Morgunblaðið - 31.10.1993, Page 20

Morgunblaðið - 31.10.1993, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993 KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýningar spennumyndina Rísandi sól, Rising Sun, með Sean Connery, Wesley Snipes og Harvey Keitel í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Philip Kaufman en myndin er gerð eftir bók metsöluhöfundarins Michaels Crichtons * Atök menningarheima FULLTRÚUM ólíkra menningarheima lýstur saman í yfirfærðri og bókstaflegri merkingu í myndinni Rísandi sól. Morð og menn- ingarárekstrar ÞRÁTT fyrir að Rísandi sól hafi vakið upp umræð- ur um samskipti Bandaríkjamanna og Japana og ýmsir hafi lagt söguna út á þann veg að hún lýsi fordómafullri afstöðu til Japana leggja aðstandend- ur myndarinnar áherslu á að hér sé fyrst og fremst á ferðinni spennandi og athyglisverð spennu- og lögreglumynd þar sem menningu og siðum þjóð- anna tveggja sé teflt saman, bæði vegna þess að þessar andstæður séu fróðlegt umfjöllunarefni og vegna þess að togstreitan milli hinna ólíku heima kyndi undir spennu jafnt og léttleika og sé þannig verkfæri til þess að láta söguna höfða til áhorfenda. eir lögreglumenn í Los Angeles eru látnir rannsaka morð. Ung kona hefur fundist myrt í stjórnar- herbergi japansks stórfyrir- tækis í miðri Los Angeles. Rannsóknin leiðir þá á ókunnar slóðir þar sem bæði koma við sögu leyndarmál tækniþjóðfélags framtíðar- innar og fornir og rótgrónir siðir framandi menningar. í myndinni er víðar að finna andstæður og spennu en milli japanskrar og bandarískrar menningar. Lögreglumennirnir tveir eru gjörólíkir. Hinn svarti Web Smith (Wesley Snipes) er ungur lögregluforingi á upp- leið sem náð hefur góðum árangri með því að fara hefð- bundnar leiðir. Hann vill ekki taka það gott og gilt að siðir einhverrar framandi þjóðar séu eitthvað sem hann þurfi að hafa áhyggjur af til að ná árangri í sínu starfi. Samstarfsmaður hans við þessa rannsókn er rannsókn- arlögreglumaðurinn John Connor (Sean Connery) sem hefur það orð á sér meðal félaganna að vera hallur undir Japani, en yfírmaður þeirra, lögregluforinginn Tom Graham, sem Harvey Keitel leikur, er boðberi Jap- ansóvildarinnar í myndinni. Connor notfærir sér hins vegar óspart þekkingu sína og skilning á Japönum með- an hinn ungi og yfirlætis- fulli Smith gengur í fyrstu í hvem pyttinn á fætur öðr- um. Þessir vinnufélagar eru fullir tortryggni hvor í ann- ars garð í byijun en smám saman lærir hvor að meta hinn og þeir stilla saman svartur í myndinni. Sagt er að það hafí verið m.a. gert til þess í senn að auðvelda að ná fram spennu í sam- band þessara söguhetja og einnig til þess að slá á radd- ir um að sagan bæri vott um illkvittna kynþáttafordóma í garð Japana. Leikstjóri myndarinnar, Philip Kaufman, hefur getið sér orð fyrir að leggja rækt við smáatriði og Rísandi sól ber þess meðal annars merki í því að hann réð sér stóran hóp ráðgjafa og leiðbeinenda sem var falið að tryggja að Connery, Snipes og aðrir Ieikarar myndarinnar túlk- uðu með trúverðugum hætti hinar ýmsu senur þar sem Myrkviði stjórnarherbergjanna MORÐRANNSÓKNIN leiðir lögreglumennina inn myrkviði sljórnarherbergja japansks stórfyrirtækis. strengina. Þá