Morgunblaðið - 31.10.1993, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993
Ársæll Kr. Einars-
son lögregluvarð-
síjóri — Minning
Fæddur 10. ágúst 1919
Dáinn 19. október 1993
Mánudaginn fyrsta nóvember
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju hjartkær bróðir minn, Ársæil
Kristinn Einarsson, sem lést í Borg-
arspítalanum 19. þessa mánaðar.
Hann hafði um alilangt skeið háð
baráttu við illskeyttan sjúkdóm, þar
sem endaiokin verða ætíð á einn
veg. En Ársæll æðraðist ekki þótt
hann gerði sér grein fyrir hvert
stefndi. Með aðdáunarverðri hugarró
og karlmennsku, jafnvel með bros á
vör_ barðist hann til hinstu stundar.
Ársæll var fæddur 10. ágúst 1919
í Neðradal í Biskupstungum. For-
eldrar hans voru Einar Grímsson
bóndi og kona hans, Kristjana Kristj-
ánsdóttir.
Einar var sonur hjónanna Gríms
bónda á Þórarinsstöðum í Hruna-
mannahreppi, Einarssonar bónda og
hreppstjóra í Galtafelli, Jónssonar
bónda og dannebrogsmanns á Kóps-
vatni. Móðir Einars í Galtafelli var
Katrín Jónsdóttir bónda í Reykjadal
í sömu sveit.
Kristjana var dóttir Kristjáns
bónda í Heysholti í Landsveit, Guð-
mundssonar bónda í Skógarkoti í
sömu sveit. Móðir Kristjönu var
Kristín Jónsdóttir bónda á Heiði í
Holtum.
Þessi stutta ættfærsla sýnir að
traustir stofnar bændasamfélagsins
stóðu að Ársæli.
Ljúfar minningar leita fram í hug-
*—&nn allt frá bemskudögum er við
systkinin lékum okkur saman glöð
og áhuggjulaus meðal guliinna
blóma í hlaðvarpa og bæjarbrekku.
Systkinin í Neðradal voru níu, sex
bræður og þrjár systur. Nú eru fimm
þeirra eftir á lífi. Eins og að líkindum
lætur hafði þessi stóri systkinahópur
nóg fyrir stafni í leik og starfi. Eldri
systkinin pössuðu þau yngri og svo
koll af kolli. Á vorin og sumrin var
hlaupið um tún og grundir og ríslað
við bæjarlækinn. Á haustin prílað
upp í fjall í beijatínslu eða smala-
mennsku. Á vetrum byggð snjóhús
og rennt sér á skautum eða skíðum.
Hjá eldri krökkunum var mikil
tilhlökkun þegar pósturinn birtist
__ hálfsmánaðarlega með eitthvert les-
efni. Enginn tími var til að láta sér
leiðast, þótt hvorki væri til útvarp,
sjónvarp, myndbönd né geisladiskar.
Er systkinin höfðu aldur til tóku
þau að sjálfsögðu þátt í daglegum
störfum með fullorðna fólkinu. Það
hefur jafnan þótt notadijúgur skóli
síðar í lífinu.
Ársæll var góðum gáfum gæddur
og fróðleiksfús. Að loknu skyldu-
námi var hann einn vetur í íþrótta-
skólanum í Haukadal. Það var góður
undirbúningur fyrir lífsstarfið, sem
Ársæll kaus sér. Það kom sér líka
ágætlega í starfí lögreglumanns, að
hann var vel á sig kominn, í hærra
meðallagi og sterkbyggður.
Btónmsíofa
Fríðfinns
Suöurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opiö öllkvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
m
Á unglingsárum hleypti Ársæll
heimdraganum og leitaði sér að
vinnu. Hann sótti sjóróðra frá Stafn-
nesi þar sem hann reri í nokkur ár.
Þá vann hann hjá Einari í Garðhús-
um í Grindavík og loks var hann
vinnumaður á Hraðastöðum í Mos-
fellssveit.
Síðan lá leiðin til Reykjavíkur. Þar
gekk Ársæll í götulögregluna 1942,
aðeins 23 ára gamall. Frá þeim tíma
starfar hann óslitið hjá lögreglunni
í Reykjavík uns hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir 1989, eftir hart
nær hálfrar aldar starf.
