Morgunblaðið - 31.10.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.10.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993 31 Gunnar Gissurar- son - Minning Fæddur 16. ágúst 1924 Dáinn 11. október 1993 Mér er einkar ljúft að skrifa um vin minn Gunnar Gissurarson. Hann var jarðsunginn í kyrrþey að eigin ósk. Það var hans lífsmunstur að láta ekki bera mikið á sér eða trana sér mikið fram og vera í sviðsljósinu þó að hann ynni mikið að allskonar félags- og góðgerðar- málum. Hann var mjög virkur inn- an AA-samtakanna í marga ára- tugi og er hægt að telja að hann hafi verið einn af þeim sem ruddu veginn og héldu saman samtökun- um þegar þau áttu erfitt uppdrátt- ar. Hann trúði á samtökin og mátt þeirra. í gegnum þau eignaðist hann mikið af vinum og flestir höfðu þeir orðið illa úti í viðureign- inni við Bakkus. Þessum mönnum reyndi hann að hjálpa og greiða götu þeirra með öllum mögulegum ráðum. Ég veit að stór hópur af mönnum sem umgengust hann hlaut bót á vandamáli sínu og gat fótað sig aftur á lífsbrautinni. Gunnar var svo lánsamur að honum tókst strax að sigrast á sínu áfeng- isvandamáli sem hann þakkaði samtökunum og því góða fólki sem þar var fyrir. Gunnar fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1924. Foreldrar hans voru Sigrún Jónsdóttir og Gissur Gríms- son. Hann missti ungur föður sinn og þurfti því snemma að takast á við lífið og sjá fyrir heimili. Hann vann framan af við ýmis verslunar- störf, en síðustu þt'já áratugi vann hann við Ölgerð Egils Skallagríms- sonar þar til hann neyddist til að hætta vegna veikinda. Hann gat sér þar gott orð fyrir trúmennsku og góða frammistöðu í starfi. Við höfðum kynnst lítillega í samtökunum en svo urðu nánari kynni þar sem hann gekk að eiga mágkonu mína Guðrúnu Guðjóns- dóttur 31. maí 1969 og hafa þau búið saman í mjög samrýndu og góðu hjónabandi. Guðrún var þá með yngsta son sinn Eggert Þór Bernharðsson hjá sér og gekk hann honum í föðurstað og reyndist hon- um sem besti faðir. Á hann nú son sem ber nafn Gunnars og voru þeir mjög nánir vinir. Honum var annt um öll börnin en Eggert var yngstur og urðu þeirra kynni nán- ust. Eggert er kvæntur Þórunni Valdimarsdóttur og eiga þau tvo syni og hefur verið einstaklega ljúft á milli Gunnars og fjölskyldu Egg- erts. • Mér finnst ég standa í mikilli þakkarskuld við Gunnar því að hann studdi mig með ráðum og dáð meðan ég var að ná valdi á áfengis- vandamáli mínu. Hann var mjög hreinskilinn og ófeiminn að segja Dögg Björnsdótt- ir - Minning Fædd 18. september 1973 Dáin 16. október 1993 Ég er ekki enn farin að skilja að Dögg sé dáin. Ég kynntist henni fyrir u.þ.b. fimm árum þegar ég og foreldrar mínir fluttumst út til Lúxemborgar. Enda þótt við hitt- umst ekki oft, þá vorum við ágætis vinkonur og náðum vel saman. Þá hittumst við á jólaböllum, 17. júní og öðrum hátíðisdögum. Þá gat maður spjallað í óratíma við hana. Mér fannst æðislegt að tala við hana um heima og geima. Því mið- ur er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem ung stúlka hefur látist í bílslysi í Lúxemborg. Maður hugs- ar: Éf ég hefði verið þarna þá ... Mér þykir æðislega vænt um að hafa fengið að kynnast Dögg, hún var svo falleg manneskja. Þó að lík- aminn og sálin séu farin, þá eigum við dýrmætar minningar um hana elskuna okkar. Hún er því og verð- ur alltaf hjá okkur í hjartanu. Lífið gengur furðulega fyrir sig, allt hef- ur sinn tilgang, þó að maður skilji það alls ekki. Því trúi ég allavega. Elsku fjölskylda og ástvinir, megi guð styrkja ykkur í gegnum þetta. ■ BÆJARMALARAÐ Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði hefur sam- þykkt ályktun þar sem brýnt er talið að forysta flokksins, þing- flokkur og ráðherrar standi vörð um grundvallarsjónarmið jafnaðar- stefnunar og velferðarkerfið, og lýsir jafnframt trausti á störf Guð- mundar Árna Stefánssonar á Alþingi ,og sem heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra. I ályktuninni segir m.a.: „Guð- mundur Árni hefur sýnt það og sannað í störfum sínum á vegum flokksins að hann er ötull talsmaður jafnaðarstefnunnar sem veigrar sér ekki við að axla ábyrgð og takast á við erfið viðfangsefni. Það er og hefur verið ljóst að innan Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði, eins og víð- ar, eru skiptar skoðanir um ágæti þess stjórnarsamstarf sem flokkur- inn á nú aðild að, sem og einstaka aðgerða í ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar.