Morgunblaðið - 31.10.1993, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993
LEIÐTOGAR
TIL ÞINGVALLA
ARIÐ 2000?
Hugsýn Geralds 0. Barneys,
ritstjóra Global 2000
skýrslunnar
gera grein fyrir sínum boðskap
og fyrirheitum. Þessar heitstreng-
ingar yrðu bundar inn í sérstaka
bók og Alþingi síðan falið að varð-
veita frumeintakið en „Jarðarbók-
in“ yrði gefin út í öllum Iöndum,
bæði í hátíðarútgáfu og einnig í
pappírskilju.
Bamey sagðist enn ekki hafa
haft samband við veraldlega þjóð-
arleiðtoga til að kynna þeim hug-
myndina. Áður en lengra væri
haldið hefði verið eðlilegt að
kanna viðhorf og áhuga Islend-
inga á fundinum. Hann hefði m.a.
rætt við Vigdísi Finnbogadóttur
forseta, Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra og Steingrím Hermanns-
son fyrrum forsætisráðherra,
herra Olaf Skúlason biskup og
herra Alfred Jolson biskup kaþól-
skra. Barney hefur ennfremur
rætt við Hönnu Maríu Pétursdótt-
ur prest og þjóðgarðsvörð á Þing-
völlum og við Bjöm Bjarnason
formann Þingvallanefndar.
Bamey sagðist hafa íhuguð
ýmsa fundarstaði, t.d. Jerúsalem
og Aþenu en Þingvellir væru best-
ir í flestu tilliti. ísland væri eitt
fárra landa sem allir þjóðarleið-
togar ættu að geta sæst á. For-
maður Millennium-stofnunarinnar
taldi það mikilvægast að hefðir
og venja gerðu ráð fyrir að á Þing-
völlum nytu jafnvel svörnustu
óvinir gagnkvæmra girða.
Formaður Millennium-stofnun-
arinnar greindi frá því að hinir
islensku viðmælendur hefðu tekið
vel í hugmyndina um Þingvalla-
fund en þeir væru eðlilega varkár-
ir og hefðu óskað eftir ítarlegri
hagnýtum upplýsingum, s.s. um
fjölda þingfulltrúa, fýlgdarlið og
kröfur um gistirými og ráðstefnu-
aðstöðu. Barney benti á að ekki
væri ólíklegt að vegna hugsan-
legrar hátíðar til að minnast
kristnitökunnar vildi Þingvalla-
nefnd breyta og bæta aðstöðuna
á Þingvöllum sem þá væri einnig
hægt að nota á þessum leiðtoga-
fundi. Bamey sagði að beinir þátt-
takendur í fundinum yrðu e.t.v.
um 350 en þeim til viðbótar yrði
að gera ráð fyrir eiginkonum,
aðstoðarmönnum og fulltrúum
ljölmiðlanna o.s.frv. 5.000 gestir
væri kannski ekki íjarri lagi.
Hann benti á að á leiðtogafundi
Gorbatsjovs og Reagans árið 1986
hefðu skemmtiferðaskip verið not-
uð sem hótel. Reynslan af leið-
togafundinum sannaði og getu
íslendinga til að ráða við slík verk-
efni.
MorgunblaOið/íáverrír
Gerald O. Barney vill fund á Þingvöllum árið 2000.
hliðsjón af því að umburðarlyndi
virtist fara þverrandi og trúar-
bragðastyrjöldum ijölga.
Þingvellir
Á fyrrgreindu þingi trúar-
bragðanna kynnti Barney trúar-
leiðtogunum þá hugmynd að leið-
togar ríkja og þjóða og trúar-
bragða kæmu saman á Þingvöll-
um árið 2000. Hann sagði menn
af öllum trúarbrögðum hafa tekið
vel í þessa hugmynd.
Gerald O. Barney sagði það
vera í eðli mannsins að fagna af-
mælum og tímamótum og ný öld
og nýtt árþúsund yrði engin und-
antekning. Það væri forn siður
að fagna slíku með gjöfum. Og
hver verðskuldaði betur gjafir
heldur en jörðin sjálf? Hann benti
á að þegar hefðu verið gerðar
framtíðarkannanir í fimmtungi
þjóðlanda veraldarinnar og í
hvetju landi hefðu þessar kannan-
ir kveikt umræður og bent á mis-
munandi staðbundin vandamál;
eiturmengun, þverrandi náttúru-
auðlindir, áníðslu á landi, upp-
blástur o.s.frv.
Hugmynd eða hugsýn Geralds
O. Bameys er sú að sérhvert þjóð-
þing velji þá gjöf besta sem sú
þjóð getur geflð jörðinni. Árið
2000 komi leiðtogar þjóða og trú-
arbragða saman á Þingvöllum.
Þar verði reist stórt tjald og sér-
hver leiðtogi greini þar frá sinni
þjóðargjöf til jarðarinnar. Trúar-
bragðaleiðtogar myndu einnig
eftir Pél Lúðvík Einarsson
GERALD O. Barney ritstjóri Global 2000 skýrslunnar og núver-
andi framkvæmdastjóri Millennium-stofnunarinnar í Bandaríkj-
unum vill bjóða leiðtogum ríkja og leiðtogum trúarbragða til
fundar á Þingvöllum árið 2000. Þar verði skrásett í sérstaka
bók fyrirheit um gjafir til jarðarinnar á næsta árþúsundi. Þessi
„Jarðarbók“ verði svo falin Alþingi til varðveislu. Barney var
hér á ferð fyrir nokkru til að kynna íslenskum ráðamönnum
ríkis og kirkju hugmyndir sínar.