Ársæll gegndi á sínum langa
starfsferli allflestum löggæslustörf-
um, almennu eftirliti á götum úti,
umferðarstjórn, unglingaeftirliti,
símavörslu, fangageymslu, flokk-
stjóm og varðstjórastarfi.
Ársæll var dagfarsprúður maður
og átti létt með að blanda geði við
fólk, en gat verið mjög röggsamur
og ákveðinn ef því var að skipta.
Sérstaka athygli vakti hve Ársæll
var iaginn að tala um fyrir ungling-
um, sem voru ölvaðir eða höfðu ver-
ið teknir fyrir óknytti og ólæti. Hann
leiddi skjólstæðingum sínum fyrir
sjónir að öllum gæti yfírsést í hugs-
unarleysi eða augnabliksæsingi. Það
væri ekki nema mannlegt. En vítin
væru til þess að varast þau. Látið
aldrei sjá ykkur hér framar. Hann
Iagði þunga áherslu á orðin og horfði
djúpt í augu viðmælandans. Þá eruð
þið menn að meiri. Síðan hringdi
hann í foreldrana og lét þá sækja
afkvæmi sín. Lang oftast sá Ársæll
þessa krakka aldrei oftar.
Lögreglumannsstarfíð er mjög
vandasamt og viðkvæmt ef svo má
að orði komast. Þar gildir að taka
réttar ákvarðanir á réttum augna-
blikum. Hið sama skiptir höfuðmáli
við sérstakar erfíðar aðstæður. Á
barmi hyldýpis örvæntingar gildir
oft að fínna réttu orðin á réttum
tíma. Það getur skipt sköpum þegar
um líf eða dauða er að tefla.
Ársæll var fær og vinsæll í starfí.
Hann hafði góða eiginleika lögreglu-
mannsins til að bera.
Þá starfaði Ársæll lengi sem dyra-
vörður í Oddfellowhúsinu og Hótel
Borg. Það vandasama og oft van-
þakkláta starf leysti hann vel af
hendi og eignaðist marga góða
kunningja og vini.
í einkalífi sínu var Ársæll einnig
farsæll og lánsamur. Árið 1947 steig
hann mesta gæfuspor sitt er hann
kynntist bráðmyndarlegri bónda-
dóttur, Guðmundu Guðmundsdóttur
frá Níp í Skarðshreppi í Dalasýslu.
Þau felldu hugi sama og hófu bú-
skap sama ár.
Ársæll hafði þá nýlega lokið við
að byggja- stórt tvílyft steinhús í
Sigtúni 33, ásamt tveimur bræðrum
sínum og föður. Nú hafði hann að
mestu eignast húsið einn. I Sigtún-
inu hafa þau hjón búið allan sinn
búskap eað rúman hálfan fímmta
áratug.
Þeim hjónum varð tveggja barna
auðið, sem eru Kristjana, fædd 1948,
og Einar Guðmundur, fæddur 1958.
Einar er rafvirki að mennt. Kristjana
stundaði verslunarstörf fyrr á árum,
en hefur átt við vanheilsu að stríða
um árabil. í veikindum hennar hefur
samheldni og fórnfýsi foreldranna
komið skýrast í Ijós.
Guðmunda eða Stelia, eins og hún
var alltaf kölluð, rakti ekki einungis
skyldur sínar sem fyrirmyndar hús-
móðir, heldur vann hún um ^ratuga
skeið utan heimilis. Hún var í hluta-
starfí hjá Hólmfríði mágkonu sinni
í versluninni Kjalfelli.
Ársæll var einstaklega góður
heimilisfaðir, reglusamur og úr-
ræðagóður. Stella er myndarleg hús-
móðir og bjó manni sínum og börn-
um fallegt og notalegt heimili. Afar
gestrisin voru þau hjónin og góð
heim að sækja. Miklar og góðar
veitingar voru fram bornar og
ánægjulegt var að spjalla við fjöl-
skylduna um landsins gagn og nauð-
synjar. Húsbóndinn fylgdist vei með
fréttum bæði af inniendum og er-
lendum vettvangi. Hann hafði fast-
mótaðar skoðanir á mönnum og
málefnum. Hvers konar lausung og
óráðsía var honum fjarri skapi.
