunum sínum. Þau breyta hon-
um í Supermann. Það mætti halda
að sú hugmynd væri stolin úr Andr-
ési önd, en það er hún ekki, hún lík-
ist henni bara rosalega mikið,“ segir
Bragi.
„Við höfum fundið uppá mjög
mörgum búningum persónanna sem
margir halda að við höfum stolið úr
blöðum, en það er ekki þannig,"
bætir Bragi við.
„Er búið að fastmóta heim Kalla,"
spyr ég
„Já þar allt komið í fastar skorð-
ur, í hvert skipti sem ég fæ hug-
mynd reyni ég að koma henni á blað
til þess að týna henni ekki, þannig
hefur þetta komið smátt og smátt,“
segir Vésteinn. „Ég gæti trúað því
að það ætti eftir að verða eitthvað
mikið úr Kalla. Einu sinni hitti ég
skyggna konu á Norðurlandi og hún
sagði að það ætti eftir að verða eitt-
hvað mikið úr mér. Ég gæti vel trú-
að að það væri eitthvað í sambandi
við Kalla, ég vona það minnsta
kosti.“
Ég yfirgef þá vinina Véstein og
Braga þar sem þeir sitja saman f
rauðbrúna sófanum, umkringdir
blöðum þar sem Kalli og íbúar Kalla-
bæjar lifa sínu lífi. Hinir ungu skap-
arar þeirra eru fyrr en varir orðnir
niðursokknir í ný ævintýri söguper-
sónu sinnar og taka ekki eftir að
Pamína hin ósvífna laumast inn um
leið og ég geng út. Meðan ég bíð
eftir leigubíl verða þeir hennar þó
greinilega varir og Ijóst er að hún
hefur ekki látið sér segjast þótt hún
hafi verið í tímabundinni útlegð úr
stofunni. „Pamína, er ég ekki búinn
að marg segja þér að hætta að klóra
í úlfaldamottuna, það endar með þú
eyðileggur hana,“ heyri ég Véstein
segja um leið og ég opna útidyrnar.
NYJAR
SENDINGAR
FAXAFENIVIÐ SUÐURLANDSBRAUT • SÍMI 686999
___.._'i'i„
KEFnv AFMÆ 20% AF t & GJAFA Gf LIST cLLERÍ ^ ILBOÐ ^TTIIR
í TILEFNI AF 2 1 !ja ÁRA AFMÆLI OKKAR . - 6. NÓV. . r IAEA n Af 1 CDÍIJCN
VJMLLLIMIV REYKJAVÍKURVEGI 62 HAFNARFIRÐI SÍMI650675 %,3
BESTU
SJONVARPS-
TÆKIN
FRÁ PHILIPS
Þau allra bestu frá PHILIPS eru nýju 100 riða
MATCHLINE tækin.
• Hljómgæði eins og þau eru best í hágæða
geislaspilara!
• Að sjálfsögðu er textavarp með íslenskum
stöfum!
• Línuflökt heyrir sögunni til. Skipting á
milli ramma í mynd er jafnari!
• Mattur, svartur myndlampi sem gefur
30% meiri skerpu á mynd!
• Þið fylgist betur með: Tvær stöðvar á
skjánum í einu!
Komið og sjáið með eigin augum.
Gerið samanburð og veljið það besta!
matchÍ
PHILIPS
þegar skerpan skiptir málil
PHILIÞS
Heimilistæki
SÆTÚNI 8 • SÍMI: 69 15 15 • KRINGLUNNI • SÍMI: 69 15 20
ÖRKIN 10ZCM