Istjórnartíð sinni, 1976-80,
lét Jimmy Carter Banda-
ríkjaforseti gera skýrslu
um framtíðarhorfur jarð-
ar og manrikyns. Sér-
staklega var hugað að
efnahag, mannfjölda, náttúmauð-
lindum og umhverfi. Skýrslan
Global 2000. Report to the presi-
dent kom út árið 1980 og reynd-
ist með vinsælla stjómarprenti
sem gefið hefur verið út. Ritið
seldist í 1,5 milljónum eintaka á
alis 8 tungumálum. Skýrsla þessi
dró upp heldur dökka framtíðar-
sýn ef mannkynið héldi áfram á
braut offjölgunar, misnotkunar
og ofnýtingar náttúmauðlinda
o.s.frv.
Ritstjóri skýrslunnar var Ger-
ald O. Bamey, doktor í eðlis-
fræði. Eftir að Carter-stjómin lét
af völdum hélt Bamey áfram að
gera þróunarspár eða úttektir fyr-
ir ýmis lönd. Árið 1983 stofnaði
hann Millennium-stofnunina.
Við stofnunina starfa nú 8 sér-
fræðingar, auk þeirra leggja um
100 samverkamenn víðsvegar um
veröldina stofnuninni lið. Gerald
O. Barney, framkvæmdastjóri
stofnunarinnar, sagði að þeir vildu
ekki að stofnunin yrði beint kenni-
vald, sérfræðingaráð og hug-
myndabanki. Þeir vildu fremur
þjálfa menn til að meta ástand
og framtíðarhorfur sjálfstætt.
Framkvæmdastjórinn greindi
Morgunblaðinu frá því að núna
næmi fjárhagsáætlun stofnunar-
innar 700.000 bandaríkjadölum.
U.þ.b. 2/3 af tekjum stofnunar-
innar kæmu fyrir þjónustu við
stjómvöld og ýmsar stofnanir og
samtök, en um 1/3 væru framlög
einstaklinga, ýmissa sjóða og fé-
lagasamtaka.
Þing trúarbragða
Bamey sagði Morgunblaðinu
að þótt hin upprunalega Global-
skýrsla hafi staðist þokkalega
tímans tönn hafí þörfin á end-
urnýjun og endurskoðun aukist
eftir því sem nýjar upplýsingar
kæmu fram og síðast en ekki síst
vegná þess að næstu aldamót og
árþúsundaskipti væru ekki langt
undan.
Nú í haust kynnti Gerald O.
Barney skýrsluna Global 2000,
revisited á þingi í Chicago sem
7.000 fulltrúar eða leiðtogar
flestra megintrúarbragða sóttu
(Parlament of World Religion).
Skýrsla Barneys þótti hin ískyggi-
legasta. í skýrslunni eru ýmsar
umhverfissyndir manna framtald-
ar og tölfræðilega vegnar og
metnar. Mannfólkinu fjölgaði en
takmörk væru fyrir því hve mikið
iand væri hægt að bijóta til rækt-
unar. Að öllu óbreyttu væri fyrir-
sjáanlegt að þegar kæmi fram á
næstu öld gengi dæmið ekki upp.
Neyð; hungur og ofbeldi blasir
við. I skýrslunni er kallað eftir
nýrri hugsýn, hugsjón um framtíð
mannkyns. Að maðurinn skynji
tengsl við náttúruna en ekki yfir-
ráð. Að maðurinn lifí sem hluti
jarðarinnar en ekki sem herra.
Bamey sagðist hafa kynnt trú-
arbragðaleiðtogunum skýrsluna
því trúin kæmi víða við í mann-
legri tilveru. í trúnni leituðu menn
svara við því, hvaðan þeir kæmu,
hvert þeir væru að fara og hvers
þeir ættu að leita. Hann benti á
að trúarbrögðin hefðu gífurlegt
vægi, t.d. á hugmyndir manna um
æskilegan bamafjölda, hugmynd-
ir okkar um náttúmna og ábyrgð
manna.
Bamey var því eindregið þeirr-
ar skoðunar að við yrðum að líta
á vandamál jarðarinnar frá sið-
ferðilegum, andlegum og trúar-
legum sjónarhóli. Hvað ættum við
með orðum eins og framfarir og
þróun? Hvað væmm við að meina
þegar við töluðum um réttlæti og
misskiptingu? Þetta væm andleg
og siðferðileg vandamál. Trúin
mótaði hugmyndir okkar, góðar
og illar. Það væri eðlilegt að æskja
svara frá trúarleiðtogum. Það
væri því mun frekar knýjandi með
r
9<^ma AfmœlismcimiöuT
í tilefni þess bjóöum við 20% afslátt
af öllum vörum verslunarinnar - NotiÖ tœkifœriÖ í nóvember
'JejjHKl Hafnarstræti