Morgunblaðið - 31.10.1993, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993
FERNAND
ÞRYKKJARI
MEISTARANNA
eftir Broga Ásgeirsson
Fyrir tíu árum var ég beðinn um
að skrifa pistil um franska meist-
araþrykkjarann í litografíu (stein-
þrykki) Fernand Mourlot (1895-
1982), en verkstæði hans var og
er heimsþekkt. Var þetta í sam-
bandi við sýningu á nýjum stein-
þrykkjum, ásamt yfirliti af mörgu
því sem ég hafði gert í grafík um
dagana, sem Listmunahúsið við
Lækjargötu stóð að.
Ófyrirsjánleg atvik höguðu því
svo að ekkert varð úr góðum ásetn-
ingi, en ég hef allan tímann verið
með greinina á heilanum og er ekki
seinna vænna að ég komi henni frá
mér í tilefni sýningar Listasafns
íslands á grafíkverkum mínum, sem
senn fer að ljúka, en hún byggist
einmitt að stórum hluta til á stein-
þrykkjum.
Ég hafði rekist á endurminningar
meistarans (Opera Mundi, París
1979) í sænskri þýðingu í bókasölu
Lousiana-safnsins apríldag nokk-
urn 1983, sem ég auðvitað keypti
á stundinni. í bókina sæki ég aðal-
lega heimildir mínar, en einnig í
grein er birtist í nóvemberhefti
þýska listtímaritsins „art“ 1979 og
svo í bók eiginkonu Picassos,
Francoise Gilot, sem Charlton Lake
færði í letur og út kom í þýskri
þýðingu hjá Kindler 1965.
Hið fræga verkstæði Mourlots
var upprunalega í þröngum húsa-
kynnum í Rue de Chabrol í næsta
nágrenni við Austurbrautarstöðina
og hina frægu og alræmdu götu
Faubourg St. Denis, þarnæst í rue
Barrault, Butte-aux-Cailles,
skammt frá torgi með afgirtum
garði, sem kennt er við skáldið
Verlaine, og loks í rue du Montparn-
asse, „þar sem sem handverkið
þjónaði meistaraverkinu" upp á dag
hvern, eins og skáldið Jaques Prév-
ert orðaði það í skrifum sínum.
Salurinn þar sem þrykkpressurn-
ar stóðu hlið við hlið var í bókstaf-
legri merkingu veggfóðraður litó-
grafískum kalksteinum frá Solnhof-
en í Bæjaralandi. Komið fyrir í hill-
um í snyrtilegum röðum, eins og
dýrmætum bókum á safni, og stein-
arnir voru vandlega merktir lista-
mönnunum, sem voru að nota þá.
Hið litla verkstæði var samkomu-
staður fjölda listamanna svo sem
hin fræga gestabók þess ber með
sér, en í hana höfðu m.a. ritað nöfn
sín: Picasso, Chagall, Cocteau,
Miró, Matisse, Vlaminck, Utrillo,
Braque, Van Dongen, Villon, Dera-
in, Dufy, Léger, Masson, Giaeo-
metti, Delvaux, Calder, Le CorbuSi-
er, Dali, Siqueiros, Estéve, Lidner,
Dubuffet, Manessier, Shuterland,
Soulages, Ben Sahn, Matta, Henry
Moore, Bacon, Buffet, Lanskoy,
Jenkins, Bellmer, Wunderlich, App-
el ...
Allt saman heimsþekktir bógar
myndlistarinnar, sem hver einasti
vel menntaður listamaður á að
þekkja eða í öllu falli kannast við
og maður getur gert því skóna að
þeir flestir, ef ekki allir, hafí unnið
á stein eða málmplötu á verkstæð-
inu.
Auk þess komu þangað safnarar,
listhöndlarar, gagnrýnendur, safn-
stjórar og iistsögufræðingar, að
ógleymdum rithöfundum af mörg-
um gerðum allt frá Collette til Rev-
erdy, frá Pulham til Prévert, frá
Aragon til Malraux og Camus ...
Ferdnand Mourlot var innfæddur
Parísarbúi, en forfaðir hans kom
til borgarinnar og settist þar að
árið 1780. Afi hans var veggfóðr-
ari og sjálfur sagði hann að það
væri ýmislegt er lýtur að þrykki í
þeirri starfsgrein. Faðir hans setti
á stofn lítið verkstæði og þrykkti
skjöl, bókhaldsgögn, bréfhausa og
ýmislegt smálegt fyrir fyrirtæki, en
slíkt var dijúgur iðnaður í gamla
daga, en er naumast til í því formi
lengur. Hann var metnaðarfullur
og eftir að hann gifti sig og konan
fór að hlaða niður börnum keypti
hann nýja þrykkpressu í hvert skipti
sem drengur eða stúlka kom i heim-
inn og pressurnar urðu samtals níu
eins og bömin.
Það var tvennt merkilegt sem
skeði skömmu áður en fyrri heim-
styijöldin skall á og er líkast sem
örlagadísirnar hafi verið þar að
verki. Fyrir hið fyrsta, þá bytjaði
Ferdnand að vinna á verkstæði föð-
ur síns að rue Saint - Maur 75, sem
liggur milli breiðgatnanna Rue
Faubourg du Temple og Avenue
de la Republique og í átt til Boule-
vard Voltaire, og svo á átti faðir
hans leið um rue de Chabrol á svip-
uðum tíma og sá þar á húsvegg
auglýsingu um að þrykkverkstæði
væri til sölu á staðnum. Hann leit
þar inn og náði tali af eigandanum,
monsieur Bataille, og þeir komust
að samkomulagi. Til að fjármagna
kaupin seldi Jules Mourlot rúss-
nesku ríkisskuldabréfin sín og þar
fór hann skynsamlega að ráði sínu,
því að nokkrum mánuðum seinna
skall stríðið á og verðbréfin voru
ekki lengur pappírsins virði!
