Morgunblaðið - 31.10.1993, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 31.10.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993 21 Bókaflóðið að hefjast * Utgáfubækur hjá Bjarti o g Isafold Bjartur leggur einkum áherslu á erlendar samtímabókmenntir og það gerir ísafold líka þótt útgáfan sé mun hefðbuudnari hjá því gam- algróna forlagi. s Erna Guðmundsdóttir sópran og Anna Margrét Magnúsdóttir sembal- leikari. Tónleikar í Kirkjuhvoli í dag vNótnakver handa Onnu Magdalenu Bach“ Á FJÖLSKYLDUSTUND í Kirkjuhvoli í Garðabæ í dag, sunnudag, kl. 15 verður flutt dagskrá undir heitinu „Nótnakver handa Önnu Magda- lenu Bach“. Flytjendur eru Anna Margrét Magnúsdóttir semballeikari, Erna Guðmundsdóttir sópran og Reynir Axelsson lesari. Bjartur Eldhús eftir Banana Yohismoto er fyrsta skáldsaga ungrar japanskrar stúlku. Bókin vakti mikla athygli í Japan og víðar og hefur verið þýdd á fjölda mála. Eh'sa Björg Þorsteins- dóttir þýðir Eldhús. Glerborgin er fyrsta bókin í þríleik Bandaríkjamannsins Paul Austers um New York, segir í æsilegum og nýstárlegum stíl frá ungum rithöf- undi þar í borg. Paul Auster er með- al helstu stjarna í bókmenntum heimsins nú. Bragi Ólafsson þýddi Glerborgina. Argentínumaðurinn Julio Cortázar telst meðal helstu höfunda Suður- Ameríku. Jón Hallur Stefánsson hef- ur valið og þýtt smásögur eftir Cortázar og kallast safnið Endilöng nóttin. Eftir Nóbelsverðlauna,skáldið Octavio Paz frá Mexíkó, eitt af höfuð- skáldum samtímans, kemur út úrval ljóða í þýðingu Sigfúsar Bjartmars- sonar og Jóns Thoroddsen. Bókin nefnist Allra átta. ísafold íslensk frímerki 1994 eftir Sigurð H. Þorsteinsson eru nýkomin út og er þetta 38. útgáfa verðlistans sem líka er að hluta upplýsingarit um póstþjónustu. Stangaveiðin 1993 eftir Guðmund Guðjónsson og Gunnar Bender er í flokki árlegra bóka um stangaveiðina. Isafold gefur út tvö hefti með söng- lögum eftir Jón Ásgeirsson, í öðru heftinu eru ýmis einsöngslög, hinu lög við ljóð eftir Stefán Hörð Gríms- son. Trausti Jónsson er höfundur bókar um veður á íslandi í hundrað ár. Gils Guðmundsson hefur skráð ævisögu Odds Ólafssonar læknis á Reykjalundi og nefnist hún Þegar hugsjónir rætast. Lesið í snjóinn er þýðing Eyglóar Guðmundsdóttur á skáldsögunni Fro- ken Smillas fomemmelse for sne eft- ir Danann Peter Hoeg. Þessi skáld- saga sem sameinar spennu og ádeilu er meðal þeirra dönsku skáldsagna sem vakið hafa hvað mesta athygli og hefur náð meiri útbreiðslu en flest- ar aðrar norrænar samtímaskáldsög- ur. Harún og Sagnahafið er ævintýri eftir hinn rómaða og umdeilda Sal- man Rushdie sem telst meðal breskra höfunda þótt hann sé af öðrum upp- runa. Hannes Sigurðsson þýðir. Komdu að kyssa eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur er sjálfstætt framhald bókar hennar frá í fyrra, Óttinn læð- ist. Leiðrétting í frétt um fyrirhugaðar út- gáfubækur Almenna bókafélagsins láðist að geta einnar._ Það er Vá! sem hefur undirtitilinn Ástir og átök í unglingaheimi og er eftir Þorstein Eggertsson og Ingibjörgu Einarsdótt- ur, 15 ára