“ Ég var lítið bam og ég spurði móður mína hver munur væri á gleði og sorg. Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði. Sá maður sem aldrei kennir sorgar í hjarta sínu getur ekki glaðst því hann þekkir ekki sorgina. (Þórunn Magnea) Elsku Dögg mín, sofðu rótt og dreymi þig ljúfa drauma. Þín vin- kona, Tinna Kristjánsdóttir. manni til syndanna. Hann hélt því ávallt fram að þetta væri vandamál sem yrði að taka á í fullri alvöru og hreinskilni ef sigur ætti að vinn- ast á því. Hann trúði á æðri mátt og oft fór hann með þessa hend- ingu úr 12 sporum AA-samtak- anna: „Við fórum að trúa að æðri kraftur, máttugri vorum eigin vilja, mundi gera oss heilbrigð að nýju.“ Og hann undirstrikaði að við yrðum að trúa á það sem við værum að gera til að árangur næðist. Gunnar var mjög trúaður og vann sem meðhjálpari við Dóm- kirkjuna um nokkurra ára skeið. Hann hafði unun af fallegum söng og tónlist og kunni mikið af sálmum og sálmalögum og söng þau óspart með sinni ágætu rödd þegar við átti. Gunnar söng í mörg ár með Karlakór Reykjavíkur. Hann hafði gaman af því að skreppa á bingó öðru hveiju og stjórnaði hann því af og til í nokkur ár og eignaðist hann mikið af góðum vinum því að honum fórst vel úr hendi að stjórna. Síðustu árin átti hann við mikla vanheilsu að stríða og andaðist á hjartadeild Landspítalans 11. októ- ber sl. Að síðustu vil ég kveðja hann með AA bæninni: Guð gefTmér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til þess að greina þar á milli. Eiginkonu hans, fóstursyni og fjölskyldu hans sendi ég samúðar- kveðjur. Guðmundur J. Clausen. RAI=VÖRUR Hl= flytja í nýtt og betra húsnæði í Ármúla 5. Opnum mánudag 1. nóvember. Opið hús í Garðabæ Draumahæð 8 og 12 j M»t«W .. 111 ii I tssa&32 g gggg 'v g Þessi glæsilegu raðhús eru á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Alls 151 fm. Húsin eru til af- hendingar strax fokheld að innan og fullbúin að utan. Opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 13-18. Allir velkomnir. Verð 8,3 millj. hÓLl FASTEIGNASALA BORGARTÚNI 18 3 H. (Húbí SpirltjMt vélstjóra) 'S' 10090 t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Álfheimum 46, sem lést 25. október verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Hulda Yngvadóttir, Sigurjón Svavar Yngvason, Margrét Yngvadóttir, Inga Þuríður Þorláksdóttir. Arnar Laxdal Snorrason, Margrét Valdimarsdóttir, Páll Pálsson, t Þökkum auösýnda samúð og hlýju við andlát og útför móður minnar, tengda- móður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR VIGFÚSDÓTTUR, fyrrverandi Ijósmóður frá Stykkishólmi. Guðrún Guðmundsdóttir, Gunnar Jóhannesson, Gunnar Gunnarsson, Steinar Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson, Kristm A. Emilsdóttir, Steinar Gunnarsson, Anna Rósa Kristinsdóttir, og langömmubörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNASAR GÚSTAVSSONAR héraðsdómara. Kristín Gyða Jónsdóttir, Guðrún Helga Jónasdóttir, Steinunn Jónasdóttir. Vantar - vantar ★ 2ja-3io herbergjo i lyftuhúsi við Sólheima. ★ 3jo-4ra herb. íbúð í nógrenni Vesturbæjarskóla. Verð ca 7,0 millj. ★ 4ro herb. ibúð í Hóaleitishverfi. Verð co 8,5 millj. ★ Sérhæð ó Seltjarnarnesi í skiptum fyrir 3ja herb. íbúð með bílskúr ó Seltjarnarnesi. Fasteignasalan Framtíöin, Austurstræti 18, sími 622424. FASTEIGNA MIÐSTÖÐIN SKIPHOLTI50B -105 REYKJAVÍK SÍMI 622030 - SÍMBRÉF 622290 [62 20 30 Kögunarhæð - Gb. Glæsil. rúmlega 202 fm einb. á þessum vinsæla stað. Húsið er til afh. strax fokhelt. Teikningar og myndir á skrifstofu. Áhv. húsbréf 6,0 millj. Rekagrandi 1486 Nýkomin í einkasölu glæsileg 2ja herb. íbúð 65,3 fm á jarðh. í fallegu fjölbýii. íbúðinni fylgir sérlóð í suður með hellulagðri verönd. Stutt í leiksvæði og verslun. Áhv. 1850 þús. byggsj. Verð 6,2 millj. Meðalbraut - Kóp. 5275 Mjög falleg 203 fm húseign á tveimur hæðum. Á neðri hæð er inngangur, þvottahús, snyrting og bílskúr. Á efri hæð eru svefnherbergi, stofur, snyrting og eldhús. Stórar suðursv. Glæsil. útsýni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.