Skuldasöfnun þjóðarinnar var hon-
um þyrnir í augum. Ef ekki væri
snúið af þessari óheillabraut væri
sjálfstæði landsins í bráðri hættu.
Þótt Ársæll væri alvörumaður var
hann hrókur alls fagnaðar í góðra
vina hópi. Hann átti létt með að tjá
hugsanir sínar og segja nokkur vel
valin orð á ýmsum hátíðis- og tylli-
dögum í lífi vina og venslamanna.
Einnig hefur Ársæll borið við að
festa hugsanir sínar á blað og munu
nokkrar greinar eftir hann hafa birst
í Lögreglublaðinu.
Þótt Ársæll helgaði lögreglu-
mannsstarfinu krafta sína og byggi
allan sinn búskap í Reykjavík var
hann sveitamaður í eðli sínu. Sjálf-
sagt hefði hann vel getað hugsað
sér að verða bóndi þótt atvikin hög-
uðu því á annan veg.
Oft heimsótti Ársæll æskustöðv-
arnar í Biskupstungum. Meira að
segja átti hann í nokkur ár fáeinar
kindur hjá Jóni bróður sínum, sem
býr í Neðradal. Á fögrum sumardegi
hafði Ársæll yndi af að renna fyrir
silung og njóta kyrrðar og fegurðar
íslenskrar náttúru. Ættjarðarljóð
skáldsins frá Arnarvatni var honum
ætíð ofarlega í huga.
Blessuð sértu sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín,
yndislega sveitin mín,
heilla mig og heim til sín
huga minn úr ijarlægð draga.
Blessuð sértu sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
Eftir að Ársæll komst á eftirlaun
hafði hann betri tíma til að sinna
ýmsu smávegis heima fyrir. Hann
var lagtækur og dyttaði að húsi sínu
utan dyra og innan. Þá var hann
natinn við að hirða um garðinn,
ræktaði kartöflur og fleira græn-
meti.
Ársæll var eins og margir af eldri
kynslóðinni að honum féll aldrei verk
úr hendi. Kannske er líka í vinnunni
að leita notadrýgstu og varanlegustu
ánægjunnar í lífínu. Víst er um það
að okkar litla samfélag væri betur
á vegi statt ef sem flestir þegnar
þess ættu þessa eiginleika í ríkum
mæli.
Ársæll vanrækti ekki uppáhalds-
íþrótt sína, sundið. Nær daglega fór
hann í sund meðan heilsan leyfði.
Er heilsan tók að bila naut Ár-
sæll framúrskarandi umönnunar og
umhyggju konu sinnar. Hún gerði
allt, sem í hennar valdi stóð til að
létta honum veikindastríðið.
Síðustu þijá mánuðina lá Ársæll
í Borgarspítalanum. Hjúkrunarfólki
og læknum skulu færðar alúðar-
þakkir fyrir góða umönnun og hjúkr-
un.
Nú er skarð fyrir skildi er Ársæll
er horfinn sjónum. Það er huggun
hai-rni gegn að minningin um góðan
dreng lifír í hjörtum aðstandenda og
vina.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við Aðalheiður sendum að leiðar-
lokum eiginkonu, börnum, systkin-
um, öðru venslafólki og vinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning þín, kæri
bróðir.
Ármann Kr. Einarsson.
Á morgun er til moldar borinn
vinur minn og starfsfélagi til fjölda
ára, Ársæll Kr. Einarsson, lögreglu-
varðstjóri í Reykjavík.
Kynni okkar hófust er ég fékk
ráðningu sem lögregluþjónn hér í
Reykjavík 1958, þá rúmlega tvítug-
ur, og var settur til starfa á svokall-
aðri Matthíasarvakt. Á þeim árum
var hver vakt heimur út af fyrir sig
með sín einkenni. Heldur þótti mér
stráknum verðandi starfsfélagar
drungalegir og hijúfír, sem breyttist
þegar tímar liðu og ég fann hjá þeim
hlýju og gott hjartalag. Skynjaði að
starfið bjó þeim grímu og mér tók
að líða vel hjá þessum mönnum.