stúlku sem lagði til efnið í bókina. Árið 1725 gaf Johann Sebastian Bach konu sinni Önnu Magdalenu nótnakver. Næstu 20 árin safnaði hún saman uppáhaldstónlist sinni og skrifaði hana í kverið. Þegar bömin uxu úr grasi var kverið notað til að kenna þeim nótnalestur og hljóð- færaleik og stundum fengu þau að færa inn í það fyrstu tilraunir sínar til að semja smálög. Dagskráin er fyrirlestur um nótna- kverið ásamt mörgum sýnishornum af þeim semballögum og sönglögum sem í því em. Mörg þessara laga eru litlar perlur og sum eru ennþá leikin og lærð af svo til öllum píanónemend- um um allan heim. í fyrirlestrinum verður rejmt að sýna hvernig nótna- kver Önnu Magdalenu gefur okkur innsýn í daglegt líf Bach-fjölskyld- unnar. Tónleikagestir hlýða á dagskrána meðan þeir neyta kaffiveitinga. það eru Tónlistarskóli Garðabæjar og Garðasókn sem standa í sameiningu að Fjölskyldustundum í Kirkjuhvoli til að efla tónlistar- og menningarlíf í bænum. Tríó Björns Thoroddsens á geisladiski KOMINN er geisladiskur með tríói Björns Thoroddsens, Við göngum svo léttir, sem á eru íslensk og erlend þjóðlög, öll þjóðkunn, og lög eftir Björn Thoroddsen. Flest laganna eru með íslenskum textum. Fimm söngvarar syngja með tríóinu á plötunni, sem Skífan gefur út. Tríó Björns Thoroddsens er skipað Birni, sem leikur á gítar, Guðmundi Steingrímssyni slag- verksleikara og Þórði Högnasyni bassaleikara. Með tríóinu á plöt- unni syngja James Olsen, Linda Walker, íris Guðmundsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Andrea Gylfadóttir. Öll lögin eru með ís- lenskum textum, utan eitt laga Björns sem Linda Walker syngur og samdi við texta á ensku. Einn- ig er Sofðu unga ástin mín með enskum texta í þýðingu Helga Ágústssonar sendiherra í Lundún- um. -----» » «--- Grafíkverkstæði í Listasafni Islands GRAFÍKVERKSTÆÐI hefur verið sett upp í kjallara Lista- safns íslands í tengslum við grafíksýningu Braga Ásgeirs- sonar. Sunnudaginn 31. október mun Valgerður Hauksdóttur grafík- listamaður kynna ætingu og ein- þrykk kl. 15.-17. mmu wmtw.™ Bb/úu ( Kilpperahusch ) mmm ’mmm ★ Þvottavél ★ 800 sn./mín. ★ 4,5 kg. ★ 16 þvottakerfi. ★ Sparnaðarhnappur. ★ Þriggja ára ábyrgð. ★ Þurrkari ★ 4,5 kg. ★ Yfirhitunaröryggi. ★ Góð gufulosun. ★ Barnaöryggi. ★ Valkerfi eftir efnum. ★ Eyðsla 2,1 kwh. 9 ★ Kæliskápur ★ Kælir 190 I. ★ Frystir 40 I. ★ Stjörnur 4. ★ Hraðfrysting. ★ Sjálfv. afhr. * Innbyggingarofn * Grillelement. * Snúningsmótor. Hæð 59,5 cm. * Breidd 59,5 cm. ★ Gufugleypir ★ Þriggja hraða. ★ Fyrir kol og útbl. ★ Hæð 15 cm. ★ Breidd 60 cm. ★ Dýpt 48 cm. ★ Eldavél ★ Tvær hraðsuðuhellur. ★ Grillelement. ★ Geymsluhólf. ★ Hlífðarlok. ★ Árs ábyrgð. ★ 50 cm breið. Á hausttilboðinu er mikið úrval heimilistækja með 10-50% afslætti. Opið á laugardögum Frí heimsending og tenging á höfuðborgarsvæðinu. Við losum þig við gömlu tækin. h/f V!5A Verslun Rafha, Lækjargötu 22, Hafnarfirði, sími 50022. Borgartúni 26, Reykjavík, sími 620100. Visa, Euro eða Munalán. Greiðslukjör við allra hæfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.