Það var einmitt á þessum stað,
sem ævintýrið byijaði, er stein-
þrykkið var endurreist sem gildur
listmiðill, en fáir höfðu unnið í því
frá hinu mikla blómaskeiði fyrir
aldamótin. Röð frábærra lista-
manna vann í steinþrykkinu alla
19. öldina og má segja að þróunin
hafi náð hámarki með Toulouse
-Lautrec, sem á milli 1892-1900
gerði 400 litógrafíur og þar af 50
í lit, en á þeim tíma þróaðist tækn-
in í gerð veggspjalda, þar sem
Lautrec var óumdeilanlega meistar-
inn, svo og auglýsinga. Litógrafían
varð á þeim tíma svo mjög undir-
lögð auglýsingaiðnaðinum, að
framsæknir núlistamenn misstu
flestir áhuga á henni.
Endurreisnin hófst um 1930 og
þá hafði Ferndnand þegar aflað sér
dijúgrar reynslu í faginu, faðir hans
hafði látist 1921 og þá var nafni
fyrirtækisins breytt í „Mourlot
Fréres" (Bræðurnir Mourlot). Fram
að seinni heimsstyijöldinni var
steinþrykkið einungis list fáeinna
útvaldra. Það var svo fyrst eftir að
styijöldinni lauk að listamenn fóru
að hópast á verkstæðið og hér var
Picasso í fararbroddi, en fljótlega
komu þeir Matisse, Derain, Miró,
Braque, Chagall, svo örfáir þeir
frægustu séu nefndir. í æviminn-
ingum Mourlots er fyrirferðarmikill
kafli um samskipti hans við Picasso
og þar kemur vel fram hve marg-
brotinn persónuleiki meistarinn var.
Mourlot var gæddur ágætri frá-
sagnargáfu og hafði gaman af að
segja sögur og dró lítið undan, gaf
þeim frekar lit. Picasso ákvað að
vinna við steinþrykk haustið 1945
og lét ritara sinn Sabartés hringja
í Mourlot og boðaði hann til sín á
vinnustofuna í Rue des Grands
Augustins. Að sjálfsögðu lét Mour-
lot ekki segja sér það tvisvar að
heimsækja meistarann, sem hann
hafði aldrei hitt og þekkti bara af
ljósmyndum.
Sabartés tók á móti honum og
leiddi hann m.a. í gegnum stóra
biðstofu þar sem nálægt 20 manns,
konur og karlar, sátu og biðu og
beint inn á vinnustofu Picassos.
Þeir áttu ánægjulegar samræður
um allt milli himins og jarðar, en
þó einkum grafík og málverk í hálfa
aðra klukkustund. Er Mourlot hélt
svo á braut sat allt fólkið ennþá
hið þolinmóðasta á biðstofunni og
beið eftir að röðin kæmi að því.
Mourlot hermir annars staðar
sérstaklega frá því, hve áhugi Pic-
asso á steinþrykkinu hafi verið mik-
ill og þannig fékk hann ætíð vafn-
ingalaust að ganga beint inn til
meistarans og alltaf þegar hann
kom var hópur af fólki á biðstof-
unni sem beið og var ekki laust við
að það Iiti upp til hans fyrir að
hafa forgang!
í ljós kom, að Braque hafði
mælt með Mourlot sem traustum
þrykkjara, en Picasso var farið að
langa til að vinna aftur við stein-
þrykkið eftir 15 ára hlé. En hann
lét í það skína, að hann hefði ekki
beinlínis ýkja mikið álit á tækn-
inni,_ en vildi þó reyna fyrir sér aft-
ur. í stuttu máli var þetta upphaf
af ævilangri samvinnu þeirra og
verkstæði Mourlots þrykkti upp frá
því allt sem Picasso lét sér detta í
hug að útfæra í steinþrykki og
málmplötur.
Fyrsta lotan reyndist dijúg, því
hér var brimbijótur að glíma við
hin svart-hvítu blæbrigði. Törnin
varaði í fjóra mánuði og Picasso
var á staðnum frá 9-6 alla daga
nema sunnudaga, en þá gerði hann
stór uppköst að litógrafíum heima
hjá sér og var mættur með þær
stundvíslega kl. 9 á mánudags-
morgnana.
Allt í allt mun hann hafa þrykkt
milli 4-500 myndir á tímabilinu!
Mourlot lét gamaldags og gróin
þrykkjara Gaston Tutin að nafni,
er jafnan var nefndur annaðhvort
monsieur Tutin eða Pére Tutin,
vinna með Picasso, en sá bjó yfir
mikilli þekkingu á hinu sígilda
handverki og var sérstaklega fær í
að yfirfæra myndir á stein og zink-
plötur og aðra vinnslu þeirra, svo
sem innbrennslu með sýrum og loks
þrykkingu. Einnig voru fyrir á verk-
stæðinu afbragðs þrykkjarar eins
og Henri Deschamps og Charles
Sorlier, sem einnig unnu með Pic-
asso. Fram má koma að ferlið frá
teikningu í fullgilt þrykk getur ver-
ið flókið mál í mörgum tilvikum og
Picasso, sem var á móti öllum venju-
bundnum aðferðum, var stöðugt að
leggja fyrir vesalings Tutin nær
óframkvæmanleg verkefni, sem