mega hin raunverulegu illmenni í myndinni fara að vara sig. Eins og fram kom í við- tali Morgunblaðsins sl. sunnudag við Sean Connery er hann sjálfur fyrirmynd Michales Crichtons að lög- reglumanninum John Con- nor. Crichton ætlaði Connery hlutverkið frá upphafí en á hinn bóginn var sú breyting gerð frá bókinni, að lög- reglumaðurinn Web Smith, sem var hvítur í bókinni er fram koma blæbrigði japan- skrar menningar i siðum og umgengni. Ekki skipti minna máli í því sambandi að ljá myndinni trúverðugan jap- anskan blæ þegar við á, að Kaufman fékk til liðs við sig þekktasta kvikmyndatón- skáld Japana, Toru Takem- itsu, margreyndan sam- starfsmann Kurosawa og Kobayashi, til að semja tón- listina og stjórna flutningi japanskrar hljómsveitar á henni. Svarta hasarhetjan WESLEY Snipes byrjaði leikferil sinn sem sviðsleik- ari á Broadway en varð kvikmyndastjarna í kjölfar þess að hann lék í mynd Spike Lee, Jungle Fever. Þar lék hann svartan mann sem heldur við hvíta konu. Vegna óveiyulegrar nálgunar Spike Lee á þessu viðfangsefni vakti myndin mikla athygli og komst Wesley Snipes m.a. á forsíðu Newsweek og er nú eftirsóttasti og launahæsti svarti kvikmynda- leikarinn vestra. Ferill Snipes er til marks um mikla fjölhæfni en síðustu misseri hefur hann leikið has- ar- og byssumyndum á borð við Passanger 57 og hinni nýju Demolition Man með Sylvester Stallone ásamt hinni óvenjulegu spennumynd Rísandi sól. Það er kannski nálægðin við byssurnar í vinnunni sem skýrir það að Wesley var nýlega handtekinn í Los Angeles fyrir að ganga með slíkt verkfæri á al- mannafæri. Kannski er skýringin ein- hver allt önnur og ógeðfelldari en í þessu sam- bandi ber á það að iíta að Wesley Snipes er fæddur og uppalinn á Flórída. Óvíða vestanhafs munu byssur vera jafnómissandi hluti af klæðaburði manna og í Flórída. Wesley Snipes flutti á tán- ingsaldri frá Orlando til að stunda nám við listmennta- skóla í New York og eftir framhaldsskólanám lauk hann leiklistarnámi frá há- skóla þar í borg. Það var snemma á síðasta áratug. Wesley naut strax þeirrar velgengni að fá hlutverk í hveiju leikritinu á fætur öðru, m.a. á Broadway. Hann hlaut árið 1989 Wesley Snipes verðlaun fyrir leik í sjón- varpsmyndinni Vietnam War Stories og um svipað leyti lék hann í hafnabolta-kvik- myndinni Major League. Hún sló í gegn og Wesley fékk hlutverk í mynd Spike Lee, Mo’ Better Blues, þar sem hann lék saxófónleikar- ann sem gerði Denzel Wash- ington lífíð leitt. Það var þó fyrst eftir að hann fór með hlutverk krakk-kóngsins miskunnarlausa í kvikmynd- inni New Jack City að Wes- ley vakti verulega athygli og fyrrgreint hlutverk á móti Annabella Sciorra í mynd Spike Lee, Jungle Fever, tryggði svo stöðu hans. Vorið 1992 var frumsýnd við miklar vinsældir áhorf- enda og gagnrýnenda vest- anhafs kvikmyndin White Men Can’t Jump þar sem Wesley og Woody Harrelson léku atvinnumenn í götu- körfubolta en í næstu mynd sinni, Waterdance fór Wes- ley Snipes með hlutverk fatl- aðs manns í hjólastól. í júní 1992 hófust tökur á Rísandi sól eri áður hafði Wesley Snipes lokið vinnu við hasar- myndina Passanger 57 sem um þessar mundir er að koma á myndbandi hér. Inn- an skamms