Þeir báru virðingu fyrir starfi sínu
og sér sjálfum. Voru hámenntaðir
þótt skólagönguna og prófin skorti,
því að lögreglustarfíð er endalaus
uppspretta lærdóms. Agi var mikill
og við þeir yngstu vorum aldir upp
af þeim sem reynsluna höfðu, en
ekki öfugt.
Einn þessara mætu manna var
Ársæll, sem mér þótti þá vera með
óþarfa tuð og afskiptasemi. En árin
urðu mörg og ég tók að meta og
sjá Ársæl í öðru ljósi og finna og
virða hans miklu mannkosti og
hæfni sem lögreglumanns. Náið
samstarf í níu ár á einhveijum þeim
viðkvæmasta stað hjá lögreglu-
stjóraembættinu, fangageymslunum
við Hverfísgötu, varð okkar aðal
starfssvið. Staður sem er andlit lög-
reglunnar hvað varðar mannleg
samskipti út á við og í fjölmiðlum.
Staður þar sem tekið er á móti sam-
borgurunum oft og tíðum í sínu
hörmulegasta ástandi. Við þær að-
stæður kom í ljós hæfni Ársæls að
vega og meta og taka réttar ákvarð-
anir sjálfstætt og bera á þeim
ábyrgð. Hann hafði skynjun og inn-
sæi í, ef mál var að þróast á verri
veg og gat beint því í þann farveg
að viðunandi niðurstaða fékkst.
Hann var mjög vel greindur og hafði
ákveðnar skoðanir sem hann var
óhræddur við að láta í ljós, þótt þær
féllu ekki að skoðunum fjöldans.
Marga vökunóttina áttum við tal
saman um hin ýmsu mál líðandi
stundar og önnur er náðu út yfir
tíma og rúm. Á þeim nóttum gaf
hann mér mikið. Hann var mikill
starfskraftur og gekk í hvaða starf
sem var af dugnaði og áhuga fram
á seinasta dag er hann lét af störfum
sjötugur. Var stöðugt vaxandi í aug-
um starfsfélaga sinna.
Ég kveð merkan mann og eftir-
minnilegan, sem farinn er til staðar
sem hann var viss um hvar væri,
með þökk fyrir uppeldið.
Aðstandendum votta ég samúð
mína.
Blessuð sé minning Ársæls Kr. Ein-
arssonar.
Jón Pétursson.
Með þessum fáu orðum langar
mig til þess að minnast föðurbróður
míns, Sæla frænda, eins og við
frændsystkinin kölluðum hann. Ár-
sæll byggði húsið í Sigtúni 33, ásamt
bræðrum sínum tveimur, Oddgeiri
og Valdimari föður mínum, sem nú
er látinn. í Sigtúninu slitum við
frændsystkinin því barnsskónum. I
þessu húsi var barnmargt og þröngt,
en sambúð íjöldskyldnanna þriggja
gekk snurðulaust fyrir sig og ekki
sþillti að Kristjana amma var ætíð
til reiðu til að taka í spil og lauma
að okkur góðgæti. Það var stórfjöl-
skyldubragur á lífínu í Sigtúninu á
þessum árum og fyrir okkur krakk-
ana var þetta góður tími. Það hlýtur
oft að hafa reynt á þolrifin að hafa
allan krakkaskarann inni á gafli því
engin landamæri voru virt í Sigtún-
inu og ekki til þess ætlast. Ef ein-
hvers þurfti við var allt eins hægt
að spyija Sæla frænda eins og
pabba. I amstri dagsins áttum við
frændsystkinin því í raun þrjá pabba
og þijá mömmur. Og ef um allt þraut
mátti leita til ömmu Kristjönu sem
allt skildi og allt fyrirgaf.
Ársæll naut mikillar virðingar hjá
okkur krökkunum, ekki síst þegar
hann birtist í fullum lögregluskrúða,
var ekki laust við að sum okkar
notfærðu sér það á ófriðarvettvangi
að eiga löggu fyrir frænda. En Sæli
var okkur krökkunum einnig sér-
staklega innanhandar vegna þess
að hann var stundum í fríi á miðjum
dögum þegar aðrir voru að vinna
og krakkar þurfa oft og tíðum á
góðum ráðum að halda með litlum
fyrirvara. Hann hafði tíma til að
hjálpa okkur til að sinna mikilvæg-
um málefnum eins og að útvega
efni í kerrubíla og dúfnakofa eða
einfaldlega til að spjalla.
Sérstaklega eru þó minnisstæðar
fjölskylduferðirnar austur í Neðra-
dal, sem voru ófáar. Þar var Sæli í
essinu sínu, enda fór ekki á milli
mála að heimahagarnir áttu sterk
ítök í honum. Eftir að við fluttumst
úr Sigtúninu hélst gott samband á
milli fjölskyldnanna. Og þótt heim-
sóknirnar á síðari árum hafi orðið
færri en skyidi kvaddi hann mig
ósjaldan með þeim orðum að hafa
sig í huga ef ég þyrfti einhvers við.
Fékk ég að reyna að sú ósk var
fölskvalaus. Að leiðarlokum er
margs að minnast og margt að
þakka. Ég sendi Stellu, Kristjönu
og Einari hugheilar samúðarkveðjur.
Megi Guð styrkja ykkur og blessa.
Minningin lifir um góðan dreng.
Grímur Valdimarsson.
Ég vil með nokkrum línum minn-
ast samstarfsmanns og góðs kunn-
ingja í meir en 50 ár.
Hann þynnist óðum hópurinn, sem
byijaði lögreglustörf á því umskipt-
anna heimsstyijaldarári 1942. Flest-
ir vorum við sveitapiltar, búnir að
vera misjafnlega stuttan tíma i höf-
uðborginni.
Þetta voru erfiðir tímar en þrátt
fyrir allt skemmtilegir fyrir unga
menn, í atvinnuleit, en þegar frá
leið var starfið ekki eins eftirsókn-
arvert, vegna slæmra launakjara og
ýmissa ástæðna. Margir vel hæfir
menn leituðu burt og fengu sér bet-
ur launuð störf. Það var erfítt að
manna lögregluna í Reykjavík um
árabil. Smám saman fór þó að þok-
ast í rétta átt varðandi vinnutíma,
laun og aðbúnað. Nú er þetta marg
breytt og komið í allgott ástand sem
kunnugt er og fyrnist yfír forna
daga.
Ársæll Kr. eða Sæli eins og við
löggurnar kölluðum hann var einna
yngstur í þessum föngulega hópi,
sem gekk í „lýðveldisherinn“ í jan-
úar 1942 og hann var jafnframt sá
síðasti úr flokknum, sem hætti eftir
47 ára samfellt farsælt starf, þá sem
varðstjóri. Það hittist þannig á að
við vorum í byijun og í áratugi á
sömu vakt, Matthíasarvaktinni svo-
nefndu. Frá þeim tíma er margs að
minnast. Það var gott að hafa Sæla
að samstarfsmanni í útköllum. Mað-
urinn var traustvekjandi og stóð
fyrir sínu eins og nú er oft sagt.
Hann var manna reglusamastur og
afgreiddi vandamál náungans á fum-
lausan og yfírvegaðan hátt án vols
eða víls. Ársæll var maður margfróð-
ur og fylgdist vel með félagsmálum
lögreglunnar þó ekki væri hann þar
kvaddur til forystu.
Það var oft bráðskemmtilegt að
spjalla við Sæla þegar tími gafst til
að ræða þjóðfélagsmál eða málefni
líðandi stundar, þar kom enginn að
tómum kofunum.
Ársæll var sonur hjónanna Einars
Grímssonar og Kristjönu Kristjáns-
dóttur, sem bjuggu lengst í Neðrad-
al í Biskupstungum og þar ólst hann
upp í fjölmennum hópi tápmikilla
systkina. Hann kvæntist ungur mik-
illi ágætiskonu, Guðmundu Guð-
mundsdóttur, ættaðri úr Dalasýslu.
Þau eignuðust tvö börn. Ársæll gerð-
ist landnemi við Sigtún í Lauganes-
hverfi ásamt bræðrum sínum 1947.
Saman hafa þau hjón byggt þar sitt
framtíðarheimili í fjörutíu og fimm
ár. Nú hefur hann skipt um bústað
eftir 14 mánaða harða en æðrulausa
baráttu við krabbann. Hvíli hann í
friði.
Við Elín kona mín sendum Guð-
mundu og börnunum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Þórður Kárason.