mun Wesley Snipes svo birtast á skjánum í myndinni Demolition Man þar sem hann Ieikur and- stæðing Sylvesters Stallo- nes. í faðmi fjölskyldunnar LEIKSTJIÓRINN Philip Kaufman, sem einnig skrif- ar handrit að Risandi sól ásamt höfundi bókarinnar Michael Crichton og Michael Backes, hefur átt afar mikilli velgengni að fagna sem kvikmyndahöfundur en ekki er hann í hópi hinna afkastamestu í þeirri stétt. Sonur hans Peter er gjarnan framleiðandi mynda hans og eiginkonan Rose oftar en ekki við- riðin handritsgerð hin siðari ár þótt ekki eigi það við um Ríasndi sól. Mestrar velgengni hefur mynd Kaufmans, „The Right Stuff“, frá 1983 notið en hún hlaut fern Ósk- arsverðlaun. Kaufman var ekki sjálfur tilnefndur í það skiptið; en úr því var bætt árið 1988 þegar hann hlaut tilnefningu fyrir Hinn óbæri- lega léttleika tilverunnar; kvikmyndagerð sögu Milans Kunderas, þar sem Daniel Day-Lewis, Lena Olin og Juliette Binoche voru í aðal- hlutverkum. Sú mynd hlaut einnig ýmis önnur verðlaun þótt ekki hafi hún kannski bætt miklu við sögu Kunde- ras og Kaufman sjálfur hef- ur haldið fram að við gerð myndarinnar hafi hann ekki síður búið að tímanum sem hann bjó og ferðaðist um Evrópu í upphafí sjöunda áratugarins en fyrri reynslu af kvikmyndaleikstjórn. Það var einmitt um það leyti sem hann sneri heim til Chicago eftir Evrópudvö- lina árið 1962, þá 26 ára gömul listaspíra, að Kauf- man hitti rithöfundinn Anáis Nin og tók áskorun hennar um að snúa sér að kvik- myndagerð. Aftur lágu leiðir Nins og Kaufmans saman Leikstjóri PHILIP Kaufman árið 1990 þegar hann gerði kvikmyndina „Henry and June“ eftir frásögn Anais Nin af hjónalífí Henrys Mill- ers og konu hans June. Auk þess að leikstýra skrifaði Philip handriti ásamt eigin- konu sinni Rose, en sonurinn Peter framleiddi myndina. (Hann framleiddi einnig Rísandi sól, næstu Kauf- man-mynd á eftir „Henry and June“). Eftir brýningu Anáis Nin árið 1962 tók Philip Kauf- man sögu sem hann var að skrifa og gerði úr henni fyr- ir lítið fé kvikmyndina Gold- stein með hjálp góðra gam- anleikara í Second City- hópnum í Chicago. Sú mynd hlaut viðurkenningu fyrir nýliðaverk í Cannes árið 1964. Árið eftir leikstýrði hann fyrstu kvikmyndinni sem Jon Voight lék í en hún hét „Fearless Frank“ og var gerð eftir sögu leikstjórans sem þessu næst fékk samn- ing hjá Universal-kvik- myndaverinu og flutti til Hollywood. Þar gerði hann árið 1971 eftir eigin handriti myndina „The Great Northfíeld Min- nesota Raid“ með Robert Duvall og Cliff Robertson í aðalhlutverkum og myndina „White Dawn“ árið 1973 en sneri sér síðan ásamt George Lucas að úrvinnslu upphaf- legu sögunnar að Indiana Jones-myndinni „Raiders of the Lost Ark“. Að því loknu skrifaði hann handritið að mynd Clints Eastwoods, „Óutlaw Josey Wales". Árið 1977 endurgerði Kaufman mynd Don Siegels, „Invasion of the Body Snatchers" sem hlaut frábærar viðtökur vís- indaskáldsöguaðdáenda og margra annarra. 1979 gerði Kaufman eftirminnilega kvikmynd um glæpaklíku sem kallast „The Wander- ers“ og ferð hennar milli borgarhluta á klíkufund. Þar naut Philip — eins og einatt síðar — aðstoðar frú Rose við handritsgerðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.